Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 31
í.* *t>í Helgin 7.-8. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31 Fiskifræðingarnir um kvótann Engar tillögur Ráðherra segir markaðshorfur kalla á stækkun kvótans - Það hafa engar tillögur komið frá okkur en miðað við niðurstöður rannsókna okkar þá mun þessi við- bót við þorkskvótann ekki hafa áhrif á stærð hrygningarstofnsins, en heildarþorksstofninn mun minnka úr 1130 þús. lestum í 1100 þús“, sagði Sigfús Schopka fiski- fræðingur um þá ákvörðun sjávar- útvegsráðherra að auka þorskafla- kvótann um 23 þúsund lestir. Fá öll þorskveiðiskip 10% ofan á fyrri kvóta sinn sem þýðir um 100 lesta viðbót fyrir togara og 40 lestir fyrir meðal fiskiskip. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsr sagði að hann teldi ástand- ið í landinu þannig að viss hætta væri uppi í atvinnumálum og því þyrfti að nota allt það svigrúm sem til væri til að auka kvótann, þó upp- lýsingar fiskifræðinga bentu ekki til þess að bati væri í nánd. Þá væri nauðsynlegt vegna markaðsá- stæðna að auka framleiðslu á fryst- um fiski og saltfiski svo við héldum stöðu okkar á erlendum mörkuð- um og að afkoman í sjávarútvegi væri slík um þessar mundir að auka þyrfti veiðina. Óvíst væri þó að Aðalfundur KRON: Ísfílm á dagskrá Aðalfundur KRON verður haldinn á sunnudags Tiorgun kl. 10 árdegis. Á fundinum verður m.a. rætt um máltfni Mikla- garðs og flytur Jón S.'gurðsson framkvæmdastjóri inn >ang. Þá verður rætt um ísfilm. tálið og liggur fyrir tillaga um það mál. Rétt til setu á aðalfundi hafa einungis kjörnir fulltrúar og starfsmenn féiagsins. - óg. tlotanum tækist að ná þessum heimilaða aflakvóta. Helstu niðurstöður úr rannsókn- arleiðöngrum Hafrannsóknar- stofnunar eru þær að sögn Sigfúsar Schopka að mun minna virðist um eldri en 7 ára þorsk en oftast áður en laki árgangurinn frá ’79 væri í meira mæli í aflanum en gert var ráð fyrir. Árgangurinn frá ’76 sem miklar vonir voru bundnar við hef- ur enn ekki skilað sér og ekki virð- ist von á stórgöngu frá Grænlands- ströndum.Hins vegar hefur þorsk- ur þyngst að meðaltali um 3% frá sama tíma í fyrra sem gerir það að verkum að hann verður fyrr kyn- þroska og því mun hrygningar- stofninn halda stærð sinni. Þá hafa seiði frá í fyrra komist vel á legg. Sjávarútvegsráðherra gat þess að þótt þorskveiðin þrjá fyrstu mánuði þessa árs væri rúmum 12 þúsund lestum minni en á sama tíma í fyrra þá yrði að taka með í reikninginn að loðnuskipin hefðu alveg verið frá þorskveiðum á þess- um tíma en þorskafli þeirra á sama tíma í fyrra var um 9 þúsund lestir. Einnig hefði orðið allt að 20% sóknarminnkun hjá bátaflotanum vegna færri neta í sjó og lélegri neta, en nánast engin sala væri í veiðarfærum. Aðspurður um hvort kvótinn yrði stækkaður aftur í haust sagði ráðherra að hann teldi það mjög ólíklegt og menn mættu vel una við kvótann sinn eins og hann er í dag. -lg- Friðarpáskar 1984: Margt fyrir börnin Á Friðarpáskum 1984 verður margt á boðstólum fyrir börnin og því full ástæða til að hvetja barna- fólk að sækja stíft Norræna húsið á næstu dögum. Myndasmiðja fyrir börn og full- orðna verður opnuð í dag kl. 16.00 og þar geta bæði börn og fuilorðnir mætt og leikið sér með liti framtil kl. 19.00 undir handleiðslu mynd- listarmanna. Smiðjan verður einn- ig opin á morgun á sama tíma og sömuleiðis alla daga þar til Friðar- páskum lýkur, en það er á2. í pásk- Aukning aflakvótans: Hefði viljað sjá hann fara í 300 þús. lestir „Varð aukningin 10%? Ég hefði nú viljað sjá kvótann aukinn uppí 280 jafnvel 300 þúsund lestir. Það er það magn sem veiðist hér við iand þegar aflinn er í lægstu mörk- um, þannig hefur það verið í gegn- um árin“, sagði Guðjón Kristjáns- son formaður Farmanna- og fiski- mannasambands Islands þegar Þjóðviljinn náði tali af honum í gær, þar sem hann var staddur á hafi úti um borð í skipi sínu, togar- anum Páli Pálssyni. Guðjón sagði að þótt þessi aukning væri lítil, þá munaði um allt í þessum efnum og þess vegna sagðist hann fagna aukningunni þótt lítil væri. Aðspurður um aflabrögð togara á Vestfjarðarmiðum sagði Guðjón að þar hefði verið snarvitlaust veður í langan tíma og lítið hægt fyrir togarana að athafna sig. Hann sagðist sjálfur vera djúpt úti og veiða grálúðu og karfa og væri aflinn þetta 30 tonn á sólarhring. - S.dór. um (mánudaginn 23. apríl). Hinir fullorðnu geta því sótt hin ýmsu erindi og fróðleik, sem á boðstól- um verður í Norræna húsinu með- an börnin tjá sig um friðinn á papp- ír. Annað fyrir börn er að flesta daga verður sérstakur Barnatími í Norræna húsinu milli kl. 15 og 16. Á mánudag verðurt.d. flutt leikrit- ið „Ertu skræfa, Einar Áskell?