Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. mai 1982 WOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Ólaíur Gislason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. t'tlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Svéinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Báröardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Siöumúla 6, Davíö, Albert og Fjelsted ; • Spaugilegt var að sjá og heyra helstu fulltrúa glundroðans í Sjálfstæðisf lokknum þá Davíð Oddsson og Albert Guðmundsson koma fram í gervi sátta og samlyndis í sjónvarpsþætti á sunnudaginn var, þótt allir viti að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hefur á síðasta kjörtimabili klofnað mun oftar í afstöðu til mála heldur en meirihlutaf ulltrúarnir, sem þótilheyra þremur f lokkum. • Segja má að vesalings Albert hafi í sjónvarpinu komið fram i hlutverki hertekins stríðsfanga, sem knúinn hefur verið til þess að játa nýjum herrum, þeim Davið Öddssyni og Geir Hallgrímssyni, hollustu sína. Það var aumt hlutskipi, enda hefði eins verið hægt að koma með páfagauk og láta hann tyggja hið nýja vísdómsorð borgarstjórnaríhaldsins: „Sigur er okkar kjörorð"!!! • Davíð Oddsson, hið sjálfumglaða borgarstjóra- efni Vinnuveitendasambandsins og Verslunarráðsins með þess 2000 heildsölum, flutti þann boðskap að nú væri Alþýðubandalagið búið að hirða 30% af þeim launum, sem samið var um í kjarasamningunum 1977. • Samviskan er greinilega lipur hjá borgarstjóra- efninu, og ekki talin ástæða til að láta staðreyndirnar trufla sig við áróðurssamsuðuna. • Staðreyndirnar eru þær, aðsamkvæmt opinberum upplýsingum Kjararannsóknarnefndar Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasambandsins, þá tókst með kjarasamningunum í júní 1977 að tryggja á síðari helmingi þess árs 15-20% betri kaupmátt taxtakaups verkamanna, heldur en ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar haf ði skammtað næstu tvö ár á undan. Þar með var launastefna Sjálfstæðisflokksins og Vinnuveit- endasambandsins brotin á bak aftur af verkalýðs- hreyfingunni með stuðningi Alþýðubandalagsins. • En er þá kaupmáttur launa verkamanna 30% lakari nú en hann var fyrsta hálfa árið eftir kjara- samningana 1977 eins og Davíð Oddsson fullyrðir? • Samkvæmt opinberum tölum Kjararannsóknar- nefndar, þá var kaupmáttur taxtakaups verkamanna 2-3% lakari síðustu þrjá mánuðina, sem upplýsingar liggja fyrir um (nóv. — jan s.l.), heldur en þessi sami kaupmáttur var fyrsta hálfa árið eftir kjarasamn- ingana 1977. Sé hins vegar spurt um greitt dagvinnu- tímakaup verkamanns með yfirborgunum þá er lækk- unin alls engin. Aðalatriði þessa máls er þó það að nú stendur verkafólk frammi fyrir harðsnúnum kröfum Vinnuveitendasambandsins um 20-30% skerðingu kaupmáttar almennra launa. Vinnuveitendasam- bandið telur sér til tekna hvert einasta atkvæði, sem Davíð Oddssyni verður greitt i borgarstjórnarkosn- ingunum, og það með réttu. Alþýðubandalagið stendur hins vegar nú sem fyrr við hlið verkalýðshreyfingar- innar og styður kröfur hennar um kjarabætur til lág- launafólks. • Hver sá sem greiðir Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni atkvæði sitt i komandi kosningum er þar meðað fela Vinnuveitendasambandinu umboð sitt i launamálum. • En það voru fleiri fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem komu fram í sjónvarpinu á sunnudag heldur en Albert og Davíð. Ekki má gleyma henni Fjeldsted, lækninum í ellefta sætinu • Það var skrítinn boðskapur. Blessuð manneskjan hafði það helst til málanna að leggja að nú væri