Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.01.1980, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1980 Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir 19 bíó- feröir fyrir 4500 kr.— Max Linder Buster Keaton Býður nokkur betur? Fjalakötturinn, kvik- mundaklúbbur fram- haldsskólanna, er í fullu fjöri niðri við Tjörn, og býður nú kvikmyndaunn- endum kostakjör: 10 bíó- ferðir fyrir litlar 4500 krónur. Það er semsé hægt að labba sig niður í Tjarnarbíó strax í kvöld og kaupa kort, sem gilda á allar sýningarnar sem eftir eru af dagskrá vetr- arins. Þar er einnig hægt að kaupa sýningarskrá með upplýsingum um all- ar myndirnar. I vetur voru þrjú þemu efst á baugi hjá þeim Fjalakettling- um: franskar gamanmyndir, japanskar myndir og þýskur expressjónismi. öll þessi fyrirbæri eiga sina fulltrú^ meöal þeirra mynda sem eftir er aö sýna. Hér fara á eftir stuttar lýsingar á myndunum, aö mestu fengnar aö láni úr sýn- ingarskrá Fjalakattarins. Franskar gamanmyndir Undir þökum Parisarborgar er mynd sem René Clair stjórn- aöi áriö 1929. Fyrr i vetur var sýnd önnur mynd eftir Clair: Miljónin, René Clair hóf kvik- myndaferil sinn áriö 1923, og geröi alls 23 myndir. Hann er talinn til upphafsmanna tal- myndanna, einn af fáum snill- ingum þögla skeiösins sem tóku talinu fagnandi; flestir héldu að kvikmyndalistin mundi liöa undir lok, þegar leikararnir færu aö tala. „Undir þökum Parisar” er rómantisk gaman- mynd og fjallar um götusöngv- ara og stúlkuna hans. Stuttar myndir eftir Max Linder verða sýndar saman ásamt tveimur myndum Buster Keaton. Max Linder var einn fyrsti kvikmyndageröarmaður Frakka og geröi myndir sinar á árunum 1906-25. Hann var fyrsti meistari þöglu myndanna, langt á undan Chaplin, og er talið aö ChaDlin hafi fengiö hugmyndina aö gervi sinu m.a. frá Max Lind- er. Myndirnar sem sýndar veröa heita: Fyrsti vindiliinn, Max og hundurinn hans, Max og styttan og Max lærir á skauta. Þær eru allar geröar kringum 1912. Þaö er kannski álitamál, hvort telja beri Borg hins tak- markalausa ótta til gaman- mynda. Eins og segir i sýn- ingarskránni: „Myndin villir á sér heimildir. Hún er hvorki hrollvekja né krimmi, heldur lýsinj;, bæöi ljúf og grimm i senn, á hræsnisfullu andrúms- loftismábæjarins”. Þessa mynd gerði Jean-Pierre Mocky og kveikjan aö hugmyndinni var þjóösaga frá miööldum um ófreskju sem gerði mönnum lif- iö leitt i litlum smábæ. Japanskar myndir Onibaba er talin vera besta mynd japanska leikstjórans Kaneto Shindo. Hún er frá 1964 og segir frá tveimur fátækum konum sem hafast viö i hroll- vekjandi skógi og stunda þar rán og morö. Stillinn einkennist af „ósviknum erótisma, blönd- uöum sadisma” segir i skránni. Dodeska den er fyrsta lit- mynd meistara Kurosawa, gerö 1970. Hún er samsett úr nokkrum smásögum, sem allar gerast meöal fátæklinga i Tokyo, þeirra sem hafast viö á rusiahaugum borgarinnar og þar um kring. Veldi ástriönannaer eftir hinn eina sanna Nagisa Oshima, þann sem geröi Veldi tilfinning- anna, og ber ekki að rugla þess- um tveimur myndum saman, þótt nöfnin séu lik. Siöasta japanska myndin á dagskránni er svo óiympíuleik- arnir i Tokyo eftir Kon Ichikawa, gerö 1965. „Þetta er ekki Ólympiumynd fyrir iþróttaáhugamenn, sem vilja sjá nákvæma atburöarás og tölur um árangur, heldur fyrst og fremst fögur og stilhrein mynd, sem enginn kvikmynda- áhugamaöur ætti aö láta fram- hjá sér fara”. Þýskur expressjonismi Tvær myndir eru enn ósýndar úr þessum flokki: ,,M” og Metropolis, báðar eftir Fritz Lang. Metropolis er frá 1926, fantasia um stðrborg 21. aldar- innar. „Af myndum Langs hefur þessi veriö hvaö mest gagnrýnd fyrir einfeldni'ngsiega meöhöndlun á þjóöfélagsmál- um. Sviösetning hans er nms- vegar óneitanlega mjög stór- brotin og sýnir vel snilli Langs á þvi sviði”. „M” er fyrsta talmynd Langs. Þar beitti hann hljóöinu af meiri hugkvæmni en almennt var á þeim tima (1931). Peter Lorre leikur sálsjúkan barnamorö- ingja i myndinni. Atvinnuglæp- onar stórborgarinnar taka aö sér aö elta hann uppi og koma honum i hendur lögreglunnar. Buster Keaton Buster Keaton er eitt stærsta nafnið i sögu grinleikara fyrr og siöar. Ferill hans var næsta átakanlegur: eftir að hafa