Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. júli 1982 Laus staða Staða fulltrúa á Skattstofu Suðurlandsum- dæmis, Hellu, er laus til umsóknar. Æski- legt er að umsækjendur hafi lokið prófi i lögfræði eða viðskiptafræði. Umsækjend- ur með haldgóða bókhaldsþekkingu koma einnig til greina. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Suðurlandsumdæmis, Hellu, fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 6. júli 1982. Akranes — laus staða Organista vantar að Akraneskirkju frá 1. okt. 1982. Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k. Upplýsingar gefur formaður sóknar- nefndar, Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Ak- ursbraut 17, Akranesi, simi 93—1156. ’v' ** ÚTBOÐ l«l w Tilboð óskast i framkvæmdir við skurðgröft, útdrátt á jarðstrengjum og reisningu á götuljósastólpum. ÍJtboðs- gögn eru afhent að skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21.7. 1982 kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Byggingarhappdrætti Siálfsbiargar 5. júlí 1982 Aðalvinningur: Bifreið SAAB, GLS, árg. 1982 nr. 22030. Sex sólarlandaferðir að verðmæti kr. 10.000.- hver. 43 vinningar — vöruúttekt, að verðmæti kr. 1.000.00 hver. 433 18844 20430 22010 22030 bíllinn 22213 22237 sólarferð 22307 23251 23688 25169 25542 sólarferð 30672 sólarferð 31437 33389 sólarferð 34289 42807 45090 48701 50170 597 1767 2551 2599 3497 3971 4278 4504 5617 6202 6296 6299 6877 7150 8241 9175 11750 12407 12923 53301 14740 55696 15240 55817 sólarferð 15393 57581 sólarferð 16540 57689 16985 59362 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavik. Sími 29133. Auglýsið í Þjóðlviljanum Ritnefnd Skaftfellings frá 1977, við störf I Gömlubúð. Frá v.: Friðjón Guðröðvarson, Höfn, Sigurður Björnsson, Kviskerjum og Benedikt Stefánsson, Hvalnesi. „Skaftfellingur” linar ekki á sprettinum Austur-Skaftfellingar gefa út myndarlegt rit, sem helgað er héraði þeirra fyrst og fremst og nefnist Skaftfellingur. Nýlega hefur þriðji árgangur þess litið dagsins ljós. Skaftfellingur reið á sinum tima myndarlega úr hlaði en Ijóst er af þessu sfðasta riti, að ekki hefur verið linað á sprett- inum. Fyrsta greinin i Skaftfelhngi að þessu sinni er eftir Friöjdn Guð- röðarson sýshimann og nefnist „Velferðarmál aldraðra og sjúkra í niltíma þjóðfélagi”. Grein sinni lýkur Friðjón sýslu- maður meö þessum orðum: „Ekki er langt i það að málefni héilsugæslu og aöbúnaður aldr- aðra og sjúkra verði viðunandi i þessari sýslu, enda hefur afstaða ráðamanna hér sem viða annars- staðar breyst i jákvæðan fram- kvæmdavilja og er það vel og öll- um til sóma”. Sigurður Björnsson á Kvi- skerjum á þrjár greinar i ritinu. Hann segir frá fyrstu göngu Oræfinga á öræfajökul en i hana var lagtaðkvöldiþess 26. jtili 1919 og tóku 10 öræfingar þátt i för- inni. önnur grein Sigurðar á Kvi- skerjum er um ungmennafélagið Framtiðina I öræ.fum, en það var stofnaö 1911, upp Ur Málfunda- félagi öræfinga. Loks skrifar Sigurður um Breiöamerkurfjall sem i Landnámu er nefnt Fell. Torfi Þorsteinsson i Haga segir frá þeim merkilega félagsskap „Menningarfélagi Austur-Skaft- fellinga”, en þaö var stofnaö 1926 og starfaði i rúm 30 ár eða til árs- ins 1958. Torfi i' Haga á þarna aðra grein er hann nefnir „Braut- ryðjandi Isauðfjárrækt” og á þar við Bjarna Guðmundsson, sem lengi starfaði við Kaupfélagið á Þetta linurit, sýnir fylgni miili aukinnar tibni lungnakrabba- meins og aukningar á sigarettu- sölu hér á landi. NiOurstöður könnunar Reykinga- varnarnefndar og ManneldisráOs. Höfn og stjórnaði þvi um skeið. En Bjarna var fleira til lista lagt en glöggskyggni á sauðfé eða eins og Torfi segir: „Hann var fjöl- hæfur gáfu- og listamaður með margþætt hugðarefni, m.a. var hann landslagsmálari, leiklistar- maður”..