Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Þeir félagar Statler og Waldorf eru ömissandi persónur I Prúöu- leikaraþáttunum. Prúöuleikararnir 1 kvöld koma priiöu leikar- arnir á skjáinn og skemmta ungum sem öldnum með sin- um venjulegu uppátækjum. Gestir þeirra að þefesu sinni verða látbragðsleikarar tveir, Sjónvarp kl. 20.40 Shields og Yarnell að nafni. Skipulagsmál Reykjavikur verða m.a. rædd I Kastijósi I kvöld. Engin loðna — Ég hef nú verið að bfða með að ákveða efnið i þáttinn, — sagM Ómar Ragnarsson, umsjónarmaður Kastljóss i kvöld, — ogaöallega var það út af loðnunni. En nú finnst okkur loðnumálið vera að tæmast, loðnan er orðin svo úldin, svo að við tökum fyrir annað mál. Það er þá fyrst skipulags- mál höfuðborgarsvæðisins og þjóðhagslegt fyrirkomulag þessa skipulags. Þátturinn verður með nokkuð öðru sniði en venjulega,. litið um viðtöl, en ég hef haft samband við marga aðila og viöað aö mér upplýsingum, og svo verð ég meö ljósmynd og likan af Reykjavikursvæðinu. Þaö sem einna helst er til umræðu um þetta mál eru flutningar innan svæðisins, og þar kemur enn einu sinni við sögu flugvöllurinn, og hvort leggja eigi þá Karþagó i eyði eða ekki. f ~)a Sjónvarp tT kl- 21-05 Seinna málið i þættinum veröur I höndum Jóns Björg- vinssonar. Hann ætlar aö þefa svolitið af myndsegulbands- tækni, sem nú þróast mjög hratt. Það eru ýmis lagaleg spursmál í sambandi við notkun myndsegulbands, og erlendis fer markaöurinn fyrir þau stöðugt vaxandi, bæöi lög- legur markaður og ólöglegur, — sagði ómar að lokum. ih Dulræn myndavél Föstudagsmynd sjónvarps- ins að þessu sinni er frönsk og heitir Feigöarspá. Þýöandi hennar er Soffia Kjaran, og sagði hún að myndin fjallaði um frægan hjartaskurölækni, sem væri að biða eftir að fá hjarta til að setja i fárveikan vin sinn. — Löng helgi fer i hönd og hann hefur góða von um að fá hjartað, vegna þess að um helgar verða svo mörg bil- slys,'— sagöi Soffia. — Hann fer i brúökaup og fær þar lánaöa myndavél, sem skilar myndunum fullgeröum. En þegar hann fer að mynda kemur i 1 jós að vélin er i meira lagi dularfull. Hún afmyndar veruleikann, og stundum vantar fólk á myndirnar, en stundum kemur fram á þeim fólk sem alls ekki var viðstatt myndatökuna. Læknirinn verður einnig var við það, aö hann fer að sjá sýnir, einsog hann hafi öðlast einhverskonar skyggnigáfu. Hann fær á tilfinninguna að myndavélin sé að vara hann við einhverju. Siðan gengur myndin út á það, að finna út hvað það er, sem vélin er að vara hann við. Sjónvarp kl. 22.05 Meira vildiSoffia ekki segja um efni myndarinnar, af tillitssemi við áhorfendur. En hún sagði að það væri dulræn spenna i myndinni, enda lýst yfirnáttúrlegum atburðum. Semsagt, eitthvaö fyrir Is- lendinga, eöa hvað? — ih Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík fra Jú-an skal hún heita Ég hef tekiö eftir þvi að Morg- unblaðið og Geirs 70-prósentin f Sjálfstæðisflokknum, vilja endi- lega bendla okkar nýju, von- björtu rikisstjórn við tiltekið hús hér I bæ. Rítstjórar Morgunblaðsins hafa af sinni alkunnu rökfestu fundið út, að af þvi að Asgeir Thoroddsen skaut skjólshúsi yf- ir föður sinn, stjórnarsmiöinn, og af þvi að Asgeir héfur aðset- ur i húsi alþýðunnar við Laug- aveg, og þvi aö það hús var eitt sinn uppnefnt „Rúblan” til heiðurs alþjóöagjaldeyrisvið- skiptum, — þá sé réttnefni á nýju, vonbjörtu rlkisstjórnina „Rúblan”. Nú hef ég hins vegar fregnað aö Gunnarsmenn I vesturbæn- um, þ.