Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14. - 15. aprfl 1984 DJuÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafurGíslason, óskarGuðmundsson, SigurdórSigurdórsson, ValþórHlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglysingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Nœsta verkefni Síðustu daga hafa stórfyrirtækin verið að halda aðalfundi sína og tilkynnt um stórgróða á síðasta ári. Enn fremur hafa verið að birtast tölur um kauphrapið í landinu frá því að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum. Þá hefur verið sagt frá samanburði launa hérlendis og erlendis, þar sem ísland er komið niður á botninn í samanburði við öll viðskiptalönd okkar. Málgögn ríkisstjórnarinnar og ýmsir aðrir meðal stjórn- arliðsins hafa líka áttað sig á því að láglaunafólk getur ekki axlað frekari álögur frá ríkisstjórninni, launafólk er ekki lengur aflögufært. Þótt laun séu hvergi lægri í nágranna- löndum okkar, þá eru þjóðartekjur á mann á Islandi með því hæsta sem þekkist. Fyrirtækin hér á landi taka til sín mun meira af arði vinnunnar en annars staðar. Og eftir að ríkis- stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tók viðl völdum í fyrra varð hlutur fyrirtækjanna enn stærri. í raun- inni hafa á undanförnum mánuðum orðið stórfelldir fjár- magnsflutningar frá launafólki til fyrirtækjanna. Fræðimenn kalla þetta ríki orðið „Velferðarríki fyrirtækjanna“ og kjánalegar yfirlýsingar ráðamanna um láglaunasvæðið ís- land, hafa orðið undrunar- og aðhlátursefni erlendis. Jafn- framt hafa yfirlýsingar þeirra verið auðmýkjandi fyrir ís- lenskt launafólk. Þegar farsi ríkisstjórnarinnar um fjárlagagatið hófst, þótti! venjulegu fólki sýnt, að ríkisstjórnin gæti ekki farið annað að sækja peninga en þangað sem þeir eru. Auðvitað sjá allir að erfitt er fyrir ríkisstjórn fyrirtækjanna að koma sér saman um aðferð til að ná fjármagni af þeim. Þess vegna hefur líka orðið mikið ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar. Venjulegt fólk var sannfært um að næsta verkefni yrði að taka fjármagn frá fyrirtækjunum og flytja til fólksins. En þó eru til þeir menn sem telja að ekki sé búið að skerða kaupið nóg í landinu. Einn þeirra er Steingrímur Hermannsson sem virðist til í að taka meira frá fólkinu og flytja til fyrirtækj- anna. I viðtali við Þjóðviljann í gær segir forsætisráðherra orð- rétt: „Við verðum að hefja nýja sókn til að styðja fyrirtækin, sem eru grundvöllur okkar tekjuöflunar og það er okkar næsta verkefni“. Getur nokkur stjórnmálamaður storkað launafólki frekar? Friðarvikan í dag laugardag hefst friðarvikan sem fjöldi samtaka, sem kenna sig við frið flest hver, standa að. Þessi fjölþætta friðar- hátíð í Norræna húsinu í Reykjavík er til marks um þann almenna vilja, að ísland skipi sér á bekk með friðarþjóðum. í ályktun friðarvikunnar er einnig áskorun á íslensk stjórnvöld um að breyta stefnu sinni í utanríkismálum m.a. á vettvangi Nató. í textanum felst alvarleg gagnrýni á stefnu Nató og Var- sjárbandalagið. Um þessa friðarviku hefur tekist víðtækari samstaða en áður í hliðstæðum viðburðum hér á landi. Þjóð- viljinn fagnar þeirri víðtæku samstöðu og þó sérstaklega því að samtök sem fram að þessu hafa gagnrýnislaust stutt Nató skuli nú bætast í hóp efasemdafólks. Þjóðviljinn hvetur fólk til að taka þátt í friðarvikunni í Norræna húsinu. Helgarpósturinn 5 ára Helgarpósturinn er 5 ára um þessar mundir. Þetta viku- blað færði margar þarfar nýjungar inní flóru íslensks blaða- markaðar. í upphafi bar sérstaklega á borgaralegu frjáls- lyndi, sem sjaldan hefur átt uppá pallborðið síðustu ár ann- ars staðar í borgarapressunni. Þess vegna er ástæða til að fagna slíku frjálslyndi. Á hinn bóginn hefur stundum borið á því að stutt væri frá því borgaralega frjálslyndi yfir í smá- borgaralega flatneskju. Með von um að Helgarpósturinn geti í framtíðinni forðast þann pyttinn, óskar Þjóðviljinn Helgarpóstsmönnum til hamingju með áfangann. í heimsókn hjá Mauno Koivisto forseta Finnlands: Mauno Kolvisto. Eftirminnilegur maður í heimsókn íslensku blaða- mannannatil Finnlandsádög- unum, gafst okkur kostur á að hitta forseta landsins Mauno Koivisto. Greinilegtvarað þeim er önnuðust heimsókn okkar, þótti þetta hápunkturferðarinn- arfyrirokkar hönd. Eftil villvar það rétt, en þó ekki í þeim skiln- ingi sem finnsku gestgjafarnir töldu. Persónudýrkun virðist mikil í Finnlandi og það svo að sumir fyrirmenn eru næstum í guðatölu hjá finnsku þjóðinni. Þannig er það með Koivisto og þannig