Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. apríl 1984 fréltaskyring NATO og friðarhreyfingin Frá því aö uppsetning 572 bandarískra kjarnorkueld- flauga í Evrópu var endanlega ákveðin í nóvember á síöasta ári hefurfriðarhreyfingin ÍEvr- ópu haft hægar um sig en áöur. Það þýöir ekki að hún hafi lognast útaf, þvert á móti hafa undanfarnir mánuðir ver- ið notaðir til þess að endur- skoða ogendurmetaýmis stefnuleg atriði með það fyrir augum að gera þá baráttu sem framundan er árang- ursríkari. Þannig fer nú um þessar mundir fram lífleg um- ræða meðal vinstrimanna og friðarsinna víða í Evrópu um þann valkost, sem friðarhreyf- ingar geti sett fram sem and- svar við vígbúnaðarstefnu NATO og Bandaríkjanna, og þá jafnframt um endurmat á hlutverki Evrópu í því sam- starfi sem átt hefur sér stað innan NATO. Danska tímaritið Politisk Revy, sem er óháð sósíalískt hálfsmánaðarrit með óbein tengsl við flokk vinstri-sósíalista í Danmörku, hefur í síðustu heft- um bryddað upp á líflegri um- ræðu þar sem áður viðtekin af- staða blaðsins til NATO hefur verið tekin til endurskoðunar. í 3. hefti blaðsins skrifa 2 af ritnefndarmönnum blaðsins leiðara, þar sem þeir halda því fram að sú trúarsetning danskra sósíalista að Danmörk eigi að standa utan NATO sem hlutlaust ríki sé ekki lengur haldbær sem valkostur í friðarumræðunni. „Takmarkið er sem áður að leysa hernaðarbandalögin upp og þeg- ar fram í sækir að gera fjölþjóð- legu varnarkerfin óþörf“, segir í leiðaranum, „en forsendan fyrir því að við getum beitt áhrifum okkar er að við lítum á það sem mikilvægt verkefni að leggja fram valkost, evrópskan valkost innan ramma NATO. Og forsendan fyrir því að friðarhreyfingin geti haft áhrif er að hún taki aðildina að NATO alvarlega og hefji um- ræður um varnir Evrópu... Það er mikilvægara að breyta stefnu NATO um 5% en að breyta stefnu Danmerkur um 100%“, segja leiðarahöfundarnir og vitna þar með til viðtals við Anders Boserup eðlisfræðing, sem einnig er í blaðinu, en Boserup sat áður Öryggis- og afvopnunarnefnd danska þingsins. Hlutleysi ekki valkostur Boserup heldur því fram að þótt hlutleysi hafi verið valkostur 1948, þá sé það ekki lengur vegna breyttra aðstæðna. Boserup segir að höfuðvandamálið nú liggi í sjálfu vígbúnaðarkapphlaupinu, og úrsögn Danmerkur úr NATO yrði ekki til þess að draga úr því. Þvert á móti mundi hún skapa tómarúm og stuðla að óstöðug- leika er verka myndi hvetjandi á vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna. Boserup segir að stefna Dan- merkur í öryggismálum hafi ein- kennst af algjöru ábyrgðarleysi. Danmörk hafi látið sem kjarn- orkuvopnastefna NATO væri sér óviðkomandi, þar sem ekki væru kjarnorkuvopn í Danmörku: Ef við teljum að stefna NATO í þessum málum sé röng, þá eigum við að leggja fram aðra valkosti, en ekki stinga höfðinu í sandinn. Boserup segir að krafan um kjarnorkuvopnalaus svæði geti á sama hátt auðveldlega orðið að sams konar afsökun. „Það hefur enga merkingu að lýsa Dan- mörku kjarnorkuvopnalausa, þegar hægt er að svara árás á Danmörku með kjarnorkuvopn- um engu að síður“, segir hann. Nauðsynin krefur að við breytum frá kjarnorkuvopnastefnunni, en ekki að við flytjum vopnin á milli staða. Háskaleg þróun Eins og fleiri hafa gert um þess- ar mundir, þá bendir Boserup á að stærsta hættan í