Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 5
Héraðsrit Skaftfellingur Rit, semAustur-Skaftfellingargefa út Út er kominn 4. árgangur hér- aðsritsins Skaftfellingur. Að þeirri ágætu útgáfu stendur Austur- Skaftafellssýsla. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Friðjón Guð- röðarson, sýslumaður á Höfn og er hann jafnframt í ritnefnd ásamt þeim Sigurði Björnssyni, Bene- dikt Stefánssyni og Guðbjarti Össurarsyni. Ritið hefst á grein um „Héraðsmál- skipan sýslu- og sveitarfélaga" eftir Friðjón sýslu- mann. í grein sinni bendir sýslu- maður m.a. á, að tímabært sé að breyta kjöri sýslunefndarmanna þannig, „að annað tveggja verði oddviti eða varaoddviti sýslu- nefndarmaður sjálfkrafa eða að hreppsnefnd kjósi mann úr sínum hópi til setu í sýslunefnd“, því að nauðsynlegt sé að milli þessara aðila verði „bein og milliliðalaus tenging", í stað þess sambands- leysis, sem nú er títt. Sýslumaður varar við valdboði um samein- ingu sveitarfélaga. Sú ákvörðun verði að byggjast á vilja heima- manna. Fróðlegt og skemmtilegt er viðtal þeirra Guðbjarts Össurar- sonar og Friðjóns sýslumanns við Guðrúnu Snjólfsdóttur á Höfn, sem áttræð verður 17. des. í vet- ur. Segir Guðrún þar m.a. frá kynnum sínum af því mikla menningarheimili Stafafelli í Lóni, Krossalandi, en þar átti hún heima frá 1907-1924, merkis- manninum Eymundi í Dilksnesi og fjölmörgum öðrum. Englendingurinn E.T. Hol- land ferðaðist um ísland sumarið 1861 ásamt C.W. Stepherd. Rit- aði Holland bók um ferð sína og hefur Flosi Björnsson á Kví- skerjum þýtt úr henni kafla þar sem sagt er frá ferð þeirra félaga um A-Skaftafellssýslu. Er kafli sá nú birtur í Skaftfellingi. - Páll Þorsteinsson, fyrrv. alþingism. á Hnappavöllum, skrifar um Eystrahorn. - Sigurður Björns- son á Kvískerjum lýsir Ingólfs- höfða og þeim athöfnum, sem þar hafa farið fram: sjósókn, sem Hinn svonefndi Selsbær í Skaftafelli litlar sögur fara raunar af, fugla- veiðum, eggjatöku, undirbúningi að hafnarframkvæmdum, vita- byggingum o.fl. Birtur er kafli úr handriti Stefáns Jónssonar í Hlíð um byggðasögu Lónssveitar. Segir þar frá slysförum í Bæjar- hreppi frá 1802-1938. Eru þar til- greind á milli 40 og 50 dauðaslys á þessu tímabili. - Benedikt Stef- ánsson á Hvalnesi segir harm- sögu vinnukonunnar Höllu í Hlíð í Lóni. Síðari hluta októbermánaðar 1932 var í fyrsta sinn brotist í bíl frá Höfn í Hornafirði og til Reykjavíkur. Var komið þangað á 4. degi. Bifreiðarstjóri var Osk- ar Guðnason á Höfn. Þátttak- endur í förinni voru 10, þeirra á meðal Gísli Björnsson, rafgæslu- maður á Höfn og segir hann ferðasöguna. Fyrsta félag, sem formlega var stofnað í Öræfum, var búnað- arfélag. Leit það dagsins ljós 7. júní 1883, en þá boðuðu þeir séra Sveinn Eiríksson á Sandfelli og Sigurður Ingimundarson á Kví- skerjum til fundar að Hofi um félagsstofnunina. Mun félag þetta hafa starfað í 10 ár og skildi eftir sig ýmis framfaraspor. Frá félaginu segir Sigurður Björns- son á Kviskerjum. „Drög að sögu Hornafjarðar- kauptúns" nefnist yfirgripsmikil grein eftir Þorleif heitinn Jóns- son, alþm. í Hólum. Telur Þor- leifur sögu kauptúnsins hafa haf- ist 1896 er þáverandi þingmaður A-Skaftfellinga, Stefán Eiríks- son, flutti frumvarp um löggild- ingu Hornafjarðaróss. Rekur Þorleifur þessa sögu fram til árs- ins 1932. - Páll Þorsteinsson ritar örnefni og bendir á nauðsyn þess að hendur séu látnar standa fram úr ermum við skráningu þeirra. Fyrsta flugvélin, sem flaug hingað til íslands, kom til Horna- fjarðar 2. ágúst 1924. Var þar á ferð Svíinn Erik Nelson, einn af þátttakendum í heimsflugi bandarískrar flugsveitar. Frá þessum atburði sagði blaðið Hænir á Seyðisfirði mjög skil- merkilega og er sú frásögn nú birt í