Þjóðviljinn - 03.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓi>yíLJINN Fimmtudagur 3- maí 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Biaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Átli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Augiýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Baráttudagur í láglaunalandi Kröfugöngur og hátíðarhöld launafólks 1. maí sýndu að mikill sóknarhugur ríkir nú í röðum verkalýðshreyf- ingarinnar. í Reykjavík komu margar þúsundir saman til að styðja kröfur dagsins og langt er síðan jafnglæsileg ganga hefur komið niður Laugaveginn og haldið inn á Lækjartorg. Um allt land var húsfyllir á fundum og samkomum verkalýðsfélaganna. Það var greinilegt að nýr kraftur setti sterkan svip á viðburði dagsins. Hinn eindregni baráttuhugur sem mótaði 1. maí sýnir afdráttarlausan vilja launafólks til að taka nú saman höndum og sækja fram til betri kjara. Samhugur fólksins, gífurleg þátttaka, skýrar kröfur og markvissar ræður móta þá heildarmynd að tími varnar sé liðinn og skeið nýrrar sóknar að renna upp. Það er langt síðan að hátíðarhöldin 1. maí hafa falið í sér svo skýran boð- skap. í ræðum, umræðum á samkomum dagsins og í sjón- varpsþætti um kvöldið var meginstefið að ísland væri nú komið í hóp láglaunalanda. Með óbreyttri stjórnar- stefnu væru engar horfur á að tækist að þoka landinu úr þeim hnignunarsessi. Iðnaðarráðherra játaði að stjórnvöld teldu sér það til tekna í samskiptum við erlend stórfyrirtæki að hinn litli launakostnaður gerði ísland að hagstæðum jarðvegi fyrir fyrirtæki og fjár- magnseigendur. Raktar voru tölur sem sýna tekjuhrap launafólks á íslandi í samanburði við önnur þróuð ríki. Forstjóri Vinnuveitendasambandsins greip til frásagna af hungr- uðum betlilýð á Indlandi til að hugga hérlenda með því að til væru lönd þar sem kjörin væru enn verri. Öll þessi umræða 1. maí staðfesti þau miklu þáttaskil sem orðið hafa þegar ríkisstjórnin fagnar senn ársaf- mæli. Henni hefur tekist að setja ísland í neðsta sæti þegar hagur almennings er mældur og veginn í okkar heimshluta. Jafnframt kom skýrt fram að stjórnvöld kunna engin önnur ráð en skerða kjör launafólks á sama tíma og eigendur fyrirtækja og annað forréttinda- fólk safnar æ stærri hluta þjóðartekna til sín. Misréttið í samfélaginu vex dag frá degi. Launafólkið sér enga von nema sinn eigin styrk. Þess vegna varð 1. maí baráttu- dagur. Island er vissulega orðið láglaunaland. Þúsundir launafólks eru hins vegar ekki í uppgjafarskapi. Bar- áttuhugurinn barst frá manni til manns þegar fjöldinn myndaði breiðfylkingar á götum höfuðborgarinnar. Heitstrengingin um að rífa ísland upp úr sessi láglauna- landsins varð niðurstaða glæsilegs baráttudags. Eru þeir orðnir vitlausir? Eftir tveggja mánaða þóf hafa forystusveitir Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins komið sér sam- an um að stórauka erlendar Iántökur. Nú á að halda inn á þá braut að fjármagna húsnæðiskerfið með erlendum • lánum. Meðlagsgreiðslur Tryggingarstofnunar eru fluttar yfir á erlenda lánareikninga. Reksturinn á ráðu- neytum og ríkisstofnunum er byggður á góðvild út- lendra lánadrottnara. Þótt oft hafi verið deilt um erlend lán á undanförnum árum hefur yfirleitt verið fylgt þeirri stefnu að taka eingöngu erlend lán til framkvæmda sem sjálfar áttu - að minnsta kosti á pappírnum - að geta skilað arði upp í vexti og afborganir. Lánin voru tekin til gjaldeyrisskap- andi eða gjaldeyrissparandi aðgerða. Nú er hins vegar farið inn á algerlega nýjar brautir. Rekstrarvandi ríkissjóðs, húsnæðislánakerfisins og tryggingarkerfisins er „Ieystur“ með aukinni erlendri skuldasöfnun sem börnum framtíðarinnar er ætlað að borga. Það er von að spurt sé hvort ráðherrarnir séu orðnir vitlausir. klippt Féll f setumálinu. Nýfalllnn f dönsku. Fallinn í álltl fyrir austan. Sverrir, jari af Singapore - hinn hrösunargjarni ráðherra Vesöld ráðherra Einsog þjóð veit þá féll Sverrir Hermannsson á menntaskóla- prófi í réttritun, sem fyrir hann var lagt til að kanna kunnáttu ráðherrans í ritun setunnar. En kringum viðhald setunnar í rit- máli íslenskunnar slær hjarta ráð- herrans heitast, enda rifrildi um stafsetningu vitaskuld vel fallið til að draga athygli bókmenntaþjóð- ar frá vesöld ráðherra á öðrum sviðum. Um þá vesöld geta best vitnað þeir Reyðfirðingar og aðrir austanmenn sem á fundum fyrir síðustu kosningar heyrðu ráð- herra lofa því að hefja fram- kvæmdir við kísilmálmverk- smiðju í Reyðarfirði ekki síðar en tveimur til þremur mánuðum eftir kosningar, hefði hann til þess nokkurt vald. En þar hefur auðvitað ekkert gerst, Sverrir tafðist á setunni, þar er hann enn, og í ásýnd Austfirðinga með allt niðrum sig. Svitadíki norðursins Önnur hrösun