Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 7
Miövikudagur 28. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 JÓN KLOFI DAVIÐí lausu loftí. Og svar Sjálfstæðis- flokksins við landrekinu Eins og fram hefur komið i fréttum eru veður vond Rauðavatnsmegin við Suðurlandsveg, þótt þau séu blið Árbæjarmegin við veginn, svo ekki sé talað um veðursældina i Breiðholtum. Það er þvi mikil blessun að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú beita sér fyrir að byggðin verði þanin i átt til öskuhauga og Áburðarverksmiðju þvi hvað er að fástum fýlu á móti veðurbliðu. Aðdragandi þessa máls er orðinn langur og þótti ástæða til þess að snúa sér til Daviðs Oddssonar oddvita og inna hann eftir þvi hvernig það hafi æxlast að Reyk- vikingar standa nú frammi fyrir svo skýrum val- kostum i skipulagsmálum. Og sá var ekki daufur i dálkinn. Daufur I Dálkinn: Hugur ykkar ihaldsmanna hefur lengi staðið til öskuhauganna? Davið Oddsson: Það er rétt, að hugur Geirs Hallgrimssonar stóð i borgarstjóratið hans mjög til hauganna. En rikið hélt fyrir honum Keldna- landiog einkaframtakið réði ekki við alræðissinnað rikis- vald þó að það stjórnaði þvi sjálft. Þessvegna var brugðið á það ráð að byggja yfir sprungurnar i Breiðholt- inu. DD: En var sú stefna Sjálf- stæðisflokksins að byggja i Breiðholtinu og Árbænum ekki nákvæmlega sama stefnan og vinstri meirihlut- inn fylgir nú: Upp til fjaila og fram til dala? DO: Það er sannleikskorn i þvi, en þá má ekki gleyma þvi mikilvæga verkefni að byggja yfir sprungurnar i Breiðholtinu. DD: Hversvegna var það svo brýnt? DO±>að ætti að liggja i augum uppi. Ekki megum við láta landið gliðna stjórnlaust. Það verður að binda saman, treysta landið, forða gliðnun. Hvergi eru hús eins mikið járnbent og á Islandi og þessvegna þótti það þjóð- ráð að slá tvær flugur i einu höggi: Byggja blokkir og járnabinda sprungusveim- inn. Þetta var svar Sjálf- stæðisflokksins við land- rekinu. Ein þjóð skulum við vera i einu landi. DD: Birgir lsleifur tók svo upp þráðinn þar sem Geir hafði misst hann, ekki rétt? DO: Jú, en sem fyrr fékk engin rönd reist við ofriki rikis- valdsins þó að sjálfur Geir væri forsætis. Það má þvi segja að hús Birgis ísleifs hafi verið reist á sandi. Að minnsta kosti rann áætlunin frá 1977 um að byggja á haugaleiðinni út i sandinn. DD. Og nú vilt þú sem borgar- stjóri enn leita á sömu mið? DO:Sem væntanlegur, kæri vin. Væntanlegur. Já, það er rétt. Mér dettur ekki i hug að ansa slikri vitleysu að byggja á milli sprungna á Rauðavatnsheiðum. I þeim áætlunum er ekki einu sinni hugsjón eins og hjá Geir þegar hann var að járna- binda sprungurnar i Breið- holtinu. Og svo er þarna veðraviti. DD: Varla er það nú meira en i Breiðholtinu eða Árbænum. DO: Ég veit ekki til þess að nokkur úr minum kredsum búi i Breiðholtinu. DD: En hvernig ætlar þú að komast framhjá ofriki rikis- valdsins þcgar við slika and- skota er að eiga sem Gunnar Thor? DO±>ar er komið að snilldinni, vinur. Snilldinni. I hnot- skurn er málið þannig að Geir byggði yfir sprungur, Birgir ísleifur á sandi og Sigurjón ætlar að byggja á milli sprungna. Ég ætla hinsvegar að byggja hús yfir Reykvikinga i lausu lofti. DD: Yrði ekki dálitið djúpt niður á fast meö þvi lagi? DO:Hreint ekki. Sjáðu himna- festinguna, maður. Ekki detta stjörnurnar i hausinn á þér. Allt naglfast á traustum grunni. Þannig plötum við Sjálfstæðismenn rikið. Ekki bara Steingrim heldur alla hina. Og Keldna- bændur rikisins geta étið það sem úti frýs. DD: Og Reykvikingar geta þá byggt meðfram ströndinni við sundin blá? DO:Ja, ekki allir. DD: Afhverju ekki? DOJú, sjáðu til. Þetta eru bara svona smáblettir hér og þar, og listinn er orðinn langur. Við höfum ekki getað gaukað neinum lóðum að flokks- gæöingum i fjögur ár. Ég held að þvi miður séu allar strandlóðir fráteknar fyrir „þunga menn” i flokknum. En ef þú smalar og sýnir góðan lit i kosningabarátt- unni er aldrei aö vita nema maður geti liökað eitthvað fyrir þér ef þú hefur áhuga. Uppvið Úlfarsfell, kannski? Ilvcrju reiddust goðin? Notað og nýtt sneri sér til Sigurjóns Péturssonar æðstaprests borgarstjórnar og spurði hverju sá hroki sætti að ætla sér að byggja á Rauðavatnsheiðum — öll- um sundursprungnum. — Eru ekki vitin til að varast þau, Sigurjón? Er þetta ekki goðgá? — Ha, ha, ég leyfi mér að segja likt og Lúðvik allsherjargoði forð- um: Hverju reiddust goðin þegar gliðnuðu sprungurnar er Geir byggði yfir blokkina i Breiðholtinu þar sem ég bý nú? Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég hef aldrei sagt um Guð- rúnu i Lundi að hún væri kerl- ing, enda aldrei hugsað tii henn- ar sem slikrar. Davíðssálmar og stökur Davíð röskur, Davíð snar, Davíð þreytir tungu, og Davíð þar, prungu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.