Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 10. april 1980 Jakobína Siguröardóttir — ræöir viö BSRB-fólk I kvöld. Bókmennta- kynning BSRB: Jakobína í heimsókn í kvöld, 10. april, veröur framhald á bókmenntakynning- um BSRB og er þaö I þetta sinn Jakobfna Siguröardóttir sem heimsækir opinbera starfsmenn á Grettisgötu 89. Kynningin i kvöld hefst kl. 20.30 meö frásögn Helgu Kress bókmenntafræöings af kynnum sinum af skáldinu. Þá les bóra Friöriksdóttir leikari úr Dægur- vfsu og Gfsli Halldórsson leikari les úr Snörunni, en þessar bækur er meöal þekktari verka Jakobinu. Aö lokum fjallar Jakoblna Siguröardóttir um verk sín og svarar fyrirspurnum. Mikil aösókn hefur veriö aö fyrri bókmenntakynningum BSRB, en I fréttatilkynningu frá fræöslunefndinni er þess getiö, aö félögum sé heimilt aö taka meö sér gesti. Guðný og Phiiip: 10 sónötur Beethovens á tónleikaröð Guöný Guömundsdóttir fiölu- leikari og Philip Jenkins pfanó- leikari munu á næstunni flytja allar 10 sónötur Beethovens fyrir fiölu og pfanó á þrennum tónleik- um bæöi á Akureyri og i Reykja- vfk. . Sónöturnar eru allar samdar á þvl tlmabili, sem Beethoven var hvaö afkastamestur, þ.e. á árun- um 1797-1812, og eru margar són- öturnar taldar meöal þess feg- ursta sem Beethoven lét frá sér fara. Tónleikar sem þessir tlökast viöa erlendis, þar sem fólki gefst kostur á aö kynnast heilum flokki tónverka eftir sama tónskáld, og um leiö aö skynja hve mikilli til- breytingu og spennu verkin búa yfir, þegar- þau eru flutt á þennan máta. Fyrstu tónleikarnir á Akureyri veröa f sal Gagnfræöaskólans fimmtudaginn 10. aprll, kl. 20.30 næstu tónleikar á sama staö sunnudaginn 13. aprll kl. 17, og stöustu þrjár sónöturnar veröa slöan fluttar — laugardaginn 19. april I Gagnfræöaskólanum og hefjast þeir tónleikar kl. 17. Nú standa yfir breytingar á Borgar- blói, og þessvegna hefur flygillinn úr Borgarbíói veriö fluttur I sal Gagnfræöaskólans, þar sem tón- leikarnir veröa haldnir. Askrift- armiöar Tónlistarfélagsins gilda á alla þessa tónleika; einnig er hægt aö kaupa áskrift á Beethov- ens-tónleikana og lokatónleika fé- lagsins þ.e. planótónleika Berkof- skis I maí og nemur afsláttarverö I áskrift um 40%. Tónleikarnir I Reykjavlk fara fram I Norræna húsinu og veröur sagt frá þeim sérstaklega. Skipaviðgerðir Idnaðurinn tekur sína eigin gröf Félag dráttarbrauta og skipasmiðja gerir athugasemdir við könnun á nýtingu vinnutíma við skipaviðgerðir Félag dráttarbrauta og skipa- smiöja hefur sent frá sér athuga- semdir viö könnun á nýtingu vinnutima viö skipaviögeröir, en könnunin var unnin aö tilstuölan Vinnuveitendasambands tsiands. Teiur félagiö könnunina viilandi og gerir athugasemdir varöandi aödraganda hennar, fram- kvæmd, niöurstööur og kynningu á þeim. Meginniöurstööur könnunar Vinnuveitendasambandsins eru, aö hreinn verktlmi viö einstök viögeröarverkefni hafi aöeins veriö frá 21% og upp I 53.9% af heildarverktlmanum, en aö meöaltali var 44,3% hreinn verk- timi I þeim 13 verkefnum, sem könnuö voru. „Alkunna er, svo aö ekki þarf aö eyöa mörgum oröum aö þvi, aö islenskir útgeröarmenn hafa löngum viljaö sækja sem allra mest af skipaiönaöarþjónustunni