Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 6
FURÐUR Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Reykjavík 1985 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1985 sem hér segir: 1. a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu ( atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagna, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1981 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla verður birt síðar. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá kl. 8.00 til 16.00 hjá bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík, á tímabilinu frá 1. mars til 18. október: 1. mars til 29. mars 1. apríl til 30. apríl 2. maí til 31. maí 3. júní til 28. júní 1. júlí til 12. júlí 26. ágúst til 30. ágúst 2. sept. til 30. sept. 1. okt. til 18. okt. ökutæki nr. R-1 -R-15000 ökutæki nr. R-15001 - R-30000 ökutæki nr. R-30001 - R-43000 ökutæki nr. R-43001 - R-55000 ökutæki nr. R-55001 - R-60000 ökutæki nr. R-60001 - R-62000 ökutæki nr. R-62001 - R-70000 ökutækinr. R-70001 -R-74000 Við skoðun skulu menn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigubif- reiðum skal vera sérstakt merki með bókstafnum L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. i skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1984. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðun- ar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sekt- um samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. febrúar 1985. Sigurjón Sigurðsson. Blaðberar óskast Grettisgötu og Fossvog uomiuiNN Sími 81333 Blikkiðjan lönbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI 46711 ÓDÝRARI bamaföt bleyjur leikföng •sk'Pv Dúlla Snorrabraut Lokað í dag f.h. vegna jarðarfarar Gunnars Ólafssonar forstjóra Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins Rannsóknaráð ríkisins Sálfrœði Mánudagur er ekki til mæðu! Ohöpp eru ekki tíðust ámánudögum. Mánudagur til mæðu er ís- lenskt orðtak og í flestum löndum finnast viðlíka orðhættir. Nú hafa tveir bandarískir sálfræðingar við háskóla í New York sýnt fram á að þetta á ekki við rök að styðj- ast. Þeir rannsökuðu nákvænt- lega dagbækur 50 hjóna og kom- ust að því, að slys eða óhöpp voru ekki tíðari á mánudögum en öðr- um vikudögum. Þeir komust líka að því, að mánudagsþunglyndið svokallaða er líka ekkert annað en goðsaga, fólk er alveg jafn þunglynt á öðr- um virkum dögum vikunnar! Sálfræðingarnir athuguðu líka hversu lengi fólk er yfirleitt í geð- vonskuköstum og komust að því út frá dagbóku.num að fáir eru reiðir maka sínum lengur en sól- arhring í einu. Jafnvel þó menn legðu sig fram um að viðhalda illskunni kom í ljós að það var afskaplega erfitt að vera í fýlu meir en dag í senn! - ÖS Stærðfræði Bandarískir unglingar slakastir Japanir bestir. Af unglingum frá 22 löndum voru þeir bandarísku slappastir hvað verða margar eldspýtur not- aðar í tíundu myndinni? a) 30 b) 33 c) 36 d) 39 e) 42 Helmingur allra sem tóku þátt í könnuninni svöruðu þessu rétt, japönsku þátttakendurnir voru bestir en 62 prósent þeirra voru með rétta úrlausn. Bandaríkin ráku lestina, einungis 41 prósent gáfu rétt svar. (Úr Science 84) Ac •(q J3 JBAS »3H) Einstakt snoppufar Á stórbúum erlendis þar sem miklar nautgripahjarðir ganga meira eða minna sjálfala er oft erfitt að þekkja strokugripi. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar, þar á meðal brenni- merkingar, frostbrunar, tattóver- ingar auk hinna hefðbundnu á- föstu merkja. En nú hefur gamal- reyndur leynilögreglumaður frá Wales, Moelwyn Llewellyn, fundið upp nýja aðferð. Hann hefur komist að því að sérhvert dýr hefur einstakt snoppufar - einsog mannskepnan hefur hver sitt sérstaka fingrafar - og með því að taka snoppuförin og geyma á spjaldskrá er hægt að búa til kerfi til að þekkja gripi í sundur. Uppfinningamaðurinn hefur sett upp fyrirtæki og auk nautgripabænda hafa honum borist fyrirspurnir frá dýragörð- um og mönnum sem starfrækja hundaveðhlaupabrautir. Könnun á stærðfræðigetu ung- linga frá 22 löndum leiddi í ljós að á nær öllum sviðum stærðfræð- innar voru bandarískir unglingar við eða neðan við meðallag. Jap- anskir unglingar voru hins vegar langbestir. Könnunin náði til 11 þúsund bandarískra unglinga. Þeir sýndu ágæta hæfni við að leysa einföld reikningsdæmi en áttu hins vegar mun erfiðar með að leysa úr vandamálum sem kröfðust dýpri hugsunar. Það sem oili bandarískum skólamönnum þó mestu hugar- angri var, að frammistaða úrvals námsmanna í bandarískum skólum (þeirra sem sökum hæfi- leika sinna höfðu verið valdir í hina svokölluðu „advanced placement calculus classes“), var ekkert betri en meðalnáms- manna í hinum löndunum 21. Þegar úrlausnir þessara úrvals- nema höfðu verið teknar úr hin- um 11 þúsund og meðalhæfni þeirra reiknuð sérstaklega, þá kom í ljós að bandarísku úr- valsnemarnir stóðu jafnfætis meðalnemum hinna landanna, og voru 10 prósent slakari en jap- anski meðalneminn. Eftirfarandi reikningsdæmi var í prófinu, sem lagt var fyrir ne- mendur í 22 löndum: Eldspýtum er raðað á eftirfarandi hátt: |\ u l~l\ i r I I J/ Ef mynstrinu er haldið áfram, 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.