Þjóðviljinn - 23.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.02.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23, fcbrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fólksflutningar á síðasta ári: Straumurinn líggur á höfuðborgarsvæðið Á síðasta ári urðu meiri breytingar á fólksf lutningum hér innanlands en á undan- förnum árum auk þess sem fleiri f luttust til Isndsins frá útlöndum en f rá því á árinu 1982. Straumurinn innan- lands liggurtil suð-vestur hornsins, mestá höfuðborg- arsvæðið (Reykjavík, Kópa- vog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Seltjarnarnes og Mosfells- sveit) frá öðrum byggðum landsins, en aðfluttir voru einnig nokkru fleiri en brott- f luttir á Suðurnesjum, Kjal- arnesi og Kjós. Á tímabilinu 1. desember 1981 til 1. desember 1982 fluttust 7468 til höfuðborgarsvæðisins, þar af 1584 frá útlöndum og 5884 annars staðar að af landinu. Á sama tíma fluttu burt 6234, þar af 1120 til útlanda. Mismunurinn er 1234 eða um 1% af íbúatölu svæðisins 1. des. 1981. Straumurinn er sterkari en á árinu 1981, þegar mismunur aðfluttra og brottfluttra var 779 höfuðborgar- svæðinu í hag, en á árunum 1975—1980 tapaði höfuðborgar- svæðið íbúum gagnvart lands- byggðinni og útlöndum. útlanda. Á sama tíma eru aðflutir á Vestfjörðum 670, þar af 67 frá út- löndum. Mismunurinn er 214 rnanns eða um 2% af íbúafjölda Vestfjarða 1. desentber 1981. Af einstökum stöðum á Vest- fjörðum má nefna Suðureyri við Súgandafjörð. Þaðan fluttu á árinu 1982 92 en aðeins 28 fluttu til Suðureyrar. Mismunurinn er 64, þar af 25 sent fluttu til útlanda, mest erlent fiskvinnslufólk. Suðurland - Vestmannaeyjar Suðurland í heild tapar 110 manns í fólksflutningum á árinu 1982. Ef litið er á Vestmannaeyjar einar sér, kemur í ljós að þangað fluttu 162 á rneðan 326 fluttust í burtu. Mismunurinn eða tapið er 162 eða rúmlega 3% af íbúafjölda 1. des. 1981. Norðurland I Norðurlandi vestra má nefna Siglufjörð. Þangað fluttu á síðasta ári 60 manns, en 128 í burtu. Mis- munurinn er 68 manns. Norður- land vestra tapaði í heild 56 manns, og Norðurland eystra 101. Þar voru brottfluttir 1256 á árinu en aðfluttir 1155. þaðan 840. Mismunurinn er66. Frá Suðurnesjum. Kjalarnesi og Kjós fluttu -987 manns en hins vegar flutti 1031 þangað, þannig að þessi landshluti „græddi" 44 á þessum flutningum. Ofangreindar upplýsingar eru fengnár hjá Guðna Baldurssyni á Hagstofu íslands og ntunu birtast í nýjunt Hagtíðindum innan fárra daga. — AI. Helgarfargjöld kn 5.940 Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar um m.a. ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla. *miðaö cr við gengi 10.2. '83 Þaðeru fáar/Sborgir erlendar^S^jafn tengdar okkur og kærar og Kaupmannahöfn.Þaðan var okkur stjórnað, þar háðu fram- sýnir menn frelsisbaráttu þjóðar okkar, þangað sóttum við mennt- un okkar og fyrirmyndir allra helst. En Köben erennþá^ á sínum stað^ við sundið og þangað eigum við margt að sækja enn sem fyrr.^ Kynntu þér Kaup- mannahafnará- , ,<, g ætlun ft Flug- leiða. J FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi STJÓRNIN. EIMSKIP Aóalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. Vestfirðir- Suðureyri A árinu 1982 fluttu 884 frá Vest- fjörðum, 807 tóku sér búsetu ann- ars staðar á landinu en 77 fluttust til Aðrir iandshiutar Austurland tapaði 82. Aðfluttir voru 723 en brottfluttir 805. Til Vesturlands fluttu 774, en brott Menningar- og fræðslusamband alþýðu og fleiri Stofna söngkór Mánudagskvöldið 28. ícbrúar n.k. verður haldinn fundur í Lista- safni ASI að Grensásvegi 16, þar sem kynnt vcrður hugmynd uni stofnun söngkórs, þar sem gert er ráð fyrir að þátttakendur verði einkum félagsmcnn stéttarfélag- anna í Reykjavík og nágrcnni. Leiðrétting Þau mistök voru í frétt Þjóð- viljans í gær um úrslit í forvali Alþýðubandalagsins á Vestur- landi, að sagt var að Skúli Alex- andersson alþm. hafi hlotið 170 atkvæði í fyrstu tvö sætin. Það er rangt, hann hlaut 170 atkvæði í 1. sæti, en alls greiddu 242 Alþýðubandlagsmenn á Vesturlandi atkvæði í for- valinu. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökuin. Um nokkurt skeið hefur verið um það rætt á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Nemendasambands Félagspiála- skóla alþýðu að stofna blandaðan kór, þar sem félagsmönnum stétt- arfélaganna verði gefinn kostur á að æfa og læra söng. Tónskóli Sig- ursveins hefur sýnt þessu sérstakan áhuga og leggur því lið í formi kór- stjórnar, kennslu og fleira. Gert er ráð fyrir að reglulegar æfingar verði á mánudagskvöldum í Listasafni ASÍ að Grensásvegi 16 og er þess vænst að sem flestir fé- lagsmenn stéttarfélaganna og mak- ar þeirra, sem áhuga hafa á því að taka þátt í slíku söngstarfi, komi á fundinn næstkomandi mánudags- kvöld, en hann hefst kl. hálf níu. Það skal tekið fram að ekki er krafist ákveðinnar lágmarkskunn- áttu í söng eða tónlist þegar starfið hefst, þannig að allir þeir, sem áhuga hafa og aðstæður leyfa geta verið með.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.