Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Íþróttafréttaritarí: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handríta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Niður með sjúklingaskattinn Sjúklingaskattur sá sem núverandi ríkisstjórn hyggst leggja á hefur mælst afar illa fyrir. Það er ljóst að mörgum verður það erfitt að bæta ofan á alla kjara- skerðinguna 3000 til 6000 krónum fyrir fyrstu tíu daga sína á sjúkrahúsi ef þeir þurfa þangað að leita af ein- hverjum ástæðum. Alvarlegra er þó hitt að hér er um stefnumarkandi mál að ræða, fráhvarf frá þeim megin- reglum sem þróast hafa um samhjálp og sjúkraþjón- ustu. Þeir sem þekkja til heilbrigðismála sjá það einnig fyrir að sjúklingaskatturinn muni stuðla að öfugþróun í heilbrigðisástandi þjóðarinnar. Margrét Guðnadóttir prófessor hefur ritað grein í blöð þar sem hún segir að það sé virkilega kominn tími til að við sem viljum búa í siðuöu samfélagi látum myndarlega til okkar heyra. „Ef nógu margir rísa upp og segja sína skoðun hörfa stjórnvöld kannski í bili að minnsta kosti. Það er orðið óþolandi, hvernig ríkis- stjórnin ræðst nú aftur og aftur á garðinn, þar sem hann er lægstur, hvort sem hún gerir það nú vísvitandi eða ekki.“ Hún ráðleggur stjórnarherrunum að skattleggja fremur heilbrigða en sjúka: „Ríkissjóður, sem þið ráðskist með hún er ekki ykkar einkafyrirtæki, heldur sameign allra landsmanna sem við höfum fyrir löngu samþykkt að greiða í eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Sú samþykkt hefur ekki enn verið numin úr gildi og ykkur ber að fara eftir henni. Ef of lítið er til í samneysluna af peningum, leggið þá bara meira á okk- ur sem erum heilbrigð, höfum öruggar tekjur og eigum þak yfir höfuðið. Það er hægt að leggja á sérstakt sjúkragjald, ef með þarf, en ekki á þá sem eru veikir, heldur á okkur hin, sem erum heilbrigð og höfum betri ástæður.‘“Margrét Guðnadóttir segist neita að trúa því, að sú pólitík, sem virðist nú eiga að reka gagnvart sjúklingum og öryrkjum, sé vilji meirihluta kjósenda í þessu landi, og þeirra sem hér borga skatta: „Stöndum vörð um samhjálpina öll, sem einn maður, hvar í flokki sem við erum. Látum heyra íokkur sem allra fyrst, áður en niðurrifið hefst. Sýnum ríkisstjórninni, að þetta er ekki við hæfi.“ Sigurður S. Magnússon yfirlæknir fæðingardeildar Landspítalans hefur einnig Iýst áhyggjum sínum vegna sjúklingaskattsins. Hann óttast að afleiðingar hans verði meðal annars þær að gjaldtakan muni ýta undir styttri legutíma eða fjölgun heimafæðinga. Hvort- tveggja telur hann óæskilegt við núverandi aðstæður og spilla góðum árangri í fæðingarhjálp hérlendis. „Fram til þessa hefur mæðravernd verið kostuð úr sameigin- legum sjóðum landsmanna og það sýnir hversu mikill skilningur hefur ríkt í þessum málum. Mín ósk er sú að sá skilningur verði áfram ráðandi, og ef þessi gjaldtaka verður að veruleika, þá verði barnshafandi konur undanþegnar.