Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. april, 1981. ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Utgáfuiélag Þjoöviljans. Framkvæmdastjóri: E öur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjórí: Þorgeir Olalsson. Umsjónarntaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþor Hlööversson Blaðamenn: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafrétiamaður: lngoilur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Útlit og hönnun: Gúöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. l.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarfon. Afgreiðsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Fökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Æ sér gjöf til gjalda • Ferðamálaráð ályktaði á dögunum að Islendingar ættu að hafa manndóm í sér til þess að reisa f lugstöð yf ir alþjóðlega flugstarfsemi sína. Undir þessa manndóms- hvöttekur Þjóðviljinn heilshugar. En síðustu tíu ár hef ur því miður þannig verið unnið að málinu að til álitshnekk- is er fyrir þjóðina og manndóm hennar. I fyrstu var farið á stað með áætlanir um risabyggingu og síðan hef ur verið tekin upp sú stef na að reisa f lugstöð í tvenn- um tilgangi, hernaðar- og flugrekstrarlegum, með 20 miljón dollara framlagi frá Bandaríkjaþingi. • AAargt hefur skýrst í flugstöðvarmálinu á síðustu vikum en ýmsu er þó ósvarað enn. I fyrsta lagi hefur komið á daginn að ekkert undirritað samkomulag er til milli ríkisstjórna (slands og Bandaríkjanna um flugstöð í tvennum tilgangi og um f ramlag til hennar. Hinsvegar hafa embættismenn lýst sig sammála um hvernig standa skuli að undirbúningi flugstöðvarbyggingar. I öðru lagi má ráða af umræðum á Bandarfkjaþingi að bandaríski herinn mun ekki reiða fram sinn hluta fyrr en Alþingi hefur veitt fé til f lugstöðvarinnar á f járlögum. Raunar fullyrða bandarískir herforingjar að Alþingi muni veita fé til verksins á þessu ári. í þriðja lagi er Ijóst að em- bættismenn hafa samið um það með fullu samþykki Benedikts Gröndals utanríkisráðherra að Bandaríkjaher tæki að sér frumhönnun flugstöðvarinnar til þess að hann fengi „nákvæmlega þá flugstöð sem við viljum", eins og Iselin aðmíráll orðar það f yfirheyrslu þing- nefndar. • Þá er komið að því sem óljóst er. Bandarískir her- foringjar fullyrða að flugstöðin verði afhent hernum 100% á óvissu- og stríðstímum til hernaðarlegra nota. Ekkert kemur fram um það til hvers á að nota f lugstöð- ina á átakatímum. Upphaflegar áætlanir um hersjúkra- hús í almannavarnaskyni hljóma dálítið f urðulega í Ijósi þess að flugstöðina á að byggja fjarri athafnasvæði hersins. • Annað sem enn er óljóst er það hvort Einar Ágústs- son utanríkisráðherra hafði umboðfrá einhverri flokks- stofnun í Framsóknarf lokknum til þess að hverfa frá stefnu flokksins um aðskilnað herlífs og þjóðlífs með nótuskiptunum við sendiherra Bandaríkjanna í Reykja- vík í maí 1977. Þá fékkst loks fram loforð Bandaríkja- stjórnar um framlag til flugstöðvarinnar gegn hernað- arafnotum á óvissutímum. Það er einnig spurning hvortOlafur Jóhannesson hafi aflað sér flokksumboðs til þess að halda áfram stefnurofi Einars Ágústssonar, og mættu miðstjórnarmenn Framsóknarflokksins velta því fyrir sér um helgina. • Hið þriðja er það að almenningi hefur engin grein verið gerð fyrir teikningum að nýrri f lugstöð. Erum við að láta Bandaríkjamenn kosta fyrir okkur flottræfils- hátteða er um að ræða f lugstöð sem hæf ir þörf um okkar í nútíðog f yrirsjáanlegri f ramtíð án óþarfa kostnaðar og íburðar? Og hversvegna er hún þá svona dýr, 46 til 55 þúsund dollarar? • Fjórða atriðið er sýnu alvarlegast. Það er staðreynd að haustið eftir að loforð Bandarfkjamanna um framlag var pressað fram af rfkisstjórn Geirs Hallgrímssonar