Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1983 Pentagon-skýrslan um stýriflaugarnar __ Island er ofarlega á lista yfír hugsanlega viðtakendur Pentagon-skýrslan um hugsan- Dragsdahl tekur það fram í grein lega uppsetningu Tomahawk- sinni að umrædd skýrsla, sem nú er stýriflauga á íslandi, Skotlandi, í til meðferðar hjá varnarmálaráðu- Danmörku, Noregi og víðar er neytinu í Washington, lýsi á núver- þessa dagana mjög til umræðu á andi stigi aðeins óskum og hags- Norðurlöndunum og í Skotlandi. í munum ákveðinna aðila er starfi að grein í norska vikublaðinu Ny tid skipulagningu hervarna Banda- bendir danski öryggismálasér- ríkjanna, en að hér sé ekki um að fræðingurinn Jorgen Dragsdahl á ræða endanlega mótaða stefnu. það að samkvæmt skýrslunni ætti uppsetning slíkra eldflauga í Noregi í þessu sambandi er rétt að eða Danmörku ekki að geta blekkt minna á að í skýrslunni eru fsland Sovétmenn um það að hér væri um og Skotland nefnd í hópi þeirra hugsanleg kjarnorkuvopn að ræða, Ianda sem helst koma til greina til því þessi tvö ríki hefðu bannað upp- þess að taka við þessu vopnakerfi, setningu kjarnorkuvopna á sínu sem er ætlað að hafa hemil á vax- landi á friðartímum. Hins vegar er andi flotastyrk Sovétríkjanna um á það að líta, segir Dragsdahl, að í leið og því er ætlað að skapa óvissu þessar stýriflaugar er hægt að setja hjá Sovétríkjunum um það hvar bæði hefðbundnar sprengjur og kjarnorkuvopn sé að finna. f kjarnorkusprengjur, þannig að skýrslunni segir meðal annars um eldflaugarnar hlytu engu að síður sérstöðu íslands og Skotlands: að skapa óvissu hvað þetta varðar. „ísland og Skotland eru nefnd Svo ber einnig á það að líta, segir saman íþessu sambandi vegna þess Dragsdahl, að einn meginkosturinn að uppsetning þessara vopna er við uppsetningu þessara vopna í nauðsynleg á báðum stöðunum til Danmörku og Noregi er að mati þess að loka GIUK-hliðinu svokall- höfunda skýrslunnar sá að upp- aða (hafsvœðinu á milli Grœn- setningin myndi greiða veginn fyrir lands, íslands og Bretlands) fyrir hugsanlegri uppsetningu kjarn- umferð sovéska flotans. Pótt land- orkuodda í flaugarnar síðar meir. frceðilegar og veðurfarslegar að- Einar Olgeirsson áritar bók sína Einar Olgeirsson mun árita bók sína Kraftaverk einnar kynslóðar í Bóka- búð Máls og menningar milli kl. 15 og 17 í dag. Jón Guðnason sagnfræð- ingur skráði. Kynning og nám- skeið um Færeyjar Námsflokkar Reykjavíkur, Nor- ræna félagið, Norræna húsið og Færeyingafélagið munu gangast fyrir námskeiði um Færeyjar og byrjar það í janúar og stendur til 4. maí í vor. Leiðbeinandi verður Jónflnn Joensen kennari. Námskeiðið verður í Norræna húsinu á þriðjudagskvöldum kl. 20:30. 15 manns komast að á nám- skeiðið. Fjallað verður um sögu og tungu, staðhætti og náttúru, fær- eyska atvinnusögu og samband við ísland, en höfuðáherslan verður stæður geri það að verkum að eld- flaugarnar verði ekki eins hreyfan- legar á þessum stöðum og annars staðar, þá vegur það upp á móti að hluta til að fyrirfram ógnun gagnvart þessum stöðum er minni en gagnvart Danmörku og Japan. Hin mögulega ógnun sem norður- flota Sovétríkjanna stafaði af land- vopnum afþessu tagi gœfi til kynna að uppsetning stýriflauga til þess að verja GIUK-hliðið œtti að hafafor- gang.