Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 15
|\yj Hringið í síma 81333 kl 9-5 alla il virka daga, eða skriflð Þjóðviljanum fra lesendum Rokk í Reykjavík: Bann, bann, bann! Mikil gróska er nú i islenskri kvikmyndagerð og fer það vart fram hjá neinum. Ein af þessum myndum, „Rokk i Reykjavik”, er mjög merkiieg heimildamynd um gróskuna i rokktónlist i Reykjavik, en mikið hefur sprottið upp af hljómsveitum á siðustu árum. Má segja aö æft sé i öðrum hverjum bilskúr i bænum. Krakkarnir eru orðnir leiðir á að vera mataðir á steingeldri verksmiðjutónlist, sem fram- leidd er af einokunarpoppur- unum. >eir gripa þvi sjálfir hljóðfærin og semja. Útkoman er kraftmikil rokktóniist, sem skelfir borgarastéttina. Þessa merkilegu þróun hafa kvik- myndagerðarmennirnir „skjal fest” i þessari mynd. Komandi kynslóðum og að sjálfsögðu núverandi kynslóð til fróðleiks og ánægju. En, hvað gerist? Mjög stórum hluta fólks sem myndin höfðar til, er úthýst! Bannað að sjá þessa mynd vegna 2-3 min. viðtals við einn hljómsveitarmann, sem hafði verið i sniffi. 1 viðtalinu for- dæmir hann sniffið, sem eðli- legt er vegna þess, hversu hættulegt það er. Hann talar þannig um það að áhorfendur úti i sal hlæja að orðavalinu. Þetta er sem sagt fyndið, en undirtónninn er alvarlegur. öllu gamni fylgir alvara. Sem sagt, vegna fordæmingar Vonbrigði eru ein þeirra fjölmörgu hljómsveita sem fram koma I Rokki i Reykjavik. þessa manns á sniífinu meö fyndnu orðalagi er krökkum undir 14 ára aldri meinaður aðgangur. Kvikmyndaeftirlitið með þá ihaldssömu Huldu Valtýsdótt- ur i fararbroddi, bannar myndina á þeim forsendum að viðtalið hvetji krakkana til að sniffa. Heldur Hulda virkilega að krakkarnir stökkvi i sjóinn, ef þeim er bent á að það sé hægt? Annars finnst mér þessi af- staða vera dæmigerð fyrir „ihaldskar” skoðanir. Þetta fólk hrópar hátt, að það sé á móti boðum og bönnum og lof- syngur orðið Frelsi, sem reyndar er búið að útjaska fyrir langa löngu. Næsta dag, þegar eitthvað kemur upp á, er það fyrst til að banna og vildi helst loka fólk, i þessu til- felli kvikmyndagerðarmenn- ina, inni fyrir þessa voðalegu synd að maður skuli i mynd- inni fordæma sniff á gaman- saman hátt. Það skyldi þó aldrei vera að þessi aðferð næði betur til krakkanna fyrir vikið? Það gæti verið. Hanna Kr. Hallgrimsdóttir, scm MA fara á myndina. Rokk í Reykjavík : Fáránlegt bann! Við viljum koma þvi á fram- færi að okkur finnst það fárán- legt hjá kvikmyndaeftirlitinu að banna Rokk i Reykjavik fyrir börn innan fjórtán ára. Meðan eftirlitið er að láta banna myndina er Bryndis Schram að reyna að fá bann- atriðið i Stundina okkar. Friðrik Þór Friðriksson stórtapar þvi á myndinni út af verri aðsókn. Hér og þar er verið að sýna klámmyndir, hryilingsmynd- ir, giæpamyndir og fleira, en þær eru ekki bannaðar. O.J. 11ára R.G. 12 ára Orfl/V\ 7* * haIímGi'CU E-USOrVÍAK MíAÍV HÍLDGR /Vú --- AAyndina teiknaði afa Sínum á afmælis- Hildur Guðný og gaf daginn hans. Við óskum Barnahornid afanum til hamingju meðafmælið — og þökk- um Hildi Guðnýju kær- lega fyrir myndina. Miðvikudagur 28. