Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Bankarnir Ótrúleg gjaldeyrissala Síðustu vikuna fyrir gengisfellingu seldu viðskiptabankarnir gjaldeyrir fyrir á annan miljarð króna Síðustu 5 dagana fyrír gengis- fellinguna á dögunum var slík gjaldeyrissala hjá viðskipta- bönkunum, að elstu starfsmenn þeirra muna ekki annað eins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hve mikill gjaldeyrir var seldur þessa daga, en Ijóst er að það var vel á annan mijjarð króna. Síðustu dagana fyrir gengisfellinguna keypti Landsbankinn gjaldeyri af Seðla- banka fyrir 371 miljón króna, Út- vegsbanki 222,5 miljónir og þar af 70 miljónir síðasta daginn og Búnaðarbankinn fyrir 100,6 milj- ónir, þar af 60 mi|jónir síðasta daginn. Það sem vekur mesta athygli er að Landsbankinn skuli hafa keypt svo mikinn gjaldeyri, vegna þess að hann gerir það nán- ast aldrei, hann skiiar inn gjald- eyri til Seðlabankans. Ástæðan fyrir þessari miklu gjaldeyrissölu er sú, að kaup- menn leystu út vörur í stórum stíl fyrir gengisfellinguna og eins var mikið um það að þeir, sem skuld- uðu mikið í erlendum gjaldeyri, greiddu skuldir sínar, eins og hægt var. Til að mynda munu olíufélögin hafa keypt mikið af gjaldeyri fyrir gengisfellingu, til að greiða sínar skuldir. Til samanburðar má geta þess að gjaldeyrissala Seðlabankans til viðskiptabankanna var 50% hærri þessa viku fyrir gengisfell- ingu en á sama tíma í fyrra ef framreiknað er og 65% hærri en frá 1. til 16. nóvember sl. S.dór Leiklist Þrír ein- þáttungar Neytendasamtökin Þingað um helgina Félagsmönnum í Neytenda- samtökunum hefur fjölgað um 25% frá því sl. vor og telur stjórn samtakanna að þar sé einungis um að ræða upphafið að enn meiri sókn þeirra til aukinna áh- rifa. Samtökin halda árlegt þing sitt á morgun, sunnudag, en þar mun m.a. rætt um samkeppnishömlur, hringamyndanir og neytenda- vemd. Frummælendur verða Vil- hjálmur Á fundinum verður kos- ið um nýjan formann samtak- anna, en Jón Magnússon núver- andi formaður gefur ekki kost á sér. Leikfélög Hafnarfjarðar, Kópavogsog Mosfellssveitar frumsýna í Bœjarbíói Hafnarfirði í kvöld Ikvöld kl. 20.00 frum- sýna þrjú áhugamanna- leikhús á höfuðborgarsvæðinu þrjá stuttu einþáttunga í Bæjarbí- ói í Hafnarfirði. Það eru Leikfé- lag Hafnarfjarðar, Leikfélag Kópavogs og Leikfélag Mosfells- sveitar sem hafa tekið saman höndum um þessa sýningu. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir einþáttunginn „Veislan“ eftir ungverska skáldið Ferenc Moln- ár en Vigdís Finnbogadóttir þýddi á íslensku. Leikstjóri er Pétur Einarsson en alls koma 13 Finnur Magnússon og Helga Harðardóttir sem Hann og Hún f Brúð- kaupsferðinni, einþáttungnum sem Leikfélag Kópavogs sýnir. Mynd- Atii. leikarar fram í sýningunni. Leikfélag Kópavogs sýnir „Brúðkaupsferðina“ eftir Dorot- hy Parker. Leikendur eru aðeins tveir, Hann sem Finnur Magnús- son leikur og Hún sem Helga Harðardóttir leikur. Leikstjóri er Bergljót Stefánsdóttir sem þýddi verkið ásamt Helgu. Leikfélag Mosfellssveitar flytur einþáttunginn „Ferðin til skugganna grænu“ eftir Danann Finn Methling. Aðeins eitt hlut- verk er í leiknum sem Guðfinna Sigurðardóttir fer með, en hún flytur lífshlaup konu frá fæðingu til dauða. Leikstjórar og aðstoð- armenn eru þau Bjarni Stein- grímsson, Guðmundur Davíðs- son, Jón Sævar Baldvinsson og Guðrún Árnadóttir. Eins og fyrr sagði er frumsýnig einþáitunganna í Bæjarbíói kvöld, 2. sýning á þriðjudags- kvöld kl. 20.30 og 3. sýning á fimmtudagskvöld á sama tíma. -*g FRÉTTASKÝRING Bankarnlr græddu alla vega á gengisfellingunni þó enginn annar hafi gert þaðl Þroskahjálp Selja hljómplötu og almanak Landssamtökin Þroskahjálp standa í stórræðum um þessa helgi því þá mun verða gengið í hús á Stór-Reykjavíkursvæðinu og fólki boðið að kaupa forláta almanak og gullfallega hljóm- plötu sem samtökin voru að gefa út. Almanakið gjldir um leið sem happdrættismiði og er m.a. Fiat Uno bifreið í vinning, sem dreg- inn verður út 31. janúar nk.. Að þessu sinni prýða almanakið grafíkmyndir eftir 13 íslenska listamenn en þar er um að ræða samvinnu Þroskahjáipar og fé- lagsins íslensk grafík. Almanakið kostar aðeins 200 kr. Hljómplatan, sem út kom í þessari viku, heitir Laufvindar. Þar koma fram tæplega 40 lista- menn og gefa þeir allir vinnu sína til styrktar þeim málefnum sem Þroskahjálp vinnur að. Platan verður eins og áður seld hús úr húsi en auk þess er hún til sölu í hljómplötuverslunum. Sala almanaksins og hljóm- plötunnar