kom- inn tími til að láta foreldra sem börn eiga á dagheim- ilum borga miklu meira sjálf fyrir umönnun barn- anna. Borgarsamfélagið ætti ekki að vera að kosta þetta, nema þá að litlu leyti, — og svo mætti láta ein- staklinga reka heilsugæslustöðvarnar! Við höfum lengi vitað að ýmsir dyggir Sjálfstæðismenn eru miklir aðdáendur hins ameríska einkareksturs á heilsugæslunni, þar sem enginn kemst á sjúkrahús hvað sem við liggur nema fyrir stórfé! • En skyldi vera ástæða til að ef la slík sjónarmið til vegs í borgarstjórn Reykjavíkur? Og hvað finnst mönnum um þau viðhorf að láta þá sem njóta borga alla féiagslega þjónustu svo sem dagheimili og þá máske skóla á kostnaðarverði í því skyni að létta sköttum af hátekjufólki, stóreignamönnum og fyrir- tækjum? —k. Helgarfyllerí ! Moggans „Þingmenn Alþýöubanda- lagsins I hávaöarifrildi sin á milli i Alþingishúsinu ”, „Upplausn og rifrildi i Al- þýöubandalaginu”. Þetta voru fyrirsagnir Morgun- blaösins nú um helgina, sú fyrri á „frétt”, en siöari á leiöara. • . j Vandlifaö ] Þaö er vandlifaö fyrir Al- þýöubandalagiö á siöum Morgunblaösins. Ar og siö er hamraö á þvi aö Alþýöu- bandalagiö sé lokaður einræöisflokkur þarsem heill flokkur tali sem einn maður einni röddu. Svo er fjarg- viörast útaf oröaskiptum þingmanna flokksins og skoöanaskiptum þeirra af- siöis i Alþingishúsinu. Hálfrar aldar áróöur I Mogg- anum þurrkaöist út á einu bretti. Menn skiptust á skoð- unum i Alþýöubandalaginu. Hitt er svo umhugsunarefni, hvort Morgunblaöið ætli aö lepja upp slúöursögur og skoöanaskipti pólitiskra * andstæöinga sinna yfir kaffi- bolla og semja fréttir og rit- stjórnargreinar úr þeim efnivið. Veröi þeim á Mogganum aö góöu. Þetta fellur eins og flis viö rass, sagöi einn hneykslaöur þingmaöur þegar hann leit á Moggann sinn. I Algjör j eindrœgni Vissulega er blæbrigöa- munur á skoöunum Alþýöu- bandalagsm anna til stóriöjumála sem annarra stórmála sem eru til umræöu hverju sinni. Hvað annaö? En eindrægni flokksins er algjör þegar Sjálfstæöis- flokkurinn og allt þaö sem hann stendur fyrir er annars vegar (útlend stóriöja, skefjalaust arörán, auö- hrigapólitik, andfélagsleg viöhorf, Vinnuveitendasam- bandspólitikin og m. f. h). Þá stendur Alþýöubandalagiö sem einn maöur og talar einni röddu: niöur meö ihaldiö, lifi sósialisminn. klippt Svartnœtti Sjálfstœðis- flokksins Hverjum þykir sinn fugl fagur, og þannig fór klippara þegar hann horföi á framboðs- fund i sjónvarpssal á sunnudag- inn aö honum þdtti G-listafólkiö frambærilegastog jafnbest. Og Adda Bára átti besta frasann, þegar hún botnaöi upphafiö á áróðursbæklinginum svarta frá ungum ihaldsdrengjum „Þegar ævintýrinu lýkur...” meö „þá tekur svartnættiö viö”. Svart- nætti Sjálfstæöisflokksins. Annars veröur aö segja um þessar sjónvarpsumræöur að heldur voru þær bragödaufar og litlausar I heildina tekið. Og hvar voru hinir sókndjörfu Sjálfstæöismenn? Einhvern- veginn nálS sóknin ekki inn 1 sjónvarpssalinn, og minnti fremur á óskipulagöa fyrirsát heidur en framrás óvigs hers. Enda fer þaö þeim Sjálfstæðis- mönnum alltaf jafnilla þegar þeir eru að belgja sig út af of lágu kaupi og smávöxnum félagslegum framkvæmdum. Þeim lætur betur að tala um skattalækkanir og rentur af flokksins um þessar mundir, Jó- steinn Kristjánsson, gekk svo langt að staöhæfa að Framsókn myndi ekki ganga til meiri- hlutasamstarfs um stjórn borgarinnar nema að gengiö yrði að þessum kröfum. Fyrr má nú vera stefnufestan, enda var Kristján Ben. sveigjanlegri og ekki fæddur i gær. Hvöss augu í sjónvarpssal En sé mark takandi á Jósteini