Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fiinmtudagur 24. janúar 1980 «skák Umsjón: Helgi ólafsson Sigur TR í sjónmáli Drepiö var á úrslit I Deildar- keppni S1 I blaöinií í gær. Hins- vegar láöistaö geta stööunnar en hún er þannig: 1. Akureyri 32 1/2 v. (6) 2. TR 31 1/2 v. (5) 3. Mjölnir 24. V. ( 5) 4. Seltjarnarnes 22 1/2 v. (6) 5. Hafnarfjöröur 20 v. (6) 6. Kópavogur 17 v. (6) 7. Keflavík 14 1/2 v. (6) 8. Austfiröir 14 v. (4) Akureyringar tróna þvi enn i efs ta s æti en hætt er við aö lið TR nái þeim að vinningum og fari jafnvel fram úr, þvi að eins og sjá má á svigatölunum hafa þeir leikið einu sinni sjaldnar. Það var mjög greinilegt að liðsstjóri TR vildi ekki taka neina áhættu þegar lið hans mætti norðan- mönnum. 3 alþjóðlegir meist- arar voru i sveitinni og allir bestu skákmenn félagsins sem mögulegt var að ná I einnig með. Keppninni lauk 5: 3 TR i vil og má ætla að sá sigur hafi tryggt Reykvikingum sigurinn i keppn- inni. Úrslit urðu annars þessi: Akureyri — TR 3:5 1. borö: Helgi Ólafsson — Margeir Pétursson 1:0 2. borö: Gylfi Þórhaliss. — Jón L. Árnason 1/2: 1/2 3. borð: Askell ö. Kárason — Haukur Angantýss. 0:1 4. borö: llalldór Jónsson — Asgeir Þ. Árnason 0:1 5. borð: Jón Björgvinss. — Björn Þorsteinss. 0:1 6. borð: Kári Elisson — StefánBriem 1:0 7. borö: Þór Valtýsson — Jóhann Hjartarson 1/2:1/2 8. borö: Margeir Steingr. — Jóhannes G. Jónss. 0:1 Akureyringar höföu hvitt á 1. borði: Ein af athyglisveröari skák- um keppninnar var viðureign Stefáns Briem og Kára Elisson- ar. Kári, sem er margfaldur Islandsmeistari i lyftingum sem og Islandsmethafi, er einn af þeim mönnum sem tekur við- fangsefni sitt föstum tökum, hvort sem það heitir skák eða lyftingar. Skák þeirra fer hér á eftir: Hvítt: Stefán Briem Svart: Kári Elisson Sikileyjar vörn 1. e4-c5 2. f4-Rc6 3. Rf3-d6 4. g3-g6 5. Bg2-Bg7 6. c3-Bg4 7. d3-Dd7 8. Be3-Bh3 9. Bxh3-Dxh3 10. Rbd2-Rf6 11. Db3-Dd7 12. 0-0-0-b5 (Heldur vafasöm peðsfórn. Eftir 12. — Hb8 ásamt 13. — b5 hefur svartur góöa stöðu.) 13. Dxb5-Hb8 14. Da4-Rg4 15. Bgl-Db7 16. Rb3 0-0 17. h3-Rf6 18. Hh2 (Og hér var 18. g4! rétti leikur- inn Þess skal getiö að Stefán var þegar kominn i geigvænlegt timahrak og þegar yfir lauk átti hann ekki nema sekúndur eftir á klukkunni. Merkilegt hvað mönn- um teks t illa að lækna s ig af þeim kvilla sem kenndur er við tima- hrak.) ' 18. ,, Hfc8 19. Rfd2-Rh5 20. Rgl-Bh6 21. Kbl (Svartur hótaði 21. — Rxg3 o.s .frv..) 21. .. Rd8 22. f5? (Nauðsynlegt var 22. c4. Nú hrifsar svartur til sin frum- kvæðið) 22. .. c4! 23. Ra5-Da6 24. Da3-cxd3 25. Kal-Bg7 26. g4-Rc6 27. gxh5-Rxa5 28. Re3 28. .. Hxc3! ! (Þessi leikur ætti aö reynast af- gerandi ef rétt er á spöðunum haldiö.) 29. Da4-d2 30. Hhxd2-Hd3?? (Furðulegur leikur. 30. — Ha3! ! leiöir strax til vinnings.) 31. f6?? (Og Stefán svarar i sömu mynd. Eftir 31. Hxd3 Hxb2??, 32. De8+ vinnur hvitur létt. Betra er 31. — Bxb2+ en hvitur á að halda velli.) 