Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. janúar 1980. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 \---------------------------- I Stjórn Indíru tekur við: \Engin ástœða | til bjartsýni Indira Gandhi er að ganga frá ráðherralista | sinum. Heyra mátti i fréttum að menn undrast ! það hve margir þeirra sem setjast i stjórn hennar | eru ungir og óreyndir. Þetta er útskýrt með þvi j helst, að Indira sé fyrst og fremst að verðlauna menn fyrir dyggan stuðning við hana. Og svo er | það gömul og ný saga, að „sterkur persónuleiki” i stjórnmálum telur skynsamlegt að ala ekki upp | hugsanlega keppinauta sér við hlið, heldur láta I náðarsól sina skina á vixl á þá menn sem verða ■ að éta úr lófa leiðtogans. Fréttaskýrendum þykir hin mikla velgengni Indiru Gandhi i senn jákvæð og uggvekjandi. Mönnum þykir það að sjálf- sögðu jákvætt, að i heimi valda- rána og einræðisherra tekst að skipta um stjórnendur i jafn fjölmennu og þýðingarmiklu riki og Indland er með jafn skaplegum hætti og kosningum. En ýmislegt er það sem vekur ugg. Meðal annars sjálf hin mikla sveifla sem verður á fylgi hinna helstu pólitisku fylkinga. Hún bendir til þess að það sé að- eins þröngur hópur manna sem hefur tök á pólitisku lifi Ind- lands. Þegar þessi þröngi hópur breytir um viðhorf fylgja hon- um nokkuð sjálfkrafa stórir hópar kjósenda. Pólitisk gleymska I annan stað sýnist það nokk- uð dapurlegt hve fljótt Indverj- ar sýnast hafa gleymt verstu hliðunum i stjórnsýslu Indiru Gandhi sem komu hvað greini- legast fram á árunum 1975-77 þegar hún stjórnaði með til- skipunum. Þessi gleymska kemur ekki hvað sist fram i giæsilegri endurkomu sonar Indiru, Sanjay, inn á pólitiskan vettvang. Sanjay var ekki að- eins sá sem stóð fyrir þvi að framkvæma með ofbeldi ófrjó- semisaðgerðir ýmiskonar — hann varð lika frægur að end- emum fyrir fjármálaspillingu og ýmisleg bolabrögð önnur. & •• Indira Gandhi: Jákvæð tiðindi, en uggvænleg um leið Fyrr og nú Einna lakast er það þó, að það er ekkert sem bendir til þess, að Indira Gandhi hafi á takteinum nein þau svör við vandamálum Indlands sem gætu bætt hag tugmiljóna örbirgðarfólks, sem ekki hefur séð neinar bætur á sinum hag, hvað sem liður fögrum fyrirheitum bæði Indiru og andstæðinga hennar. Kosningabaráttan var að mestu háð án þess að stefnumál kæmu á dagskrá,baráttan snerist fyrst og fremst um það að skapa ljóma i kringum persónu Indiru Gandhi, efla trú á hinn sterka foringja sem getur tryggt ,,lög og reglu”. Indira hefur komist til valda með svipuðum hætti áður. Hún vann mikinn kosningasigur árið 1971. Henni tókst þá að flýta nokkuð iðn- væðingu landsins, en ekki tókst henni að koma neinum þeim umbótum á sem kæmi hinum snauða fjölda til góða. Fyrirheit hennar um ,,lög og reglu” og aga enduðu i herlögum 1975 og miskunnarlausri valdniðslu. Og i utanrikismálum leiddi stefna hennar fljótlega til styrjaldar við Pakistan. Efnahagslegu vandamálin eru hin sömu og áður. Enn geta vofað yfir átök við Pakistan sem nú kann innan skamms að eign- ast sina fyrstu atómsprengju og fær nú aftur vopn frá Banda- rikjunum eftir innrás