Þjóðviljinn - 02.10.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.10.1981, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. október 1981 KÆRLEIKSHEIMÍLIÐ VÍðtalÍð Rætt við Kristbjörgu Kjeld Ástarsaga aldarinnar Svona nú, taktu hann. Hann bítur ekki! Vetrarstarf hafið á Hótel Esju: Þjóðadagarog þjóðlegheit 1 fyrrakvöld var frumsýnd Ástarsaga aldarinnar eftir MörtuTikkanen á litla sviðinu i Þjóðleikhúsinu. Þessi nýstár- lega leiksýning er byggð á sam- nefndri ljóðabók, sem kom út áriö 1978. Marta hlaut bók- menntaverölaun kvenna á Noröurlöndum ’79 sem voru veitt til að mótmæla einokun karla á bókmenntaverðlaunum Noröurlandaráös. Astarsaga aldarinnar fjallar öðru fremur um sambýli Mörtu viö eigin- mann sinn Henrik Tikkanen sem einnig er frægur rithöfund- ur i heimalandi sinu. Hann er áfengissjúklingur og lýsir Marta á opinskáan hátt harðbýli þeirra. Kristbjörg Kjeld leik- stýrir sýningunni á litla sviðinu. Við slógum á þráöinn til henn- ar: Hvernig var frumsýningunni tekið? — Bara vel, er mér óhætt að segja. Ilvaðan er efniö i sýninguna tekið? — Efnið er allt tekið úr ljóða- bókinni. Þaö er valiö þannig saman að þaö verði að einni rökrænni heild. Viö reyndum að gæta þess að öll meginefnisat- riöi væru með. Höfðuð þið aðrar uppsetning- ar til viðmiöunar við þessa leik- gerð? — Þetta hefur verið gert á Norðurlöndunum, — og það hef- ur hver vaiið sina leið i uppsetn- ingu. Marta Tikkanen sem var viðstödd frumsýninguna hjá okkur sagðist vera búin að sjá margar útgáfur á verkinu — hún var vel ánægö með okkar útgáfu. Er ekki erfitt og krefjandi að setja upp leiksýningu meö að- eins einum leikara? Erfitt? Þaö veit ég eiginlega ekki. Þetta er auðvitað frá- brugöið venjulegum uppsetn- ingum á leikriti en það var óskaplega gaman. Hvernig reyndist umgjörð leiksins? — Leiktjöld og búningur Kristinar Bjarnadóttur, sem er eini leikarinn einsog áöur sagöi, eru eftir Guðrúnu Svövu Svav- arsdóttur. Mér finnst það vera frábær umgjörö um leikinn. Marta Tikkanen var afskaplega hrifin af þessu. — Spenntiröu beltið i gær? — Ég hef nú heyrt, að FÍB vilji kalla þetta sultaról eftir siðustu bensinhækkun... Atthagagleði á Loftleiðum Hefst með Vestmannaeyjakvöldi Hótel Lofleiðir taka upp þá nýbreytni I haust að efna til átthagagleði hinna ýmsu byggða landsins þar sem lögð veröur áhersla á hið sérstæða frá hverri byggö. Skemmtanir þessar eru opnar öllum sem áhuga hafa á. Fyrsta skemmtunin af þessu tagi verða Vestmannaeyjakvöld 2. og 3. október n.k. i Vikingasal Hótels Loftleiða. Getur fólk utan af landi fengið sérstakan afslátt meö Flugleiöum á skemmtun- ina. A Eyjakvöldinu verður sér- stök áhersla lögð á matinn. A boðstólum verða kræsingar sem aldrei fyrr hafa verið bornar á borö á veitingahúsum, en Eyja- menn og aðrir sem til þekkja hafa notiö um langan aldur. A boöstólum veröur steiktur lundi reyttur, matreiddur á hinn sérstæða hátt Eyjamanna, reyktur lundi, sem er borinn fram á allt annan hátt, og létt- reykt súla sem af kunnáttu- mönnum er talin besta villibráð sem völ er á, en drottning Atlantshafsins hefur aldrei fyrr veriö boðin á matsölustööum svo