var samið um byggingu sprengjugeymslu og jarðstöðvar fyrir gervihnetti í herstöðinni á Miðnesheiði. I mars 1978 hófst endurnýjun á orrustuþotum hersins, og meðal síðustu embættisverka Einars Ágústssonar utanríkis- ráðherra mun hafa verið að heimila komu AWACS- stjórnstöðvanna i atómhernaði, en sú fyrsta þeirra kom hingað23. september 1978, þremur vikum eftir að síðari ríkisstjórn ólafs Jóhannessonar tók við af stjórn Geirs Hallgrímssonar. Þeirri spurningu er enn ósvarað hvort tengsl séu milli loforðsins um 20 miljón dollara framlag til flugstöðvar og þeirra breytinga á herstöðinni sem fólust í þessum ákvörðunum og heimildum sfðasta árið sem helmingaskiptastjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks sat. • Árið 1974 var samið um aðskilnað hernaðarumsvifa og farþegaflugs á Keflavíkurflugvelli. Banaríkjamenn lýstu sig reiðubúna til þess að legg ja f ram verulega f jár- muni til þess að koma þessum aðskilnaði í kring, en engin flugstöð sem íslendingar byggja sjálfir, enda engin vorkunn þjóð, sem er með sjöundu hæstu þjóðar- tekjur á mann i heiminum. Bandaríkjamenn kasta ekki fé á glæ. Þeir kunna að sjá sér hag í því að múta lítil- þægum þjóðum, en æ sér gjöf til gjalda. Þessvegna ber að varpa núverandi flugstöðvaráformum fyrir róða, og gera áætlun um íslenska flugstöð f þeim eina tilgangi sem Feðamálaráð talar um. —ekh ekki tiílkuð á annan hátt en , þann, að þvi' sé svo mikið i mun ■ aö spilla fyrir Björgvini Guð- mundssyni persónulega fyrir að hafa unnið af heilindum i meiri- , hlutasamstarfinu i borginni að ■ gripa verði tilgróusögunnar enn eina ferðina. Getur ekki svarað: eigin spurn- ingum En það er ekki bara Morgun- blaðið sem flokksbrot Geirs , Hallgrimssonar einokar. Eins • og fram kom hjá ræðumanni á fundi S jálfstæðismanna i Breiðholti i fyrri viku „bruggar , flokksskrifstofan i Valhöll laun- • ráð gegn almennum flokks- mönnum”. Flokksbrotið notar skrifstof- , una til að skipuleggja hvers ■ kyns fundi, sem flestir eru að visu mjög fámennir, en þjóna þeim einum tilgangi að auglýsa , formanninn og helstu fylgis- ■ sveina hans. En það vekur athygli hvað það er sem formaðurinn er sér- , staklega að koma á framfæri ■ við fylgismenn sina. A fundi i I Valhöll i fyrrakvöld velti for- maðurinn vöngum yfir spurn- , ingunni „Hverjir hafa lykilað- ■ stöðu i utanrikis- og öryggis- málum íslands?”. Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins af , fundinum virðist formaðurinn ■ þó ekki hafa getað svarað þess- ari einföldu spurningu og þeir sem komu á fundinn til að fá , svar við henni þvi engu nær. ■ Það er reyndar ekki i fyrsta skipti sem formaðurinn á erfitt meö að svara spurningum, en , ætla hefði mátt að það stæði ekki i honum þegar hann býr til spurningarnar sjálfur. Tilfylgis við j Aronskuna A hinn bóginn notaði Geir j tækifærið til að ráðast að flokks- , mönnum sfnum i rikisstjórn og ■ sagði: ,,að sjaldan hafi ráðherr- ar sýnt Alþingi og alþjóö meiri | litilsvirðingu.” , Það vakti athyglifyrir siðustu ■ kosningar að formaður flokks- ins var i skoðunum sinum á utanrikismálum i miklum , minnihluta i flokknum. Þetta ■ kom fram i prófkjöri flokksins | þar sem um 3/4 hlutar þátttak- | enda lýstu sig fylgjandi Aronsk- , unni. ■ Nú virðist formaðurinn aftur I á móti vera tilbúinn að söðla um | til fylgis við Aronskuna. t sam- , ræmi við það vill hann ólmur . þiggja flugstöð fyrir ameriskt I gjafafé, enda veröi hún notuð I sem hernaðarmannvirki hve- , nær sem herinn geri tilkall til . hennar. Svona getur farið fyrir I staðföstustu mönnum. Bó. shorid Tónskólakórinn hefur lagt land undir fót og heidur tónleika norðanlands um helgina. Annað kvöld syngur kórinn á ólafsfiröi, á laugardag kl. 14 i Félagsheim- ilinu Hrísey og