Sovét- manna i Afganistan. Þvi miður mælir fátt með þvi að valdatimi Indiru nú verði farsælli en fyrra valdaskeið hennar. áb byggði á DN I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i i i ■ i ■ j Gíslamir / bandaríska sendiráðinw Er Khomeini gísl íranskra vinstrisinna? Bandariski fáninn brenndur fyrir utan sendiráðið i Teheran: liður i áætlun um að losna við Khomeini? Um fimmtiu gíslum er enn haldið föngum i bandaríska sendiráðinu I Teheran og frelsi þeim til handa er ekki i sjónmáii. Ferð Waldheims aðalritara SÞ til Teherans varð árangurslaus. Sovétmenn komu með neitunar- valdi sinu nú um helgina I veg fyrir að öryggisráð SÞ sam- þykkti refsiaðgerðir á trani. 1 sjálfu íran er sem fyrr ókyrrt meðal minnihlutaþjóða og stuðn- ingsmanna keppinauta Khom- einis meðal ajatolla. Misheppnuð ferð Waldheims hefur m.a. orðið til þess, að bandarisk stjórnvöld eru farin að láta að þvi liggja, að Khomeini ráði ekki eins miklu i tran og menn hafa haldið. Jody Powell blaðafulltrúi Carters forseta sagði á þá leið á dögunum, að það væri vafasamt hvort Khomeini og byltingarráð hans hefðu stjórn á atburðum og þá einnig hvort höfuðklerkurinn frægi gæti látið stúdentana i bandariska sendi- ráðinu hlýða sér. Var um leið látið að þvi liggja, að stúdentar væru langt til vinstri og tækju mið af marxisma i orðum og gerðum. Grunnt á því góða Þegar sjónvarpsáhorfendur sjá fjöldagöngur i tran undir myndum af Khomeini gætu þeir freistast til að halda að þjóðin, eða a.m.k. Persar sjálfir, stæði nær einhuga að baki honum. Sannleikurinn er þó sá, að i landinu eru til margar róttækar hreyfingar, sem hafa önnur viðhorf og markmið en Khomeini og aörir þeir sem kenna sig við is- lamska byltingu. Þeir hafa hugann við viðtækari byltingu sem gengi götur vinstrisinna. Sumir eru kommúnistar, aðrir lita til PLO, frelsishreyfingar Palestinu, sem fordæmis eða jafnvel til Gaddafis i Libýu. Þessir hópar litu á Khomeini fyrst og fremst sem tæki til að steypa keisaranum — sem siðan þyrfti að losa sig við þegar hann hefði lokið þvi hlutverki. Þessar róttæku sveitir hafa verið mjög tortryggnar á hið svo- nefnda Islamska lýðveldi. Þær hafa bent á það, að Khomeini hafi notið mikils stuðnings kaup- manna, bæði efnahagslegs og pólitiskSjOg telja sig geta reiknað það út, að nú sé að eflast ný stétt kapitalista sem fyrr eða siðar Sovétrikin biðu allmikinn ósig- ur á mánudag þegar 104 aðildar- riki Sameinuðu þjóðanna sam- þykktu tillögu frá hlutlausum rikjum um að erlendur her yrði á brott frá Afganistan. Aðeins 18 riki greiddu atkvæði með Sovét- mönnum í þessu mállen 18 sátu hjá, m.a. Finnland, Indiand og Alsir. Þá hefurráðstefna 16 rikja Mú- hameðstrúarmanna sem haldin er I Kuala Lumpur I Malasiu hvatt allar þjóðir til að styðja „heilagt stríð” afganskra upp- reisnarmanna. muni leiða Iran aftur út i banda- lag við Vesturveldin. Vinstrimenn ofsóttir Þegar I febrúar i fyrra kom til átaka milli áhangenda Khomeinis og vopnaðra skæruliðasveita vinstrisinna. En Khomeini náði undirtökunum og einn af tals- mönnum þeirrar stjórnar sem við tók af Bakhtiar lýsti þvi yfir að ,,i þessari stjórn er ekki pláss fyrir vinstrisinna.”