Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 13
U-SIÐAN Verslunarmannahelgin ’84 Engum ætti að leiðast um verslunarmannahelgina í ár. Um allt land verður boðið upp á skemmtanir, stórar og smáar. Á þessum hátíðum verður boðið upp á ýmsar skemmtanir. sýningu flugelda, bálkesti, dansleiki, ýmisskonar keppni og margt fleira. Hér á eftir eru birtar helstu staðreyndir um hverja hátíð, .t.d upp á hvað verður boðið á hverjum stað, verð á hátíðirnar og ferðunum. HS Húnaver I Húnaveri verður að vanda um helgina Húnagleði. Dansað verður föstudags, laugardags og sunnudagskvöld og mun Gautar frá Siglufirði leika fyrir dansi. Annað til skemmtunar verður Big-band og Sverrir Stormsker sem munu troða upp með söng og leik. í nágrenni Húnavers eru tjaldstæði með snyrtiaðstöðu og veitingaskála. Ekkert mun kosta inn á tjaldsvæðið en 350 kr. á dansleikina. Norðurleið fer frá BSÍ og kostar 570 kr. aðra leið. HS Kirkju lækjarkot Landsmót Hvítasunnumanna verður haldið í Kirkjulækjakoti I Fljótshlíð um verslunarmanna- helgina frá fimmtudegi til mánu- dags. Þessi hátíð verður 35. í röðinni frá upphafi slíkra mótshalda. Á dagskrá verður t.d. barnasam- vera, samkomur, Biblíulestrar, kvöldvökur ásamt fjölbreyttum söng. Góð aðstaða er til að taka á móti tjaldgestum. Greiðasala verður á staðnum. " Mótið er öllum opið. HS Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verður með hefðbundnu sniði að mestu. Hátíðin hefst formlega á föstudeginum en dansleikur verð- ur á fimmtudagskvöldinu, og mun hljómsveitin Daríus leika fyrir dansi. Þessi hljómsveit verður hundr- aðasta og tíunda í röðinni. Ekk- ert verður til sparað frekar en áður. Kl. 13.30 mun Helgi Sæmundsson setja hátíðina. Síð- an taka hver skemmtiatriðin við af öðrum, má þar nefna brúðu- bílinn, brúðuball, breik-dansarar sýna, tveir danspallar verða til staðar og leika hljómsveitirnar Stefán P. og Daríus fyrir dansi. Gestir verða HLH flokkurinn og Hálft í hvoru. Svo og verður flug- eldasýning, brennan, brekku- söngur, íþróttamót, tívolí, mini golf, bjargsig og margt fleira. Hefðbundin þjónusta verður á svæðinu, s.s. seldur lundi, bakk- elsi svo og ýmislegt annað. Inn á svæðið kostar 1000 kr. og með Herjólfi 350 kr. aðra leið. Herjólfur fer frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja og verða auka- ferðir í tengslum við hátíðina. HS Gaukurinn’84 í Þjórsárdal verður Héraðs- sambandið Skarphéðinn og Ung- mennasamband Kjalarnesþings með hátíð er nefnist Gaukurinn ’84. Hátíðin hefst á föstudagsk- völdið með dansleik. Ýmsar hljómsveitir munu koma fram, t.d. Lótus og Bara-flokkurinn svo og verður diskótekið Stúdíó frá Selfossi. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, s.s. breik-sýning, karate-sýning, flugeldasýning og Kiza-flokkurinn sýnir bardaga list. Inn á hátíðina kostar 1000 kr. og sætaferð frá BSÍ kosta 225 kr. aðra leið en 400 kr. báðar leiðir. HS Ferðafélagið Ferðafélagið býður upp á margar ferðir um verslunarm- annahelgina. Á föstudagt.d. ferð í Skaftafell, Hrútafjallstinda, Hveravelli, Þórsmörk og Laka- gíga. Á laugardag Snæfellsnes og Þórsmörk. Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu F.