var það líka með Kekk- onen, meðan hann varforseti. Fyrir Finna er það greinilega meiriháttar mál að fá að hitta forsetann að máli. Svo tauga- trekktirvoru hinir finnsku fylgd- armenn okkar úrblaðafulltrúa hópi utanríkisráðuneytisins að ég sárvorkenndi þeim. Á mínútunni kl. 10.00 vorum við íslensku blaðamennirnir fjórir ásamt gestgjöfum okkar mættir í forsetahöllinni. Við vorum leidd inní glæsilegan biðsal við hlið mót- tökusalarins, boðið að setjast og bíða smá stund. Fylgdarmenn okk- ar iðuðu í skinninu. Þeir gátu ómögulega setið kyrrir. Þeir á- minntu okkur um eitt og annað, sem mér allavega þótti ekki skipta nokkru máli. Loks opnuðust dyrn- ar á móttökusalnum og einhver móttökumeistari bauð okkur að ganga í salinn, forsetinn væri tilbú- inn að taka á móti okkur. Um leið og við gengum inn kom forsetinn Mauno Koivisto á móti okkur, stór og sterklegur, svipmikill en afskap- lega góðlegur maður. Handtak hans var fast og höndin svo stór og sterkleg að undrun sætti. Ég er ekki viss um að hafa heilsað manni með stærri hönd, nema ef vera skyldi vinur minn séra Jón M. Guð- jónsson á Akranesi. Eftir að hafa heilsað okkur öllum bauð Koivisto til sætis, jafn alúðlega og íslenskur alþýðumaður býður gestum sínum sæti. Hann hóf líka samræðurnar á svipaðan hátt. Spurði almæltra tíð- inda af íslandi og hvernig okkur hefði liðið þann stutta tíma sem við höfðum verið gestir Finna. Áætlað hafði verið að við stæðum við í um hálftíma, það urðu samt 50 mínút- ur og það var Koivisto að kenna. Hann rabbaði fram og aftur um frekar saklausar spurningar okkar. Snéri sig fimlega útúr spurningu um „Finnlandiséringuna“ og sagði merkilegt hvað útlendingar spyrðu oft um þetta mál, sem væri í raun ekki annað en gott samband Finna við granna sína í austri, alveg eins og þeir ættu gott samband við aðrar þjóðir. Okkur var sagt það á eftir af fylgdarmönnum okkar að æskilegt væri að við hefðum ekkert beint eftir forsetanum, aðeins að við segðum frá í óbeinni ræðu. Þó var ekkert það sagt sem svo merkilegt hefði mátt telja að ekki væri hægt að vitna beint í forsetann. xxxxxxx Mér varð ákaflega starsýnt á Ko- ivisto. Hann minnti mig á karlana vini föður míns uppá Akranesi í gamla daga þegar þeir voru komnir í sparifötin sín á sunnudögum. Hann er sem fyrr segir afar svip- mikill maður, augnasvipurinn er sterkur, augabrýrnar dökkar og miklar. En maðurinn kemur þann- ig fram að öllum hlýtur að líða vel í návist hans, hann er einn af þeim mönnum sem hafa róandi áhrif á fólk í kringum sig. Honum virtist aldrei liggja neitt á, engin yfirborðs kurteisi, hann var aðeins eins af- slappaður og rólegur og nokkur maður getur verið. xxxxxxx Það sem þó vakti mesta athygli mína voru hendur hans. Sem fyrr segir eru þær með ólíkindum stórar og sterklegar. Það fer ekki milli mála að þessar hendur höfðu unnið erfiðisvinnu. Enda er það svo að Koivisto, sem er smiðssonur frá Ábo, var hafnarverkamaður fyrstu manndómsár sín. Hann er fæddur árið 1923 og vann erfiðisvinnu þar til hann var kallaður í herinn 1941. Þar barðist hann svo með finnska hernum, þar til stríðinu lauk. Þá fyrst, kominn hátt á þrítugsaldur hóf hann skólanám og árið 1948 lauk hann stúdentsprófi, þá 25 ára gamall. Síðan lauk hann hag- fræðiprófi, varð bankastjóri Al- þýðubankans finnska, síðan Finnlandsbanka, fjármálaráð- herra, tvívegis forsætisráðherra og loks forseti. Hann varð hinsvegar aldrei þingmaður. Oftast má greina það á höndum fólks og handahreyfingum hvort það er taugaóstyrkt. Koivisto aftur á móti lætur hendur sínar hvíla á stólarminum, næstum kyrrar allan tímann sem við stóðum við. Og að öllu öðru leyti virtist hvíla hin mesta ró yfir manninum og það var eins og ekkert væri honum eðli- legra en að sitja þarna sem forseti Finnlands og segja erlendum gest- um frá einu og öðru. Þegar samtal- inu var lokið, sleit hann því á jafn rólegan og kurteislegan hátt og hann hóf það. Einhvernveginn fannst manni að einmitt á þeirri stundu hefði allt verið sagt sem segja átti í þessari ágætu heimsókn. Fylgdarmenn okkar tveir sem sátu með okkur hjá forsetanum, voru orðnir mjög órólegir vegna þess að við vorum komin langt fram yfir fyrirfram ákveðinn tíma. Aum- ingja þeir, ég sárvorkenndi þeirn. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að Mauno Koivisto sé einhver eftirminnilegasti maður sem ég hef fyrir hitt. Það liggur við að ég skilji þá takmarkalausu aðdáun finnsku þjóðarinnar á honum og er þó per- sónudýrkun mér mjög fjarri. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.