Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 13
Það er mikilvægt fyrir okkur ef þið sýnið okkur samstöðu og skiining á okkar málstað, að þið reynið að spyrja skynsamlega um okkar mál og án fordóma, að þið reynið í vel- vild ykkar að umgangast okkur eins og jafningja, en ekki eins og húsbóndi þjón. Svo segir Jacqueline Williams, sem starfar að æskulýðsmálum á vegum Samkirkjuráðs Suður- Afríku og hefur nú farið um landið og komið fram á fundum fjölmörgum um apartheid, kyn- þáttakúgunarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Heimsókn hennar er í tengslum við samnorrænt verkefni í þágu æskufólks í Suður-Afríku og mannréttinda til handa hinum þeldökka meiri- hluta þar í landi. Gríman hefur breyst í viðtali við Þjóðviljann var hún fyrst spurð um síðustu fregn- ir frá Suður-Afríku, þar sem lög- regla hefur drepið margt manna að undanförnu og forystumenn Sameinuðu lýðræðisfylkingar- innar, UDF, sem berst gegn ap- artheid, hafa verið fangelsaðir. - Stjórnin kveðst vilja umbæt- ur og breytingar, ekki síst til þess að líta betur út í augum heimsins, og svo til þess að gera okkur ap- artheid þægilegra ef svo mætti segja. En það er ekki þægilegra apartheid sem við viljum, heldur réttur okkar til að lifa eins og menn, sagði Jacquline Williams. í reynd hefur yfirvaldið svo hvergi slakað á, hundruð manna létu lífið í átökum á fyrra ári og um fjörutíu hafa víst látið lífið fyrir kúlum lögreglunnar það sem af er þessu ári. Og margir hafa verið handteknir og margir verða dæmdir fyrir landráð - þ.e.a.s fyrir að hafa „boðað ofbeldisað- gerðir". Sem þeir eru reyndar saklausir af. Harkan sýnir líka að í raun er stjórnin vanmáttug, hún hefur aðeins þennan sterka og vel búna her. Sem nægir til að kúga líkama okkar en ekki anda. Gríman sem sett er upp er vin- samlegri en áður, en undir niðri hefur ekkert breyst. Og enn sem fyrr hafa Vesturlandabúar til- hneigingu alltof sterka til að trúa því, sem hvíta stjórnin segir - vegna þess að svo margir eiga hagsmuna að gæta í Suður- Afríku. Menn vilja helst ekki taka eftir neinu öðru, nema þeir standi frammi fyrir fregnum um meiriháttar blóðbað. Nauðungar flutningar Það er haldið áfram að flytja Jacqueline Williams: við viljum ekki þolanlega apartheid heldur rétt okkar til að lifa eins og menn. fólk nauðugt frá heimilum sínum og til „heimlandanna", til bant- ústananna svonefndu. Þeir eru búnir að flytja þrjár miljónir og ætla víst að flytja miljón í viðbót. Fólki er hrúgað saman á þurrum, ófrjóum og þétt setnum svæðum búpeningur þess deyr, jafnvel vatn er af svo skornum skammti víða að menn verða að borga fyrir hverja fötu. Dauðsföll eru tíð. Fjölskyldunum er sundrað því einatt eru karlmennirnir neyddir til að gerast farandverkamenn ór- alangt að heiman. í „heimalönd- unum“ myndast svo fullkomlega óeðlilegt samfélag öldunga, kvenna og barna. Þessar aðstæð- ur hafa hrikalegustu afleiðingar fyrir lífshætti okkar og afrískan menningararf - kannski verðum við innan tíðar allt annað fólk en við höfum verið. Án ofbeldis? - Nú er deilt um það einatt, hvort berjast skuli gegn apart- heid án ofloeldis eða með öðrum ráðum. - Ofbeldi ríkisins fæðir alltaf