Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 14
Bókmenntir Ef þú vœrir fótboltalið hélclí ég með því Segir Stefán Snævarr í einu af ástarljóðum nýútkominnar bókar hans, - Greifinn af Kaos. Áður hafa komið frá Stefáni bæk- urnar Limbórokk 1975 og Sjálfs- saiinn 1981. Greifinn af Kaos hefur að geyma 30 ljóð sem skipt er niður í eina átta kafla. Flestir tengjast þeir Greifanum sjálfum, - heiti þeirra eru til dæmis: Þannig kvað Greifinn, Úr náttbók Greifans o.s.frv. Greifinn leiðir lesanda sinn inn og út úr bókinni og setur þetta með öðru dálítið skemmti- lega. persónulegan svip á bókina. Eins og í fyrri bókunum fer Stefán mjög víða í viðfangsefnum sínum, - spannar heima rokks og klassíkur, heimspeki og fótbolta, ísak Harðarson Ræflatestamentið. Mál og menning 1984. Seint í þessari bók er bálkur sem heitur Andlit heimsins. Þar er farið með sígilt viðfangsefni: Ljóðmanneskjan, égið andspæn- is heiminum. Þeim kemur ekki vel saman fremur en fyrri daginn. „Mér“ er sama um þann heim sem er fyrir utan gluggann. Rétt- ara sagt: Eg þarf að setja upp grímu ef ég mæti þessum heimi, sem er úti fyrir, því hann er grimmur, rispar og klórar djúp sár í andlitin. Svarið er að setja upp grímu, sem hæfir hátterni heimsins, grímu tígrisdýrsins og reyna að láta engan sjá, að á bak við þína eigin grímu eru mennsk augu. Þessi bálkur er einskonar sam- nefnari fyrir bókina alla. Þar er ástar og angistar. 'I'il að mynda eru yfirskriftir kaflanna tilvitnan- ir í menn eins og Friedrich Nietzs- che, Bob Dylan og Anatoly Karpov. Það fer þó fyrir Stefáni eins og mörgum sem velja köflum sínum glæsileg einkunnarorð, - þau hreinlega stela senunni, skyggja á það sem á eftir kemur. Þetta gerist hér til dæmis í eftir- minnilegum sítötum í Saraþústra Nietzsches. Bestur er Stefán í ást- arljóðunum, sem auðvitað er að finna í náttbók Greifans. í þeim kemur fram bæði einlægni og al- vara sem ljær þeim meiri dýpt en öðrum ljóðum bókarinnar. En einnig vegur þungt að þar verður skýrust sú einsemdartilfinning manneskjan á rölti í myrkum frumskógi og á sér alls ills von og slokknað á öllum leiðarstjörnum. Næst á eftir bálknum fer kvæðið „Andlit mitt hefur aldrei iam- ast“, þar segir meðal annars: Hjarta mitt hefur hjúpast grófri steypu og draumarnir grátið sig í svefn, hver af öðrum eins og mállaus vanhirt börn. Og ég hefi bitið, klórað og drepið í Ijósi dagsins samkvæmt ríkjandi boðorðum... og er þá stutt að bókinni Ijúki á tveim stuttum kvæðum - annað inniheldur ráðleggingar um vel heppnað sjálfsmorð, hitt er síð- asta viðvörun af nokkrum um at- ómstríð og endar á hálfu orði: Strengurinn sem sverðið hangir í Stetán Snævarr sem talsvert litar Greifann af Kaos eins og fyrri bækur höfund- ar. Á kaffihúsi Borðin og stólarnir bollarnir umhverfis fjarveru þína. í Greifanum af Kaos gerir Stef- án meira af því en áður að yrkja fyrir málið, hrynjandi þess, ísak Harðarson hefur slitnað og klofið þann haus sem undir var. Þetta ljóðakver fsaks Harðar- sonar sver sig í ætt við heimsó- sómakvæði fyrri tíma og þá ekki síst rómantísica alheimsþjáningu. Lesandinn ætti vitanlega ekki að vera í neinum umtalsverðum vandræðum með að skilja, hvern- ig á slíkum áherslum standi í ljóð- um ungs skálds, sem lifir ekki að- eins í alkunnri fólsku heimsins heldur og í þeim tímapunkti, þeg- ar svo ótal margir sem áttu sér merkingarsvið og einnig fléttast oft grafískar pælingar saman við, enda er það vissjulega hluti ljóð- formsins hvernig ljóðið horfir