vitaö sé i heiminum, enda er ekki mögulegt aö fá nema nokkur hundruð unga fugla á ári til matar. Súlan verður borin fram bæöi ný og iéttreykt meö tilheyrandi meðlæti. Þá veröa á boðstólum alls kyns sjávarréttir á hlaðborðinu. Sveinn Sæmundsson blaöafulltrúi og Einar Olgeirsson hótelstjóri segja frá fyrirhuguöu vetrarstarfi Hótel Esju. —Ljósm. — eik — Vetrarstarf ið hófst á Hótel Esju um síðustu helgi með þýskum þjóð- ardegi í Esjubergi og til- heyrandi skreytingu, mat og tónlist. Annarra þjóða dagar taka síðan við hver af öðrum, amerískir í október, í nóvember norskir og í desember danskir og verða þá danskir þjóðarréttir og boðið upp á jólaglögg einsog undanfarin ár. Eftir áramót veröa franskir og sænskir dagar i Esjubergi. Þá veröur einnig góðmeti af Is- landsmiöum, islenskir sjávar- réttir og i aprilmánuði rúss- neskur páskamatur. Kvikmyndir i Barnahorninu Eins og allir þekkja sem eiga börn, þykir þeim heldur leiðin- legt að sitja lengi viö matborðið eftirað máltið er lokið, þótt full- orðnir njóti þess hinsvegar að sitja áfram um stund i ró og næöi. Barnahorniö, sem komið var upp á Esjubergi fyrir nokkrum árum öðlaöist þvi þeg- ar i stað vinsældir, ekki sist i hádeginu á sunnudögum, og hafa siöan margir aðrir staðir tekið upp eitthvað ámóta. Nú ætla þeir Esjumenn að gera enn betur viö börnin með videó- tækninni og hefja kvikmynda- sýningar i horninu við hæfi barnanna. Olgeirssyni, sem þar tók við sl. vor, aö miklar breytingar eru nú fyrirhugaöar á hótelinn- gangi, gestamóttöku og forstofu hótelsins og reyndar einnig á 2. hæöinni sem einkum er notuð fyrir ráöstefnur og fundi. Þá er unniö að lagfæringum og endur- nýjun á setustofum og veröur lögð áhersla á herbergjaþjón- ustu og viöurgerning við hótel- gesti, en Esja hefur um árabil verið velþekktur dvalarstaður þeirra sem hingaö koma utanaf landi til höfuöstaðarins, enda vel staösett varöandi samgöng- ur auk þess sem mörg stórfyrir- tæki og viöskiptaaðilar eru I ná- grenninu. Æ fleiri notfæra sér llka helgarpakka Flugleiða til skemmtiferða f borginni. Valkostur í hádeginu Nú hefur verið tekin upp sú nýbreytni á Esjubergi aö bjóða ódýran „Valkost” i hádeginu virka daga og kostar þá tvirétt- uö máltið 49 krónur. Breytingar fyrirhugaðar Það kom fram hjá nýja hótel- stjóranum á Hótel Esju, Einari Kristbjörg Kjeld, leikstjóri Ástarsögu aldarinnar. Og þýðing Kristinar Bjarna- dóttur er notuð i verkinu? Já, þetta er falleg þýðing og góö og fer ágætlega i upplestri bæði hvað varöar hrynjandi og annað. Við gerðum aöeins smá- vægilegar breytingar á þýðing- unni þegar þaö þótti fara betur á þvi að yrði hnikaö til orði og oröi. Hversu oft verður Ástarsaga aldarinnar sýnd á litla sviöinu? — Það fer náttúrlega eftir að- sókn, en til að byrja með gerum við ráö fyrir tveim sýningum I viku. — Viltu ekki gefa okkur eitt- hvað fallget úr verkinu að end- ingu?. — Mér getur ást aldrei oröiö tvær verur sem hima i skoti sinu meðan lifið brunar hjá Mér mun ástin ávallt veröa margir sem berjast hliö við hlið — einnig þú, einnig ég — I samtiðinni lifinu. —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.