kl. 20.30 I Víkur- röst, Dalvik. Ferðinni lýkur svo með tónleikum i Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 16.00. Eftir helgina verða siðan tón- leikar i Reykjavfk á Kjarvals- stöðum þriðjudaginn 7. april Tónskólakórinn á æfingu I Hallgrímskirkju fyrir skömmu. Ljósm.: —Ella. Kórinn hefur æft i vetur undir stjórn Sigursveins Magnússonar og einnig hefur Sigrún V. Gests- dóttir raddþjálfað. Fyrr i vetur flutti kórinn kantötuna „Vaknið, Sions verðir kalla” eftir J.S. Bach, ásamt hljómsveit tónskól- ans og einsöngvurunum Sigrúnu V. Gestsdóttur og John A. Speight. Að þessu sinni eru á efnisskránni mörg vel þekkt kór- lög, innlend sem erlend, og meðal höfunda má nefna Béla Bartok, Claudes Debussy, G. Gastoldi, Emil Thoroddsen og Sigursvein D. Kristinsson. klippt ^ Blöskrar slúður Morgunblaðsins Flestum hugsandi Sjálf- stæðismönnum blöskrar slúður- blaðamennska Morgunblaösins siðustu mánuðina. Jafnvel forystumenn á borð við Jónas Pétursson, fyrrum þingmann, sjá sig tilneydda til að setja rækilega ofan i við blaðið. 1 grein sem Jónas birtir i Morg- unblaðinu þann 24. mars sl. segir hann ma.: „Skyldleikinn við Gróu á Leiti er allt of algengur á siðum Morgunblaðsins. Vandi lýð- ræðislegrar stjórnarandstöðu er sá að lýsa skoðanaágreiningi, án þessað aðalmarkmiðið sé að leitast við að æsa upp til beinna skemmdarstarfa. Styðja á hnappa öfundar og sundur- þykkju starfshópa og „stétta”. Ég vil ekki sizt nefna skrif Morgunblaðsins um kaup- gjaldsmálin, fréttaflutning og önnur skrif, sem ég tel almennt hafa borið þvi vitni, að Morgun- blaöið hefir misst sjónar á þvi öndvegishlutverki lýðræðislegr- ar stjórnarandstöðu” o.s.frv. Morgunblaðið brást hið versta við og visaði þessum sjónarmið- um Jónasar til föðurhúsanna sem órökstuddum dylgjum. Jonas Pétursson: Aðalmarkmið Morgunblaösins að æsa upp til beinna skemmd- arstarfa og styðja á hnappa öf- undar og sundurþykkju starfs- hópa og „stétta”. • Og áfram er haldið aö birta ^Gróusögurnar. Tónskóla- kórinn í hljjómleika- ferð •9 I Bylting í félags- ! legum byggingum En strax daginn eftir birtir ■ Morgunblaðið falska frétt um að Ihinar nýju úthlutunarreglur Húsnæðismálast jórnar lækki útlánafé um 14% aö meðaltali á ■ þessu ári og um 15% til 2—4 manna fjölskyldna. Þetta gerir Morgunblaðið til að „styðja á hnapp öfundar”, eins og Jónas Pétursson segir. Hér er augljós- lega verið að reyna að koma I’ höggi á félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, sem fer með húsnæðismálin. Staðreynd málsins er sú að Istórfelldar Urbætur hafa orðiö á húsnæðislánakerfinu I tfð Svavars Gestssonar og bylting i framlögum til félagslegra bygg- Iinga. I ár er veitt 100 miljónum króna til félagslegra ibúða i stað 10 miljóna i fyrra. Or almenna I' kerfinu er veitt 300 miljónum i stað 220áöur. Alls nemur hækk- unin 170 miljónum eða 74%. Húsnæðismálastofnunin rak I" þessar rangfærslur ofan i Morg- unblaðið en það lætur sér ekki segjast. : Koma þarf höggi I á Björgvin Ódrengilegar slúðurfregnir til að spilla fyrir Björgvini Guð- mundssyni. Ueir Hallgrlmsson snúinn til fylgis við Aronskuna. A þriðjudaginn birtist t.d. frétt á baksiðu blaösins um að það sé ákveðið aö Björgvin Guð- mundsson taki við starfi for- stjóra Bæjarútgerðar Reykja- vikur i haust og láti hann um leið af störfum sem borgarfull- trúi og borgarráðsmaður. Þetta ber Björgvin Guö- mundsson til baka i gær. Enda er mála sannast aö hið eina rétta I fréttinni er að Marteinn Jónasson fyrirhugar aö láta af störfum sem framkvæmdastjóri BÚR i haust. Engin ákvöröun liggur fyrir um hver tekur við starfinu. betta er óheiðarleg og ódrengileg blaðamennska og sannar málflutning Jónasar. bessi fölsun blaðsins verður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.