„skrifaði eina feg- urstu rithönd sinna samtiðar- manna”, svo aðeitthvað sé nefnt. Guðjón R. Sigurðsson ritar grein sem hann nefnir „úr dag- bók Kanadafarans”. Gisli Björnsson, Höfxi, rekur þætti úr þróunarsögu raforkumála I A- Skaft. en fyrstu athuganir á möguleikum til raforkuvinnslu þar i héraði gerði Halldór Guðmundsson, raffræðingur árið 1904 fyrir atbeina Þorgrims læknis Þórðarsonar. Beindust þessar athuganir Halldórs einkum að Laxá I Nesjum. A kvöldvöku bændafundar I Mánagarði haustiö 1968 flutti Benedikt Stefánsson i Hvalnesi frásögu er hann nefndi „Æsku- minning” og birtist hún nú i Skaftfellingi. Og svo við höldum áfram i svipuðum dúr þá er þarna að finna annað erindi, sem Einar Eiriksson frá Hvalnesi flutti á haustmóti Menningarfélagsins fyrir 56 árum eða 1926. Nefnist bað „BS þjóðfélagsins” og fjallar um áfengis- og tóbaks- notkun. Þorsteinn Geirsson á Reyðará minnist þeirra hjóna Þorleifs Bjarnasonar og Ragn- hildar Guðmundssóttur, sem bjuggu á Svinhólum i Lóni i 44 ár eða frá 1906 -1950. Ragnar Stefánsson I Skaftafelli rekur i fróðlegri grein sögu Skeiðarár- hlaupa, frá þvi sagnir greina fyrst frá þeim atburðum og allt til hlaupsins sem hófst þann 28. jan. á þessu ári. Magnús Þorsteinsson Annar maður Reykingavarnarnefnd og Manneldisráð gerðu i samvinnu könnun á reykingavenjum tslend- inga á árunum 1980 og 1981. Hún náði til 237 einstaklinga á höfuð- borgarsvæðinu og 142 utan þess. í henni kom fram að um 42% kvennanna reyktu og 54% karl- anna. Þessar tölur benda ein- dregið til þess, að ANNAR HVER FULLORÐINN REYKI hér á landi en I könnunina var valið fólk á aldrinum 20—66 ára. Þessar upplýsingar koma fram I tlmaritinu „Heilbrigðismál”, sem Krabbameinsfélag Islands gefur út. Þar kemur einnig fram, aö flestir reykingamennirnir byrjuðu að reykja fyrir tvitugt (80%)og að meðaltali svældu þeir á Hofi segir frá fjárleitarferð er hann fór i Breiðamerkurfjall haustið 1919 og ekki laust við að væri nokkuðerfiö. Magnús grein- ir og frá annarri slikri för I fjallið haustið 1906 og byggir þar á frá- sögn Þorláks Jónssonar á Hofi. Aldamótaárið flutti Gisli Þorvarðarson frá Fagurhólsmýri austur i Papey og bjó þar til ævi- loka. Lengi eftir að austur kom átti hann bréfaskipti við ýmsa vini sina i öræfunum og hélt til haga bréfunum frá þeim. Einar Bragi hefur nú tint saman ýmsar fréttir úr öræfabréfunum frá ár- unum 1900-1905 og er samantekt hans lárt I Skaftfellingi. — Þá eiga þarna ljóð þau Alfheiður Geirsdóttir, Höfn, Kristin Jóns- dóttir, Hlið, Aöalbjörn Úlfarsson frá Vattarnesi og Þorsteinn Jóhannsson, Svinafelli. Annála rita eftirtaldir menn: ÞorsteinnGeirsson, annál Bæjar- hrepps, Þrúðmar Sigurðsson, annál Nesjahrepps, Óskar Helga- son, annál Hafnarhrepps, Sævar Kristinn Jónsson, annál Mýra- hrepps, Torfi Steinþórsson annál Borgarhafnarhrepps, Þorsteinn Jóhannsson annál Hofshrepps og svo hefur „þorrablótsnefnd” staðið að samningu annáls Hafnarhrepps árið 1981, „með sinu lagi”, eins og gjarnan stendur i sálmabókinni. Loks minntist sr. Gylfi Jónsson þeirra Skaftfellinga „austan fljóta” er látisthafa árin 1980 og 1981 og sr. Fjalar Sigurjónsson á sama hátt þeirra, er andast hafa „vestan fljóta”. Ritstjóri Skaftfellings er Friðjón Guðröðarson, sýslu- maðui; en með honum eru i rit- nefndinni þeir Sigurður Björns- son og Benedikt Stefánsson- mhg hver reykír 14 sigarettur á dag. Tæplega fjórðungur þátttakenda I könnun- inni var hættur að reykja og að- eins fimmti hver reykingamaður hafði aldrei reynt að hætta. Nú þrátt fyrir miklar reykingar og misheppnaöar tilraunir til að hætta vilja, margir reykinga- menn takmarka reykingar á al- mannafæri. Mest fylgi höfðu hömlur á reykingum i almenn- ingsfarartækjum en mikinn hljómgrunn höfðu einnig aðgerðir á opinberum stöðum og á vinnu- stöðum. Vissulega athyglisvert og kemur okkur hinum reyklausu þægilega á óvart. Nú er bara að vinda sé sér I bönnin og krefjast réttar til ómengaðs lofts. —ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.