“ Svipaða röksemdafærslu gætu læknar örugglega haft uppi af fleiri sérsviðum á sjúkrahúsum. Af þeim sökum og öðrum sem hér hafa verið rakin ber að fá stjórnina ofanaf sjúklingaskattinum með öllum tiltækum ráðum. Sverrir velur annoð stríð Grísk stjórnvöld hafa ákveðið eftir úrskurð dómstóls heimafyrir að hækka orkuverð einhliða til álvera, sem eru í meirihlutaeign fransks hrings í Grikklandi, úr 15 í 21 mills, og gera kröfur um 25 mills með verðtryggingu: Þar hefur með góðum árangri verið staðið svipað að málum og Alþýðubandalagið vildi gera hér gagnvart Alusuisse. íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar gengið í allar gildrur Alusuisse og búið er að loka álmálið í búri opinberrar þagnar. Iðnaðarráðherra hefur snúið sér að brýnni verkefnum og fæst nú við endurreisn zetunnar í málinu. Menn kjósa sér vígvöll sem þeim hæfir.- ekh klippt Iðjuþjálfinn „Lífið reynist stundum mikill iðjuþjálfi“, skrifar Benjamín H. Eiríksson fyrrverandi banka- stjóri m.m. um Gylfa Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra í Morgun- blaðinu í gær. í fyrrakvöld var sjónvarpsþátt- ur, þarsem forystumenn stjórn- málaflokka og -samtaka ræddu helstu viðburði innanlands síð- ustu vikur. Athyglisvert var að sjá hið nýja andlit ríkisstjórnarinnar Þorstein PáJsson taka af Steingrími forsæt- isráðherra alla málsvörn fyrir ríkisstjórnina. Porsteinn gekk lengra fram í því efni að verja gjörðir ríkisstjórnarinnar heldur en ráðherrarnir sjálfir hafa gert að undanförnu. Meiraðsegja Steingrímur var einsog meiri efa- semdarmaður um ágæti stjórnar- innar en Porsteinn Pálssom Þor- steinn talaði einsog hann hefði ekki fengið frí af fundi Verslun- arráðsins í margar vikur - og hefði ekki hitt venjulegt launa- fólk svománuðum skipti. Ogíþví ljósi gæti maður ætlað einsog Benjamín bankastjóri, að Þor- steinn ætti eftir að kynnast iðju- þjálfanum mikla, hinum misk- unnarlausa .hvunndegi almenn- ings í Jandinu, lífinu sjálfu. Klisjur f sjálfu sér er merkilegt að for- maður Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa „pólitískt nef“ til að finna, að þegar er komin þráalykt af ríkisstjórninni, og honum væri nær að taka mark á aukamelding- um Morgunblaðsins um lífdaga ríkisstjórnarinnar heldur en trúa á óforgengileik ríkisstjórnar sem stórauðvaldið heldur á lífi. En máske er Þorsteinn ekkert annað en enn ein málpípa þessa sama stórauðvalds. Málflutningur hans rokkaói á milli þess að vera heimdellskur í ofstæki og grát- klökkva væminn einsog hjá fyrr- verandi formanni Sjálfstæðis- flokksins. Hugmyndafræði stórauðvalds- ins lék Þorsteini á tungu einsog ráðherrakonjak í varnarliðs- veislu. - Neytendur opinberrar þjónustu verða í auknum mæli að taka þátt í að borga félagslega þjónustu, sagði þetta andlit ríkis- stjórnarinnar. Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins að lækka skatta einsog hann hefur gert hér í Reykajvík, sagði formaðurinn enn fremur. Þegar honum var bent kurteislega á að hér hefði gerst allt í senn, kaupið keyrt nið- ur, skattabyrðin þyngd og dregið úr félagslegri þjónustu, þá spurði hann sakleysislega: viljiði hækka skattana? Það var því ekki nema von, að þessum unga yrðu búin sömu örlög í sjónvarpsþættinum einsog ungum úr öðrum eggjum. Einu sinni var egg, úr egginu kom ungi, unginn varð snoppufríður kjúklingur. Og kjúklingurinn var þræddur uppá grillspjót. „Tala svona saman“ Svavar Gestsson benti á að á skömmum tíma hefði ríkisstjórn- in ráðist