Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 22
SÍÐA 22 ÞJÓÐVILJINN - Helgin 9.-10. aprfl 1983 um helgina Tónlistarskólinn í Reykjavík: Einleikur á flautu Tónleikar verða haldnir í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, mánudaginn 11. apríl kl. 20:30. Áshildur Haraldsdóttir leikur einleik á flautu og eru þetta burt- fararprófstónleikar hennar frá skólanum. Á efnisskrá eru eftir- talin verk: Le merle noir eftir Messiaen, Partita eftir J.S. Bach, lmage eftir Bozza og að lokum Sónata „tJndine" op. 167 eftir Carl Reinecke. Áshildur Haraldsdóttir Undirleikari Áshildar er Dagný Björgvinsdóttir. Að- gangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika kl. 17 á sunnudag í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg í Breiðholti. í apríl mánuði verða haldnir margir tón- leikar þar, hinir næstu á þriðju- dag kl. 20.30 og þá verður það Strengjasveitin. Á fimmtudag verða svo gítartónleikar kl. 20.30 og spila þeir Arnaldur Árnason og Símon ívarsson. Á föstudag heldur Blásarakvintett Reykja- víkur tónleika kl. 20.30. Norrœna húsið Breski baritonsöngvarinn Andrew Knight og Unnur Jens- dóttir söngkona halda tónleika í Norræna húsinu mánudaginn 11. apríl kl. 20.30 við undirleik Jón- ínu Gísladóttur. Á efnisskrá verða lög eftir Schubert, Grana- dos, Finzi og dúettar eftir Purc- ell, Mozart og Gerswin. Bör Börsson Leikfélag Keflavíkur frum- sýnir sunnudaginn 10. apríl, leikritið Bör Börsson eftir Johan Falkberget, í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Alls hafa um 25 í Keflavík manns staðið að þessari uppsetn- ingu. Aðalhlutverk er í höndum Jóhannesar Kjartanssonar. 2. sýning verður þriðjudaginn 12. apríl. tónlist Klúbburinn: I kvöld veröa Satt tónleikar í klúbbnum og hefjast þeir kl. 10.45. Möðruvalla- munkarnir leika. Bergþóraog Pálmi plús hjónin frá Búðardal. Bjórkjallarinn verður opinn og pítur á boðstólum auk sjón- varps og vídeós. Leikhúskjallarinn: Vísnavinir halda Vísnakvöld I Þjóðleikhúskjallaranum mánudaginn 11. april kl. 20.30. Meðal þeirra sem fram koma eru: M.K. kvartettinn, Þor- valdur örn Árnason, Félagar úr Hrím, Bjarni og Anna frá Búðardal, Tríókvart- ettinn og Ijóöskáld kvöldsins verður Matthías Sigurður Magnússon. Menningarmiðstöðin Gerðubergi: Kammersveit Reykjavíkur með tónleika kl. 17 á sunnudag. Norræna húsið: Breski baritonsöngvarinn Andrew Knight og Unnur Jónsdóttir verða með tónleika mánudaginn 11. apríl og hefjast þeir kl. 20^30. Borgarbfó á Akureyri: Þriðju áskriftartónleikar Tónlistarfélags Akureyrar verða I Borgarbíói í dag, 9. apríl, kl. 17. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá sem kennarar við Tón- listarskólann hafa undirbúið. 13 tónlist- armenn flytja tónlist frá 16. öld. Háskólabíó: I dag kl. 14.00 heldur Lúðrasveitin Svan- ur árlega tónleika sína fyrir styrktarfé- laga í Háskólabíói. Kynnir verður Páll Þorsteinsson. myndlist Gallerf Diúpiö: Akveðið hefur verið að framlengja mál- verkasýningu Skúla Ólafssonar sem opn- aði þann 26. mars síðastliðinn í Gaílorí Lækjarlorg. Meiningin var að sýningunni lyki þann 4. apríl næstkomandi en vegna góðrar aðsóknar verður hún opin til 10. apríl (á morgun). Þegar hafa sjö myndir selst. Háholt, Hafnarfirði: SiguröUr Haukur Lúðvigsson sýnir vatnslita- og oliumyndir sem allar