til útlanda,” segir I athuga- semdum Félags dráttarbrauta og skipasmiöja. „Gildir þaö jafnt um nýsmlöar skipa sem og um breytingar og viögeröir á þeim.” Slöan er vitnaö I ummæli Kristjáns Ragnarssonar formanns LltJ I blaöaviötali og sagt aö þau veki grunsemdir um þaö aö skýrslu Vinnuveitenda- sambandsins hafi veriö ætlaö aö skjóta frekari stoöum undir kröf- ur útgeröarmanna um aö fá skipaviögeröirnar unnar erlendis. Félagiö telur könnunina gefa alranga mynd af hreinum verk- tima I skipaviögeröum unnum hér á landi. Eigi það ekki sfst viö um stærri verk, sem unnin eru af tiltölulega stórum skipaiönaöar- fyrirtækjum. Könnunin nær ekki til nokkurs fyrirtækis innan Félags dráttarbrauta og skipa- smiöja, en þaö er aöili aö Vinnu- veitendasambandinu ásamt Meistarafélagi járniðnaöar- manna. „Þvl má spyrja, hvort ekki sé óeölilegt, aö einn aöili Vinnu- veitendasambandsins, í þessu til- viki LÍÚ, geti „pantaö” könnun hjá Vinnuveitendasambandinu á starfsemi annarra aöila sam- bandsins, I þessu tilviki á skipa- iðnaðarfyrirtækjum landsmanna, þar sem viögeröarþjónustu þessara fyrirtækja er vægast sagt illa borin sagan. Til aö kóróna sköpunarverkiö má ætla, aö þar sam Vinnuveitendasambandiö kostaöi könnunina, hafi skipaiön- aöarfyrirtækin I raun greitt þessa athugun aö hluta. Eins og hér var aö staöiö var þvl skipaviögeröa- iðnaðurinn látinn taka sina eigin gröf,” segir I athugasemdunum. Þá segir aö þaö sé ómótmæl- anlegt, aö þegar um lltil við- geröarverk sé aö tefla eins og þau sem könnunin nær til, veröi hreinn vinnutlmi heildarverk- timans miklu minni en þegar stærri verkefni eigi I hlut, og sé þaö ekki séríslenskt fyrirbrigöi. Bent er á að þær vélsmiöjur sem unnu þau viögeröarverkefni sem könnunin náöi til, voru allar staösettar fjarri þeim skipum, sem til viögerðar voru. Þaö hljóti aö teljast hæpin vinnubrögö aö velja eingöngu vélsmiöjur til athugunar, sem séu svo langt frá vinnustaö (11—14 km), en horfa framhjá fyrirtækjum sem hafa alla slna aöstööu viö hafnarbakka eöa slipp. Athugasemdir Félags dráttar- brauta og skipasmiöja um könn- un á nýtingu vinnutíma viö skipa- viögeröir voru samþykktar einróma á stjórnarfundi félagsins 1. aprll sl. — eös Samkór Selfoss V ortónleikar Hinir árlegu vortónleikar Samkórs Selfoss hefjast nó i vik- unni eftir páska. Þeir veröa i Selfossbiói I dag, þriðjudaginn 15. april, báöa dagana kl. 21. og sunnudaginn 16. aprfl ki. 16. 1 Þjórsárveri veröa tónleikarn- ir fimmtudaginn 17. aprll og Árnesi föstudaginn 18. aprll, á báöum stööum kl. 21. Á efnisskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda þar á meöal stjórnanda kórsins, Björgvin Þ. Valdimarsson. Þá er einnig ákveöiö aö halda sameiginlega tónleika meö Arnesingakórnum I Reykjavlk og veröa þeir I Bústaöakirkju laugardaginn 12. april kl. 17. Undirleikari Samkórs Selfoss er Geirþrúöur Bogadóttir. — mhg Dag Rödsand — sækir myndefniö i náttúru Noröur-Noregs. Norskur grafík- listamaður í Norræna húsinu Sýning á verkum eftir norska graflklistamanninn Dag Arnljot Rödsand stendur nú yfir I anddyri og bókasafni Norræna hússins, alis 70 verk, unnin meö mismun- andi tækni. Dag Rödsand fæddist 1943 I Svolvær