vígbúnaðar- kapphlaupinu felist nú í þeirri þróun hefðbundinna vopna sem unnið er að í Bandaríkjunum, þar . semáherslaerlögðá„takmarkað stríð“ með fyrirbyggjandi árásum á stjórnstöðvar og hernaðar- mannvirki langt innan landa- mæra óvinarins. Boserup telur að þessi nýja tækni, sem átt hafi að hækka kjarnorkuþröskuldinn, muni í raun gera stórveldin enn háðari kjarnorkuvopnum en Er hœgt að breyta stefnu NATO innanfrá? áður um leið og hún stuðli að frekari sjálfvirkni í mögnun spennunar á milli risaveldanna. Boserup segir að sérfræðingar í hernaði hafi ekki lengur neina til- trú á kjarnorkuvopnastefnunni og vitnar hann í því sambandi til McNamara, fyrrverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði að kjarnorkuvopn væri ekki hægt að nota til annars en að hræða aðra frá að nota þau. Því geti kjarnorkuvopn ekki fælt jafnoka í kjarnorkuvopnum frá því að hefja hefðbundið stríð. Þannig séu Evrópueldflaugarnar, svo dæmi sé tekið, álitnar gagns- laus varnarvopn af öllum sér- fræðingum nú eftirá. Boserup segir að friðarhreyf- ingin verði að notfæra sér þennan veikleika í kjarnorkuvopna- stefnu NATO til þess að hefja sókn fyrir nýjum og annars konar valkosti. Forsendur fyrir slíku séu fyrir hendi, bæði meðal vest- urþýskra jafnaðarmanna og hinna öflugu jafnaðarmanna- flokka og vinstriafla á Norður- löndum og víðar. Tvöfalt ójafnvægi Boserup segir að valkostur friðarhreyfingarinnar eigi að fel- ast í því að mynda tvenns konar ójafnvægi: varnir okkar eiga að hafa fullkomna yfirburði yfir á- rásargetu andstæðingsins og árás- argeta okkar á að vera mun minni en varnarmáttur andstæðingsins. Slíkt tvöfalt ójafnvægi mundi skapa raunverulegt öryggi og gera takmörkun vopna mögulega án þess að óttast þyrfti um röskun jafnvægisins. Boserup segrr að nútíma vopnaiðnaður sé nú á því stigi, að hægt sé að þvinga innrásaraðila til þess að dreifa sér yfir stærra svæði, þar sem honum verði svarað með meira og minna sjálfvirkum vopnum, þá sé hægt að dreifa vörnunum þannig að hvergi sé um afgerandi skotmark að ræða, ekki sé nein afgerandi víglína og að árásaraðilinn verði ávallt berskjaldaður. Öll þessi sígildu vopn frá síðari heimsstyrj- öldinni eins og flugvélar, bryn- vagnar og herskip eru að verða að fljótandi, akandi og siglandi lík- kistum sem árásaraðilinn getur ekki án verið, þótt þeim sem er í vörn sé engin þörf á þessum vopnum. Þarna liggur mögu- leikinn á að efla varnarmáttinn og draga úr árásargetunni, og í þessu felst einnig möguleikinn á að skapa forsendur fyrir slökun og afvopnun. Jafnaðarmenn vilja breyta NATO „Nú verður að breyta hinu pól- itíska jafnvægi innan NATO“, segir Lasse Budtz, helsti sérfræð- ingur danskra jafnaðarmanna í öryggismálum í öðru viðtali í Pol- itiskRevy. „Annars vegar vegna þess að Bandaríkin standa nú fyrir kjarnorkuvígvæðingu sem á sér ekki hliðstæðu samfara því að afvopnunarviðræðurnar eru komnar í strand. Hins vegar vegna þess að núverandi vígbún- aðarstefna NATO er háskaleg. Hér þarf að koma til mótleikur, m.a. frá minni ríkjum innan NATO.