Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983 Starfsmenn RARIK um fjöldauppsagnirnar Ingólfur Pétursson: Óvissan nagar menn. Mynd: Magnús. Skuggaleg tíðindi „Þetta eru frekar skuggaleg tíð- indi. Eg átti ekki von á þessari dembu, þótt fjármáiaráðherra væri búinn að gera því skóna að skera ætti niður“, sagði Ingólfur Pétursson starfsmaður á vélaverk- stæði RARIKS. „Annars átta ég mig ekki al- mennilega á þessum fréttum. í þaö minnsta virðist þeim ekki bera saman um þessi mál, rafmagns- veitustjóra og iðnaðarráðherra. Starfsfélagar mínir eru auðvitað óttaslegnir yfir þessu eins og ég. Þetta var ekki sújólagjöf sem við vonuðumst eftir. Eg sá það hérna á einu verkstæðinu að það var búið að klippa út frétt Morgunblaðsins um uppsagnirnar og skrifa undir hana „Jólagjöf ríkisstjórnarinnar". Hvað fáist þið við hér á verk- stæðinu? „Hérna er gert við dísilvélarnar og unnið að annarri þjónustu fyrir veiturnar. Við sendum menn oft út á land til að gera við og sinna dísil- vélunum en þær eru ennþá keyrðar víða um land. Ég get ekki séð að menn fari svo auðveldlega að því að leggja þetta verkstæði niður. í það minnsta er búið að margreikna út hagkvæmni þessa verkstæðis." Þessar uppsagnafréttir koma illa við ykkur? »Já, vissulega. Óvissan nagar menn. Ég get ekki séð að atvinnu- ástandið sé glæsilegt annars stað- ar,“ sagði Ingólfur. -•g- Fólk lamað ejttr þessar frétttr „Iig held að fólk hafi verið lamað eftir þessar fréttir. Við vissum að það var verið að endurskipuleggja fyrirtækið en við áttum ekki von á þessari gusu. Er nokkur hrifinn af því að missá vinnuna? Ég bara spyr!, sagði Guðmundur Jónasson verkstjóri á trésmíðaverkstæði RARIK. „Þetta er víst jólagjöfin sem menn hérna eiga að fá frá iðnaðar- ráðherra. Er þetta ekki líka ein- hver landsbyggðarpólitík í leiðinni? Um ieið og segja á upp mönnum hér þá verður annað eins ráðið úti á landi.“ Sérð þú fram á að hægt sé að leggja niður þá deild sem þú starfar í? „Það er látið að því liggja að hægt sé að kaupa alla vinnu út. En hvernig mönnum dettur í hug að hægt sé að fá hana ódýrari en frá okkur, miðað við þau laun sem við erum á, það get ég ekki skilið." Þessar uppsagnafréttir hafa komið illa við þig? „Já, þærhafa komið mjögilla við fólk, í það minnsta mig og ég get ekki séð að það sé gott fyrir fullorð- ið fólk að fá vinnu eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag,“ sagði Guð- mundur. _ ig. Guðmundur Jónasson: Hver er hrifinn af því að missa vinnuna? - Mynd: Magnús. Skafti Jónsson blaðamaður í viðtali , ,1 .ögreglan kemur á kreik sögusögnum“ „Mér sýnist fréttatilkynning RLR vera með þeim hætti að full ástæða sé fyrir rannsóknarlög- reglustjóra að fara að athuga sinn gang. Beiðist hann ekki afsökunar á þeim stórkostlegu rangtúlkunum sem þarna eru settar fram, þá hlýt ég að íhuga kæru á hendur honum. Mann grunaði ekki að svo skipu- lögð samtrygging ætti sér stað inn- an lögreglunnar. Eðli málsins vegna ætti að taka málið úr hönd- um RLR og fela það einhverjum hlutlausum rannsóknaraðila“, sagði Skafti Jónasson blaðamaður þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. „Það kemur m.a. fram í yfirlýs- ingu frá Ástu Svavarsdóttur sem var vitni að atburðunum í Þjóðleikhúskjallaranum að fram- burður hennar allur er afbakaður og orð hennar túlkuð þannig að all- ar áherslur voru úr skorðum færðar og þá á þann veg að styðja fram- burð lögreglumanna í málinu. í yfirlýsingunni kemur fram að ég hafi ráðist á dyravörð Kjallarans í upphafi, en því vísa ég algerlega á bug, dyravörðurinn átti upptökin að stimpingunum. Alvarlegasti hluturinn í "þessari tilkynningu er þó sennilegast sá að framburður þeirra aðila sem hlutlausir geta ta- list og urðu vitni að atburðunum er að engu gerður. Hinsvegar er of- urkapp lagt á að ýta undir málflutn- ing starfsfólks Kjallarans, þ.m.t. tveggja dyravarða sem ég hygg að hafi ekki veriö á staönum og svo lögregluþjónanna. Ég hlýt að benda á mikilvægi þeirra sem stóðu fyrir utan rás atburðanna. Hér á ég við tvær stúlkur sem gáfu vitnisburð eftir að málið var gert opinbert, hjóna sem ég þekkti ekkert til og fylgdust með því sem gerðist, ungs manns sem fylgdi mér á Lögreglustöðina og Ástu Svav- arsdóttur. Vitnisburður þessara aðila er máli mínu eindregið til framdráttar.