“ í ílutningi barna af skóladagheimil- um borgarinnar og þá mun Guðrún Helgadóttir jafnframt lesa upp fyrir börnin. Á þriðjudag verður leikþáttur í umsjá fóstra á þessum sama tíma og Kór Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi syngur. Á mið- vikudag verða flutt atriði úr leikriti Olgu Guðrúnar Árnadóttur: „Amma þó!“ og Lína langsokkur og Karíus og Baktus mæta á fimmtudaginn. Á páskadag verður sérstök Páskavaka á þessum sama tíma fyrir börn og fullorðna. Að öðru leyti er fólk hvatt til þess að kynna sér dagskrá Friðar- páska 1984, sem birtist í Þjóðvilj- anum í gær, föstudag. ast. Leikhúsið aðgengileg- asti tjáningarmiðillinn Viðtal við Inga Hans Jónsson, höfund og leikstjóra leikritsins Togstreitu sem Grundfirðingar sýna í Tjarnarbíó í kvöld Þær fréttir berast nú víða utan af landi að verið sé að sýna frumsamin leikrit eftir heima- menn. Þetta er að sjálfsögðu mjög ánægjuleg þróun. Leikklúbburinn áGrundarfirði hefur að undanförnu sýnt leikritið Togstreitu eftir Inga Hans Jónsson og nú í kvöld, laugardag, verða þeir Grund- firðingar með leikritið í höfuð- borainni og sýna í Tjarnarbíó kl. 21. A sunnudagskvöld sýna þeirsvo í sal Fjölbrautaskólans áAkranesi kl. 21. Ingi Hanser ekki aðeins höfundurverksins heldureinnig leikstjóri. Við náð- um í skottið á honum í gærog spurðum hann út úr. - Um hvað fjallar leikritið Tog- streita? - Það fjallar um tvo daga í lífi útivinnandi húsmóður. - Ádeila eða gamanleikur? - Hvort tveggja, sjáðu til. Verk- ið gengur út á ákveðna andstöðu gegn lífsgæðakapphlaupinu. Eigin- maður aðalpersónunnar, Guðrún- ar, er einn af þessum nautnasjúku sem allt vill kaupa og eignast og vera flottari en aðrir. - Hefurðu fengist við leikritun eða skáldskap áður? - Er maður ekki meira eða minna ljúgandi allt lífið? Þetta er fyrsta heila verkið mitt en ég hef gert talsvert af því að skrifa skemmtipistla fyrir félög. í fyrra sömdum við nokkrir saman lókal- kabarett á Grundarfirði sem gekk mjög vel - við gerum það vonandi aftur í vor. Eg vona að fjögur frum- samin verk eftir mig sjái dagsins ljós ár. - Og hver eru þau? - Auk Togstreitu og kabaretts- ins setti ég upp unglingaleikrit með grunnskólanum í vetur og vonandi kemur heilt nýtt leikrit í haust. - En hvert er þitt aðalstarf? - Ég er trésmiður og mála myndir og fæst við blaðaútgáfu í frístundum. - Er svona lítið að gera við smíðarnar? - Nei, nei, ég vinn að minnsta kosti 10 tíma á dag við smíðar. En tíma hefur maður nógan ef maður ætlar sér að gera hlutina. Það er yfirleitt ekki hann sem vantar, hins vegar gæti mann vantað svefn. Það er helst að þetta bitni á stjórnmálavafstrinu, en það er Ingi Hans: Verkið gengur út á á- kveðna andstöðu gegn lífsgæða- kapphlaupinu. Ljósm.: eik. náttúrulega sjálfgert fyrir unga menn í stjórnmálum að hætta. Þeir hljóta að ætla sér a.m.k. þingsæti og helst ráðherrasæti, en það er ekki glæsileg framtíð að eiga að lenda á sömu síðu í íslandssögunni og Albert Guðmundsson og Sverr- ir Hermannsson. Það er sjálfgert að gefast upp á því. - Er lífleg leiklistarstarfsemi á Grundarfirði? - Já, það má segja það. Þetta er annað leikárið hjá leikklúbbnum og fjórða verkefnið. - Er mest ungt fólk í klúbbnum? - Já, en því miður eru atvinnu- hættir okkar þannig að ekki er auðvelt að fá fólk til að leggja á sig þetta mikla starf, síst karlana. I Togstreitu leika t.d. tveir sjómenn. Það eru geysimiklar fórnir sem fólk leggur á sig í þessum áhugaleikfé- lögum. Hins vegar held ég að í leiklistinni sé mesti vaxtarbroddur íslenskrar menningar um þessar mundir. Það er engin spurning. Nú eru t.d. fjögur ný íslensk leikrit á fjölunum hjá áhugaleikfélögum eftir heimamenn. Ég tel að leikhús- ið sé aðgengilegasti tjáningarmiðill sem til er á íslandi. Þú sérð að leiksýning eins og þessi nær til fleira fólks en ein metsölubók. - Eruð þið búnir að fara víða með Togstreitu? • - Fjórar sýningar eru að baki í Grundarfirði og einnig hefur verið sýnt í Stykkishólmi og Ólafsvík. Síðan eru þessar sýningar nú um helgina í Reykjavík og á Akranesi og fyrirhugað er einnig að fara á Hellissand. Við verðum svo líklega með 1-2 sýningar á Grundarfirði um páskana og ætli við hættum ekki þá og by rj um að æfa nýtt verk. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.