Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.06.1984, Blaðsíða 9
Ungur liðsmaður Sandinista á heimili sínu í Estelí. Myndin er úr bók Susan Meiselas. KVIKMYNDAGAGNRYNI Ástarsaga úr stríðinu í eldlínunni (Under Fire) Bandaríkin, 1984 Handrit: Ron Shelton, Clayton Fro- hman Stjórn: Roger Spottiswoode Lleikendur: Nick Nolte, Gene Hack- man, Joanna Cassidy, Jean-Louis Trintignant. Sýnd í Háskólabíói. Hér er komin kvikmynd sem byggð er á pottþéttri formúlu: þríhyrningsdrama í æsispennandi umhverfi, ágætlega spunnin söguþráður, skýr mörk milli góðu og vondu gæjanna, stríðsfrétta- ritarar í stöðugri lífshættu, vin- sælir leikarar í aðalhlutverkum, tæknin í fínu lagi - hvað viljið þið hafa það betra? Málið er þó ekki alveg svona einfalt. í eldlínunni er nefnilega kvikmynd sem óhætt er að mæla með og hefur það fram yfir form- úlumyndir sem framleiddar eru á færibandi að í henni er tekin af- staða, hún sýnir vitundar- vakningu fjölmiðlafólks sem áður var afstöðulaust og hugsaði um það eitt að koma sínum frétt- um, sínum myndum á forsíður heimsblaðanna. í Nicaragua sog- ast þetta fólk inn í atburðarás styrjaldar sem er svo ógeðsleg að jafnvel harðsoðnir fréttasnápar finna til samúðar með fórnar- lömbum hennar. Styrkur myndarinnar liggur svo sannarlega ekki í nákvæmri frásögn af raunverulegum at- burðum í Nicaraga þennan örlagaríka júlímánuð 1979, og heldur ekki í tilfæringum innan þríhyrningsins sem aðalpersón- urnar mynda. Pað sem gefur myndinni gildi er fyrst og fremst andrúmsloftið sem persónurnar lifa í og sú innsýn sem myndin veitir (þrátt fyrir einfaldanir og barnaskap) í stríðið í Nicaragua. Ljósmyndarinn Russel (Nick Nolte) og fréttaritararnir Claire (Joanna Cassidy) og Alex (Gene Hackman) eru í upphafi myndar stödd í Chad, þar sem óskiljan- legt og flókið stríð geisar. Par er einnig staddur málaliðinn Oates (Ed Harris) sem er siðlaus skepna og gerir hvað sem er fyrir peninga. Frá Chad fara þau síðan öll til Nicaragua sem er næsta verkefni heimspressunnar: þar INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR hefur heldur betur hitnað í kolun- um og má búast við úrslitum á hverri stundu. Afríski inngangurinn þjónar væntanlega þeim tilgangi að sýna hvernig fjölmiðlaherinn færir sig til milli vígvalla þriðja heimsins allt eftir fréttagildinu á hverjum stað, og í þessum inngangi mæt- ast einnig tveir fulltrúar Banda- ríkjanna: fréttamaðurinn og mál- aliðinn. Málaliðinn tekur af- stöðu, á sinn hátt: hann þjónar þeim sem best borgar hverju sinni. Um fréttamanninn gegnir öðru máli. „Ég tek ekki afstöðu, ég tek myndir,“ segir Russel. í Nicaragua er ástandið hins- vegar þannig, að menn neyðast til að taka afstöðu, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Russel rekur sig illilega á þá staðreynd að Ijósmyndavélin er líka vopn og að myndirnar sem hann tekur í grandaleysi geta kostað fjölda manns lífið. Kannski vaknar vit- und hans þó ekki til fulls fyrr en hann horfir á þjóðvarðliða Somoza skjóta Alex niður einsog hund þegar hann gerist svo djarf- ur að spyrja þá til vegar. Russel myndar þann atburð og tekst að koma filmunni undan og í sjón- varpið. Eitt besta atriði myndar- innar er svo þegar Claire horfir á þessar myndir í sjónvarpinu, og nicaraguönsk kona segir við hana: „Kannski þessir kanar fari nú að skilja hvað er að gerast hérna. Við hefðum átt að skjóta bandarískan blaðamann fyrir fimmtíu árum“. í eldlínunni fellur varla undir skilgreininguna „pólitísk mynd“ - til þess er alltof frjálslega farið með staðreyndir og þeim hagrætt svo rækilega að við sjálft liggur að sigur Sandínista sé eignaður bandarískum blaðaljósmyndara. Þetta er ævintýramynd, þar sem svo vel tekst til að samúðin liggur réttu megin, en það er því miður ekki algent í myndum af þessu tagi. Þessvegna ber að fagna myndinni og einkum ættu þeir sem byggja heimsmynd sína á moggaskrifum að sjá hana sér til sáluhjálpar. Þríhyrningurinn Alex, Claire og Russel. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.