Þjóðviljinn - 02.10.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.10.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. október 1981 ÞJóÐVILJINN — StÐA li Fyrsti leikur Þrótt- ar í Evrópukeppni A sunnudaginn kl. 20 leikur Þróttur sinn fyrsta leik i Evrópukeppni bikarhafa i handknattleik. Þróttur dróst á móti norska liöinu, KIF, Þetta er fyrsti stórleikur islensks fé- lagsliðs I vetur og fyrsti Evrópuleikur Þróttar, ekki aðeins I handknattleik heldur einnig I öllum öðrum iþrótta- greinum. K.I.F. eða Kristiansands Idrettsforening var stofnað 1921 og er því 60 ára i dag. Aö- al íþróttagrein félagsins er handknattleikur en það hefur einnig frjálsiþróttafólk innan sinna vébanda. K.I.F. er nú að hefja sitt 3.ár i 1. deild en árangur þeirra siöastliðin 2 ár hefur verið mjög góður 79/80 urðu þeir i 2. sæti i 1. deild en i fyrra 1 3. sæti, auk þess að vinna Bikar- keppnina og Konungsbikar- inn, en þaö er keppni milli 1. deildar sigurvegara og Bikar- meistara. Með K.I.F. leika nú 5 norskir landsliðsmenn en flestir hafa leikmenn liðsins leikið með 21. árs landsliði og/eða unglinga landsleiki. Heimavöllur K.I.F. Gimle- hallen I Kristiansand, þykir mesta „ljónagryfja” þeirra Norðmanna og eru áhangend- ur þeirra orðlagðir fyrir að vera þeir bestu i Noregi. Eru þeir óhemju erfiöir heima aö sækja og ná mikiö að stigum á heimavelli. Það er þvi augljóst aö Þrótt- arar þurfa að vinna góðan sig- ur hér heima til að eiga mögu- leika á áframhaldandi þátt- töku I Evrópukeppninni og þar getur góöur stuöningur áhorfenda haft mikið að segja. Gólfið í Hölliiuii lætur undan síga Það hefur valdið forráða- mönnum Laugardalshallar- innar talsverðum vand- ræöum, að körfur þær sem notaöar hafa veriö undir körfuknattleiksleiki um all- langt skeið eru bókstaflega aö eyöileggja gólfið i höll- inni. Þær eru afskaplega þungar og er viöbúið að ekki séhægt að nota þær i höllinni nema eitt ár til viöbótar. Hafa sumir aðdáendur hallarinnar gengið svo langt i ummælum sinum um þessi mál, að annað hvort veröi gólfiö aö fara úr höllinni eöa körfurnar. En hvað er höllin án gólfs, hlýtur maöur að spyrja. Eðlilegasta lausnin er sú aö kaupa nýjar og betri körfur, en þá vaknar sú spurning hvernig fjármagna eigi slik kaup. Að auki má geta þess að körfur þessar eru stórhættulegar og hafa menn stórslasast i návigi við þær. —hól. Fjöldi lands- lelkia í vetur A blaðamannafundi sem HSl hélt i gær var dagskrá íslenska karlalandsliðsins kynnt og kom þar fram að allmargir landsleikir eru framundan og flestir þcirra við bestu handknattleiksþjóðir heims. I nóvember heldur landsliðs- hópurinn til Tékkóslóvakiu þar sem leikiö verður i handknatt- leiksmóti með A-og B-landsliöi Tékka, landsliði Sovétmanna, Rúmena og Ungverja. Undir lok nóvember verða svo þrir lands- Ruglingur á niðurröðun Þegar keppnistimabiliö i körfuknattleik og handieik hefst þá eru ýmis vandamál sem skjóta upp kollinum og þá ekki sist hvað varöar niö- urröðun leikja. Laugardals- höllin hefur veriö helsti vett- vangur Iþróttakappleikja þessara iþróttagreina, en nú viröist nokkur ruglningur vera kominn á niðurröðun leikja. I körfuknattleiknum er ákveöið að á þessu hausti fari fram þrir leikir i höll- inni, leikur Vals og UMFN, KR og UMFN og Vals og KR. Einar Bollason, einn af forsvarsmönnum körfu- knattleiksdeildar KR hefur tekiö þaö fram, að KR teldi sig eiga alla sina heimaleiki i 1. deildinni bókaða i höllinni, þannig að framangreindar upplýsingar sem fengnar eru frá forráöamönnum hallar- innar stangast talsvert þar á. —hól. leikir hér heima við Norömenn. I desember verða þrir landsleikir við Dani hér heima og um miðjan janúarmánuð verður leikiö tvisvar við A-Þjóðverja. Seinni part janúarmánaðar heldur Is- lenska landsliðið til Búlgariu þar sem leikið verður I 6-landa móti meö Búlgörum, Ungverjum, Tékkum, Spánverjum og Norö- mönnum. Um