Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 12
, ‘ * * rv\* \ .. ... y . ?-r. li SÍÐÁ - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. aprfl 1984 Minningarorð: Gunnur Júlíusdóttir F. 27.2. 1927 - D. 19.3. 1984 Mér varð þungt um hjarta, þegar ég frétti lát vinkonu minnar Gunn- ar Júlíusdóttur. Ekki óraði mig fyrir því í sumar, þegar ég naut gestrisni hennar, glaðværðar og góðvildar á heimili hennar og eiginmanns hennar Árna Stefáns- sonar, að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur hérna megin grafar. En svona er nú stundum lífið, ótút- reiknanlegt og misvindasamt. Hér rættist enn sem oftar, að það að heilsa og kveðja er og verður alltaf lífsins saga. Gunnur var fædd á Sólheimum á Svalbarðsströnd hinn 27. febrúar 1927. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkina hópi. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Garðar Margrét Steingrímur Árnesingar - uppsveitamenn: Opinn fundur í Arnesi Opinn stjórnmálafundur verður haldinn í Árnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 21. GarðarSigurðsson, alþingismaður, Margrét Frímannsdótt- ir gjaldkeri Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður mæta á fundinn. Allir velkomnir. Stjórn AB í uppsveitum Árnessýslu. Alþýðubandalagið á Seifossi og nágrenni Fundur verður haldinn um atvinnumál á Selfossi laugardaginn 7. apríl kl. 14 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Framsögumaður verður Þorsteinn Garðarson iðnráðgjafi. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Selfossi og í nágrenni Viðtalstímar Garðar Sigurðsson alþingismaður hefur viðtals- tíma að Kirkjuvegi 7 á Selfossi laugardaginn 14. apríl kl. 15. Athugiö breytta dagsetningu. aa Garðar Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur. Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH mánudaginn 9. apríl kl. 20.30 á Skálanum. Undirbúningur fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskulýðsfylkingin Stofnfundur Æskulýðsfylkingar AB á ísafirði * verður haldinn laugardaginn 7. apríl kl. 13.30 í húsnæði Alþýðubandalagsins, Aðalstræti 42. Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Ólafur Ástgeirsson frá ÆF í Reykjavík mæta á fundinn. Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna. Anna Hlldur Ólafur Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: Þjóðmála- og utanríkismálanefnd Fundur verður í þjóðmála- og utanríkismálanefnd á laugardag, 7. apríl kl. 11 árdegis að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundarefni: Friðarstarfið um páskana og kosning framkvæmdanefndar. Nefndin Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga aft birtast og talið við Einar Kari eða Álfheiði. - Ritstjórn. Snemma komu í ljós þau skap- gerðareinkenni sem æ síðan settu mark sitt á hana og störf hennar, hin hljóðláta alvara, hlýhugur og umhyggja fyrir öllu því sem bágt átti og minna mátti sín. Gunnur Júlíusdóttir var skaprík kona þótt hún færi vel með það og sagði alltaf meiningu sína ákveðin og hispurslaus, enda þótt allt fas hennar einkenndist af hljóðlátri hógværð. Hún var glöð í góðum vinahóp og á ég margar góðar minningar frá ánægjulegum sam- verustundum með henni og hennar fólki bæði í Hólakoti og síðar á Fjólugötu 8 og nú síðast Grænug- ötu 12 á Akureyri. Fyrir þær er ég innilega þakklátur, svo og öli mín kynni af Gunni. Leiðir okkar Gunnar lágu saman eftir að hún giftist vini minum og félaga Árna Stefánssyni frá Hólak- oti í Hörgárdal, síðar bifreiðar- stjóra á Akureyri. Það var alltaf ánægjuefni að sækja þau hjónin heim og njóta samvistanna við þau á hinu hlýlega og myndarlega heimili þeirra, þar sem alúð og traust vinátta, hjartahlýjan og ein- lægnin ríkti í fyrirrúmi. Þau hjónin, Gunnur og Árni, eignuðust tvo syni, Stefán Jóhann sem nú er forstjóri á vörubílastöð- inni Stefni á Akureyri og Gunnlaug bifreiðarstjóra á Ákureyri. Áður hafði Gunnur eignast dreng, Júlíus Kristjánsson, sem nú er stýrimaður á Rauðanúpi. Öll voru þau tengd saman traustum fjölskylduböndum og studdu hvert annað með ráðum og dáð gegn um brim og boða sem mættu þeim á lífsleiðinni. Og þegar barnabörnin komu til sögunnar áttu þau alltaf athvarf og skjól hjá Gunni ömmu sinni og voru mjög hænd að henni. Þau sakna nú góðr- ar ömmu. Já, við erum mörg sem söknum Gunnar Júlíusdóttur. Ég kveð hana með söknuði og þökk. Sama gerir fjölskylda mín. Aðstandum Gunnar sendum við samúðarkveðjur og biðjum algóð- an guð að styðja þau öll og blessa um ógenginn æviveg. Verstu svo sæl og blessuð Gunn- ur og hafðu þökk fyrir allt. Minn- ing um góða, glaðværa og hjarta- hlýja konu vermir okkur vini þína sem eftir sitja hérna megin grafar. Guð blessi þig um eilífð alla. Stefán Trjámann Tryggvason Svavar Vilborg Svelnn Margrét Helgi Hjörleifur Lára Jóna Óttar Magni Alþýðubandalagið Forystumenn ferðast um Austurland Dagana 4.-8. apríl munu Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins, Vil- borg Harðardóttir varaformaður og Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri flokksins svo og alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson og Sveinn Jóns- son varaþingmaður ferðast til átta byggðarlaga á Austurlandi, halda þar almenna og opna fundi og hitta fólk, m.a. á vinnustöðum. Einnig verða með í ferðinni fulltrúar úr stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda- lagsins, þau Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Óttar Magni Jóhannsson og ræða þau við ungt fólk á stöðunum. Opnir fundir verða sem hér segir: Fáskrúðsfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Grunnskólinn), Svavar, Margrét, Hjörleifur. Fáskrúðsfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Grunnskólinn), Svavar, Margrét, Hjörleifur. Stöðvarfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Samkomuhúsið) Helgi, Vilborg, Sveinn. Breiðdalur: laugardag 7. apríl kl. 14.00 (Staðarborg) Helgi, Vilborg, Sveinn. Eskifjörður: laugardag 7. apríl kl. 14.00 (Valhöll) Svavar, Margrét, Hjörleifur. Borgarfjörður eystri: sunnudag 8. apríl kl. 14 (Fjarðarborg) Helgi, Vilborg, Sveinn. Reyðarfjörður: sunnudag 8. apríl kl. 16.00 (Hús verkalýðsfélagsins) Svavar Margrét, Hjörleifur. Ein framsöguræða verður á hverjum fundi. Almennar umræður. Fundarboðendur sitja fyrir svörum. Fundirnir eru öllum opnir. Alþýðubandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.