Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Tveir nýir einþáttungar eftir Þorvarö Helgason frumfluttir í útvarpi i kvöld „Þrímenningur” Útvarp Fyrri einþáttungurinn sem frumfluttur verBur I kvöld nefnist Þrimenningur og leik- stýrir höfundur honum sjálf- ur. Með öll þrjú hlutverkin i einþáttungnum fer Karl Guðmundsson. t þrimenningi segir frá skrifstofumanni á fertugs- aldri.sem eri rauninniklofinn i þrjá persónuleika. t fyrsta lagi er maðurinn sjálfur eins og hann kemur fyrir. Siöan er þaö maöurinn sem vill vera á- horfandi.erþurrogrólegur og hefur gaman af aö hlusta á ljvifa tónlist. Loks athafna- maðurinn, sem vill komast á- fram og njóta lifsins i krafti frama sins. Þessi ,,öfl” toga hann og teygja á milli sin, segja honum hvaðhanpeigi aö gera og hvað hann eigi ekki að gera. „Rottupabbi” Siðari einþáttugnurinn heit- ir Rottupabbi, og leikstýrir Klemenz Jónsson honum. Meö hlutverk i einþáttungnum fara RUrik Haraldsson og Jón Júliusson. „Rottupabbi” er fvrrver- andi sjómaöur, nU farinn að reskjast nokkuð. Nafniö hefur hann fengiöað þvi að vera sér- lega laginn við að umgangast rottur, enda hefur hann þær i kjallaranum hjá sér og gefur þeim meira að segja i staup- inu. Ungur maöur kemur i heimsókn til hans og kemur i ljós að þeir eiga meira sam- eiginlegt en I fljótu bragði má ætla. Flutningur beggja einþátt- unganna tekur um 50 mÍnUtur. Höfundurinn Þorvarður Helgason er fæddur árið 1930 I Reykjavik. Hann lauk stUdentsprófi áriö 1952, stundaöi siðan háskólanám I Flórens, Vinarborgog París. Tók próf i leikstjórn, leiklistarfræðum og frönskum bókmenntum I Klemenz Jónsson, leikstjóri. Þorvarður Helgason, leikritahöfundur. Vinarborg 1959. Dr. phil. I leiklistarfræðum 1970, sfðan menntaskólakennari i Reykjavik. Hann var leik- stjóri á vegum Bandalags isl. leikfélaga og síðar hjá Grimu og hann var einn af stofnend- um þess leikfélags. Þorvarður hefur starfaö sem gagnrýnandi bæöi hjá, Morgunblaöinu og VIsi. t Ut- varpi hafa verið flutt eftir hann leikritin „Afmælisdag- ur” 1969, „Sigur” 1970 og „Við eldinn” 1976. Mozart ungur að árum ásamt foreldrum sinum Tónleikar 1 Háskólabió Verk eftir Mozart í kvöld verður útvarpað frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar tslands I Háskólabió. Þaö er fyrri hluti tónleik- anna sem nU verður fluttur beint. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar er Urs Schneider frá Sviss og einleikari er Ursula Ingólfsson Fassbind. A efnisskránni I kvöld er „Moldá”, kafli Ur „Fööurlandi minu” tónverk eftir Bedrich Smetana, og Pianókonsert nr. 26 i D-dUr (K537) eftir Wolf- gang Ámadeus Mozart. Tónskáldiö Smetana hefur verið nefndur faöir tékk- neskar tónlistar. Hann átti stóran þátt i skipulagningu tékknesks tónlistarlifs og starfaöi i anda sjálfstæðis- og þjóðernisbaráttu Tékka sem náöi hámarki með lýðveldis- stofnuninni 1918. Smetana trUði á menningar- og stjórn- málalegt gildi listarinnar og i þeim anda samdi hann verk sin. Mozart er eitt merkasta tónskáld sem uppi hefur veriö. Hann var snillingur á pianóiö og sem tónskáld svo afkasta- mikill að fá dæmi eru um Útvarp kl. 20.25 annaö eins. Hann var enginn formbyltingarmaður, en var aftur á móti mjög fjölhæfur og samdi I flestum formum sem þá þekktust. Alls samdi Mozart 600 til 800 verk og eru mörg þeirra mikiö leikin enn þann dag 1 dag. ' -lg. Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík frá lesendum Lýst eftír Lúlla Kæri lesendadálkur! Ég er alveg hreint i vand- ræðum og datt I hug að leita til þin ef þU gætir liðsinnt mér. Ég er ung stelpa norðan Ur landi sem kom suður i haust til að fara á skóla. Ég leigi herbergi i Garöabæ og um daginn fór ég með vin- konu minni á- ball I Skiphól I Hafnarfiröi af þvi aö það er svo stutt frá mér. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman af þvi að fólkið var svo svakalega fullt. Þó bauð mér upp strákur sem sagöist heita LUlli og eiga heima i Hafnarfirði. Hann fylgdi mér heim en siðan hef ég ekki getað hætt aö hugsa um hann. NU eru liönar þrjár vikur og ég veit ekkert hvernig ég á að ná sam- bandi við hann. Ég skrifa þetta ,til Þjóðviljans af þvi að mér heyrðist á honum aö hann væri kommi.. Ef þú, Lúlli, hefur áhuga á mér þá verð ég á Hlemmi kl. 4 á laugardaginn. Stina Slæmur Margt er ungs manns gaman. (Ljósm.: Leifur) Trúnaðarmaöurinn rekinn „Skemmti- þáttur Sjónvarpsáhorfandi hringdi. Ég fæ ekki oröa bundist frekar en fleiri félagar minir, þegar við vorum að, ræða saman um það sem kallað var skemmtiþáttur i sjónvarpinu sl. laugardagskvöld. Það sem fólki dettur i hug að bjóða manni uppá sem skemmtiefni. 1 fyrsta lagi að gera manndrápsmál sem eru nú á viðkvæmu stigi að skemmti- efni, og svo ekki sist hversu menn eru orðnir bíræfnir við aö auglýsa vissa skemmtikrafta i sjónvarpi. Nei, ég segi stopp og ekki lengra. Mér datt það í hug... Verkalýðsfélagið gerir ekkert í málinu Kunningi minn hefur unnið hjá sama atvinnurekanda I kaupstað fyrir norðan siðastliö- in þrjú ár. Hann hefur haft til- tölulega frjálsar hendur með starfstilhögun og eftir þvi sem ég best veit rækt starfið vel. Þarna vinna nokkrir tugir manna og hefur þessi kunningi minn veriö trúnaöarmaður fyrir eitt af verkalýðsfélögunum á staðnum. Núbregður svo við að þessum kunningja minum er sagt upp einuth manna hjá fyrirtækinu og haft á orði aö ástæðan sé sparnaðarráðstafanir. 1 vinnu- löggjöfinni er skýrt tekið fram að trúnaðarmenn skuli ganga fyrir um að halda vinnu. Er þetta ekki ólögleg uppsögn? Starfsfólkið hjá fyrirtækinu mótmælti þessari uppsögn og segir lika, að annar maður hafi veriö ráðinn i stað kunningjans tittnefnda og sé sá eitthvaö skyldur eigandanum. Er geð- þóttavald atvinnurekenda al- gert i svona tilfellum? Enn hefur verkalýðsélagið ekkert gert i þessu máli, enda segir fólk á staönum, að for- maður þess hlusti öllu fremur á atvinnurekendur en eigin félaga. Hvað er hægt að gera? Brjánn Tr. Bréfritari spyr hvað sétílráða. Þjóöviljinn getur ekki betur séð en að hér sé um ólöglega uppsögn að ræða ef upplýsing- arnar i bréfinu eru réttar. I þvi máli er ekki annaö að gera en knýja enn fastar á að stjórn viðkomandi verkalýðsfélags aöhafist eitthvað i málinu, eða þá stefna atvinnurekandanum sjálfur. Þrátt f yrir góðan vilja, þá er síst of mikið gert af þvf hér á iandi að minna á þau kjör sem alþýðu 3. heims- ins er boðið upp á með auðdrottnun og arðráni hins vestræna heims. Þessi mynd er f rá ruslahaugum í Bogotá, höf uðborg Colombíu, og sýnir innfædda leita nýtilegra hluta sem siðan eru seldir á götunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.