Þjóðviljinn - 02.02.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Landsvirkjun Díselkeyrslan óhagkvæm Halldór Jónatansson: Höfum mótmœlt aðferðum Rarik. Gjaldskráin í endurskoðun Vegna fréttar í Þjóðviljanum í dag um keyrslu Rafmagns- veitna ríkisins á dísilstöðvum til lækkunar á álagstoppum leyfi ég mér að fara þess á leit að blaðið birti eftirfarandi athugasemd í blaðinu á morgun: í Þjóðviljanum í dag er birt frétt þess efnis að Rafmagns- veitur ríkisins noti dísilvélar til framleiðslu rafmagns í stað þess að kaupa rafmagn frá Lands- virkjun. Það er rétt að Rafmagns- veiturnar hafa notað dísilvélar sínar lítillega s.l. mánuði til að lækka álagstoppa í viðskiptum við Landsvirkjun. Landsvirkjun hefur mótmælt þessari notkun Rafmagnsveitnanna á varastöðv- um sínum sem þjóðhagslega Díselkeyrslan Víst komið til góða Guðmundur Guðmundsson Rarik: Þetta hefur verið okkar hagur „Við erum alveg klárir á því að þessi keyrsla á díselvélunum hef- ur verið okkar hagur, enda vær- um við ekki að því að öðrum kosti“, sagði Guðmundur Guð- mundsson verkfræðingur hjá RARIK er Þjóðviljinn bar undir hann þau ummæli í athugasemd Halldórs Jónatanssonar forstjóra Landsvirkjunar að enginn vissi fyrr en árið er á enda hvort dís- elkeyrslan kemur Rafmagns- veitunum til góða. „Ég mótmæli því algerlega að þessi díselkeyrsla hafi ekki komið Rafmagnsveitunum til góða“, sagði Guðmundur. -Jg. Landbúnaður Ráðunauta- fundur Hinn árlegi ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins verður í Bændahöllinni 4.-8. febrúar n.k. Á fundinum verða flutt 40-50 erindi og teknir fyrír flestir þættir landbúnaðarins. í 16 erindum verður fjallað um hinar svo- nefndu „vaxtarbúgreinar“, (aukabúgreinar): kanínurækt, fiskeldi, svína- og alifuglarækt og hlunnindi. Gert er ráð fyrir að þátttakendur í fundinum verði um 100. -mhg Náttúruverndarráð Ráðherra brýtur lög 1 ályktun sem Náttúruverndar- ráð samþykkti í gær segir að ráðið líti svo á að það hafi tví- mælalaust heimild til að banna hvers konar umsvif við Mývatn og Laxá samkvæmt verndunar- lögum um svæðið. Ráðið telur að iðnaðarráð- herra hafi með Ieyfi sínu til kísil- gúrnáms „faríð út fyrir sitt vald- svið“, og er Náttúruverndarráð „staðráðið í því að láta reyna á það hvort umrætt leyfi fái staðist að lögum“. -m óhagkvæmri ráðstöfun, sem eng- inn veit heldur fyrr en árið er á enda hvort kemur Ragmagns- veitunum til góða í uppgjöri á raf- magnskaupunum. Af framangreindum ástæðum óskaði Landsvirkjun eftir fundi í iðnaðarráðuneytinu til að fjalla um þetta mál og var sá fundur haldinn í gær ásamt fulltrúum Rafmagnsveitna ríkisins. Á fund- inum varð að samkomulagi milli Landsvirkjunar og Rafmagns- veitnanna að leitað yrði ráða til að bæta samrekstur stöðva fyrir- tækjanna og koma í veg fyrir aukakostnað Rafmagnsveitn- anna af því að þurfa að framleiða rafmagn með dísilvélum þegar flutningskerfi þeirra getur ekki annað flutningi rafmagns frá Landsvirkjun. Jafnframt féllust Rafmagnsveiturnar á að hætta framleiðslu rafmagns með dísil- vélum sínum til lækkunar álag- stoppa. Varðandi gjaldskrá Lands- virkjunar skal tekið fram, að á s.l. sumri var hafin endurskoðun hennar m.a. með tilliti til vægis milli aflgjalds og orkugjalds. Er stefnt að því að endurskoðun þessari ljúki fyrir lok þessa árs. Virðingarfyllst Halldór Jónatansson forstjóri Ég er nú farinn að halda að inn- flutningur borgi sig. Fertugsafmæli Reykjalundar var