.A næstu mánuðum sættu skæruliðahópar vinstri- sinna margháttuðum ofsóknum, I fréttaskýringum frá Vinar- borg segir, að forystumenn vest- urevrópskra banka telji liklegt, að versnandi sambúð Sovétrikj- anna og Bandarikjanna muni koma fram I nokkrum samdrætti 1 viðskiptum, sem og þvi að Aust- ur-Evrópulöndin muni ekki fá lán hjá vesturevrópskum bönkum i sama mæli og áður, og þá með hærri vöxtum en fyrr vegna auk- innar pólitiskrar áhættu eins og það heitir. Sú refsiaðgerð Carterstjórnar- þeir voru reknir úr bækistöðvum sinum, allmargir liðsmenn þeirra og oddvitar voru handteknir. I júli voru allar vinstribókmenntir horfnar af götum og úr bóka- verslunum. I vanmáttugri gremju sinni lýstu skæruliða- hreyfingarnar þvi yfir að þær væru horfnar „undir jörðina — en mundu koma aftur”. Hefnd? Og nú velta menn þvi fyrir sér hvort það eru ekki einmitt þessi öfl sem tóku sendiráð innar að neita að selja 17 miljónir lesta af korni til Sovétrikjanna varð fyrir nokkru hnjaski i fyrra- dag þegar landbúnaðarráðherra Argentinu sagði, að land sitt mundi ekki taka þátt i sliku korn- banni. Væri um mistúlkun að ræða ef bandariskir ráðamenn héldu svo. Daginn eftir komu svo fregnir um að bandariskir sendi- menn hefðu reynt að fá fulltrúa Argentinu til að vera með i korn- sölubanninu eins og Astralir og Kanadamenn hafa lofað, en ekki fengið ákveðin svör. Bandarikjanna — til þess meðal annars að ýta af stað þróun sem gæti orðið Khomeini að falli. Með þvi móti er margt að vinna: vinstrihóparnir sýna styrk sinn, neyða Khomeini til að viðurkenna þennan styrk, sýna trönum að skæruliðarnir geti náð að ýmsu leyti lengra en stuðningsmenn Khomeinis, gefa þeim róttækustu færi á að koma nokkru óorði á andstæðinga sina i hópi sam- starfsmanna Khomeinis. Sé þetta rétt verða Bandarikin að horfast i augu við það, að Khomeini sé með nokkrum hætti i gislingu lika. Ef þessi kenning er rétt og það eru i raun ekki stuðnings- menn Khomeinis sem hafa sendi- ráðið á valdi sinu heldur and- stæðingarisem eru nógu klókir til að bera höfuðklerkinn fyrir sig) þá gæti áætlun þeirra litið út á þessa leið: Það vorum við sem komum Khomeini til valda, en hann hefur siðan afneitað okkur. Nú hefnum við okkur með gisla- tökunni — Bandarikin ráðast gegn Khomeini og það munu Iranir aldrei fyrirgefa Banda- rikjamönnum og þar með losna vinstrisinnar við tvær hindranir sem helst standa i vegi fyrir þeirra eigin valdatöku. Þetta hljómar reyfaralega — en menn eru hættir að undrast Iran, þar sýnist allt geta gerst. Aftur á móti er óliklegt að nokkru sem máli skiptir verði breytt um tilhögun ölympiu- leikjanna i' Moskvu i sumar. Tals- menn alþjóðlegu olympiunefnd- arinnar itrekuðu i Lausanne i Sviss I gær, að hvortsem einstak- lingar eða einstaka riki vildu hundsa þessa leika, þá mundu þeir fram fava i Moskvu eins og ákveðið hefði verið. Akvarðanir um þátttöku i Olympiuleikum eru ekki teknar af rikisstjórnum heldur af olympiunefndum i hverju landi. áb Afleiðingar innrásar í Afganistan: Ósigur Sovétmanna hjá SÞ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.