að kaupmættinum og keyrt hann niður hjá launfólki, þannig að hann væri orðinn 25- 30% lakari en á síðustu misserum ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen. I skjóli efnahagsvandans væri ríkisstjórnin að gjörbreyta þjóðfélagsbyggingunni fjár- magninu í vil á kostnað launa- fólks í landinu. Um þetta nefndi leiðtogi stjórnarandstöðunnar mörg dæmi: með því að skatt- leggja sjúklinga væri ríkisstjórnin að velja sér skattstofn. Á sama tíma og almenningi væri gert að greiða meira fyrir félagslega þjónustu og reikningar kæmu uppá samhjálpina, þá væri ríkis- stjórnin að ívilna stjóreigna- mönnum og fyrirtækjum með skattafrádrætti og fleiru. Morg- unbiaðsunginn sagði þá, að fjöl- skyldur og einstaklingar gætu notið góðs af hlutabréfakaupum í fyrirtækjum á næsta ári! Þá var honum bent á að venjulegt launa- fólk hefði ekki efni á slíku braski eftir alla kjaraskerðinguna á þessu ári. Honum hafði ekki dottið það í hug. Það þarf að tryggja atvinnureksturinn, hétu þessar ívilnanir til fyrirtækjanna á kostnað launafólksins, á tungu- máli hins nýja andlits Sjálfstæðis- flokksins. í fullri alvöru ætlaði hann að bjóða þjóðinni uppá þennan mál- flutning; ríkisstjórnin lækkar kaupið til að stöðva verðbólgu, ríkisstjórnin og Reykjavíkurborg lækka skattana til að koma til móts við lægra kaup, hinir sjúku eiga að borga reikningana af veikindum sínum til að ekki þurfi að borga hærri skatta. Allt bítur þetta í skottið á sér. Launafólk á ekki nema einn mælikvarða á hækkanir og lækkanir á tekjum og gjöldum. Til að greiða skatt- ana á næsta ári þarftu að vinna fleiri vinnustundir en þú þurftir á þessu ári. Þú getur keypt mun minna fyrir andvirði vinnuafls þíns nú en þú gast í fyrra. Ríkis- stjórnin hefur lækkað verðið á vinnuafli þínu sem nemur um 30% á þeim stutta tíma sem hún hefur setið við völd, bæði með kaupskerðingum og skattþyng- ingum. Fyrirtækin fá þeim mun stærri hlut af vinnuafli þínu. í ljósi þessa og máttlítilla varna verkalýðshreyfingar og stjórnar- andstöðu á vinnulagið „eigum við ekki að tala saman um þetta í ró- legheitum" ekki við þegar ríkis- stjórn stórauðvaldsins er annars vegar. Hún hefur efnt til stríðs. Og það er kominn tími til að hrinda árásunum. -óg- Friðarverðlaun Nóbels 1984 Þjóðviljinn tekur undir erindi Sambands ungra jafnaðarmanna til íslenskra þingmanna, um frumkvæði þeirra til að Mannréttindanefnd E1 Salvador hljóti friðarverðlaun Nóbels 1984. í leiðara Alþýðublaðsins í gær er fjallað um þetta mál og sagt frá hörmungunum í E1 Salvador og göfugu mannúðarstarfi mann- réttindanefndarinnar. Síðan segir: „Aukin athygli á störfum Mannréttindanefndarinnar á al- þjóðavettvangi myndi auðvelda allt mannúðarstarf í Mið- Ameríku og veita þeim félögum Mannréttindanefndar E1 Salva- dor sem enn eru á lífi, þrátt fyrir stanslausar tilraumr stjórnvalda að koma þeim fyrir kattarnef, aukna vernd í starfi sínu. Það yrði íslenskum þing- mönnum til sóma ef þeir legðu sitt af mörkum til aukinna mannréttinda og mannúðar í E1 Salvador með því að tilnefna Mannréttindanefnd EI Salvador til friðarverðlauna Nóbels, eins og ungir jafnaðarmenn hafa lagt til.“ A)g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.