31. „ Hxd2 33. Rdl-Hc8 32. Hxd2-Rxf6 34. Kbl-Rc4! — Laglegur lokahnykkur. Eftir 34: 35. Dxa6 Rxd2+ er hvitur mát i næsta leik. Hann gafst þvi upp. Blaðbera vantar VESTURBORG. Fálkagata — Lynghagi (strax!) Einarsnes — Skildinganes (strax!) AUSTURBORG: Blönduhlið — Hamrahlið (strax!) Góð laun. Hafið samband við af- greiðsluna. DIOÐVIUINN Síðumúla 6, sími 81333. Albert Guömundsson. Guömundur J. Guömundsson. Verkamaður skrifar: Óviðeigandi yfirlýsing Guðmundar J. Guðmundssonar um stuðning við Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson hefur látiö sig hafa þaö aö standa í stympingum og slagsmálum viö fátæka launamenn I verkfalls- báráttu þeirra og ekki nóg meö það, hann lét þannig orö falla, aðbanna ætti verkföll á islandi, og gott ef hann f lutti ekki tillögu um þaö á Alþingi á sinum tfma. Nú spyr ég: Hvernig i ósköp- unum getur formaður Verka- mannasambands Islands lýst yfir stuðningi við slikan mann og látið að þvi liggja, að hann ætli jafnvel að beita áhrifum sinum sem slikur? Ef hann ger- ir það þá segi ég bara: Varaður þig nú, Guðmundur vinur minn, ég hreinlega næ þessu ekki hvernig það má ské, að formað- ur Verkamannasambandsins lýsir yfir stuðningi við mann, sem vill láta banna verkföll og er jafn mikill pólitiskur ofstæk- ismaður og Albert Guðmunds- son hefur sýnt sig að vera. Að Umsjón: Magnús H. Gíslason sjálfsögöu ræöur Guðmundur sinu eina atvkæði en hann mun aldrei geta fengið launafólk á íslandi til að kjósa mann til for- seta, sem hefur það á stefnu skrá sinni, að afnema verkfalls- réilinn. Verkamaður. Sandgerði: Afla- met í fvrra Af Suðurnesjatogurunum var Dagstjarnan meö mestan afla á sl. ári eða samtals 4.150 lestir, að skiptaverðmæti 514.210. Erlingur aflaði 2.911 lestir, aö skiptaverðmæti 504 milj. og Ólafur Jónsson fékk 3.280 lestir, skiptaverðmæti 458.324.516. — og er þetta samkvæmt upplýs- ingum Suðurnesjatiðinda. Sandgerðisbátar eru nú byrjaðir róðra eftir þorskveiði- bannið, en afli hefur verið frem- ur tregur. A sl. ári bárust á land i Sand- gerði tæpar 42. þús. lestir sjó- fangs. Hefur aldrei meiri afla verið landað þar á einu ári. Var hann 14.700 lestum meiri en 1978 en þá var hann 27.300 lestir. Mest hefur löndunin áður verið 1977, en þá var hún rúmlega 38 þús. lestir. Af aflanum nú voru 21.840 lestir bolfiskur, sem skiptist þannig að afli bátanna var 16.280 lestir, rúmlega 3000 lest- um meira en árið árður, — og togaraaflinn 5.560 lestir, 3.300 lestum meiri en 1978. Landanir togaranna urðu 48 á móti 20 1978. Loðnu aflinn á árinu varð 18.020 lestir, sandsfli og spærlingur 960 lestir, sild 580 lestír, rækja 529 lestir og 47 lest- ir af slitnum humri. Vöruflutningar um höfnina jukust töluvert og munaði þar mest um útskipanir á mjöli og lýsi frá loðnubræðslunni og svo freðfiski og svo uppskipun á oliu. A árinu reyndist þetta vörumagn vera 5.870 lestir á móti 3.200, lestum árið 1978. — mhg Iðgjaldalœkkun Hjá Samvinnu- tryggingum Samvinnutryggingar hafa nú veitt landsmönn- um fjölþætta vátrygg- ingarþjónustu í 34 ár. Brunatryggingar félags- ins eru endurnýjaðar um hver áramót og hafa við hverja