eru til sölu. Sigurður stundaði nám hjá Finni Jóns- syni listmálara á sínum tlma og einnig í málaraskóla Jóhanns Briem. Opið til 17. april. Hamraborg 12, Kópavogi: Þór Magnússon sýnir olíumálverk og teikningar frá 2. apríl til 30. apríl. Fyrsta einkasýning Þórs sem er V- íslendingur. Haligrfmskirkja: I anddyrinu stendur nú yfir sýning á 50 teikningum eftir Barböru Arnason sem unnar eru við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Opið frá kl. 16 - 22. Listasafn ASÍ: Hjörleifur Sigurðsson listamálari opnar sýningu I safninu i dag kl. 15.00. Sýning- in stendur til 1. maí nk. Norræna húsið: Nú um helgina lýkur í sýningarsal Nor- ræna hússins samsýningu 7 myndlistar- manna sem þar hefur staðið sl. tvær vikur. Þeir sem sýna eru: Árni Ingólfs- son, Daði Guðbjörnsson, Helgi Þ. Friðjónsson, Kristinn G. Harðarson, Kjartan Ólason, Tumi Magnússon og Valgarður Gunnarsson. Sýningin er opin kl. 14-22 laugardag og sunnudag. Safnahúsið Sauðárkróki: Sýning Katrínar H. Ágústsdóttur á batik- og vatnslitamyndum verður opnuð á morgun kl. 16 I tilefni sæluviku Skag- firðinga. Sýningunni lýkur 17. aprfl. Ásmundarsalur: Skurðlistarskóli Hannesar Flosasonar gengst fyrir sýningu á tréskurði og teikningum frá laugardeginum 9. april til miðvikudagskvölds 13. april. Þar eru 60 verk eftir 30 þátttakendur. Norræna húsfð: Sýning verður í Norræna húsinu um leynilega blaðaútgáfu í Noregi á stríðsárunum, 1940-45. Sýningin opnuð í dag og stendur til aprílloka. leiklist Leikfélag Reykjavfkur: Á morgun, sunnudaginn 10. aprílverður frumsýnt leikritið Bör Börsson eftir Jo- han Falkberget f leikstjórn Sigrúnar Val- bergsdóttur. 2. sýning verður á þriðju- dag. Leikfélag Mosfellssveitar: Revían Allir á bomsum verður sýnd I kvöld og annað kvöld í Hlégarði kl. 21.00. Siðustu sýningar. Revfuleikhúsið: Karlinn í kassanum verður sýndur í kvöld kl. 18.00. Síöustu sýningar þar sem á að fara að rífa Hafnarbíó. Leikklúbbur Laxdæla: Fyrsta öngstræti til hægri eftir örn Bjarn- ason verður flutt í Selfossbíói í kvöld kl. 22.30. Næsta sýning verður á Jörfagleði Dalamanna nk. miðvikudag. Leikfélag Akureyrar: Spékoppar Feyidous verða sýndir f kvöld og sunnudagskvöld kl. 20.30. ýmislegt Hús verkfræðideildar H.Í.: Dr. Richaid S. Williams jarðfræðingur sem starfar við Jarðfræðistofnun Baridaríkjanna mun flytja þrjá fyrirlestra á vegum jarðfræðiskorar í verkfræði og raunvísindadeild Háskólans, dagana 11. 12. og 13. apríl um fjarkönnun frá flugvélum og gervihnöttum. Verða þeir í stofu 157 og hefjast kl. 17.15. Skálafell Hótel Esju: Félag íslenskra rithöfunda heldurfund á morgun, sunnudaginn 10. apríl og hefst hann kl. 14.00. Átta höfundar lesa úr verkum sínum. Norræna húsið: Danski rithöfundurinn Susanne Brögger dvelst hér á landi um þessar mundir. f tilefni af komu hennar verður efnt til dag- skrár á morgun sunnudaginn 10. apríl og hefst hún kl. 17.00. Aögangur að dag- skránni er ókeypis og öllum heimill. Stúdenta- leikhúsið flytur dag- skrá um Bertolt Brecht Annað kvöld og mánudags- kvöld verður Stúdentaleikhúsið með dagskrá úr verkum Bertolts Brechts í Félagsheimili stúdenta og heitir hún „Lofgjörð um efann“ eftir samnefndu Ijóði Brechts. Leiknir verða þrír einþáttung- ar eftir hinn fræga þýska bylting- armann leikhússins. „Betlarinn og hundurinn