við lesandanum af pappírnum. Það hefur líka í gegnum tíðina verið aflvaki og undanfari góðs skáldskapar, - að brjóta svið tungumálsins til mergjar, enda auðugan garð að gresja. Stefán er meira leitandi í þessa átt en í fyrri bókunum þótt honum takist hins vegar misjafnlega vel upp. Þegar best lætur nær hann þó að verða frumlegur í skynjun sinni, - greinir líkindi með ólíkum hlutum, t.d. Trjónar banani flaug á skot- palli... Af slíkri blöndu óskyldra fyrir- bæra er mikið í ljóðum Stefáns og þar sem honum tekst best, hefur húmorinn fengið að njóta sín. Það hefur oft mátt ráða hæfi- leika manna til ljóðrænnar sköpunar af því, hvernig þeim tekst á sem knappastan hátt að gæða ljóð sín dýpt og frumleika, - nýta sér margræðni málsins. Þennan hæfileika hefur Stefán og þarf einungis að þroska hann með sér og ná á honum betra valdi. von og traust á mannlega við- leitni þurfa að leggja á sig sárs- aukafullt endurmat eins og það heitir. Og það er ýmislegt vel um þessa einlægu texta. Helst þarf að gagnrýna ísak fyrir það, að hann vanræki myndmál ljóðanna. Þess í stað fer hann mjög nálægt ræðu- mennsku, almennum umræöu- grundvelli og málfari hans, félagsfræði- og jafnvel fjölmiðia- skotnu. Dæmi um þetta skulu tekin úr ljóði sem heitir „Rödd úr 12. húsi“, en þar rekur hvað ann- að: ég þoli ekki þetta gerilsneydda líf... það er enga fullnœgingu að hafa neins staðar... reglur hópfélagsins og sífelld pressa míns nánasta umhverfis... okkur dreymir enga drauma lengur og hugsjónirnar horfnar... Allt er þetta vafalaust heiðar- leg hreinskilni, en málfar af þessu tagi dugir ekki til að smíða úr þann hvassa hníf sem skorið gæti í sundur tregðu lesandans, fengið hann til að trúa því að hann væri að bæta við reynslu sína. Best tekst ísak Harðarsyni upp þegar hann sparar hugtökin lætur Annars staðar Taktu spegil horfðu með mínum augum. Greifinn af Kaos geymir mörg góð ljóð, en þegar litið er á bók- ina í heild er tæplega hægt að PÁLL VALSSON segja hana vera mjög góða bók. Til þess eru ljóðin of misjöfn að gæðum. Sé bókin til að mynda borin saman við Sjálfssalann, fer ekki hjá því að Greifinn af Kaos fari halloka. Hún er ekki eins heilsteypt og vönduð eins og Sjálfssalinn sem enn verður að teljast Stefáns besta bók. Þrátt fyrir þetta brokkgengi þá lumar Greifinn á mörgum býsna athygl- isverðum hlutum sem fyllsta ástæða er til að hvetja ljóðafólk til að athuga nánar. Páll Valsson sér kannski nægja eitt afstraktorð eins og „menning“ og smíðar utan um það samstæða mynd í fáum dráttum: Og hvað er menning okkar annað en postulínsdansmær sem við höfum tyllt á borðbrún og fellur á gólfið um leið og einhver guðinn teygir sig í ostafatið? Önnur dæmi um góðan árang- ur í knöppu formi má taka af „Dómsdagsviðbrögðum", alls átta talsins, sem dreift er um bók- ina eins og viðlagi við atómvals tímans. Sjötta viðbragð er til dæmis svona: Þeir segja atómstríð í vœndum. Væri ekki ráð að byrja að lifa svo þeir hafi eitthvað að drepa? Á.B. Augun ábak við grímuna Mótmæli gegn böli atvinnu- leysisins fremur en ábendingar um úrræði voru meginþáttur kreppusósíalismans, þess félags- lega viðhorfs, sem á fjórða og fimmta áratugnum gaf sameigin- legt svipmót mörgum bestu son- um og dætrum síðustu kynslóðar í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Tala þeirra er legío og nöfn margra þeirra enn tungutöm svo sem nafn J.B. Priestley, sem lést 14. ágúst 1984. í Bradford á Norður-Englandi var J.B.Priestley fæddur 13. sept- ember 1894, en