endurnýjun verið gerðar ýmsar breytingar á vátryggingarþjón- ustunni til þess að fella hana að nýjum þörfum á þessu sviði. Breytingar þessar hafa allar miðað i þá átt að veita viðskipta- vinum f élagsins og lands- mönnum öllum betri og víðtækari vátryggingg- ingarvernd fyrir sann- virði. Þessi markmið félagsins hafa skapað f rumkvæði þess til bættra viðskiptakjara lands- manna á sviði vátrygg- inga. Nú er 34. endurnýjun eigna- trygginga félagsins nýlega um garö gengin og viö það tækifæri var enn leitast við aö gera nauðsynlegar breytingar á við- skiptum þessum. Verðbólgan hefur verið megin vandamál vátryggingarviðskipta hér á landi á sl. árum m.a. vegna þess, að hún hefur dregið veru- lega úr gildi vátryggingar- upphæða, sem i flestum tilvik- um standa óbreyttar um eins árs skeið. Lögboðnar brunatryggingar húsa hafa verið sérstakt vandamál aö þessu leyti vegna þess að vátryggingarupphæðin er ákvörðuð með opinberu mati ( br una bó ta m a t i) , s em húseigendur geta ekki lækkað með einhliöa ákvörðun, heldur eru þeir háðir samþykki lög- skipaðra matsmanna. Reynslan var þvi sú, að hús- eigendur reyndust oft verulega vantryggðir þegar tjón urðu á siðari hluta vátryggingartima- bils, vegna áhrifa verðbólgunn- ar. Um áramótin 1978—1979 var framkvæmd lögboöinna bruna- trygginga húsa breytt þannig að tryggingarupphæðir, (brunabótamöt), voru látnar fylgja breytingum á byggingar- visitölu á árinu 1979, þannig að vátryggingarupphæðir leið- réttust á þriggja mánaða fresti. Þessi breyting reyndist sérstaklega nauösynleg á sl. ári vegna hinnar miklu verð- bólgu, sem þá varð um eöa yfir 50%. Eftir eins árs reynslu af þessari framkvæmd á lögboðn- um brunatryggingum húsa i landinu, hafa Samvinnutrygg- ingar nú ákveðið aö veita viðskiptavinum sinum þessar nauðsynlegu viðbótartryggingu á húseignir, án sérstakrar gjaldtöku. Akvöröun þessi er tekin vegna þess að árið 1979 var fársælt á sviöi brunatrygg- , inga, brunatjón i lágmarki, en þess eiga eigendur félagsins að njóta, þ.e. viðskiptavinir þess. Af þessum sömu ástæðum var ákveðiðað veita 10% afslátt af iðgjöldum brunatrygginga lausafjár i atvinnurekstri, en brunááhættanhefur á s.l. árum batnað verulega i heild sinni hér á landi vegna sivaxandi notkunar á hitaveitu og raf- magni til húsahitunar i stað eldstæða og vegna þess, að verulegur hluti bygginga hér á landi eru vandaðar og eld- traustar. Þá ber að geta þess að með nýrri tækni hefur orðið ánægju- leg þróun, er varðar eld- varnarbúnað heimila. Er hér bæði um að ræða hentug hand- slökkvitæki og reykskynjara. Verulegt magn þessara tækja hefur nú selst i landinu og veita á fjölmörgum heimilum aukiö öryggi gegn brunahættunni. Af þessum ástæöum hafa Samvinnutryggingar nú ákveð- ið að lækka iðgjöld innbús- og heimiiistrygginga viðskipta- vina sinna um 5% végna öryggistækja þessara og vilja um leið hvetja þá, sem enn hafa ekki komið slikum tækjum fyrir á heimilum sinum að gera það við fyrsta tækifæri. - mhgj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.