Þjóðviljinn - 25.04.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.04.1981, Blaðsíða 15
Helgin 25.-26. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 rökstyöur mai sitt at þunga. Viö erum á hálum Is. með þessu áframhaldi gæti viötaliö oröiö styttra en áætlaö var. — Kortsnoj, mér finnst þú stundum hafa ráöist ómaklega á Friörik óiafsson, forseta FIDE. ÞU hefur veriö tívæginn i gagn- rýni þinni og krafist árangurs af honum. Hvaöa leið viitu aö hann fari? — Já, ég er stundum reiöur og stundum skilningsrikur. Ég veit aö Friörik er i afar erfiöri aö- stööu. Alþjóölega skáksambandiö er vissulega ekki heppilegasti þrýstihópurinn á Sovétrikin. Þar stendur skákin traustum fótum, þar eru flestir sterkustu skák- menn heimsins og þar er traust skákveldi sem ekki verður hunds- að. FIDE er máttvana án Sovétrikjanna, en Sovétrikin eru lika ilia stödd á margan hátt án FIDE. Þess vegna finnst mér stundum að Friörik geti beitt sér meira en hann gerir. — En hvernig — Fyrst og fremst þarf hann að gera sér ljósari grein fyrir áhrif- um sinum. Friörik er virtur i Sovétrikjunum og meöal almenn- ings er hann bæöi þekktur og vinsæll. Þegar Friörik fer til Sovétrikjanna og hittir forseta Sovéska skáksambandsins, Pavlov, þá vita allir hver Friörik er en enginn þekkir Pavlov. Pavlov er áhrif alit ill i rauninni, lltt þekktur o.s.frv. En Friörik hefur kraftinn, styrkinn og vinsældirnar til þess að láta kveöa aö sér, bæöi I Sovétríkjun- um og utanþeirra, i umfjöllun um min málefni. — Er lausn málsins e.t.v. I hans höndum alfariö? — Nei, ef svo væri þá væri Friörik búinn aö leysa þetta. Ég dreg ekki I efa hans góöa hug og vilja til þess að hjálpa. En aleinn er hann þess á engan hátt megn- uguraö bjarga þessu. Hann getur hins vegar aukiö þrýstinginn frá sér og FIDE og ef þrýstingur eykst um leið frá almenningi og rikisstjórnum viöa um heim hlýtur sigur aö hafast. En það verða allir aö leggjast á eitt — þetta er bardagi hins talaða orös, ekki þvingana eöa ofbeldis. Fjölskyldan ásakar mig stundum — Þií veittir Þjóöviljanum þann heiður að veröa fyrstur allra fjölmiðla til aö skýra frá ástæðunum fyrirfiótta þinum.Þú varst haröur og ákveöinn þá. Hefur eftirsjá náö tökum á þér núna, fimm árum seinna? — Já, ég get ekki neitað þvi að oft efast ég um að ég hafi gert rétt. Þess á milli er ég bjartsýnn. En vissulega finnst mér oft að ég hafi svikið fjölskyldu mina. Ég átti ekki von á þvi aö viöbrögöin meðal sovéskra ráðamanna yrðu þetta hörö. Meöal þeirra er ekki teflteftirneinum „teorium”, þeir tefla hverja skák eftir eigin hyggjuviti, stundum eru þeir harðir, en stundum mjúkhentari. t minu tilfelli hafa þeir sýnt fádæma óbilgirni og hörku. — Er þaö vegna þess aö þeir vilja brjóta niöur skákgetu þina? — Já, alveg örugglega. Hugsanlega var ég of mikil ógnun við sovéskt skáklif til þess aö þeir gætu sleppt mér á auöan sjó. En úr þvi sem komið er á ég engan annan leik i stööunni en aö veröa enn sterkari og hrifsa til min heimsmeistaratitilinn. Þegar þaö er búið veröa þeir aö taka tillit til min. Þá verða þeir lika aö skipta um leikaöferð, snúa vörn I sókn. Þá gilda allt aðrar leikreglur. — En ertu ekki orðinn of gamall til þess aö ná titiinum? — Ég hef a.m.k. ekki mörg ár til stefnu. — Efr fjölskylda þin bitur út I Þ>g? — Já, þaö kemur fyrir aö henni finnst ég ekki gera nógu mikið i frelsisbaráttu hennar. — En hún stendur meö þér samt? — Já, bæöi kona min og sonur neituðu að taka upp annaö nafn og ákváðu aö heyja með mér þessa baráttu. Enþau ásaka mig stund- um fyrir linkind. T.d. hafa þau beöið