rekið eigiö kvikmyndaver um árabil og leikið i mörgum myndum sem gert hafa nafn hans ódauö- legt, var hann „keyptur” til Metro Goldwin Meyer og eftir þaö hallar snarlega undan fæti: aöeins 33 ára að aldri er Buster Keaton búinn að vera. Seinna á ævinni kom hann aftur og lék i nokkrum myndum, og hann liföi þaö aö fá veröuga viöurkenn- ingu fyrir gömlu myndirnar sin- ar. Þær myndir Busters sem sýndar verða i vetur eru Steam- boat Bill Jr„ gerð 1927, siöasta myndin sem hann geröi á eigin vegum, og tvær stuttar, eldri myndir: Efnafræöingurinn (The Chemist) og Ditto. Aðrar myndir trafár vegna mynda Georgie og Bonnie heitir mynd sem bandariski kvikmyndastjórinn James Ivory gerði á Indlandi. Ivory þessi hefur starfaö árum saman aö kvikmyndagerö á Indlandi og hafa margar mynd- ir hans vakiö verulega athygli. Þessi mynd segir frá indversk- um systkinum af háum stigum, sem eru ekki sammála um gildi listmuna i eigu bróðurins. „Myndin sýnir togstreituna þeirra á milli og nálgast um leiö spurninguna um raunhæft gildi listarinnar.” Milli ltnannaer raunsæ lýsing á hópi fólks sem starfar viö lítiö vikufréttablað. Leikstjóri er Joan Micklin Silver, sem hefur sjálf starfað viö slíkt blað, „Village Voice”, og veit því greinilega hvaö hún er aö segja. Helsti kostur myndarinnar er ferskleiki og þaö aö hún sýnir venjulegt fólk, en ekki plast- brúöur. Nærmynd af listamanninum á yngri árum er byggö á sam- nefndri sögu eftir James Joyce. Leikstjóri er Joseph Strick, bandariskur maöur sem geröi sina fyrstu mynd 1959 (The Savage Eye). Hann hefur áöur gert mynd eftir sögu Joyce: Ulysses (1967). Ailegro non Troppo heitir itölsk teiknimynd eftir Bruno Bozzetto, sem er „liklega einn besti og þekktasti teiknimynda- höfundur i dag”. „Allegro non troppo er snilldarlega vel gerö og hæönisleg skopstæling á Fantasiu eftir Walt Disney, engu siöri en fyrri myndin hvaö varðar efniviö og tækni”. I huvet paa en gammel gubbe heitir sænsk mynd og hefur nafniö veriö þýtt: Sem svipt úr höföi gamals manns. Myndin er bæði leikin og teiknuð, og hefur Tage Danielsson (sá sem stjórnaði Ævintýrum Picassos) stjórnaö leikna hlutanum, en Per Ahlin þeim teiknaöa. „Myndin er i senn fyndin' og sársaukalega mannleg” segir i skránni. NIu mánuöir er eftir ung- verska leikstjórann Mörtu Meszaros. A kvikmyndahátiö Listahátíöar 1978 var sýnd myndin „Ættleiðingin” eftir þessa sömu konu, sem er i hópi þekktustu leikstjóra Ungverja- lands og hefur hlotiö mikla al- þjóölega viöurkenningu á und- anförnum árum. Hugrekki fólksins er frá Boli- viu og fjallar um fjöldamorö á námuverkamönnum i tin-nám- um þar i landi áriö 1967. Leik- stjóri er Jorge Sanjines, einn þekktasti kvikmyndastjóri Rðmönsku Ameriku. Mynd þessi er leikin af námumönnum og fjölskyldum þeirra, og er af- skaplega raunsæ og sterk. Utangarðsmennirnir er ind- versk mynd, gerö af einum þekktasta indverska kvik- myndastjóranum i dag, Mrinal Sen. Hann hóf feril sinn sem gagnrýnandi, en gerði fyrstu mynd sina áriö 1956. Mrinal Sen segist vera boðberi byltingar- kenndra skoðana i kvikmyndum sinum. Siöasta myndin i þessari upp- talningu er Punk in London, fyrsta heimildamyndin um pönkiö svokallaöa. Leikstjóri er Þjóöverjinn Wolfgang Bíild, og myndin er frá 1977. I henni eru viötöl viö marga tónlistarmenn af pönk-skólanum og reynt aö skýrá þróun þessarar tónlistar og breytingu hennar i tisku- fyrirbrigði og söluvöru. Sýningar- skrá Fjala- kattarins 20. jan. til 25. maí 1980 Jan. 20 Jan. 24, 26, 27, 31 Feb. 2, 3 Feb. 7, 9, 10 Feb. 14, 16, 17 Feb. 21, 23, 20 Feb. 28 Mar. 1, 2 Mar. 6, 8, 9 Mar. 13, 15, 16 Mar. 20, 22, 23 Mar. 27, 29, 30 Apr. 3, 5, 6 Apr. 10, 12, 13 Apr. 17, 19, 20 Apr. 24 , 26, 27 Mai' 1, 3, 4 Mai 8, 10, 11 Mai 15, 17, 18 Mai 22, 24, 25 trafár vegna mynda Georgie og Bonnie Undir þökum Parisarborgar On ibaba Veldi ástriönanna Borg hins takmarkalausa ótta Milli linanna Dodeska den Ef nafræöingurinn, Ditto, stuttar myndir Allegro non troppo Sem svipt úr höföi gamals manns • Nærmynd af listamanninum á yngri árum ’ NIu mánuðir Hugrekki fólksins Steamboat Bill Jr. Utangarösmennirnir „M” ÓlympiuleikarniriTokyo Punk in London Metropolis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.