Þjóðviljinn - 24.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.03.1982, Blaðsíða 16
 Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Miðvikudagur 24. mars 1982 8t285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i'af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 1645 lóða- Forstjórí Olíufélagsins hf. um olíuhöfn hersins í Helguvík: Nú er út runninn um- sóknarfrestur um lóðir i Suðurhlíðum og á Ár- túnsholti i Reykjavik, og eru embættismenn borgarinnar farnir að yfirfara stigafjölda um- sækjenda, sem reyndust vera 1645 að tölu. Lóð- irnar eru hins vegar 278. Er hér um að ræða 140 einbýlishúsalóðir, 78 raðhúsalóðir og lóðir fyrir 60 ibúðir i fjölbýlis- húsum. Eins og kunnugt er, tók vinstri meirihlutinn i borginni upp stiga- kerfi, sem beitt er við úthlutun lóða i stað þess að útdeila eftir kunningsskap og til flokksgæð- inga eins og ihaldið hafði gert. Þvi fleiri stig sem menn fá, þeim mun liklegra er að þeir hreppi lóð. Skilyrði eru hins vegar, að umsækjandi sé fjárráða, islensk- ur rikisborgari, skuldlaus við borgarsjóð og geW sýnt fram á að hann geti fjármagnað bygg- ingarframkvæm dir. Stigakerfið En hvernig er þetta margum- talaða stigakerfi? Menn fá stig fyrir að búa þröngt, íyrir að leigja, fyrir að hafa búið i borg- inni svo og svo lengi o.s.frv. Við skulum athuga þetta nánar. Hámarksstigafjöldi getur orðið 116 stig hjá einum og sama um- sækjanda. Umsækjandi fær 8 stig fyrir fyrstu fimm búsetuárin i Reykjavik (reiknað frá 18 ára aldri), en siðan 4 stig á ári þar til 80 stigum er náð. Hægt er að taka tillit tilmaka umsækjanda, en há- markið er 80 stig íyrir þennan þátt. Þeir umsækjendur sem stunda samfellda vinnui Reykjavik með búsetu utan borgarinnar fá 4 stig fyrir hvert vinnuár hér (eftir 18 ára),þar til 60 stigum er náð.Hér má einnig taka tillit til maka, en hámark fyrir þennan þátt er 60 stig. Þröngbýli og leiga Þröngbýli, 12 fermetrar eða minna á ibúa gefa 12 stig, 12 - 15 fermetrar á ibúa gefur 8 stig og 15 - 18 fermetrar gefur 4 stig. Leigjendurfá 8 stig og þeir sem búa hjá foreldruin fá 4 stig. Stig skv. þessum lið reiknast eingöngu hjá þeim umsækjendum sem sækja um byggingarrétt i fjölbýl- ishúsi. Fullgild lóðarumsókn sem ekki reyndist unnt að sinna áður gefur 8 stig — hármark hér er 24 stig, þ.e. þrjár tilraunir. Þannig geta menn reiknað stigafjölda sinn, en hámarks- stigaf jöldi er 116 stig, eins og áður sagði. Hinn 15. mars sl. rann út frestur til að skila athugasemdum við skipulag fyrir Sogamýri og Laug- arás. 1 Sogamýrinni er fyrirhug- að að úthluta lóðum fyrir 120 - 130 ibúðir i tvibýlis- og þribýlishúsum og 30 einbýlishúsalóðir i Laugar- ásnum. — ast Hefur ekki áhrif á eldsneytisflutninga Allt eldsneyti á farþegavélar verður áfram flutt um Reykjanesbraut frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar Vilhjálmur Jónsson: Fráleitt að islcnsku félögin verði I samkrulli við bandariska herliðið. Ekkert mun draga úr flutningum á flugvéla- eldsneyti frá Reykjavík til Keflavikur um Reykjanesbraut, enda þótt uppbygging oliu- geyma i Helguvik verði að veruleika. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Oliufélagsins hf. kvað allt eldsneyti á farþegavélar, m.a. i millilandaflugi, vera flutt frá geymum oliufé- taganna islensku i Reykjavik, suður á Keflavikurflugvöll. Hér væri um nokkurs konar steinoliu að ræða, sem væri nokkru eldfimari en venjuleg hráolia. Oliufélögin hefðu um langt skeið flutt elds- neytið á bifreiðum frá geymum sinum i Skerjafirði, örfirisey og Laugarnesi, og enda þótt bandariski herinn byggi upp sina oliu- birgðastöð i Helguvik, hefði það engin áhrif á þá flutninga. Eins og kunnugt er hafa tals- menn Helguvikurlausnar mjög haldið þvi á lofti að með henni yrði verulega dregið úr hinum hættulegum eldsneytisflutningum til Keflavikur. Vilhjálmur kvað og fráleittað islensku félögin ættu þátt i byggingu geyma i sam- vinnu við bandariska herliðið enda væri notað allt öðru visi eldsneyti á herþotur en venjuleg- ar farþegavélar. Yt ÁBYRGÐARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU ÖRUGGUR GIALDMIÐILL Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgdíu dbyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hdr tékkinn megi vera. Bankinn ábyrgist innlausnina. ÚTVECSBANKINN Greinilega bankinn íyrir þig líka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.