Þjóðviljinn - 02.04.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. aprll, 1981. DREGIÐ112. Fb HÚ/E FY DA/ Langstærsti vinningur á ScíEraALD® einn miöa hérlendis. Aörir vinningar. Bílavinningur á 30 þús. 20 húsbúnaðarvinningar á 1 þús. 8 bílavinningar á 20 þús. 50 húsbúnaðarvinningar á 500 kr. 25 utanlandsferðir á 5 þús. 395 húsbúnaðarvinningar á 350 kr. Nú má enginn gleyma að endurnýja. Söluverö á lausum miðum 168 kr. miÐI ER mÖGULEIKI ÐÚUm ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD Lausar stöður Eftirtaldar stóður við tannlæknadeild Háskóla Islands eru lausar til umsóknar: Lektorsstaða i gervitannagerð með kennsluskyldu í narta- gerð Lektorsstaða (hálf staöa) i tannvegsfræði. Lektorsstaða (hálf staöa; i bitfræði. Stöður þessar veröa veittar til þriggja ára. Laun samkvæmt launakeríi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skuiu láta fyigja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Lmsóknir skulu sendar menntamáiaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 30. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið 24. mars 1981. xttfræði Vakin skal athygii á að nú eru þau Sunnudagsblöð Þjóöviljans, sem ætt- fræðiþættir birtust i, löngu uppseld. Hins vegar er nú hægt að fá alla þætti þessa ljósprentaða á afgreiðslu blaðsins, Siðumúlaö. Ættfræði mun áfram verða fastur þátt- ur i Sunnudagsblöðum Þjóðviljans og er áhugaíólki bent á að tryggja sér eintök i tima. Þjóðviijinn fæst á blaðsölustöðum um land allt og hjá umboðsmönnum blaðsins. DIOÐVIUINN Síðumúla6, s. 81333. + f = w| UMFERÐAR UrAo Jóhann J.E. Kúld fiskimá! Af innlendum vettvangi Grunnslóðina þarf að friða fyrir botnsköfuveiðarfærum. Verða dragnótaveiðar leyfðar á grunnslóð í Faxaflóa aný? Fyrir alþingi liggur nú frum- varp til laga flutt af sjávarút- vegsráðherra Steingrimi Hermannssyni, um að leyfðar verði dragnótaveiðar i Faxaflóa. Mikiil styrr stendur um það nú hvort rétt sé og forsvaranlegt að opna grunnslóð Faxaflóa fyrir dragnót. Sjómenn á minni vélbát- um sem atvinnu hafa af þvi að veiða með linu, netum og hand- færum, yfir vor-, sumar- og haustmánuði ársins, hér á grunn- slóð flóans, frá hinum ýmsu ver- stöðvum, munu upp til hópa vera á móti slikri opnun flóans fyrir dragnót. Hver er þá ástæðan fyrir þvi, að sjómenn vilja ekki láta leyfa dragnótaveiðar á grunnslóð flóans? Hún er einfaldlega sú, að á meðan dragnótaveiðar voru leyfðar á þessum miðum þá fór fiskgengd i flóanum minnkandi ár frá ári. Reynsla sjómanna var sú, að dragnótaveiðar spilltu veiðum á ýsu og þorski með linu og hand- færum. Akurnesingar gengu mjög hart fram i þvi að fá drag- nótina bannaða á grunnslóð fló- ans af þessum sökum, og var Pét- ur Ottesen alþingismaður ötull málsvari þeirra sem verja vildu grunnslóð flóans fyrir dragnót- inni. Strax og bannið gegn drag- nótinni gekk i gildi þá tók fisk- gengd i flóanum aftur að aukast með hverju ári. En málsvarar dragnótarinnar voru alla tið m jög óánægðir með þetta bann og reru að þvi öllum árum að fá þvi aflétt. Sögðu þeir að skarkolinn væri farinn að liggja i margföldum lögum i miðunum og væri illt til þess að vita að fá ekki að veiða hann. Alþingi sat þó við sinn keip og viðhélt banninu, þrátt fyrir uppihaldslausan áróður drag- nótamanna. Dragnótadraugur- inn uppvakinn Dragnótamenn fengu menn á Hafrannsóknastofnun til liðs við sig, sem mæltu með þvi, að þess- ar veiðar yrðu leyfðar til reynslu undir visindalegu eftirliti. Nú átti að vera komin ný tegund af drag- nótmeð stærri möskvum sem átti ekki að valda skaða. Þessar svo- kölluðu veiðar undir visindalegu eftirliti voru þó i smáum stil og þeim haldið fyrir utan markaða linu i flóanum. En dragnótamenn i Keflavik undir forystu ólafs Björnssonar vildu stærri opnun flóans, lengra upp á grunnslóð- ina, og nú er komið fram á Al- þingi frumvarp flutt af sjálfum sjávarútvegsráðherra sem miðar að þvi að þetta verði leyft með nýrri lagasetningu. Þar sem ég veit að núverandi sjávarútvegs- ráðherra er hvorki sjómaður né fiskifræðingur, þá tel ég óliklegt að hann flytji slikt frmvarp um opnun á grunnslóð Faxaflóa fyrir dragnót, nema að hann hafi þar á bak við sig visindaleg meömæli frá Hafrannsóknastofnun. En ef svo er, þá tel ég að það þurfi að koma skýrt fram. Faxaflói er uppeldisstöð Nú gætu menn máske ályktað að ég væri alfarið á móti dragnót- inni sem veiðarfæri. En svo er alls ekki. Ég veit að það eru ýms- ir staðir við landið þar sem veiða má með dragnót á ákveðnum árs- timum, án þess að hún valdi stór- felldum skaða. En á grunnslóð Faxaflóa.