fer fram í dag, laugar- dag, og á morgun. Verður von- andi tekið vel á móti sölufólki enda til styrktar góðum málstað. Einokunarverslunin Meðlag til ALUSUISSE 9.6 miljónir dollara greiddir með raforku til stóriðju 1983. Forstjóri Landsvirkjunar viðurkennir að almenningur beri hallann af viðskiptunum við Alusuisse. Halldór Jónatansson fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar gerði merkilega játningu hér í blaðinu í gær. í athugasemdum við fréttaskýringu viðurkennir hann í fyrsta skipti að almenn- ingsveiturnar hafi greitt niður orkuna til stóriðju á árinu 1983, og er niðurstaða hans að þessi niðurgreiðsla hafi numið 5 milli- dölum á kflówattstund eða 15% af orkuverðinu. Landsvirkjun seldi á þessu ári 1939, 2 gígawatt- stundir til almenningsveitnanna og lætur þá nærri að niður- greiðslan nemi 9,6 miljónum doll- ara, sem mun fara hátt í að greiða öll starfslaun starfsmanna við ál- verið í Straumsvík svo dæmi sé tekið. Auk þess viðurkennir hann að sá kostnaður sem felst í af- gangsorku kerfisins sé eingöngu bókfærður á almenningsveiturn- ar f útreikningum Landsvirkjun- ar, og nemi þessi kostnaðarauki sem almenningsveiturnar eigi að bera einar um 10 millidölum eða þriðjungi raforkuverðsins. Með því að draga fjöður yfir þessar veigamiklu forsendur í út- reikningum sínum gat Halldór þannig leitt rök að því í viðtalinu við Morgunblaðið að verðið til ísal hefði ávallt verið réttlátt og hagstætt fyrir íslenska raforku- neytendur og færi sífellt batn- andi. En Halldóri bregst enn boga- listin þegar hann í síðari hluta at- hugasemdar sinnar fer að vitna í skýrslu sem Orkustofnun og Landsvirkjun gerðu á sínum tíma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sögn Halldórs, að „rafmagnssalan til ísal hafi ekki leitt til hækkunar á verðinu til al- menningsveitna nema síðursé“. í fyrsta lagi stangast þessi fullyrð- ing á við þá yfirlýsingu Halldórs sjálfs, að verðið til almennings- veitna hefði lækkað um 5 milli- dali á árinu 1983 ef stóriðjan hefði greitt samkvæmt gjaldskrá Landsvirkjunar. í öðru lagi mis- túlkar hann niðurstöður um- ræddrar skýrslu, en samkvæmt forsendum höfunda skýrslanna olli hið lága orkuverð til ísal hækkun á orkuverði til almenn- ingsveitnanna allt frá árinu 1977. Sú skýring Halldórs, að orku- verð sé óeðhlega hátt nú vegna þess að almenningsveiturnar en ekki ísal hafi greitt of lágt verð fyrir orkuna á árunum 1971-1982 er býsna fróðleg. Ekki síst í ljósi þess að sumarið 1982 var orku- verð til almenningsveitnanna um 50% hærra en áætlaður kostnað- ur við öflun viðbótarorku á með- an orkuverðið sem ísal greiddi var Vs af verðinu til almennings- veitna og 65% undir áætluðum kostnaði við öflun viðbótarorku til stóriðju. Auðvitað hefði mátt hækka verðið til almennings- veitnanna enn meira á þessum tíma og bæta þannig eigin fjár- hagsstöðu Landsvirkjunar. En það breytir ekki því dæmi að fyr- irtækið er rekið með bullandi tapi vegna orkusölunnar til ísal, og þetta tap er fært yfir á orkureikn- inga almennings sem greiða verð fyrir orkuna sem er langt yfir kostnaðarverði, eins og fram- kvæmdastjórinn hefur sjálfur rakið í umræddri athugasemd. Annað atriði sem vert er að benda á í skýringum forstjórans á hinu háa orkuverði til almenn- ingsveitnanna er að hann rekur helming orkuverðsins til vaxta- greiðslna. Það er ekki nema eðli- legt að það komi forstjóranum á óvart að fjármagn kosti peninga, því í verðútreikningum Lands- virkjunar á orkunni til Alusuisse hefur stofnunin jafnan gert ráð fyrir að þeir fjármunir sem þjóðin hefur fjárfest í mannvirkjum Landsvirkjunar eigi ekki að bera ávöxt. Viðskiptareglum Halldórs Jónatanssonar má líkja við kaup- mann sem verðleggur vöru sína út frá þeirri forsendu að stanslaus sala sé í versluninni allan sólar- hringinn og án þess að taka eðli- legan fjármagnskostnað inn í vöruverðið. Slíkur kaupmaður myndi ekki halda velli lengi í frjálsri samkeppni á Laugavegin- um eða í Austurstrætinu. En Halldór Jónatansson stundar ekki viðskipti sín samkvæmt regl- um hins frjálsa markaðs. Hann er í hlutverki faktorsins í þeim ein- okunarviðskiptum sem hér er um að ræða, og hann getur verið þess fullviss að fá upp í hallarekstur- inn úr vösum hinna íslensku þegna. Og það eru frjálshyggju- postularnir sem þessa dagana eru að löghelga þessa viðskiptahætti nýlendustefnu og einokunar á löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Ólafur Gíslason 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.