Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR MENNING Listahátíð 6 miljón króna halli Nýir Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri á rekstri Listahátíðar sem lagt var fram í borgarráði í gær er reiknað með að tap á hát- íðinni nemi minnst 6 miljónum. Þetta er mun hærri tala en áður útreikningar hefur verið nefnd í þessu sam- bandi og kom borgarráðsmönn- um mjög á óvart. Með þessu reikningsuppgjöri fylgdi beiðni um viðbótarfjár- lagðir fram í veitingu frá borgarsjóði strax til að bjarga kaupgreiðslum. Áætlað tap á Listahátíð eins og það var kynnt borgarráði hálfum mánuði áður en hátíð hófst var borgarráði í 800 þús. krónur. Inn í þeirri upp- hæð var uppgert tap af kvik- myndahátíð uppá 500 þús. kr. Sú tala sem kynnt var fyrir borgar- ráðsmönnum í gær 6 miljónr króna halli er því nærri tvítug- gœr. faldur áður áætlaður rekstrarhalli af hátíðinni. Það er því greinilegt að ýmislegt hefur farið öðru vísi en menn ætluðu fyrir ekki löngu. -•g- Stigahlíð Davíð bað enn um frest Minnihluti borgar- ráðs krefst upplýs- inga. Á borgarráðsfundi í gær gaf Davíð Oddsson borgarstjóri eng- ar frekari upplýsingar um kaup- endur og kaupverð einstakra lóða í Stigahlíðinni, þrátt fyrir óskir fulltrúa minnihlutans þar að lút- andi. Sigurjón Pétursson og Guðrún Jónsdóttir létu bóka þá kröfu á fundinum að borgarstjóri léti borgarráðsmönnum í té afrit af hverjum einstökum kaupsamn- ingi vegna Stigahlíðalóðanna. Eftir harðar umræður óskaði borgarstjóri eftir fresti fram á þriðjudag til að svara þeirri mála- leitan. Sagði Sigurjón í samtali við Þjóðviljann í gær að hann ætl- aði sér ekki að taka við þessum upplýsingum sem trúnaðarmáli frá borgarstjóra. „Það er rétt að það komi fram að í útboðsgögnunum fyrir Stiga- hlíðarlóðirnar er enginn staf- krókur um leynd, nema meðan kaupin eiga sér stað, en það er ekkert ákvæði um leynd eftir að kaup eru um garð gengin. Borg- arstjóri getur því ekki skýlt sér bakvið einhverja samþykkt um að leynd eigi að ríkja um þessi mál því sú samþykkt er hvergi til,“ sagði Sigurjón Pétursson._j Utifundur á mánudag Á mánudaginn kemur kl. 17.30 verður á Lækjartorgi útifundur undir kjörorðunum: Hrindum árásinni á kjörin. Til baráttu í haust. Svavar Gestsson og fleiri sem verða málshefjendur á útifundinum kynntu vegfarendum hann í miðborginni síðdegis í gær og dreifðu kynningarriti. Húsnœði Alexander gefur, Albert innheimtir Miljónirnartilfyrstaskiptismannaáttuaðveraframlag ríkis en eru orðnar að láni. eim sem eru að byggja eða kaupa er í fersku minni að um áramótin veitti ríkissjóður Bygg- ingarsjóði ríkisins „bráðabirgð- afyrirgreiðslu“, 260 milljónir, til að standa undir 50% viðbótarláni til þeirra sem byrjuðu að koma sér þaki yfir höfuðið árin 1982 og 1983. Alexander Stefánsson lýsti því þá yfir að allar vonir stæðu til þess að þessar milljónir yrðu hreint framlag ríkissjóðs til skuldum hlaðins Byggingarsjóðs- ins. Nú á miðvikudag var á stjórnarfundi í Húsnæðisstofnun lagt fram bréf frá Alexander og tilkynnir hann þar að framlagið sé orðið að láni frá ríkissjóði til Byggingarsjóðs. Lánið er skuldabréf upp á 274 milljónir, með 5,25% vöxtum til 17 ára með jöfnum greiðslum tvisvar á ári og hefjast 1. febrúar á næsta ári, verðtryggt. „Það var alltaf ætlunin að þeir borguðu þetta aftur“ sagði Al- bert fjármálaráðherra í gær, „þetta var lán og um það talað í upphafi.“ Alexander Stefánsson var afar upptekinn í gær en Þrá- inn Valdimarsson formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar sagði að það væri ekkert vafamál að félagsmálaráðherra hefði ætl- ast til að hér yrði um framlag að ræða, - „en það er ekki svo að hann ráði nú öllu. Þetta væri býsna gott framlag ef það hefði verið framlag". Urslit málsins komu Þráni ekki á óvart miðað við það sem hefur gerst á undan- förnum árum. Sigurður E. Guðmundson framkvæmdastjóri var ekki tilbú- inn að nefna tölur um skulda- byrði hjá Húsnæðisstofnun en sagði að þeir þyrftu að greiða stórar summur í margar áttir. Vegna fjárhagserfiðleika Bygg- ingarsjóðs hefur bið eftir lánum nú undanfarið verið um mánuði lengri en vanalegt var. Húsbyggj- andi sem áður hefði fengið lán um fimm mánuðum eftir að fok- helt varð þarf nú að bíða uppund- ir sjö mánuði að sögn Katrínar Árnadóttur hjá Byggingarsjóði ríkisins. Á stjórnarfundi Húsnæðis- stofnunar á miðvikudag voru bókuð mótmæli við breytinguna úr gjöf í lán og gerðu það fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags, Kvennalista og Álþýðusam- bands íslands. Fulltrúi ASÍ á fundinum var Bjöm Þórhallsson. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.