“ Lasse Budtz segir að núverandi vígbúnaðarstefna NATO sé tví- þætt: Annars vegar sé gert ráð fyrir því að NATO öðlist svokall- aðan hæfileika til þess að greiða fyrsta höggið með hefðbundnum vopnum. Hann segir að verði þessi stefna gerð að opinberri NATO-stefnu verði danskir jafn- aðarmenn að taka það til alvar- legrar íhugunar að segja Dan- mörk úr NATO. En ennþá hafi þessi stefna ekki verið lögð fyrir til formlegrar samþykktar. Ólaffur Gíslason skrifar Hins vegar segir hann að stjórnlistin byggi á því að NATO sé þess fullbúið að greiða högg í bakgarði andstæðingsins eftir að hann hefur hafið árás. Þetta eigi að gerast með blöndu skamm- drægra kjarnorkuvopna, efna- vopna og hefðbundinna vopna. Lasse Budtz segir að umræðan í NATO fjalli nú um þennan síðari valkost. Hins vegar segist hann sjálfur draga það mjög í efa að stefna þessi muni verða til þess að hækka kjarnorkuþröskuldinn eins og talsmenn hennar hafa gef- iðí skyn. Lasse Budtz segist fylgjandi hugmyndinni um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, þar sem hún muni verða til þess að bæta andrúmsloftið í heiminum. En, „það er rétt að við getum ekki gert hvort tveggja, átt aðild að kjarnorkuvopnastefnu NATO og lýst okkur kjarnorkuvopnalaust svæði. Verði úr framkvæmd þess- arar tillögu verðum við samhliða að segja skilið við kjarnorku- vopnasamvinnuna innan NATO. Það er vel hægt án þess að segja skilið við NATO sem slíkt. Við getum litið til íslands, Frakk- lands eða Grikklands, sem einnig hafa sína sérstöðu innan banda- lagsins.“ Endurskoðunar þörf? f viðtalinu leggur Lasse Budtz áherslu á að líta verði á varnir Evrópu í stærra samhengi, Sama gerir reyndar Anders Boserup. Það er forsendan fyrir því að þeir álíta úrsögn Danmerkur úr NATO ekki vera lengur valkost. í V-Þýskalandi voru 65% kjós- enda andvígir uppsetningu kjarn- orkueldflauganna. Álíka margir voru hins vegar hlynntir aðild að NATO. ítalski kommúnistaflokk- urinn, sem barist hefur gegn uppsetningu NATO-stýriflaug- anna í Comiso á Sikiley telur hagsmunum ítala best borgið innan NATO, en sveigja verði , stefnu bandalagsins meira að evr- ópskum hagsmunum. Einu at- kvæði munaði að norska stór- þingið felldi stuðning við eld- flaugaáætlun NATO. Þó mun yf- irgnæfandi meirihluti Norð- manna vera hlynntur aðild að bandalaginu. Breski verka- mannaflokkurinn hefur gagnrýnt kjarnorkustefnu NATO harð- lega. Hann vill þó áframhaldandi aðild að bandalaginu. Er kannski kominn tími til að íslenskir friðar- sinnar og herstöðvaandstæðingar taki kröfuna um úrsögn íslands úr NATO til endurskoðunar? r itst Jórnargrei n * x Ytarlegri umrœoa um Nato Málflutningur Morgunblaðsins og annarra Natógagna á íslandi í tilefni af 35 ára afmæli hernaðar- bandalagsins bendir ekki til að heimssýn þessara afla hafi breyst að neinu marki frá því ísland gekk illu heilli í Nató í mars 1949. Kjartan Jóhannsson Alþýðu- flokksformaður og fleiri slíkir Natómenn létu hafa eftir sér sömu gömlu tugguna um „frið og frelsi" Nató-landa og að Sovét- menn hefðu staðið gráir fyrir járnum andspænis friðelskandi heimsbyggðinni 1949, en þá höfðu Sovétríkin misst tugi milj- óna manna í styrjöldinni og land- ið í sárum eftir stríðsógnirnar. Svona sagnfræði fullnægir máske heittrúuðustu Natósinnum, en hún er jafn vitlaus eftir sem áður. Umræða um utanríkismál einnar þjóðar verður að taka breytingum í samræmi við það sem gerist í heiminum og vera opin og stöðug. Það er átakanlegt til þess að hugsa að ísland gerðist aðili að Nató án þess að nokkur opinber umræða hefði farið fram um málið að ráði. Um tveir mán- uðir liðu frá því kvittur komst upp