á m. margar húsmæður, vilji nota annað og betra nafn á nýju, vonbjörtu rikisstjórnina. En eins og menn vita býr Gunn- ar I næsta húsi við sendiráð Kin- verska alþýðulýðveldisins. Það er semsé hús alþýðu eins og hitt, og fjarlægðin á milli Gunnars og Kinakommanna er ekkert meiri en milli Asgeirs og Sovétkomm- anna. Auk þess, og þessi röksemd gerði útslagið meðal Gunnars - sinna: Bandarikin elska Kina, og islenskir Kina-vinir elska Sjálfstæðismenn, fara i kröfu- göngur með þeim og hvað eina. Af þessum sökum öllum veröur gælunafn nýju, vonbjörtu rikis- stjórnarinnar að tengjast kin- verskum gjaldmiðli en ekki so- véskum, enda sá fyrrnefndi á uppleið á öllum alþjóðlegum mörkuðum. Gjaldmiðill Kinverja nefnist „Júan”, og þvi skal rikisstjórn Gunnars Thoroddsen heita „Jú- an”. Eins og Heimdellingar segja: Hafa skal rétt það sem sannara reynist... Austurbæingur lesendum Því ekki að sýna myndir Kvikmynda- hátíðarinnar áfram? „Bíófrik” skrifar Rétt er að geta þess sem vel ér gert og þvi vil ég fyrst af öllu þakka þeim sem staðiö hafa að kvikmyndahátiðinni undan- farna rúma viku fyrir gott myndaval og ágætis fram- kvæmd að flestu leyti. Þó hlýt ég að gagnrýna hversu stuttur timi er ætlaður til slikrar hátiö- ar, þvi ekki er nokkur leiö fyrir venjulegt vinnandi fólk að kom- ast yfir nema smábrot af þvi sem það langar til að sjá, hvað þá fyrir þá sem teljast vera með dellu einsog undirr. Þeir sem fylgjast með kvik- myndalist vita, að það er þvi miður sárasjaldan sem boðið er uppá verulega áhugaverðar kvikmyndir i Islenskum kvik- myndahúsum — ég efast um að þær nái einni á viku að meðal- tali — og þvi hefði verið full á- stæða til að sýna myndir hátlð- arinnar lengur, fyrst þær voru nú á annaö borð komnar til landsins. Og þá vaknar lika sú spurning, hvort ekki hefði ver- ið mögulegt og raunar upplagt, að önnur kvikmyndahús hefðu fengið einhverjar myndanna til sýninga áfram þótt hátiöinni sé lokiö. Mér sýndist aðsóknin vera með mesta móti i Regnbogan- um þessa viku og lenti ég i þvi tvisvar að uppselt var á myndir sem ég ætlaði aö sjá. Sýnist mér, að framkvæmdastjórar bióanna mættu draga þar lærdóm af og Ihuga, hvort ekki gæti verið, að þeir mundu amk. ekki tapa á að sýna oftar góðar myndir. Hvad gera andófsmenn nú? iþróttaáhugamður hringdi: „Ég var að lesa það i Þjóðvilj- anum á fimmtudaginn að von væri á sovéskum körfubolta- mönnum hingað til lands á næstunni. Það verður fróðlegt að fylgjast með þvi hvað hinir svokölluðu Andófsmenn Mogg- ans, Hvatar-kerlingarnar, flug- afgreiðslumenn á Miðnesheið- inni og fleiri þeir sem hafa mót- mælt þátttöku íslands i Olym- piuleikunum gera. Ætli lýðurinn sé það trúr hugsjóninni að hann fjölmenni á Völlinn I mótmæla- skyni? Kannski fáum viö að sjá nýja tegund Keflavikurgöngu, nema nú veröur gengið öfuga leið.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.