Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Þrjú ungmenni frá Stokkseyri sáu um frábæra skemmtidagskrá kvöldsins. Á myndinni eru Elsa Gunnþórsdóttir, Vilhjálmur Magnusson og Hjalti Hafsteinsson. Ljósm. G.A. Sveinbjörn Guðmundsson, Ágúst Guðbrandsson og Guðmundur Valdemarsson voru heiðr- aðir. Ljósm. G.A. Margt merkisafmæla í Stokkseyrarhreppi Stokkseyrarhreppur heldur upp á þrjú merkisafmæli um þessar mundir. Verkalýðs- og sjó- mannafélagið er 80 ára, Kvenfélag Stokkseyrar er einnig 80 ára og þann 1. apríl sl. hafði Stokkseyri verið löggiltur verslunarstaður í 100 ár. Haldið var upp á afmæli félag- anna sameiginlega fyrir nokkru síðan. Félögin buðu öllum Stokks- eyringum 16 ára og eldri í mat og skemmtun og tóku nálægt 300 Fólkið í sainum þakkaði matargerðarkonum með iófaklappi og björtum brosum. Ljósm. G.A. manns þátt í veisluhöldunum. Dagbjört Sigurðardóttir for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins setti samkomuna, flutti ávarp og rakti sögu félagsins. Þá tók formaður kvenfélagsins Margrét Frímannsdóttir við og stjórnaði framvindu veislunnar. Kvenfélag Stokkseyrar heiðraði 3 karlmenn sem hafa stutt þær dyggi- lega í gegnunt árin. Ungt fólk frá Stokkseyri sá um skemmtiatriði og kvenfélagskonur úr Gaulverjabæj- arhreppi sáu um matinn. -JP Dagbjört Sigurðardóttir formaður Verkalýðs- og sjómannaféiagsins. Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir „Catch 22“ eða „22. greín“ eftir Joseph Heller. Sjúklegur húmor Karl Ágúst Úlfsson þýddi verkið og leikstýrir. „Menn hafa lýstþessu verki sem einskonar lykkju sem engan veg- inn erhœgtað komast út úr. Þetta lýsir sér t. d. íþvíað viljirþú losna úrflughernum þá verð- urþú að verayfirlýstur brjálœðingur. En efþú ert brjálaður þá hlýtur þú aðfljúga því það fljúga engir aðrir en þeirsem eru brjálaðir((. Þannig lýsti Kristinn Harðarson félagi í Leikfélagi Hafnarfjarðar þeim vitfirrta veruleika sem er meginstefið í hinu víðþekkta bók- Karl Ágúst Úlfsson leikstjóri menntaverki Josephs Heller, „Catch 22“, eða „22. grein“ eins og það nefnist í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar sem jafnframt leikstýrir verkinu sem verður frumsýnt hér á landi hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í kvöld. Leikritið sem flokkast undir svo- nefnda „svarta komedíu" segir frá bandarískri flugsveit sem hefur bækistöð á eyju skammt frá ftalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Yfirmað- ur sveitarinnar á sér þann draum æðstan að verða hershöfðingi og til þess að auka álit sitt á hæstu stöð- um er flugsveitarmönnum att út í hvern hildarleikinn á fætur öðrum. Ef einhver kvartar er vinsamlega vísað til 22. greinar þar sem alræði yfirmannsins er tryggt. „Húmorinn í þessu leikriti er al- veg sjúkur. Hann lýsir sér kannski gleggst í því að margir flugsveitar- mannanna hafa alveg sjúklegan áhuga á því að deyja. En við Jakob Grétarsson t.v. og Hallur Helgason i hlutverkum sínum. Mynd -eik. skulum ekki ræða frekar um þá hluti, sjón er sögu ríkari“, sagði Kristinn. Að þessu sinni sýnir Leikfélagið í Hafnarfjarðarbíói, en til að svo mætti verða, þurfti að byggja 7 m langt svið yfir fremstu sætaraðirnar í bíóinu. „Húsið er alveg eins og leikhús, nema hér vantar alla að- stöðu fyrir leikara og auðvitað svið. Við drifum því í því að byggja hér heilmikið svið, en eigandi Hafnarfjarðarbíós hefur verið okk- ur sérlega liðlegur og við fengið að koma okkur fyrir eins best og kost- ur er og æfum nú af kappi fyrir frumsýninguna á föstudag", sagði Kristinn. Alls eru 40 hlutverk í „22. grein“ sem 17 leikarar skipta á milli sín, 10 piltar og 7 stúlkur. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Jóns Sigurðs- sonar, Lárusar Vilhjálmssonar og Daníels Helgasonar. Leikarar eru flestir ungir að árum en hafa hlotið dýrmæta reynslu á leiksviði í Flens- borgarskóla þar sem þeir smituðust af leikhúsbakteríunni og eins af endurreisnarstarfinu hjá Leikfé- lagi Hafnarfjarðar sem tróð upp með Bubba kóng í fyrravor, Jörund hundadagakonung í haust og nú er það frumsýning hérlendis á ,,22.grein“ eftir Joseph Heller. Eins og áður sagði þýddi Karl Ágúst Úlfsson verkið og leikstýrir og Jóhann Morewák stjórnar hljómsveit. Frumsýningin í kvöld í Hafnar- fjarðarbíói er kl. 20.30. Önnur sýn- ing á mánudag og næstu sýningar á þriðjudag, miðvikudag, föstudag og laugardag í næstu viku. -*8-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.