miöjan febrúar veröa tveir landsleikir i Laugar- dalshöllinni við Sovétmenn og tveir siðustu landsleikir sem skráðir eru á áætlun landsliðsins veröa gegn Svium, stuttu eftir heimsókn sovéska liðsins. A fundi HSl kom fram að sá kjarnfsem stendur i slagnum fyr- ir hönd Islands, verður að gefa ákveðið svar um þátttöku fyrir Einar Bolla um árangurinn ’64-’65 „Sprengja körfunni / 1 Það verður f ýmsu að snúast fyrir Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ara i vetur. næstu tvö árin, þeir einstaklingar sem það ekki geta, koma ekki til greina i landsliöshópinn. Nýjar reglur Nýjar reglur i handknattleik voru samþykktar ekki alls fyrir löngu af alþjóða handknattleiks- sambandinu. Reglur þessar koma til með að breyta handknatt- leiknum að talsverðu leyti. Þær eru þessar: 1) Skora má beint úr öllum köstum. T.d. frumkast, útkast, innkast. 2) Hornkast innlimast i reglu um innkast og framkvæmd á enda hliðarlinu. 3) 1 innkasti skal standa með a.m.k. annan fótinn á hliðarlin- unni, hinn má vera hvar sem er. 5) Ef dæmt er gegn liði þvi, sem hefur boltann skal sá, sem heldur boltanum leggja hann strax niður. (Brottvisun). 5) Markvörður má yfirgefa markteig án bolta og fara um allan völlinn. 6) Aðeins með leyfi dómara mega liðsstarfsmenn eða liðsmenn um- fram þá sem leika á vellinum, koma inn á leikvanginn: Viðurlög eru: fyrirleikmann, brottvisun i 2 min, fyrir liðsstarfsmann, áminning. Regla þessi er i gildi allan leiktimann, einnig ef leik- timinn er stöðvaður t.d. vegna meiðsla leikmanns. 7) Brjóti leikmaður gróflega á mótherja skal hann útilokaður: tekur ekki meira þátt i leiknum, en skiptimaður kemur inná eftir 2. minútur. 8) Við útkast meiga mótherjar markvarða standa við markteig- inn. 9) Dómarakast: knettinum kastað upp milli tveggja and- stæðra leikmanna. A blaöamannafundinum sem landsliösnefnd KSI og Körfu- knattleikssambandið hélt i gær hafði Einar Bollason, landsliðs- þjálfari þetta að segja um þá pilta fædda 1964—’65 sem leika körfu- knattleik hér á landi: „Það eru alveg hreinar linur að á næstu árum verður sprengja i islensk- um körfuknattleik með þvi er ungu strákarnir fullmótist. Arangurinn 1964 og ekki sist ’65, er skipaður svo snjöllum körfu- knattleiksmönnum, að maöur hefur ekki séð annaö eins. Hvað veldur er ekki gott að segja til um en vissulega er ýmislegt sem bendir til þess að hér séu um að ræöa áhrif erlendu þjálfaranna, þó einkum þeirra bandarisku. —hól Leikir í ljóna- gryf juniu á föstudögum tslandsmeistarar UMFN hafa tekið upp þann leiða sið að leika alla leiki sina i úrvalsdeildinni I vetur á föstudagskvöldum. Tími þessi er hcldur óvenjuiegur og hafa flestar iþróttagreinar forð- ast hann eins og heitan eld. 1 Njarövik hefur reynslan hins- vegar sýnt að á föstudagskvöld- um er aösóknin aldrei betri og mikiö heyrist i áhorfendum, svo mikið er vist. Timi þessi er afar óhentugur fyrir iþróttafrétta- menn, þvi fréttir af leikjum veröa aö biöa óratima. Einnig má nefna, aö fyrir aðkomulið er ekk- ert grin að leika á föstudags- kvöldum, sumir aðdáendur UMFN kunna sér engin læti, ekki sist þegar Bakkus er meö i spilinu og ku stemmingin minna talsvert á þá stemmingu sem rikir meðal áhorfenda i leikjum ensku knatt- spyrnunnar. Blakið að hef jast Reykjavikurmótið i blaki 1981 hefst i iþróttahúsinu Hagaskóla föstudaginn 2. okt. Keppt verður i mfl. karla og kvenna. I karlaflokki keppa 4 liö, Þrótt- ur I, Þróttur II, I.S. og Vikingur. Fram er ekki með að þessu sinni vegna skorts á leikmönnum. I kvennaflokki hefur einnig orð- iö fækkun, þar vantar Islands- og Reykjavikurmeistara Vikings, en allar likur eru á að Vikingur veröi ekki með lið i mfl. kvenna i vetur. Samt sem áður munu 3 lið taka þátt I mótinu. UBK munu keppa. sem gestir i mótinu en fyrir eru IS og Þróttur. / íþróttir(2) íþróttir pj íþróttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.