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 ,Krybban á torginu” — teiknimynd Krybban á torginu verður sýnd i sjónvarpinu klukkan sex og er sérstaklega hannaður handa smáfólkinu. Þetta er fyrsta af þremur bandariskum teiknimyndum um Skafta krybbu og vini hans, þá Tuma mús og Högna kött. Þættirnir eru eftir Chuck Jones, þann hinn sama og gerði myndirnar Rikki, Tikki, Tavi og um Selinn Kotek — frábærar myndir. Þýðandi myndanna er Jó- hanna Jóhannsdóttir. llér sjáum við þá félagana Skafta krybbu, Tuma mús og llögna kött. Þeir kumpánar búa I ónotaðri skolpleiðslu og komast oft i hann krappan. Flagð undir fögru ;skinni... Þetta hljómar eins og hér sé þulur er Bogi Arnar Finn- á feröinni Hollywoodmynd frá aogason. sjötta áratugnum, en svo er þó alls ekki. Þetta er spáný og bresk fræðslumynd um merði Dg hreysiketti. Þýðandi og n Sjónvarp kl. 18.25 Rokkið, Sóley og Guðmundur „Viðtökum fyrir kvikmynd- irnar Sóley og Rokk i Reykjavik. Við tölum við Rósku og Guðmund Bjart- marsson um Sóley, hugmynd- ina að henni og kvikmyndina. Þá töium við við Friðrik Þór og Ara Kristinsson um Rokk i Reykjavik, t.d. hvernig hljóm- sveitirnar voru vaidar og boðskap þeirra. Við sýnum svo atriði úr þessum myndum. Þá cr litið inn á hljómleika, þar sem Guðmundur Emilsson stjórnar og siðan ræðiég viðhann um nám hans i hljómsveitarstjórn og fleira.” Þannig sagðiAsta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir okkur frá Vökuþættinum, sem hún er með i kvöld kl. 20.45. Við spurðum hana hvort þetta væri í fyrsta sinn sem hún væri með Vöku. „Já, ég hef aldrei áður verið með Vöku, en oft verið með sjónvarpsþætti. Og mér finnst þetta allt mjög skemmtilegt.” Stjórn upptöku á Vökunni annasl Kristin Pálsdóttir. O Sjónvarp TT kl. 20.45 Roscoe Arbuckle, eða „Fatty”, umkringdur yngismeyjum 1 HoIIywood i kringum 1920. Þátturinn um Ilollywood I kvöld fjailar um siðgæðið á þeim bæ og hvernig n.k. siðalöggjöf, óformleg, þróaðist meðal leikstjóranna upp úr ýmsum hneykslismálum. Siðgæðispostular í Hollywood Roscoe Arbuckle var eitl sinn jafn vinsæll og sjálfur Sjapplin. En þá varð hann miðdepill hneykslis, sem nær gerði út af viö Hollywood. „Fatty” var Roscoe kallaður og myndir hans voru eindæma vinsælar. Þær voru með sakleysislegu pornó-Ivafi, og félagsskapur, sem i Amrik- unni kallaðist „Purity Leagues” (eða „Siðgæðis- nefndirnar”) hamaðist á þeim. Svo var það árið 1920, hinn 1. mai, að „Fatty” var handtek- inn og sakaður um morð-; Kvikmyndaiðnaðurinn riðaði' til falls. „Fatty” var loks sleppt, en mannorðið var glatað og hann gerði þvi ekki fleiri filmur. Menn höfðu vart jafnað sig eftir þetta hneyksli, þegar William Desmond Taylor, kvikmyndaleikstjóri, fannst myrtur. Aðrir leikstjórar fylltust ótta og kusu Will Hays nokkurn til að hreinsa til i kvikmyndaheiminum. Hays komst brátt að þvi, að nóg var að hneykslismálunum og að eitthvað yrði að gera. Hann hvatti menn til að búa til „mannlegar og hjartnæmar” myndir og gaf út n.k. siða- löggjöf. Þessum siðareglum beittu sumir leikstjórar mjög sniðuglega i myndum slnum án þess þó að gefa nokkuð eft- ir. Sjónvarp Tr kl. 21.20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.