mig um að gerast israelsk- ur rikisborgari. Þau trúa þvi aö þaö geti breytt aöstööu þeirra, en ég er vantrúaður á þaö og ekki reiöubúinn til þess að setjast þar að. Ég hef hins vegar gert ýmis- legt til að vekja athygli á minum málum í tsrael, m.a. ferðast þar um og teflt fjöltefli án þóknunar til þess að komast þar i fjölmiðla o.s.frv. Enþeim finnst ég ekki gera nóg — finnst að ég gæti gert ennþá meira. Þau þekkja hins vegar ekki lif mitt á vesturlöndum, fá rangar upplýsingar um aöstööu mina og ég fæ i rauninni engin tækifæri til þess aö útskýra mina hernaðaráætlun þvi að allt skrif- að mál er ritskoöaö og öll simtöl hleruð. Allt samband mitt við fjölskylduna er þar fyrir utan af skornum skammti vegna þving- ana og tregðu stjórnvalda. En þau veröa aö trúa þvi að ég geri mitt besta. Karpov hefur ekkert farið fram — ÞU ert aö leggja út I þýðingarmikið einvigi viö Karpov. Þú ert ákveöinn I aö vinna, segist sannfæröur um sig- ur, en hefur engu aö siður tapaö um 40 ELO-stigum siöan þiö tefiduö siöast. Ertu ekki orðinn of seinn? — Þaö hafa fleiri tapaö stigum en ég. Karpov hefur sjálfur tapaö ELO-stigum og hann hefur ekki sýnt minnstu framfarir siðan viö tefldum siðast.En hann læröi lika ýmislegt i þvi einvi©. Ég kenndi lionum margt — ég fánn framtár- ir hjá honum. Ekki endilega á skákborðinu, heldur almennt. Einvigi i skák krefst mikillar reynslu. A.m.k. einvigi á borö viö þau sem viö Karpov höfum háð og eigum eftir aö heyja i sumar. — Skiptir skákgetan þá minna máli en taugarnar? — E.t.v. ekki minna máli, en skákin er aöeins hluti baráttunn- ar. — Þú teflir um fjölskylduna. Pressan er þin megin. Er þetta ekki tapaö fyrirfram? — Karpov er undir geysilegum þrýstingi lika. Hann var settur ungur á toppinn og til hans eru gerðar endalausar kröfur. Á hans herðum hvílir heiöur Sovétrikj- anna, bæði skákheiöur og pólitiskur heiður. Mistök I einvig- inu verða ekki þöluð. Þau veröa flokkuð sem pólitisk mistök, undanlátssemi við landráðamann eöa eitthvaöálika. Karpov er ekki öfundsverður af sinu hlutverki. Það er ég ekki heldur. Það hvilir mara á okkur báöum. — Legguröu þá skákbækurnar til hliöar viö undirbúninginn og gengur i staöinn til sálfræðinga síöustu mánuðina fyrir einvigiö? — Nei, auövitað undirbý ég migeins og fyrir venjulegt skák- einvfgi. Ég þarf að finna leiki og fléttur sem koma Karpov á óvart. Ég þarf aö leita nýrra leiöa og spila út leynivopnum á réttum tima. Enþar fyrir utan þarf ég aö búa mig undir alls kyns áreitni utan skákborösins. Nái ég undir- tökunum f einviginu geta að- stoðarmenn Karpovs gert mér lifiðleittá margan hátt. Þeir eiga eftirað reyna ýmislegt til þess að koma mér i uppnám. — Þeim tókst það ágætiega siðast. — Já, þaö má e.t.v. segja þaö. Enþá voru aðeins liðin tvö ár frá flótta minum og ég var illa fyrir kallaöur. Ég átti i fyrstu hvergi þak yfir höfuðiö, ég þvældist viða og hafði engan tima til þess aö huga aö minum persónulegu mál- um. Allur timinn fór i að tefla mér til lifsviðurværis og heyja um leið baráttu fyrir fjölskylduna. Ég sat sjálfur á hakanum og haföi enga festu né öryggi i einkalifinu. Nú hef ég fastan samastaö i Sviss, fer heim til min á kvöldin, snæði morgunverö i eldhúsinu og lifið gengur sinn vanagang. Ég er hvildur og endurnærður aö vissu marki og á margan hátt betur undirbúinn fyrir einvigið við Karpov heldur en siðast. — Jafnvel þótt þú sért veikari skákm aður? — Ég sagðist aldrei vera veik- ari skákmaður i einvigjum. Ég sagöist hafa tapað ELO-stigum. Fjöldi aðstoðarmanna á fullum launum alltárið — ÞU hefur gagnrýnt