veröur ekkert af pólitiskum ból- förum Framsóknar og krata i borgarstjórn á næstunni, þvi Guðriður Þorsteinsdóttir kvað félagsleg verkefni svo mörg og brýn að engin efni væru til þess aö lækka skattana. Hinsvegar sagöi Bjarni P. Magnússon að kratar væru meö opiö i allar samstarfsáttir, en myndu lfk- lega byrja á þvi að bjóöa kvennaframboöi höndina að loknum kosningum. Hvöss voru þá sögö augu Sjaínar i sjón- varpssal. Annars voru kratar með kommardcur nokkrar og vildu láta fólk hefna þess sem hallast hefur aö þeirra mati i rikisstjóm með þvi aö kjósa krata i stað komma i borgar- stjórn. Æ, æ sjaldan launar Sigurjón Adda Bára Alfheiöur Siguröur Guöriin kapitaii. Eitthvaö viröist svo stefnan hjá þeim hafa lent i úti- deyfu, enda minnti Sigrún Magnúsdóttir kaupkona á það, aö enn heföi ekki sést tangur né tötur af stefnuskrá Sjálfstæöis- flokksins i borgarmálum. En gotter fyrir ihaldiö aö eiga eins föðurlegan frambjóðanda og Markús öm til þess aö tala I tima heilsugæslulæknisins. Og svona borgarstjöraefni sem náði hug og hjarta áhorfenda þegar aörir frambjóöendur flokksins voru búnir aö tala upp allan heildartima ihaldsins i þættinum. Frjáls samkeppni getur komiö niöur á þeim sem sist skyldi. Fátt eitt sagði Framsókn Framsóknarflokkurinn var á hinn bóginn hvorki stefnulaus né tætingslegur. Frambjóö- endur hans sögöu fátt, en allir nákvæmlega þaö sama. Nú vitum viö öll aö Framsókn ætlar að lækka fasteignaskatta, aö- stööugjald af iönaöi, hafa Egil Skúla áfram, og selja rikinu Borgarspftalann (vill þaö kaupa?), Þessi staglstill mun ásamt samræmdum ávarpsoröum og framkomu vera hannaöur á ákveöinni auglýsingastofu i Reykjavik. thaldiö er lika meö sjónvarpsskóla og þar er kennt aö ekki skipti máli hvaö sagt er I sjónvarpi.heldur hvernig. Gall- inn er barasá aö frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins veröa gjarnan i framan eins og skóla- krakkar sem leggja sig i lima viö aö þóknast kennaranum þannig aö úr veröur tilgerö. Framsóknarmenn eru aö bera sig við að fiska i atkvæðasjó Sjálfstæöisflokksins á skatta- lækkunarmiðum.Skærasta póli- tiska stjarna Framsóknar- kálfurinn ofeldiö, eöa var þaö ekki svo aö þaö var fyrir þrá- beiöni Alþýöuflokksins voriö 1979 að samþykkt voru svoköll- uö ólafslög, sem krukka i visi- tölu eftir þvi hvernig búnast? Þetta gerði Alþýöubandalagiö til samkomulags viö krata vegna þess að þaö vildi vera með þeim áfram i rikisstjórn. Og nú á Alþýöubandalagiö aö éta krataskitinn og þakka fýrir sig. Laun heimsins eru van- þakklæti. Og sjálfur Bragi Jósepsson sem mært hefur Al- þýöubandalagiö i blaöagrein fyrir aö hafa notaö sér styrk- leik sinn i meirihlutasam- starfinu af „hófsemi” upphófst meö þessa lika kommaroku. Al- þýöubandalagiö haföi stigiö ofaná tána á honum I fræöslu- ráöi, og var sannarlega kominn timi til þess aö ljóstra upp þessu leyndarmáli. En þaö er eins og viö hafum ævinlega sagt i þessum þætti, og munum koma á framfæri viö fulltrúa okkar i fræösluráöi, aö filar eiga aö fara varlega I glervörubúö. Kvenna- 4 framboðskonur með i skráfunni En ekki má gleyma konunum. Siöast en ekki sist, eins og sagt er. Þær voru i' meirihluta, 14 af 27 frambjóöendum, og kvenna- framboöiö kastaöi veiöarfærum sinum til hægri, Ef dæma má af málflutningi Sjálfstæöis- og Framsóknarmanna viröist þaö vera aö fá hann á þeirra heima- miðum. Meinalaust er þaö af vorrihálfu,enþaö er ljóst af orö- ræöum kvennaframboöskvenna aö vinstrilinaner komin i skrúf- una. Or þvi veröur vanalega vond flækja. — ekh og skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.