þar sem á hverju sumri heldur sig mikil mergð fisk- seiða, þar valda veiðar með dragnót bæði truflun og skaða. Dragnótin er oftast dregin eftir sand- eða leirbotni, hún gruggar þvi sjóinn þar sem hún er dregin, og fiskseiðum verður ekki vært þar. Það er af þessum sökum sem nauðsynlegt er að friða grunn- slóðina hér i flóanum fyrir veið- um með dragnót. Við höfum alls ekki ráð á þvi sem fiskveiðiþjóð að spilla Faxaflóa sem uppeldis- stöð milljóna fiskseiða sem flóann gista yfir skemmri eða lengri tima. Ég vil ráðleggja Haf- rannsóknastofnun að rannsaka fiskseiðamergðina hér á grunnslóð flóans siðari hluta sumars. Af þvi mætti vafalaust ýmislegt læra, þvi þessi fisk- seiðamergð er misjafnlega mikil eftir árum. Hægt að veiða skarkola án þess að spilla Flóanum Það er t.d. hægt að veiða skar- kola i net á grunnslóðinni, það mundi valda litlum skaða. Danir sem eru mestu fiskveiðimenn með dragnót, þeir sáu sig þó til- neydda að banna veiðar með dragnót á miðunum i Kattegat fyrir fáum árum, en leyfðu þar þá að veiða skarkolann i net, og það gekk bara vel. Þetta var gert til að vernda fiskseiði á þeim miðum þá. Svo er lika vandræðalaust að veiða skarkolann þegar hann gengur út af grunnslóðinni. Það gerðu Bretar i tugi ára hér i utan- verðum flóanum og fengu þar mikinn skarkolaafla i botnvörpur sinar. Kenning dragnótaveiðimanna um margföld skarkolalög á botn- inum á grunnslóð flóans sem hlæðust þar upp, sú kenning gerði vist aldrei ráð fyrir þvi, að skar- kolinn leitaði á dýpri mið. Hún var ekki visindalegri en það. Að sjálfsögðu þurfum við að nytja skarkolastofninn við landið, en eins og ég hef bent á, þá getum viö veitt hann i net á grunnslóð- inni i flóanum ef við viljum veiða hann þar, en I dragnót eða botnvörpu yst i flóanum. Það þýðir ekki að segja, að þetta sé ekki hægt, þar sem slikar veiðar hafa verið stundaðar með góðum árangri. Andstaða min gegn veið- um með dragnót á grunnslóð Faxaflóa, hún byggist á þeirri vitneskju minni, að á sama tima sem þessar veiðar voru stundað- ar, og yrðu stundaðar nú þ.e. yfir vorið, sumarið og framan af hausti, þá er hvað mest af fisk- seiðum á þessum miðum. Sér- staklega verður þetta áberandi siðari hluta sumars. Ég tel Faxaflóa það mikilvæga uppeldisstöð fyrir nytjafiska að við megum ekki aðhafast neitt sem getur leitt til breytinga til hins verra á þvi sviði. Þar er það grunnslóðin sem við þurfum að friða gegn botnsköfu-veiðarfær- um, svo fiskseiðin, undirstaða okkar fiskistofna, fái að vera i friði meðan þau dveljast þar. Þetta er mergurinn málsins, þegar um það er rætt hvort opna skuli nú grunnslóð Faxaflóa fyrir veiðum með dragnót. Sjómenn i verstöðvum hér við Faxaflóa hafa slæma reynslu af si- minnkandi fiskgengd á grunn- miðum flóans, frá þeim tima þegar dragnótaveiðar voru stundaðar á þessum miðum. A þessu sviði sem öðrum sviðum verður reynslan okkar besti kennari. 30. mars 1981 Stofnað Mynd- /istarfélag Arnes- sýslu: Hefur starf sitt meö páska- sýningu Nýlega var stofnað á Sel- fossi Myndlistarfélag Arnes- sýslu og eru stofnendur 28 talsins. Mun félagið hefja starfsemi sina með samsýn- ingu féiaga I safnahúsinu á Selfossi um páskana. Félagið ætlar að beita sér fyrir bættri aðstöðu til sýn- inga og aðstoða aðkomufólk við framkvæmd sýninga, standa fyrir fyrirlestrum og fræðslu fyrir félaga og beita sér fyrir öðrum menningar- auka innan sýslunnar. Þeim sem vilja gerast fé- lagar eða taka þátt i páska- sýningunni er bent á að snúa sér til sýningarnefndar eða stjórnar, en i henni eru: Páll Isaksson, Svava S. Gests- dóttir og Aðalheiður Jóns- dóttir. Sýningarnefndina skipa Elvar Þórðarson, Ar- mann Einarsson og Svava S. Gestsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.