faðir hans var kennari og ötull í samtökum jafn- aðarmanna í borginni. Naut hann allgóðrar skólagöngu, þótt hann færi ungur að vinna í ullariðnað- inum, í verksmiðju og skrifstofu. Gróska var í félagslífi í borginni og listalíf með nokkrum blóma, og fór hann snemma að skrifa í bæjarblöðin. Minntist hann fæð- ingarborgar sinnar með þakklæti og leit stundum aftur til árabilsins fyrir 1914 sem gullins skeiðs á Bretlandi. í fýrri heimsstyrjöldinni barð- ist Priestley á vesturvígstöðvun- um, fyrst sem óbreyttur hermað- ur, síðan sem liðsforingi, og særð- ist þrívegis. Eftir styrjöldina las hann ensku og bókmenntir við Háskólann í Cambridge, og tók 1922 til við blaðamennsku og önnur ritstörf í London. Nýtísku- legar stefnur í bókmenntum skír- skotuðu ekki til hans, og þótti hann rita áþekkan stíl sem enskir ritgerðahöfundar um og upp úr aldamótunum. Skyndilega frægð hlaut Pri- estley 1929 fyrir skáldsögu sína, The Good Companions, og næsta skáldsaga hans, Angel Pavement, jók 1938 enn á hróður hans. I upphafi heimskreppunnar ferð- aðist hann um England og sá atvinnuleysið grafa um sig í borg- um landsins, eins og hann sagði frá í English Journey 1934. Jafn- aðarmann hafði hann kallað sig frá barnæsku, en þá fyrst varð sósíalisminn honum sannfæringa- mál, og mótaði hann mjög rits- míðar hans næstu tvo áratugi, J.B. Prlestley: hér á landl þekkja menn hann ekkl síst fyrlr leikritið Óvænt heimsókn: lögreglufulltrúi ber aft dyrum hjá ríkrl f jölskyldu og afhjúpar sekt hvers og eins á heimilinu á dauða ungrar stúlku... þótt í þeim ómaði af fleiri streng- jum. í síðari heimsstyrjöldinni flutti hann 1940-1941 reglulega útvarpserindi, „Postscript,“ sem um áhrif stóðu aðeins að baki ávörpum Churchills sjálfs. Til Ráðstjórnarríkjanna fór hann 1945, og heimkominn bar hann á þau lof og kvaðst vísvit- andi aldrei mundu mæla um þau hnjóðsyrði né þá lífshætti, sem þau væru að skapa. Og 1947 sagði hann: „Ég mun gera allt, sem ég get, til að hindra, að Bretland hverfi frá sósíalismanum, sem einn getur orðið því til bjargar.“ Þó fór svo, að áhugi hans á þjóð- málum öðrum en afvopnunarm- álum dofnaði, en hann varð einn af forystumönnum bresku frið- arhreyfingarinnar, Campaign for Nuclear Disarmament, á sjötta áratugnum og framan af hinum sjöunda. Fór svo, hvað sem því olli, að 1958 ávarpaði hann lands- fund Frjálslynda flokksins. Á dulspeki örlaði í ritum Pri- estley, og sökkti hann sér ofan í rit eftir J.W.Dunne, Gurdjeff og Ouspensky. Meira að segja fyrsta leikrit hans, Dangerous Corner, 1932, bar þess merki, en upp frá því öfluðu leikrit honum mestra vinsælda. Voru 1937 sýnd eftir hann leikrit í þremur leikhúsum í London samtímis, og hafði þá starfandi rithöfundur ekki lotið þá viðurkenningu frá 1918. Og nú er fullyrt, að varanlegan sess í enskum bókmenntum hljóti hann einkum þeirra vegna. J.B.Priestley var menningar- legt kennileiti í augum þeirra, sem gistu Bretland eftirstríðsár- anna. Blöð fluttu greinar hans, hugleiðingar og hugvekjur, bækur hans í ódýrum útgáfum voru á boðstólum og í höndum fólks í lestum, leikrit hans voru flutt í útvarpi og sýnd á leikhús- um. Eftir að hafa lesið andláts- f regn las undirritaður eitt leikrita hans, I Have Been Here Before. Samtölin eru látlaus og hnitmið- uð, eitt atriði fylgir sjálfkrafa af öðru, og þótt annarlegur leik- þráður þess flosniupp að lokum verður ekki um villst, að það er gott verk. Haraldur Jóhannsson 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.