“ Hef ekki haft neinar slíkar hótanir í frammi Þjóðviljanum hefur borist sú hlið á málinu frá aðilum innan lög- reglunnar að Skafti hafi áður lent í svipuðum útistöðum við lögregl- una og þá haft í frammi hótanir um að rifja upp í blaði sínu, Tímanum, tiltekin mál sem kæmu lögreglunni illa. Aðspurður um þetta atriði sagði Skafti: „Þessi framsetning er reyndar eftir öðru sem komið hefur frá lögreglunni. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei áður lent í úti- stöðum við lögregluna og man varla eftir að hafa lent í slagsmálum um dagana. Slíkum sögum er kom- ið á kreik í því skyni einu að varpa rýrðámig," sagði Skafti. Skafti vildi að það kæmi fram að ekki teldi hann lögregluþjón þann sem svo harkalega hefði lagt hend- ur á sig umrætt kvöld ofstopamann að eðlisfari. Hann hefði hinsvegar misst stjórn á skapi sínu á úrslita- stundu og gæti því vart talist hæfur til að gegna starfi sem lögreglu- þjónn. - hól. Matthías makar krókinn Nokkur urgur er í þingmönnum annarra kjördæma en Vestfirð- ingafjórðungs vegna sérstakrar fyrirgreiðslu sem heilbrigðisþjón- usta og samgöngumál í því kjör- dæmi hafa fengið í meðförum fjár- veitinganefndar. Þannig mun lagt til að Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firði fái 18 milljónir króna á næsta ári, meðan sjúkrahúsbyggingar í Reykjavík fá litla úrlausn. Þessi upphæð mun vera svipuð og fer í öll sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar á Norðurlandi eystra og meira en fer til þessara verkefna í Austfirðingafjórðungi öllum. -óg. Álmálið á alþingi Ráðherrar í nauðvörn Steingrímur Ilermannsson for- sætisráðherra og Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra áttu erfitt í nauðvörninni á alþingi í gær, er Svavar Gestsson og Olafur Ragnar Grímsson gerðu harða hríð að stefnu þeirra og flokka þeirra vegna frammistöðunnar í deilunum við Alusuisse-hringinn. Ráðherr- arnir misstu einnig út úr sér yfirlýs- ingar sem varla eru til þess líklegar að styrkja samningsstöðu Islands gagnvart Alusuisse. Þeir Svavar og Ólafur Ragnar sögðu Framsóknarflokkinn hafa holgrafið víglínu síðustu ríkis- stjórnar í deilunum við Alusuisse. Fyrst hefði einn Framsóknarþing- maður hlaupið út úr álviðræðu- nefnd á viðkvæmu augnabliki. Síð- an hefði formaður Framsóknar- flokksins verið á leynifundi með forstjórum auðhringsins. Varafor- maður Framsóknarflokksins hefði svo gert bandalag við þáverandi stj órnarandstöðu. Þá röktu þeir félagar ósamræmi í yfirlýsingum iðnaðarráðherra um það hvenær hann fékk nýjustu skýrslu Coopers og Lybrand í hendur. Ráðherrann sagðist hafa fengist skýrsluna í hendur 14. sept- ember sl. Honur var bent á að í viðtali við Þjóðviljann þann 13. september hafi hann sagst hafa fengð skýrsluna, en ekki gefið sér tíma til að lesa hana. Þá var honum á það bent að ítrekað hefði Þjóð- viljinn skýrt frá því að skýrslan hefði borist í ágústmánuði til ráð- herrans - og því hefði aldrei verið mótmælt. Sverrir Hermannsson sagði að skýrslan hefði alls ekkert verið merkileg og hefði verið hægt að semja hana fyrirfram. Hefði ekki þurft að stinga henni undir stól. Þá var hann spurður hvers vegna hún hefði þá ekki verið birt strax í september úr því að innihald hennar skipti engu máli. Varð fátt um svör. Stjórnarandstæðingar bentu á að í tvo mánuði hefði ekkert verið skýrt frá innihaldi skýrslunnar —og hún hefði ekki verið notuð í samn- ingunum í byrjun september, þó svo að innihaldið væri stöðu Is- lands til styrktar. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.