Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 7
Ásgeir Svavarsson, Kristján Þór Jónsson og Ásgeir J. Allason. í fjölbrautarsmiðju í Fjölbrautaskólanum í Breiöholti er komin á sú hefð að í febrúar ár hvert er nemendum 9. bekkjar grunnskólanna í ná- grenni skólans boðið í kynningar- heimsókn á Tæknisvið skólans. Grunnskólanemendurnir fá heilan dag til að smíða sér hlut úr tré, málmi eða rafefnum undir leiðsögn kennara og nemenda í FB. Þannig geta grunnskóla- nemendur betur gert sér grein fyrir því hvort iðnnánt höfðar til þeirra og þurfa ekki að fara sjálf- krafa í menntaskóla eða vers- lunarskóla vegna vanþekkingar á öðrum menntunarmöguleikum. Tæknisvið FB býður upp á eins árs grunnnám í tréiðnum, málm- iðnum og rafiðnum og er það undirbúningur sem er tekinn gildur inn í hvaða iðnskóla sem er og í margskonar iðnnám. Við FB er hægt að stunda iðnnám í rafvir- kjun, húsasmíði, vélvirkjun og rennismíði og tekur það um 3 ár að öðlast sveinsréttindi í þessum greinum. Eftir sveinspróf er hægt að halda áfram til stúdentsprófs og tekur það 2 ár í viðbót. FB er því fullgildur iðnskóli og býður þar að auki upp á framhaldsnám til stúdentsprófs sem jafngildir náttúrufræði- eða eðlisfræði- Bryngeir Jónsson deildar stúdentsprófi. Alls kyns hliðarnám er einnig mögulegt eins og sjókokkapróf, verslun- arpróf eða íþróttaþjálfunarpróf. Þegar Glætan rakst inn í smiðju FB voru þar nokkrir ne- mendur úr Árbæjarskóla að reyna getu sínu við verkmenntir. Það var áberandi að engar stelpur voru á verknámskynningunni. Viðstaddur kennari í vélavið- gerðum, Albert Ríkarðsson, sagði að það kæmi alltof fáar stelpur og var hann óánægður með fálæti kvenfólksins gagnvart tæknisviðinu. Taldi hann stelp- urnar ekki kunna að nýta sér möguleíkana í skólakerfinu og val þeirra oft hefðbundið þó kon- ur væru löngu búnar að sanna að þær gætu „keyrt þungaiðnað". Bryngeir Jónsson sagðist vera að geirnegla með „handfræs" í tréiðnaðardeildinni. Hann lét sér fátt um tréiðnina finnast og sagð- ist ekki vera neitt hrifinn, væri bara að prufa. Vignir Björnsson sem líka var að geirnegla með „handfræs" var hins vegar öllu jákvæðari og sagði að hann gæti vel hugsað sér þetta, að minnsta kosti væri hann ák- veðinn í að fara í verknám og ekki eitthvað bóklegt. Honum þótti alltof lítið um starfskynningar, og þeim ekki gefinn nógur tími. í rafsuðu- og logsuðudeild hitt- um við fyrir þá Asgeir Svavars- Vignir Björnsson son, Kristján Þór Jónsson og Ás- geir Jamil Allason. Þeir gáfu sér varla tíma til að líta upp frá log- suðunni enda áhugasamir mjög. Ásgeir Svavarsson sagðist vera ákveðinn í að læra járnsmíði, Kristján hafði mestan áhuga á vélvirkjun en Ásgeir Jamil var ekki búin að gera upp hug sinn ert sagðist mundu fara í eitthvert verknám, það væri á hreinu. aró Föstudagur 1. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.