Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 9
Heigin 14.-15. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 i austri frá Reykjavík blasir við hálendisbrún löng, óslitin allt frá Kleifarvatni til Víf ilsfells og nefnist i daglegu tali Langahlíð. I vetur hefur Langa- hlíðin einatt markað sjón- deildarhring borgarbúa og hefur þá mátt slá því föstu að hríði á heiðum uppi eða skafi duglega, en þessi stórviðrasami vetur hefur þó stöku sinnum snúið að okkur betri hliðinni. Siðastliðinn sunnudag tók sjón- deildarhringurinn sig upp og tindarnir austur af Lönguhlíð komu í Ijós hvítir á fax og tagl. Svo vel vildi til, aö einmitt þennan dag var skráö i áætlun Feröafélags tslands meiri- háttar skiöaganga og skyldi fylgt fyrrnefndri leiö frá Blá- fjöllum aö Kleifarvatni, um 25 km vegalengd. Þessi ganga tókst afbragös vel og er bæöi veöurguðunum og máttarvöldum Feröafélagsins til ævarandi sóma. Tveir farar- stjórar voru fyrirliggjandi, Þor- steinn Bjarnar sem fór fyrir og Tryggvi Halldórsson sem tók aö sérhina seinfærari þátttakenda. F.I. hefur i vaxandi mæli tekiö upp aö hafa tvo fararstjóra I gönguferöum sinum sem er mikiö hagræöi bæöi fyrir göngu- garpana og ekki sföur hina sem vilja fara sér hægar. Vaxandi áhugi Einhverntimann heföi þótt ósennilegt aö 36 manns tækju þátt i svo langri skiöagöngu á vegum F.l. sem raunin varö á s.l. sunnudag, en þetta sýnir glöggt þann mikla áhuga sem vakinn er á þessum feröamáta. Einnig er þaö aö skila sér nú, hve eldfljótt Feröafélagiö hefur veriö aö tileinka sér þessa nýju möguleika og fólk getur oröiö treyst þvi aö skiöaganga sé á áætlun þess nær allan veturinn meöan snjóalög eru. Trimm er ágætt......en Ekki ætla ég aö lasta trim eöa heilsubótargöngur, þótt aö ég þekki slikt ekki sjálfur, og auö- vitaö er ágætt aö eiga þess kost aö skiöa I tilbúnum brautum i Bláfjöllum og annars staöar og slikt getur einnig veriö fólki góöur undirbúningur undir feröalög á skiöum. Ég ætla ekki Hluta skiöafólksins tekur stefnuna frá Þrihnúkum I Grindaskörö. og loka honum vel i hálsinn. Vindþéttir belgvettlingar og ullarvettlingar innanundir er þaö sem best dugar. Bakpokann skilur maöur sjaldan viö sig, enda hefur hann aö geyma hliföarföt, sokka og vettlinga til vara, áttavita og snarpheitt kókó á brúsa, brauö meö kæfu ogsvona tvær appelsinur. Sjálf- sagt er siöan aö fækka fötum á göngunni I samræmi viö veöur og aöstæöur, þvi fátt er leiöara en sviti og stórvarasamur aö auki. Andleysi og illur vetur Ætlan min var sú aö þessir þættir yröu fjölbreyttir að efnis- vali. Þetta finnst mér hafa mis- tekist aö nokkru og liggja til þess ýmsar ástæöur. Veöurfar á hér nokkurn hlut, timaleysi ekki minni, þvi þegar brauöstritiö keyrir úr hófi fram, fer að sneiðast um tima þann sem fjöl- skyldumenn hafa til aö sinna privat áhugamálum. En ekki er heldur fyrir aö þræta, aö andinn hefur veriö daufur og er annaö- hvort aö fara að hressast eöa leggja upp. Að missa af strætisvagninum S.l. laugardag var Alpa- klúbburinn meö fjallamennsku- namskeiö fyrir byrjendur i hliðum Esju. öryggir fjalla- menn, Magnús Guömundsson og Torfi Hjaltason, stjórnuöu kennslu i Isklifri, snjóhúsagerö og fleiru. Mig langaöi til aö skjótast á vettvang meö mynda- vél og birta eitthvað frá þessari starfsemi, en átti ekki heiman- gengt þegar til kom. Viljayf irlýsing Mörg sérfélög reka starfsemi tengda fjalla- og feröamennsku, t.d. Jöklarannsóknafélagið, Alpakúbburinn, Flugbjörgunar- sveitin, Hjálparsveit skáta o.fl. Þarna eru á feröinni fyrirbæri sem lesendur hefðu eflaust gaman af aö kynnast. Hlutaö- eigendur eru þvi beönir aö hringja i Jóhannes Eiriksson i sima 72465 ef gagnkvæmur áhugi er fyrir hendi. skrifar og myndar Jón Tómasson og Þorsteinn Bjarnar í navigasjónum viö þriöja mann. aö leggja þaö aö liku aö skiöa millistauraiBláfjöllum eöa hitt aö fara I slóö Þorsteins og Tryggva um Þrihnúka.Grinda- skörö, uppmeö Kistufelli um Brennisteinsfjöll, Vatnshliö aö Kleifarvatni, meö vindinn i bakiö og sólina i fangiö. Klæðnaður Ég get svo sem engri sér- þekkingu miðlaö i þessu efni, aöeins sagt hvernig ég klæði mig sjálfur. Innst er ég I svellþykkum ullarnærfötum eöa svokölluöu fööurlandi, en ágæt norsk ullar- nærföt hafa fengist hér sem henta þeim sem ekki þola is- lensku ullina. Knébuxur og viöeigandi sokkar henta vel, bómullarskyrta og lopapeysa. Anorakkinn er bestur siöur og þaö veröur aö vera hægt að taka hann saman aðneðan og I mittiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.