af sér ofbeldi. Mótmælaaðgerðir okkar byrja alltaf friðsamlega, en svo kemur lögreglan og ræðst gegn okkur og er svarað með grjótkasti og þá er skotið á okk- ur. Ég er stundum að furða mig á þessu hugrekki skólanema og stúdenta, sem svara byssum með grjótkasti - það þýðir a.m.k að þau eru ekki hrædd, að einhver frelsisneisti hefur kviknað sem lifir sterku lífi, þrátt fyrir þá undirgefni sem reynt var að troða í okkur í uppeldinu. Það er því einatt erfitt að tala um baráttu með eða án ofbeldis. Aðstæður spyrja um mcira eða minna ofbeldi. Og enn sem kom- ið er vill fólkið halda ofbeldi í lágmarki. - Desmond Tutu biskup hefur sagt: Ég óttast að sá tími komi að enginn hlusti á menn eins og mig, þ.e.a.s. þá sem boða friðsamleg- ar aðferðir. Hvað segir þú um það? - Tutu er göfugur maður og á sér draum sem menn hljóta að virða. Hann fékk vitanlega Nó- belsverðlaunin vegna þess, að hann boðar friðsamlega baráttu. Vandinn er bara sá að stjórnin vill ekki heldur leyfa friðsamlega baráttu. Þess vegna er forysta Sameinuðu lýðræðisfylkingar- innar í fangelsi. Ef það er ólög- legt að vera friðsamur, hvað ger- Framhald á bls. 18 Harkan sýnir að stjómvöld em vanmáttug... Viðrœður við Jacqueline Williams: Munið að þið búið við mannréttindi sem hœgt er að beita til gagns 28. mars er á fimmtudaginn! Sýnum í veifci samstöðu okkar með suðurafrískri æsku Undanfarin ár hafa nemendasamtök á Norður- löndum í samvinnu við hjálparstofnanir kirknanna í viðkomandi löndum staðið fyrir verkefnum til stuðn- ings æsku þriðja heimsins. Á þessu ári, 1985, al- þjóðaári æskunnar, er verkefnið í fyrsta sinn unnið á samnorrænum grundvelli. Hefur apartheid (aðskilnaðar-) stefna stjórnvalda í Suður-Afríku verið valin sem viðfangsefni. Verkefninu hefur ver- ið gefið nafnið „Nordisk operation dagsværk, N.O.D. '85“. Hápunktur verkefnisins verður 28. mars nk. Þann dag mun fyrirtækjum, vinnuveitendum og al- menningi boðinn vinnukraftur námsfólks gegn greiðslu lágmarkslauna. Námsfólk og hjálparstofn- anir kirknanna á íslandi og í Færeyjum hafa ákveð- ið í samráði við Samkirkjuráð S-Afríku (SACC) að fénu sem safnast verði veitt til æskulýðsdeildar SACC, sem verji því til uppbyggingar í menntamálum. SACC hefur mikið verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum undanfarið vegna þess að fram- kvæmdastjóri samtakanna, Desmond Tutu, hlaut friðarverðlaun Nóbels 1984, fyrir tilraunir sínar til að vinna sigur á apartheidmeð friðsamlegum baráttu- aðferðum. Til viðbótar þeim fjármunum sem safn- ast fyrir dagsverk er í ráði að hafa almenna söfnun til sama verkefnis. Sýnum í verki samstöðu okkar með s-afrískri æsku sem berst gegn allri þeirri kúgun og óréttlæti sem hún er beitt af s-afrískum stjórnvöldum í krafti aðskilnaðarstefnunnar (apartheid). Það gerum við best með því að leigja vinnukrafta nemenda í einn dag þann 28. mars. Það gerum við með því að hafa samband við NOD nefndir eða nemendafélög í framhaldsskólum landsins, eða leggja framlag inn á gíróreikning N.O.D. 85. Okkar stuðningur mun gefa s-afrískri æsku von um bjartari framtíð. (Frá N.O.D. á íslandi). Þriðjudagur 26. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.