Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 13
U-SIÐAN Krossinn Þessi þraut er sögð frá dögum konungssinna í Frakklandi. Þá vildi ein af hirðmeyjum drottn- ingar láta hreinsa demantskross og fór hún því til skartgripasmiðs hirðarinnar. Konan hafði heyrt að maður- inn væri slunginn og myndi reyna að plata hana og stela steinunum úr krossinum. Hún ætlaði ekki að gefa honum tækifæri til þess svo hún taldi steinana frá efsta steini í krossinum og niður og komst að raun um að þeir voru níu. Svo taldi hún steinana frá neðsta steini og út í arma krossins, en krossinn leit út eins og krossinn hér á myndinni. Þessir steinar voru líka níu. Hún lagði töluna á minnið og sendi krossinn í við- g'erð. Veistu myndasafninu að geddan er svo sterk, að hún getur auðveldlega bitið í sundur kústskaft? (Úr sumarbókinni) En skartgripasmiðurinn var snjallari en hún hafði haldið. Hann vissi hvernig hún hafði talið steinana og nú tókst honum að stela tveimur án þess að hún tæki eftir því. Hina steinana setti hann aftur í krossinn eftir að hafa hreinsað hann. Þegar konan fékk krossinn aftur fannst henni hann eitthvað öðru vísi en hann hafði verið. Hún taldi steinana með sömu aðferð og hún hafði áður gert, og fékk sömu útkomu svo hún möglaði ekki. Hvað hafði þjófurinn gert? (tuui5[9qjBuins jq) •QU3A jnQB iQjnq uueq uo jbjo lupjs uinup uuiuion uuunuuB jba nu iacJ ‘niu uua ub -|bj jba uuiuijb i jn So mnuissoJ5( jiya ddn qijbj usba §o Bmus ns munuij nj}9jQ9i } EUUBupjs bjbj jba b<j uiojs uuio mn ddn BUBmjB Bjæj So suissojjj mnmjojOAcj I BUBUI3JS njsA OAJ B>(BJ U3 QBUUB BJoS QB [>(>13 IJJjncj UUUnQBJ^ :usneri Hjálp - hjálp! iuuo(9qjBmns jq !I9fq -joj9m b jjBq qoui iub>(ix3Jaj 'Z UBiidsnjoid x :jbas þessari spurningu. (Úr sumarbókinni) Leynilöggan ráðagóða og glóðarauga húseigandans Mikil óánægja hafði verið ríkj- andi í leigublokkinni að undan- förnu. Eigandi hússins var heldur ógeðfelld persóna. Leigjendurnir elskuðu hann ekki beint, þar sem þeir töldu sig m.a. þurfa að greiða allt of háa leigu og að hús- inu væri illa við haldið. Og svo gerðist það. Einhver hafði ráðist á eigandann niðri á götunni og barið hann svo hann var kominn með slæmt glóðarauga. -Það var Smith, sem býr á þriðju hæð, sagði eigandinn. - Hann réðst á mig rétt fyrir utan dymar. Sjáiði, hvernig hann hef- ur farið með mig, og hann sýndi plástrana á andlitinu og glóðar- augað. - Smith hefur alltaf verið að hóta mér, og hann er mesti vandræðamaður, og nú verður hann að fá mátulega hegningu. Smith sat og lét fara vel um sig í stólnum hjá sér, þegar Ráðgóður lögreglumaður kom inn til hans. - Hann hefur þá loksins fengið það, sem hann átti skilið, sá gamli, hrópaði Smith. - En það var ekki ég, sem veitti honum ráðninguna. Ég hef fjarvistar- sönnun. Síðustu tvo tímana hef ég setið hérna í stólnum mínum og horft á sjónvarpið. Þér sjáið líka hve mikið rignir. Sýnist yður ég hafa verið að koma inn rétt í þessu? Ráðgóður leit í kringum sig í íbúðinni. Svo sagði hann: - Ég er nú ekki alveg viss um, að þér séuð saklaus. Ég held meira að segja að verkin tali sínu máli. Hvers vegna taldi Ráðagóður lögreglumaður, að Smith hefði barið húseigandann? num9S e jba jnqod So ‘ujba 5(B( iuuaq jb So ‘jijquSaj ^oq iuunQ9tu -uioi( b qb ssocj EuSayy :jba§ (Úr sumarbókinni) I Mi&vikudagur 21. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.