haldið hátíðlegt í gær. Fyrir 40 árum hófst á Reykjalundi starfsemi fyrir berklasjúklinga. Nú er þar alhliða sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Eftir hátíðasamkomu á Reykjalundi ígærhittum viðþettalífsglaða fólkísundi. Þau heitafrá vinstri: Elín Sigurbergsdóttir, Jóhanna Þórólfsdóttir, Þóra Þorvarðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, María Guðmundsdóttir, Anton Ármannson og Guðmundur Jónasson. Við hittum fjölda annarra vistmanna og starfsmanna á vinnuheimilinu og segjum frá því í mannlífi í næstu viku. Mynd -eik. Skyldusparnaðurinn Mun meira fer út en inn 82 miljón kr. halli á liðnu ári. Innheimtan ígóðu lagi en undanþáguheimildir nýttar tilfullnustu Astæðan fyrir þessum mikla halla á skyldusparnaðar- reikningnum á síðasta ári er ein- faldlega sú að undanþáguheim- ildir samkvæmt lögum eru svo margvíslegar að þær gefa því fólki sem vill ná sínu út aftur góða möguleika til þess, sagði Jens Sö- rensen deildarstjóri hjá Veðdeild Landsbankans í samtali við Þjóð- viljann. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær varð hallinn á skyldusparn- aðarreikningi Húsnæðisstofnun- ar 82 miljónir á liðnu ári en stjórnvöld höfðu upphaflega reiknað með að skyldusparnað- urinn gæfi af sér 45 miljónir í húsnæðissjóði landsmanna. Aðspurður hvort ástæðan fyrir þessum mikla halla væri sú að skyldusparnaðurinn skilaði sér ekki til veðdeildar, sagði Jens að svo væri ekki. Nýlega hefði verið gerð könnun á innheimtunni og hún komið jafnvel betur út en menn áttu von á. „Ég held að skýringarinnar sé ekki að leita þar, heldur að það er alltof auðvelt að ná þessum peningum aftur út“, sagði Jens. -Jfi- BJ Landsfundur um helgina Landsfundur Bandalags jafn- aðarmanna stendur um þessa helgi. Fundurinn var settur á Hótel Loftleiðum kl. 21 í gær- kvöldi og sátu þingmenn banda- lagsins fyrir svörum. f dag eru stjórnmálaumræður í þremur „málstofum", sem af- markast af málaflokkum. Einnig verða frjálsar umræður „á kass- anum“ í klukkutíma. Á morgun, sunnudaginn, verða skipulags- mál og stjórnmálaályktun af- greidd. Áætlað fundinum verði slitið kl. 16.00. -óg Kísiliðjan Öll kurl ekki komin til grafar Þorgrímur Starri: Hver vill bera ábyrgð á að kippa lífríkinu til baka um 2000 ár? Fyrst af öllu vil ég leiðrétta það, sem stendur í Þjóðviljanum í gær, að iðnaðarráðherra hafi ákveðið að veita Kísilgúrverk- smiðjunni við Mývatn 10 ára starfsleyfi. Hið rétta er að ieyfið hljóðar upp á 15 ár, sagði Þor- grímur Starri er blaðið hafði samband við hann í gær. - Égvillíkaaðþaðkomitram, að það eru ekki bara landeigend- ur hér, sem hlut eiga að undir- skriftunum undir það mótmæla- skjal, sem sent var iðnaðarráð- herra, heldur og aðrir heimilis- menn. Og því fer fjarri að öll kurl komi þarna til grafar því þessum undirskriftum var safnað á einni dagstund. Það, sem hratt þessum undir- skriftum af stað var, að hrepps- nefnd Skútustaðahrepps sendi iðnaðarráðherra einskonar bæn- arskrá þar sem beðið var um „í það minnsta 15 ára leyfi“, fyrir verksmiðjuna. En 15 ára leyfi þýðir það, að ytri flóinn í vatninu nægir ekki og þá verður farið í syðri flóann, sem er stærsti hluti vatnsins og mun dýpri. Og það er alveg ljóst, að ef farið verður að herja á setlögin í syðri flóanum verður lífríki Mývatns kippt til baka um 2000 ár eða meir. Hver vill bera ábyrgð á því athæfi? spurði Þorgrímur Starri. -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.