“ Síðar segir: ,/lð síðustu mundi uppsetning stýriflauganna (á íslandi og Skot- landi) veita „tryggingu"gegnþvíað Sovétríkin reyndu að komast í gegnum hliðið áður en herlið Bandaríkjanna eða bandamanna kemst á vettvang. Par að auki er ísland kostagóð fasteign (a lucrati- ve piece of real estate) þaðan sem gott er að vinna út frá og gæti því sem slík orðið meðvitað fórnar- lamb sovéskrar innrásar. Stýrifl- augakerfið myndi veita vernd gegn slíkri innrás væri hún reynd frá hafi. “ ólg. Stýriflaugarnar eru á færanlegum skotpöllum. / minningu íslenskra sjómanna: ÞriÓja bindi ís- lenskra sjávarhátta eftir Lúðvík Kristjánsson, sagnfrœðing Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur geflð út þriðja bindi hins mikla ritverks Lúðvíks Kristjánssonar, sagnfræðings, „íslenskir sjávar- hættir“. Fyrri bindin komu út 1980 og 1982. Þriðja bindið er 498 blaðsíður að stærð, í því er 361 ljósmynd og fjöl- di skýringarteikninga og korta. Flestar ljósmyndanna hefur Bjöm Rúriksson tekið, Bjarni Jónsson listmálari hefur gert nær allar skýr- ingateikningar, og Guðmundur Ingvarsson teiknaði öll kort. Guð- mundur P. Ólafsson líffræðingur hannaði kápu, saurblöð og bók- band. Meginkaflar bókarinnar eru þessir: Skinnklæði og fatnaður, Uppsátur, Uppsátursgjöld, Skyld- ur og kvaðir, Veðurfar og sjólag, Veðrátta í verstöðvum, Fiskimið, Viðbúnaður vertíða og sjóferða, Róður og sigling, Flyðra, Happa- drætti og hlutarbót, Hákarl og Þrenns konar veiðarfæri. íslenskir sjávarhættir eru helg- aðir minningu íslenskra sjómanna fyrr og síð. Prentsmiðjan Oddi annaðist setningu, filmuvinnu, prentun og bókband. Lúðvík Kristjánsson með 3ja bindi Islenskra sjávarhátta sem kom út fyrir skömmu. Ljósm. Magnús. Kvennaframboðið: Mótmælir sj úklingaskattinum Framkvæmdanefnd Kvenna- framboðsins í Reykjavík hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Framkvæmdanefnd Kvenna- framboðsins mótmælir harðlega þeirri aðför að almannatrygging- arkerfinu sem fram kemur í til- lögum ríkisstjórnarinnar að fjár- lögum fyrir næsta ár, einkum og sér í lagi gjaldtöku af sjúklingum á sjúkrahúsum og aukinni þátttöku lögð á færeyska menningu og fær- eyskt þjóðfélag í dag. Færeyjakynningin verður opnuð laugardaginn 21. jan. kl. 15 í fund- arsal Norræna hússins. Erlendur Patursson lögþingsmaður heldur fyrirlestur um samband Færeyja og Islands. í tengslum við námskeiðið verða kynningar fyrir almenning á bók- menntum, kvikmyndum, fær- eyskum dansi og Heri Joensen cand.theol. heldur fyrirlestur um sögu Færeyinga. Þátttöku skal tilkynna skrifstofu Norræna hússins, sími 17030. Pátt- tökugjald verður 900 kr. sjúkra í lyfjakostnaði. Þessar að- gerðir, eins og aðrar sem draga úr opinberri þjónustu, bitna hvað harðast á konum sem eru stærsti láglaunhópur þessa lands. Auk þess er hætta á að álag á konum aukist heima fyrir því vegna sjúkl- ingagjaldsins munu sjúklingar reyna að liggja á heimilum sínum í lengstu lög og mun þá umönnun þeirra koma í hlut kvenna. Þessar aðgerðir ofan á kjaraskerðingar og fyrirsjáanlegt atvinnuleysi hljóta að kippa fótunum undan fjárhags- legri afkomu fjölmargra heimila og einstaklinga". Nýr Náttúruverkur Tímaritið Náttúruverkur er komið út í 10. sinn. Nátturuverkur er gefínn út af tveim félögum há- skólanema, Félagi náttúrufræði- nema og Félagi verkfræðinema. Blaðið hefur komið út einu sinni á ári í tíu ár og er að þessu sinni 60 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Að venju fjallar Náttúruverkur um mál sem ofarlega eru á baugi og tengjast sérstaklega líffræði, jarð- fræði, landafræði eða verkfræði, en flytur líka sögulegt efni tengt þess- um fræðigreinum. Sem dæmi um mikilvæg mál sem Náttúruverkur fjallar um að þessu sinni eru: Meindýr, bæði almennt og selurinn sérstaklega, Land- varsla á hálendi íslands, Jarðrask vegna framkvæmda, Blöndumálið og hvað má læra af því, og Hval- veiðar við ísland. En þessi við- fangsefni eru mikið í deiglunni. Aðrar greinar fjalla líka um mikil- væg málefni sem alla varðar. Náttúruverkur fæst í öllum helstu bókabúðum og kostar 150 kr. frá útgefanda. Hægt er að ger- ast áskrifandi bæði skriflega og í síma: (91 )-38708. Þannig er líka hægt að verða sér úti um eldri ein- tök af blaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.