Skaftfellingi. Einar Bragi rithöfundur á þarna góða grein um „Skáldin á Hofi“. Ósennilegt er að mörg heimili geti státað af því að þar hafi dvalið 8 skáld á fáum ára- tugum og það níunda tengt heim- ilinu. Svo var þessu háttað með Hof í Öræfum. Einar Bragi segir frá þessum skáldum í sinni ágætu grein og birtir sýnishorn af kveð- skap þeirra en þau voru: Davíð Jónsson, (Mála-Davíð), Halldór sonur hans, Þorsteinn Gissurar- son tól, Sveinn Sveinsson og dæt- ur hans: Oddný, Rannveig, Jó- dís, Margrét og Þórdís. Birtir eru annálar úr öllum sveitarfélögum sýslunnar fyrir árin 1982 og 1983. Eru þeirritaðir af Þorsteini Geirssyni, Bæjar- hreppur, Þrúðmari Sigurðssyni, Nesjahreppur, Torfa Steinþórs- syni, Borgarhafnarhreppur, Þor- steini L. Þorsteinssyni, Hafnar- hreppur, Sævari Kr. Jónssyni, Mýrarhreppur, og Þorsteini Jó- hannssyni, Hofshreppur. Er mik- ill fróðleikur dreginn að landi í þessum annálum öllum. - Loks er minnst þeirra sýslubúa, sem látist hafa á árunum 1982 og 1983 og gera' það prestarnir séra Gylfi Jónsson, séra Önundur Björns- son og séra Fjalar Sigurjónsson. Skaftfellingur lofaði góðu þeg- ar í upphafi. Þær vonir, sem við hann voru bundnar, hafa fyllilega ræst. _ mhg Hvanneyri Búvísindadeild á leið upp úr lægðinni íbyggingii eru húsyfir rannsóknarstarfsemi og loðdýrarœkt Þar var komið sögu í Borgar- fjarðarförinni með Agnari Guðna- syni og Mjólkurdagsnefnd að lok- ið hafði heimsóknum í Mjólkurs- amlagið í Borgarnesi og Bónd- hól. Næsti viðkomustaður var Hvanneyri. Verður nú lítillega sagt frá Bændaskólanum og síð- an ýmissi starfsemi, sem ftam fer á Hvanneyri. Segja má að starfsemi Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Bændaskólans sé í megin- atriðum þríþætt: kennsla, rannsóknarstarfsemi og búrekst- ur. Skólastarfið er eðlilega um- fangsmest en tilraunastarfsemi ýmiss konar fer sívaxandi. Rekstur skólans Magnús B. Jónsson, skóla- stjóri, kvað rekstur skólans á sl. ári hafa verið fremur erfiðan og fóru umsvif fram úr áætlun. Ýms- ar framkvæmdir og viðhald reyndist dýrara en ráð var fyrir gert og óhjákvæmilegt var að sinna ýmsum nýjum verkefnum, sem fjárveitingar voru ekki fyrir, svo sem endurbótum á Hvann- eyrarkirkju. Þegar litið er yfir reksturskostnað skólans árin 1982 og 1983 sést, að hann hefur hækkað verulega milli ára, alveg sérstaklega þó orkan, bæði raf- magn og hitaveita. Tekjuöflun skólans, sem er all fjölbreytileg — en einkennist ann- arsvegar af endursölu á þjónustu og hinsvegar af afurðasöiu, hefur staðið undir 35-40% af heildarút- gjöldum hans. Megintekjur mötuneytis eru af fæðissölu til nemenda, sem erfitt hefur reynst að reka hallalaust. En sumar- starfsemin hefur aukist verulega síðustu 3 ár. Léttir það trúlega rekstur mötuneytisins. Búrek- sturinn skilar eícki arði, hefur fæst árin skilað nauðsynlegum viðhalds- og fjármagnskostnaði. Ástæðan til þess er einkum sú, að kennslan og tilraunastarfsemin hefur ekki greitt neitt fyrir þann aukakostnað, sem það leiðir af sér að hafa megin hluta búfjárog allmikið jarðnæði bundið í ýmiss konar tilraunaverkefnum. Starfsmannahald Ellefu kennarar eru starfandi við skólann auk skólastjóra. Tvær kennarastöður eru lausar sem stendur. Alls starfa hartnær 50 manns við skólann, ýmist í fullu starfi eða að hluta. Gera má ráð fyrir aó ársverk unnin í þágu skólans 1983 séu 43-44. Starf- semi við búreksturinn er mann- frek en gæta verður þess, að allt starf við þrif og hreinsun utan húss, eftirlit og viðhald lagna og lóða telst til þessa þáttar. Sjálfsagt mætti fækka í starfs- liði skólans en það mundi hins- vegar annað tveggja leiða til sam- Hið nýja skólahús á Hvanneyri. Eldri byggingar í baksýn Miðvikudagur 1. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.