um hugsanlega aðild íslands að Nató þartil aðildin var knúin í gegn á alþingi með ósvífnum bol- abrögðum. Það er íhugunarvert að fjöl- margir stjórnmálaflokkar og miljónir einstaklinga sem styðja tilvist Nató hafa gjörbreytt um af- stöðu til þessa hernaðarbanda- lags á liðnum misserum. Efa- semdir um stefnu Nató, sérstak- lega kjarnorkuvígbúnaðarstefnu þess, nær langt inn fyrir raðir fyrrverandi og núverandi oddvita þessa hernaðarbandalags. Stjórnmálaflokkar einsog t.d. þýski Sósíaldemókrataflokkur- inn hafa tekið upp nýja stefnu gagnvart Nató, gegn kjarnorku- vígbúnaði þess. Efasemdir af þeim toga meðal stuðnings- manna Nató hér á landi heyrast sorglega sjaldan. Þó hefur heyrst daufur endurómur frá sumum dá- indiskrötum einsog til dæmis Emil Jónssyni á dögunum. En flokksforystan með Kjartan Jó- hannsson í broddi fylkingar held- ur áfram að berja höfðinu við steininn. Varla þarf að minna á Morgunblaðsliðið sem fer sam- stundis að tala um níðingsverk Sovétríkjanna þegar svokölluð „varnar- og öryggismál" íslend- inga ber á góma. Ennþá er „ofstækisfull utan- ríkisstefna Morgunblaðsins og Geirs Hallgrímssonar látin ráða“, einsog Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins tók til orða á dögunum. í stefnu þessara aðilja kemur fram eitt atriði sem er einsog samfelldur þráður allt frá því veturinn 1949, en það er leyndin og pukrið með þessi hernaðarmálefni. Þannig hafa breytingar verið heimilaðar á herstöðinni í Keflavík og út- þensla hennar boðuð án þess að lýðræðislegar umræður fari fram um málin. Nú síðast birti Morg- unblaðið véfréttina um að „efling loftvarna íslands hefði algeran forgang á næsta ári“ og bar fyrir sig McDonald aðmírál. Um hvað er verið að tala; forgangsverkefni fyrir Bandaríkin eða ísland? var þá spurt í Þjóðviljanum. Svar hefur ekki borist. Á liðnum árum hafa orðið töluverðar breytingar á áherslum vinstri manna til hernaðarmál- anna þó markmiðið sé hið sama. íslenskir sósíalistar hafa tengst friðarhreyfingum nágrannaland- anna og aðhæft áherslurnar þeirri fjölþjóðlegu baráttu sem beinist gegn vígbúnaðaræði stórveld- anna beggja. Engu að síður er opin umræða um friðar- og víg- búnaðarmál jafn nauðsynleg á vinstri væng stjórnmálanna eins- og annars staðar. Baráttan gegn vígbúnaðinum bandaríska hér á landi og kjarnorkuvígbúnaðar- stefnu Nató er í senn þjóðleg og alþjóðleg. Sósíalistar í Dan- mörku hafa efnt til nokkurrar umræðu um Nató í tilefni af 35 ára afmæli þess. Slík umræða væri áreiðanlega holl hér á landi. Með vissum hætti opnaði Al- þýðubandalagið slíka umræðu fyrir kosningarnar í fyrra, þarsem sett var fram stefna í friðarbar- áttu og utanríkismálum í sam- starfsgrundvelli. Þar er kveðið á um nýjar áherslur; um frystingu vígbúnaðar, stöðvun fram- kvæmda og endurnýjunar á hern- aðaraðstöðu Bandaríkjamanna og Nató hér á landi, bann við geymslu og flutningi kjarnorku- vopna á og við ísland. Þar var kveðið á um að hætt verði við hernaðarframkvæmdir í Helgu- vík og þar er lagt til að ísland gerist aðili að kjarnorkuvopna- lausum svæðum. Hefði utanríkis- stefna íslands orðið í samræmi við þennan samstarfsgrundvöll er áreiðanlegt að meirihluti þjóðar- innar hefði verið ánægður með þjóð sína á alþjóðavettvangi. Hver vill ekki slíka friðlýsingu Is- lands?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.