í. HS Húsafell í Húsafelli verður ekki skipu- lögð útihátíð heldur verður reynt að fá fjölskyldufólk á staðinn. Selt verður á tj aldstæðin og boðið upp á fyrsta og annan klassa, miðaverð verður innan við 50 kr. Farið verður frá BSÍ og kostar 330 kr. aðra leið. HS Atlavík Á Hallormsstað verður mikil hátíð, Atlavík ’84. Það er íþrótt- asamband Austurlands sem sér um hátíðina. Þetta er fjórða árið í röð sem UÍA sér um gamanið. Dansleikir verða öll kvöldin svo og skemmtidagskrá laugar- dag og sunnudag. Fyrir dansi leika Dúkkulísurnar og Stuð- menn. Jón Hjartarson leikari mun flytja ávarp en hann er heiðursgestur hátíðarinnar. Leikflokkurinn Svart og sykur- laust verður með uppákomur alla helgina. Til skemmtunar verður líka ratleikur, fjöllistamenn, varðeld- ur verður og flugeldasýning. Samningar hafa og tekist við Ringo Starr og mun hann vera alla helgina. Hljómsveitarkeppni verður og haldin þetta árið eins og undan- farin 3 ár. Keppt verður um Hljómsveit ’84. Glæsilega verð- laun eru í boði, 50.000 fyrir þá sem vinna, 30.000 á öðru sæti og 20.000 fyrir þriðja sætið. Úrslitin verða á sunnudag. Inná hátíðina kostar 1400 á föstudag, 1200 á laugardag, 800 eftir laugardagsball og 400 eftir hátíðarskrá á sunnudag. Flug- leiðir bjóða Atlavíkurpakka á 3.865 kr. Innifalið er flugferðir, rúta frá Egilsstöðum og aðgangur að samkomunni. Rútuferð frá BSÍ er 850 til Hafnar og þaðan til Egilsstaða kostar 550 kr. aðra leið. HS Frá siglinga- máiastjóra Vegna umræðna að und- anförnu um fyrirhugaða mikla fólksflutninga í skipum og bátum um nœstu komandi Verslun- armannahelgi vill sigling- amálastjóri vekja athygli á því að óheimilt er að flytja farþega í skipum eða bá- tum án þess að umræddför hafi áður verið skoðuð og samþykkt til slíkra flutn- inga af Siglingamálastofn- un ríkisins. Siglingamálastjóri Viðeyjar- hátíðin Viðeyjarhátíðin hefst á föstu- deginum upp úr hádegi þ.e. með fyrsta fólkinu sem mun koma frá Sundahöfn með Hafsteini Sveinssyni. Hann getur flutt um 1000 manns á klukkutíma. Tveir danspallar verða í Viðey og mun fjöldi hljómsveita leika fyrir dansi, t.d. Kikk, Pardus, Oxmá, Vonbrigði, Kukl og. m.fl.. Föstudags og laugardags- kvöld verða flugeldasýningar og á sunnudag verður poppmessa, báta- j sjóskíða- og seglbrettasýn- ing. OIl kvöldin verður dansað til klukkan þrjú um nóttina. Hjálparsveit skáta verður með gæsluna og siglingaklúbburinn Snarfari sér um sjúkraflug. Inn á hátíðina mun kosta 1200- 1400 kr. og er þá innifalið bátsferðin, tjaldstæði og dans- leikir. HS Logaland Um verslunarhelgina verða þrír dansleikir í Borgarfírði að Logalandi. Það er U.M.S.B. sem sér um hátíðina. Það er hljómsveitin Upplyfting sem leikur fyrir dansi á öllum skemmtunum. Ýmislegt annað verður til skemmtunar s.s. úti- hljómleikar óvæntar uppákomur og fleira. Tjáldstæði verða við Logaland og verða varðeldar kynntir á kvöldin. 250 kr. kostar á tjald- stæðin og 280 kr. með rútu frá BSÍ. HS Útivist Ferðafélagið Útivist býður upp á fjölbreytt úrval ferða um versl- unarmannahelgina. Hvetja þeir alla að stunda holla útiveru og kynnast um leið náttúru landsins. Á föstudag og laugardag bjóða þeir upp á Þórsmerkur ferð, á laugardag: Skaftafell, Lakagígar, Purkey, Kjölur og Hornstranda- ferðir. Ásunnudag verðurgengið ' á Esju og mánudag verður gönguleið um gamla kaupstaðar- leið. HS Laugahátíð Á Norðurlandi verður að vanda hátíð um verslunarhelg- ina, Laugahátið. Þessi skemmtun er ein vinsælasta þar um slóðir. Margt verður til skemmtunar, t.d. mun Bubbi Morthens og Megas halda tvenna tónleika. Hátíðin hefst á föstudegi og stendur fram á mánudag. Ekkert mun kosta á tjaldstæðin en selt verður inn á böllin. Á daginn verður boðið upp á kvikmynda- sýningar. Benda má á að á Laugum er hótel fyrir þá sem það kjósa. HS Galtalækjar skógur Bindindismótið í Galtalækja- skógi verður að vanda um versl- unarmannahelgina. Á hátíðinni verður dansað og mun hljómsveit Ólafs Gauks, ásamt Svanhildi leika fyrir dansi, svo og hljóm- sveitin Devó. Einnig verður diskótek, Tívoli, flugeldasýning og varðeldur. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir böm. HS Miðvikudagur 1. ágúst 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.