ráðherrans birt- ist svo þegar hann var að lýsa því fyrir finnskum blaðamönnum hvílíkt gósenland láglauna ísland væri erlenda auðhringa, og f ákaf- anum til að gylla ástandið sem best þá kallaði hann þjóð sína Singapore norðursins. En einsog flestir vita er Singap- ore kunnugt víða fyrir lág laun og á stundum afburða illan aðbúnað að verkafólki. Þar eru enn við lýði hín svonefndu svitadíki (swe- at shops) þar sem fólki er hrúgað saman í sorahúsnæði og látið þræla myrkranna á milli fyrir ótrúlega lágt kaup. í sjálfu sér væri það varla vogandi íslenskum stjórnmálamanni að ætla að bjóða uppá að reisa hér nokkurs konar svitadíki norrænna þjóða. En hver veit? Eftir að hafa hlustað á nýjasta „slys“ hins hrösunargjarna ráð- herra í sjónvarpinu 1. maí, þá er við flestu að búast. Þar kom nefnilega fram, að þegar Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra talar um hagstæð laun þá meinar hann lág laun! Hann ræðir sem sé ekki launin útfrá sjónarhóli íslenskra laun- þega, heldur útfrá því hversu vel þau kunna að gagnast erlendum auðhringum til að græða á. Þarf frekari vitnanna við um hollustu Sverris við landa sína og kjósend- ur? Féll á dönskunni líka Ummæli ráðherrans um að ís- land væri orðið Singapore norðursins vöktu að sjálfsögðu úlfúð með fólki á sínum tíma, í þeim mæli að flokksmenn hans munu hafa veitt honum ákúrur líka. í fyrrnefndum sjónvarps- þætti var Sverrir því haldinn nokkurri iðran og reyndi að sverja af sér ummælin. Ekki var þó ráðherravörnin sannfærandi, kanski Sverrir hefði átt að vera sjálfum sér sam- kvæmur um viðhald fornra dyggða, samanber setumál, og bjóðast til að sanna sakleysi sitt með járnburði eins og Aðalrikur í Sturlusögu. Það kynni ennfremur að verða til þess að Sverrir yrði „vel skýr“ eins og haft var um aðra menn góða að járnburði loknum. Afsökun ráðherrans var nefni- lega ekki mjög skýrleg: hún var á þá lund að líkast til hefðu Finnar ekki skilið dönskuna sína! Aumt yfirklór Að vonum er illt til þess að vita að vesalings ráðherrann skuli nú fallinn í dönsku ofan á frammi- stöðuna í stafsetningunni á dög- unum, og auðvitað geta menn með sjálfum sér fundið til nokk- urrar samúðar með manninum að vera þannig smám saman að glutra niður gamla stúdentspróf- inu. En auðvitað er sú afsökun Sverris að hann sé svo vondur í dönsku ekkert nema aumasta yfirklór: Hafi vesalings ráðherrann ekki vitað það, þá er sjálfsagt að upp- lýsa hann um það hér og nú að Singapore er eins í flestum tung- um og hann hefði þessvegna get- að sagt það á íslensku eða esper- antó. Pegar betlið er viðmiðun Ekki var síður fróðlegt að sjá boðskap Magnúsar Gunnars- sonar framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins í sama þætti. Þegar honum var stillt andspænis þeirri staðreynd að á íslandi eru laun nú allmiklu lægri en í nágrannalöndunum, þá braust hann undan á flótta og nam ekki staðar fyrr en á Ind- landi. Á Indlandi hafði framkvæmd- astjórinn séð hjörð snauðra barna fara með betli, og taldi þvi að miðað við Indland væru kjörin alls ekki svo slæm á íslandi, þá væntanlega þar sem VSÍ hefur ekki ennþá tekist að koma ís- lenskri alþýðu niður á betlistigið. Heiðarlegu fólki, íhöldum eða ekki, verður nú orða vant gagnvart svona málflutningi, og víst er áð ekki er stórmannlega hoggið. Hitt er ljóst að enn eiga íslendingar töluvert í betlistigið og því má allt eins vænta afar- kosta af hálfu VSÍ í næstu samn- ingalotu, að minnsta kosti þang- að til þeim hefur tekist að smíða þjóðinni betlistaf. _q§ Skapandi bókhald Á liðnum árum hefur Seðla- bankinn komið sér upp drjúgu safni fasteigna um Reykjavík án þess þó að borga eina einustu krónu í eignaskatta. Af rekstri bankans hefur jafnframt verið mikill tekjuafgangur án þess að greidd sé ein einasta króna í tekj- uskatt. Allt stafar þetta af hagan- legri bókfærslu, eða því sem út- lendis er kallað skapandi bók- hald. Þjóðviljinn hefur rækilega bent á þessa ósvinnu og farið fram á að þessum talnaleik verði hætt, og bankinn leggi sitt af mörkum til samnevslunnar, eins og aðrar stofnanir hérlendar. Undir þetta sjónarmið er rösk- lega tekið í NT á mánudag: er haldið uppi af lands- mönnum. “ Síðan segir: „Nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Seðlabanka íslands og er þar gert ráðfyrirslíkri tilfærslu, svo og auknu eftirliti með starfsemi bankans. NTstyðurþettafrum- varp, sem var samið af bank- amálanefndinnifrœgu, og hvet- ur forráðamenn Seðlabankans til að gera slíkt hið sama.“ Og það fyrr en seinna, herrar mínir! -OS „Eftirlit með starfsemi Seðla- bankans er í dag ákaflega tak- markað og nauðsynlegt að gera þar bót á. Pví er nefnilega alltof oft gleymt, að bankinn er ekk- ert nema þjónustustofnun, sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.