Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Svissneskir konfektmolar íslenska ríkisstjórnin er ekki buröug þessa dagana. í sjónvarpsumræðunni í fyrrakvöld kom í Ijós, að þrátt fyrir allan gorgeirinn er stjórn- in veik í sessi, hún nýtur ekki lengur meirihlutaf- ylgis kjósenda og efinn meðal stjórnarliðsins á þingi nagar og nagar. í hjarta sínu eru margir stjórnarþingmenn orðnir stjórnarandstæðingar og hafa megnustu fyrirlitningu á ríkisstjórninni og stefnu hennar. Gat einhverskilið Eyjólf Konr- áð Jónsson sem svo að hann væri að styðja ríkisstjórnina? í umræðunni töluðu þeirekki Ing- var Gíslason, Stefán Valgeirsson og Páll Pét- ursson. í þeim eru of margar ærlegar taugar til að þeir geti heilshugar stutt verstu ríkisstjórn frá lýðveldisstofnun. Þarsem ríkisstjórnin var ekki í vörn í umræð- unni í fyrrakvöld þar var hún á flótta. í stefnu- ræðu forsætisráðherra kom nánast ekkert ann- að fram en áform ríkisstjórnarinnar um að skerða kaupmáttinn enn frekar. Engin stefnu- breyting er boðuð frá hugmyndafræði nýfrjáls- hyggiunnar sem þessi ríkisstjórn hefur tileinkað sér. Afram á að verja hina ríku: Verslunarráðið, Vinnuveitendasambandið, félag frjálshyggju- manna, - þetta eru ærnar og kýrnar sem ríkis- stjórnin hefurstríðalið og mun stríðala, svo lengi sem hún hefur tóm til. Hagsmunagæsla ríkisstjórnarinnar fyrir ofs- tækisfulla hægri klúbba í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarsukkið í SÍS og milliliðunum er áfram kjölfesta stjórnarinnar samkvæmt stefnu- ræðu forsætisráðherra. Þar ríkti lognmollan,: kyrrstaðan, deyfðin og eymdin. Forsætisráð- herra hafði uppi veikar varnir fyrir gengisfel- lingum og kaupráni ríkisstjórnarinnar með því að kenna þjóðinni um aðfarir ríkisstjórnarinnar. En öll þau orð féllu dauð úr munni hans niður á pontuna í þinghúsinu. Fyrir utan stóð fólk í þögulli mótmælastöðu með blys í hendi. Fólkið mótmælir ríkisstjórninni. Þorsteinn Pálsson þingmaður af Suðurlandi fékk að tala í sjónvarpsumræðunni og ekki leyndi sér í máli hans, að ríkisstjórnin væri kom- in á flótta undan þjóðinni. Þorsteinn hafði það til málanna að leggja að biðja stjórnarandstöðuna um að vera með í úttekt á tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Sennilega hefur Sjálfstæðisflokk- urinn uppgötvað að það eru tvær þjóðir í landinu og hann þekkir ekki þá fjölmennari nema af afspurn. Hins vegar hefði stjórninni verið nær að gera úttekt á tekjuskiptingunni áður en hún greip til þess ráðs að standa fyrir gífurlegum fjármagnstilfærslum frá launafólki og fram- leiðsluatvinnuvegum til fyrirtækjanna og fjárm- agnsejgendanna. Engu að síður er tilboð Þor- steins heiðarleg viðurkenning á uppgjöf ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Málflutningur Bandalags Jafnaðarmanna og Kvennalistans olli nokkrum vonbrigðum meðal annarra stjórnarandstæðinga, þar sem þessir flokkar virðast á köflum gleyma því hvers konar ríkisstjórn situr að völdum í landinu. Þingmenn- irnir mættu gjarna skreppa út fyrir veggi alþing- ishússins og kynnast því hvernig almennt launafólk hefur það. Að sama skapi var fagnaðarefni að heyra í fuíltrúum Alþýðuflokksins sem virðast óðum vera að segja skilið við viðreisnarrómantíkina og horfast í augu við þann félagslega veruleika að launafólk gerir kröfu til þess að málstaður þess sé varinn á þingi. Þingmenn Alþýðubandalagsins, Ragnar Arn- alds, Guðrún Helgadóttir og Geir Gunnarsson fluttu ríkisstjórninni þann reiðilestur sem hún á margfaldlega skilið. í einfaldri dæmisögu sýndi Geir Gunnarsson fram á að ríkisstjórnin rekur atvinnustefnu sem er vinnandi íslenskri þjóð fjarstæðukennd og jafnvel hlægileg. Meðan framleiðsluatvinnuvegir eins og sjávarútvegur sem allt efnahagslífið hvílir á er að berjast í bökkum, er hlaðið undir verslunarbúlur í Reykjavík sem selja þarflaust bras. Þannig hef- ur verið opnuð búla í Reykjavík sem flytur inn með flugfrakt handunnið konfekt frá Sviss. Úti- bú verður opnað á næstunni. Hins vegar er verið að selja lífsbjörgina, togara á uppboði víða um land. Hver vill þiggja konfektmolann, hand- unninn frá Sviss úr lófa Steingríms Hermanns- sonar? DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefartdi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Pórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Otlft og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgrelðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Simavaralo: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsia, auglýsingar, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Pjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.