I Noröur-Noregi og stundaöi nám viö Philadelphia College of Art og viö listaaka- demiuna I Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna til Lofoten setti hann á fót graflkverkstæðiö Atelier-Lofoten, slöar nefnt Atel- ier Vaagan, I Svolvær, og stjórn- aöi daglegum rekstri þess til árs- ins 1977, er hann fluttist til Moss við Oslóarfjöröinn. Hann hefur haldiö margar einkasýningar vlösvegar um Noreg og tekiö þátt I mörgum samsýningum þar og vlöa um lönd. Dag Rödsand sækir myndefni sitt aö miklu leyti I náttúru Norö- ur-Noregs. Hann hefur gott vald á öllum þeim tæknilegu möguleik- um sem nútlma graflk hefur upp á aö bjóöa, og hefur einkum lagt fyrir sig litprent. Einnig hefur hann stundaö tréstungu. Hann gefur út mjög sérstæöa bók; kafl- ann um Lofoten úr Noröurlands- trómet Petter Dass, handskrifaö- an, handbundinn og mynd- skreyttan, og veröur eintak af bókinni til sýnis I bókasafninu. Sýningin mun standa út aprll- mánuöog er opin daglega kl. 9-19, sunnudag kl. 12-19. Sinfóniutónleikar i Keflavik Einleikarinn úr tónlistarskólanum Á vortónleikum Sinfóniuhljómsveitar Isiands sem haldnir veröa I Félagsbiói f Kefiavik leikur Unnur Pálsdóttir einleik á fiölu meö hljóm- sveitinni, en þaö er liöur i burtfararprófi hennar frá Tónlistarskólanum i Keflavik. Árni Arinbjarnar hefur veriö aöalkennari og leiöbeinandi Unnar, en skólastjóri Tóniistarskóla Keflavikur er Herbert H. Agústsson. A efnisskrá tónleikanna eru klasslsk verk af léttara taginu, stjórnandi er Páll P. Pálsson og einsöngvari meö hljómsveitinni Ragnheiður Guömundsdóttir. Þaö er Tónlistarfélagiö I Keflavik og Garöi sem stendur aö komu Sinfóníuhljómsveitarinnar að þessu sinni ásamt fleiri aöilum, en tvö ár eru nú siðan hljómsveitin hélt slöast tónleika I Keflavlk. Unnur Pálsdóttir ásamt kennara sfnum, Arna Arinbjarnar. Búvörudeild SÍS: Heildarveltan 23.691 milj.kr. Útflutningur Búvörudeildar Sambandsins hefur talsvert aukist milli áranna 1978 og 1979. Koma þar til áhrif haröærisins á sl. sumri. Liggja nú fyrir tölur um útflutninginn og aö sögn Sambandsfrétta var heildarút- flutningur á búvörum frá deild- inni 10.220 lestir á sl. ári á móti 8.101 lest áriö 1978 og er þaö um 26% aukuing. 1 þessum tölum er innifaiinn útflutningur á dilka- kjöti en hann var 5.055 lestir 1979 á móti 3.940 lestum 1978, aukning um 28%. Innanlandssala var jafnari milli ára. Heildarsala á öllum búvörum jókst um 3%, var 6.622 lestir 1979 en 6.446 lestir 1978. Dilkakjötssalan ein sér jókst um 3%, varö 2.667 lestir sl. ár á móti 2.586 lestum 1978. Sala Kjötiön- aöarstöövar var 1.012 lestir 1979 en 1.007 lestir 1978, sem er 0,8% aukning. Veruleg veltuaukning hefur oröið hjá Búvörudeild og koma þar viö sögu nokkur aukning á útflutningi og hin virkjamikla veröbólga. Útflutningsvelta 1979 var 13.260 milj. kr. 1979 á móti 7.114 milj. kr. 1978. Innanlands- salan varö 9.073 milj. kr. 1979 en 6.063 milj. kr. 1978. Sala kjötiön- aðarstöövar varö 1.358 milj kr 1979 á móti 971 milj. kr. 1978 Heildarvelta deildarinnar varö þvi 23.691 milj. kr. 1979 á móti 14,147 milj. kr. 1978. Svarar þaö til 67,5% aukningar. _ mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.