aöstoðar- menn þina I siöasta einvigi og jafnvel stefnt þeim fyrir samn- ingsrof. Hcfuröu valiö nýja menn? — Já, ég hef gott starfsfólk núna. Sérstakur lögfræöingur sinnir minum málum alltárið um kring, ég hef einkaritara og blaðafulltrúa i miklu starfi og tvo aöstoðarmenn sem vinna meö mér að, skákrannsóknum fyrir einvigið. Þaö eru Englendingur- inn Steene, sem hefur unnið meö mér I mörg ár, og ungur, banda- riskur skákmaöur, Seizawan, en hann eraðeins 21 árs gamall. Þeir fara með mér i einvigiö, og reyndar allt þetta lið. — Karpov veröur væntanlega með harösnúnari skákmenn i för með sér? — Já, en ég hef góða stráka. Ég kenni þeim og þeir kenna mér. Við vinnum vel saman og þaö skiptir lika máli. Það er fleira sem kemur til en ELO-stig aðstoöarmanna. — En hvernig gengur þér aö greiða öiiu þessu fóiki laun? Hvernig er lifsafkoma þin á vesturlöndum hvaö tekjur snert- ir? — Ég fæauövitað mikiö fé fyrir einvigin viö Karpov. Fyrir siöasta einvigi fékk ég t.d. 1.25 miljónir Isl. króna (125 miljónir gamlar). Aðrar tekjur eru einnig umtalsverðar þegar vei gengur i skákmótum. Auövitað þarf ég aö fara vel meö peningana, en þú getur e.t.v. gert þér grein fyrir tekjum minum ef ég segi þér aö ég greiði árlega I skatta i Sviss um 210 þúsund isl. kr. (21 miljón gamlar), og er ekki hægt aö tala um skattpiningu þar. Framtiðin er eins og glansmynd — Kortsnoj, veistuhvaö klukk- an er? — Já, þetta er þér að kenna! — Síöasta spurning: Hvaö ber framtiðin i skauti sér? — Það veit ég ekki. Ég sé hana eins og glansmynd. Ennþá er hún bara fallegur draumur fyrir mér. Draumur um að endurheimta og umgangast fjölskyldu mina á nýjan leik. — Er þetta ekki e.t.v. orðinn of langur aöskilnaöur — veröur fjölskyldulifiö jafn hamingjuríkt og fyrr? — Þaö er auðvitað erfitt að svara þvi. Ég veit að sonur minn, Igor, myndi setjast aö hjá unnustu sinni i Bandarikjunum og þar gæti ég a.m.k. oft heimsótt hann. Ég ersannfæröur um að við myndum öll þrjú yfirstiga erfiöleikana sem e.t.v. biða okkar er við hittumst á ný. Við höfum orðið að þola margt saman og ennþá fieira sitt i hvoru lagi siöustu árin. En þetta er sterk fjölskylda. Og þar með stöndum við upp, myndavélar niður i tösku, penn- inn i brjóstvasann og bréfmiðum er bögglað saman með sundur- lausum minnispunktum á. Kortsnoj kemur með niður á fyrstu hæð þar sem hans er beðið i veitingasalnum. Við biðjumst á leiðinni niður afsökunar á svolitið nærgönglum spurningum á köfl- um. — Það er alltí lagi, ég get alltaf búist við sliku. — ÞU ert nú iika oröinn svoiitiö æföur i aö tala mikiö en segja litiö á réttum stööum. — Ha, ha — þú þykist vera búinn að læra á mig, en ég verð alltaf að þekkja mótherjann betur en hann þekkir mig. „Nú orðið tefli ég einungis vegna baráttu minnar • fyrir að fá fjölskylduna. Þegar hún kemur hætti ég taflmennskunni”. ,,Auðvitað sé ég oft eftir þessu. Mér finnst ég stundum hafa svikið fjölskylduna og samviska min er veik. En ég lifi áfram í trúnni á sigur”. w ,,Friðrik Olafsson nýtur mikillar virðingar í Sovétrikjunum. Hann gerir sér enn ekki grein fyrir þvi mikla valdi og þeim mikla styrk sem hann hefur gagnvart ráða- mönnum þar”. „Það er ekki mér að kenna að ég er e.t.v. orðinn peð íáróðursbaráttu milli austurs og vesturs — það er heimsku Sovétrikjannaa að kenna. Ég get ekki hagað baráttunni á annan hátt”. „Ég er undir gríðarlegri pressu í einviginu við Karpov — ég verð að vinna. En pressan á hann er engu minni — öll hans mistök við skákborðið verða tekin sem pólitiskir afleikir”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.