Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 5
Helgin 14.-15. mars 1981. þJóÐVILJINN — SÍÐA 5 Frá austurvígstöðvun- um til Afríku og Italíu Jón Thor Haraldsson skrifar um bækur A siðastliðnu ári komu út tvær bækur i heimsstyrjaldarsögu þeirrisem AB gefur út, „Innrás i Sovétrikin” og ,,Eyðumerkur- striðið’ ’ nefnast þær; nú hefur svo „ttaliustriðið” bæst i hópinn. Hrikalegust eru átökin sem frá segir i Rússlandsárásinni. Það hefur á árunum eftir strið gætt augljósrar viðleitni til þeirrar sögufölsunar að reyna að láta lita svoútsem þýski herinnhafi verið prúðmennskan allt að þvi upp- máluð, það hafi bara verið bölv- aöir nasistarnir sem ódæðisverk- in unnu. Þegar slikt er borið á borð er hoilt að minnast orða enska sagnfræðingsins A.J.P. Taylors, sem ritað hefur aðgengi- lega en raunar einkar persónu- lega sögu siðari heimsstyrjaldar: „Alla pólitiska kommissara og kommúnistaforingja skyldi taka af lifi án dóms og laga, og herfor- ingjarnir samþykktu þessa fyrir- skipun eftir gufuleg mótmæli. Þeim var einnig sagt að Sovét- rússland væri ekki aðili að Genfar sáttmálanum, það væri engin þörf á að fara að hernaðarregl- um. Á þetta féilust herforingjarn- irlika. Fyrir þeim, eins og Hitler, voru Slavarnir óæðri kynflokkur, einberar skepnur. Drengskapur gleymdist og þýskir hermenn, sem fylgdu fyrirskipunum for- ingja sinna, myrtu tvær miljónir rússneskra striðsfanga og meira en tiu miljónir óbreyttra rússn- eskra borgara meðan á striðinu stóð. Attila var aftur snúinn.” Af sliku segir fátt i „Innrásinni iSovétrikin” sem lýkur vorið 1942 þegar gagnsókn Rússa fjaraði út og Hitler hafði enn að sögn Tayl- ors „allra þokkalegustu mögu- leika” á þvi að vinna Rússlands- striðið sitt. Bókarhöfundur forð- ast allar vangaveltur, það er t.d. ekkert rætt um margumdeildar orsakir þess að þýska sóknin stöðvaðist við úthverf Moskvu i desemberbyrjun 1941. Sem heim- ild um innanrikisástand i Ráð- stjórnarrikjunum á þessum tima er bókin einskis virði, til þess er allt of auðsær sá vilji höfundar að litillækka kommúnistaflokkinn, svo ekki sé nú minnst á höfuð- fjandann Stalin, nú á hann að hafa „bruggað Kirov banaráð” ofan á þetta gamla. „Fyrir Alamein lifðum við af; eftir Alamein sigruðum við”, sagði Churchill. Það hefur viða komið fram, m.a. hjá Liddell Hart, einum þekktasta hernaðar- sajnfræðingi Breta i „The New Cambridge Modern History”, að Churchill var um tima nánast með Rommel á heilanum. Sjálf- sagt hefur Churchill lika freistast til að ýkja fyrir sjálfum sér og breskum almenningi langþráðan sigur i „Eyðimerkurstriðinu” sem raunar var barnaleikur einn miðað við austurvigstöðvarnar þar sem „örlög Þýskalands og endalok striðsins voru ráðin”, svo að enn sé vitnað i Taylor. Eins og eölilegt má teljast er flest allt i „Eyðimerkurstriðinu”’ séð frá breskum sjónarhóli, þegar Bretar þröngvuðu hernaðaraðstoð upp á Grikki er það kallað „drengilegt boð Churchills” svo að eitthvað sé talið. Italíuherferöin hefur vist löng- um verið umdeild, og eftir á aö minnsta kosti er erfitt að sjá i henni vitið. Óviða hefur fáránleg- ur rigur og hégómagirnd hers- höfðingjanna komið betur i ljós. Þóermérminnisstæðustúr þeirri bókþessiklausa,sem óneitanlega vekur mann til umhugsunar: „Við fall Rómar hafði gamall skoðanamunur Breta og Banda- rikjamanna skotiö upp kollinum. Churchill hafði löngum gert sér vonir um að ráðast inn á Balkan- skaga, og þegar rússneskir herir sóttu nú óhikað inn i Mið-Evrópu varhonum mikið i mun að koma i móti þeim — eða standa fyrir þeim — eins austarlega og kostur var. Orðið „járntjald” hafði ef til vill ekki mótast enn i huga hans, en hann sá hvað verða vildi eftir striðið. Að hans áliti áttu herir bandamanna á Italiu að lúskra á Þjóðverjum en sækja siðan eins hratt og unnt var um Ljublanka- lægðina yfir i Júgóslaviu og allt til Vinarborgar, ef til vill alla leið til Budapest og Prag, til að verja Rússum eins mikið landrými og frekast var unntý. Svo mörg voru þau orð. Maður verður undarlega leiður á að lesa til lengdar eins mikið mynd- skreyttar bækur og þessa ritröð, sú er altént min reynsla, en slikt telst vist smekksatriði. örnólfur Thorlacius er ritstjóri þessa bókaflokks og vandar bersýnilega verk sitt-, frágangur er til fyrir- myndar og hann hefur fengið góða þýðendur til liðs við sig; allar bækurnar hafa verið prýði- lega þýddar þrátt fyrir einstaka hnökra. Þeir Jón Guðnason, Björn Jónsson og Jóhann S. Hannesson og Sigurður Jóhanns- son (saman) hafa þýtt áðurnefnd- ar þrjár bækur. Ein stafsetn- ingaraðfinnsla þótt seint sé: Hefði ekki verið rétt að leyfa Goebbels tetrinu að halda rithætt- inum á nafninu sinu, svona reit hann það, ekki Göbbels? Jón Thor Haraldsson „Goumier i röndóttum kufli brýnir sveðju slna áður en haldið er til orrustu. Hermenn þessir voru frá Marokkó og höfðu veriö könnunar- og ieiðsögumenn i Atlas-fjöllum Norður-Afríku- Þeim voru flestir vegir færir i hinu torgengasta fjalilendi og fimir að beita sveöjum sinum, skáru þeir tiðum eyru eða höfuð af óvinunum.” („ttaliustriðið”). Ferðaskrifstofan selur farmiða um allan heim, útvegar gistingu og annast yfirleitt fyrirgreiðslu fyrir ferðamenn á hagkvæmustu kjörum • Reynið viðskiptin • Við sendum kynningarhæklinga i pósti hvert sem óskað er • Pantið tímanlega • Tekið á móti pöntunum i skrifstofu okkar alla virka daga m Ferðaskrifslofa KJARTANS HELGASONAR1 Gnoðavog 44 ■ 104 Reykjavik ■ Sími 86255 Búlgaria 9 AUa mánudaga frá 25. mai til 14. september. 2—3 — 4 vikna ferðir á baðstrendur. Vikuferð: Sofia — Varna. Skoðunarferðir, Istanbul — Yalta — Odessa með lystiskipum. • Auk fjölda annarra á landi. • íslenskir leiðsögumenn — 50% uppbót á gjaldeyri. • Flogið með þotu um Kaupmannahöfn. • Hægt að stoppa þar i bakaleið án aukakostnaðar i flugi. • Ódýrasta land Evrópu. • Matarmiðar, 1. fl. hótel. daga ferðir. f /nmi/ii<ío/oY>/7 Annan hvern föstudag frá 13. U/tÖ WrjdldrilX mai _ 21. ágúst. 16-23-30 dag • Vika i Budapest og um landið. • Dvalist við Balatonvatn i 1-2-3 vikur. Hótel og smáhýsi. • Eitt besta ferðamannaland Evrópu. • Flogið um Kaupmannahöfn og hægt að stoppa þar í bakaleið. •Góður matur, góð þjónusta, 1. fl. hótel. • Dvalist i Budapest, fallegustu höfuðborg Evrópu á útleið og heimleið, góö verslunarborg. • islenskir fararstjórar. ódýrt ferðamannaland. Páskaferð 10. april $)< Lærið knattspyrnu í Englandi • 6 námskeiö i æfingabúðum Aston Villa i Birmingham: • 3-2l.april 21. júni-5. júli, 5-19. júli, 19. júli-2. ágúst, 2-16, ágúst og 16-20. ágúst. • Gullið tækifæri fyrir einstaklinga og hópa. Lærið ensku í Englandi ANGLO-CQNTINENTAL EDUCATIONAL GROUP 16 skólar i Bournemouth, London, Sherbourne, Wimbledon. • Starfa allan ársins hring. • Sérstakar hópferðir skipulagðar á Nova Sehool 31. mai, 21. júni, 12. júli, 2. ágúst og 6. september. • Lágmarksdvöl 3 vikur, hægt að framlengja. •Gist á einkaheimilum. Þátttaka takmörkuð. •ódýrar, skemmtilegar og ny tsamar ferðir fyrir fólk á öllum aldri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.