hans“ frá 1924 í spánýrri þýðingu, kennsluleikrit- ið „Hinn jákvæði og hinn nei- kvæði“ frá því um 1930 og „Spæj- ,arinn“ úr „Ötti og eymd Þriðja ríkisins" sem lýsir Þýskalandi á fyrstu árum eftir valdatöku Hitlers. Upplestri á ljóðum og smá- sögum eftir Brecht verður fléttað inn í dagskrána til að fylla út í heildarmynd af afrekum Brechts á millistríðsárunum. Sigfús Daðason skáld mun flytja tölu um Brecht og Sigrún Björnsdóttir leikkona syngur nokkur lög úr verkum Brechts - en hún fór m.a. með eitt helsta hlutverkið í sýningu Þjóðleik- hússins á Túskildingsóperunni. Leikstjóri er Rúnar Guð- Hótel Loftlelðir, Blómasalur: Frönsk vika stendur yfir á Hótel Loft- leiðum 7.-13. apríl. Þar er kynnt frönsk matargerðarlist auk þess sem m.a. franska söngkonan Vvonne Germain skemmtir gestum. Lögberg, stofa 101: Á morgun, sunnudginn 10. apríl verður haldið málþing á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki um stjórnskipun og stjórnarskrá. Frummælendur verða Arnór Hannibalsson, Halldór Guðjóns- son og Garðar Gíslason. Málþingið hefst kl. 15.00. Tomma-rallý: Hið árlega Tomma-rallý fer fram I dag og á morgun. Ræstkl. 9 á laugardagsmorg- unn frá félagsmiðstöðinni Þróttheimum við Holtaveg. 22 þáttakendur. Eknir verða 300 kílómetrar um Reykjanes. ferðalög Ferðafélag íslands: Á morgun sunnudaginn 10. apríl verður efnt til tveggja dagsferða. Annars vegar kl. 9.00 og gengið á skíðum frá Hvalfirði yfir Kjöl. Verð kr. 200.- Hins vegar kl. 13 gengið á Eyrarfjall. Verð kr. 200,- Farið frá BSl, austanmegin. Frítt fyrir börn I fylgd fullorðinna. Útivist: Fjallaganga á morgun, sunnudag, kl. 10.30. Gengið á Geitafell, vestan Þrengslavegar. Komiö við I Raufarhóls- helli. Kl. 13 verður farið ískoðunarferð til Þorlákshafnar. Brottför í báðar ferðir frá BSl bensínsölu. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. kvikmyndir MÍR-salurinn: Á morgun, sunnudaginn 10. april kl. 16.00 verður kvikmyndin „Lifi Mexíkó" sýnd I MlR-salnum á Lindargötu 48. Að- gangur er ókeypis og ölium heimill. Frá æflngu á einum einþáttung- anna. brandsson og Hjalti Rögn- valdson sagði til um framsögn. Húsið opnar kl. 8.30 og er miða- verði stillt í hóf. Veitingar á boð- stólum. - áb. Háskóli Islands í dag: Heimspekifyrirlestur Leikfélag Reykjavíkur: Á sunnudagskvöld verður 7. sýning á hlnu nýja leikriti Þórunnar Sigurðardótt- ur „Guðrúnu", eftir Laxdæla sögu. Guð- rún er leikin af Ragnheiði Arnardóttur, Kjartan leikur Jóhann Sigurðarson og hlutverk Bolla er í höndum Haralds G. Haraldssonar. Þjóðleikhúsið: Silkitromman sýnd I allra siðasta sinn annað kvöld, sunnudag. Lína langsokk- ur verður sýnd laugardag og sunnudag kl. 15 báða dagana. Óresteia verður sýnd I 8. sinn I kvöld, laugardag. Stúdentalelkhúsið: Annað kvöld og mánudagskvöld verður Stúdentaleikhúsið með dagskrá úr verk- um Bertolts Brechts I Félagsstofnun stú- denta og heitir hún „Lofgjörð um efann". Kristján Árnason B.A. flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla ís- lands laugardaginn 9. apríl 1983 kl. 14 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Heim- speki og skáldskapur" og er fjórði fyrirlesturinn í röð fyrir- lestra um rannsóknir á vegum heimspekideildar á vormisseri 1983. Óllum er heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.