Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 15
Það er líka... Framhald af bls. 18 að taka yfir nokkur svið stjórnsýslunnar. Við höfum yfir- tekið skattheimtuna og setjum sjálf okkar skattheimtureglur. Á því sviði er Danmörk eins og hvert annað erlent ríki gagnvart okkur. Hér borga menn einungis skatt til sveitarfélagsins og „landskassans", sem er ríkissjóð- ur Færeyja. Landskassinn fær tekjum sínar af álögðum sköttum og tollum. Gilda tollareglur Efnahags- bandalagsins ekki fyrir Fær- eyjar? Nei, það virkar ekki þannig. Við höfum gert samninga um tolla, en við setjum okkar tolla- reglur fyrst og fremst sjálf. Gengisfelling ómöguleg Nú búið þið við danskan gjald- miðil í Færeyjum og hafið til dæmis ekki möguleika til þess að breyta verðgildi hans eins og tíð- kast hér á landi. Hverju breytir það um efnahaginn og fjármála- stjórnina? Jú það hefur einfaldlega þau áhrif að við þurfum að grípa til annarra lausna í vandamálunum. Vandamál okkar og ykkar eru svipaðs eðlis, viðskiptahalli, er- lendar skuldir og offjárfesting. Við höfum hins vegar ekki þann möguleika að fella krónuna. Þetta hefur áhrif á viðskiptahall- ann og skuldirnar. Þegar gengið er fellt hér á landi er það venjulega skýrt með þeim hætti að fiskiðnaðurinn þurfi að fá fleiri íslenskar krónur fyrir þann gjaldeyri sem hann afiar til þess að mæta hækkandi kostnaði innanlands. Eru styrkir til sjávar- útvegs í Færeyjum samskonar hagstjórnartæki og gengisfelling- ar á Islandi? Jú, það má segja að hér sé um nokkra hliðstæðu að ræða. Helmingi hœrra kaup En nú vitum við til þess að laun í Færeyjum eru allt að því helm- ingi hærri en hér á landi, hvernig geta færeyskir atvinnurekendur greitt svona miklu hærri laun? Jú, þetta er ágæt spurning, þótt svarið liggi kannski ekki alveg á lausu. Verkamaður í Færeyjum hefur um 58 krónur danskar í tím- ann á meðan launin hér eru kann- ski rúmar 30 krónur. Venjulega fer afgreiðslugeta atvinnuveg- anna eftir framleiðni og hagræð- ingu en ég hef þó ekki trú á því að framleiðni í færeyskum sjávarút- vegi sé helmingi meiri en hér á landi. En einhver hluti skýringar- innar hlýtur að felast í þessu. Styrkveitingarnar til sjávarút- vegsins í Færeyjum skipta kann- ski líka einhverju máli í þessu sambandi. Þið reynið að leysa ykkar vandamál eftir öðrum leiðum en við, meðal annars vegna þess að þið búið ekki við stöðugan gjaldmiðil. Okkar sterki gjaldmiðill veitir visst að- hald og verkar gegn sveiflum í efnahagslífinu. Að hvaða leyti skilur stefna nú- verandi stjórnar sig frá stefnu fyrri ríkisstjórnar? Fyrri ríkisstjórn í Færeyjum kom til valda 1980. Hún kallaði sjálfa sig „borgaralegan valkost" og eitt meginmarkmið hennar í upphafi var að sögn ráðherranna að grynnka á erlendu skuldun- um, sem námu einum miljarði. Öll stefna þeirra gekk hins vegar þvert á yfirlýst áform. Hverskyns opinberir styrkir til atvinnufyrir- tækja hafa stórlega vaxið á stjórnartímanum, opinber út- gjöld hafa vaxið þvert ofan í áform um samdrátt og erlendu skuldirnar þrefölduðust á valda- tíma stjórnarinnar. Það voru þessir þættir efnahagsmálanna sem við lögðum megináherslu á í kosningabaráttu okkar. Slöngur í landskassanum Við erum vön að segja í Fær- eyjum að það séu of margar og gildar slöngur í landskassanum. Þar er meðal annars átt við alla þá styrki sem veittir eru til atvinnu- vegana. Það verður okkar verk- efni að fækka þessum slöngum og minnka sogkraft þeirra. Stuðningurinn við sjávarútveg- inn hófst á síðasta áratug. Það gerðist samfara þeim breytingum sem urðu á færeyskum sjávarút- vegi þegar við þurftum að draga stórlega úr veiðum á fjarlægum miðum og takmarka þær að mestu við færeyska landhelgi. Við fórum þá að veiða ýmsar fisk- tegundir, sem lítið eða ekkert höfðu verið nýttar áður. Styrk- irnir sem veittir eru fara fyrst og fremst til þessara nýju tegunda eins og t.d. spærlings. Það er erf- itt að losa sig úr þessu styrkjaneti þegar menn eru einu sinni flæktir í því, en við erum knúin til að taka þessa stefnu til endurskoðunar. Hvernig er efnahagslegum samskiptum íslands og Færeyja háttað? Slík samskipti á milli landanna eru mjög takmörkuð. íslendingar kaupa nánast ekkert frá Fær- eyjum. Við kaupum hins vegar svolítið af lambakjöti frá íslandi og nokkrar aðrar vörur. Við- skiptin á milli landanna eru því lítil. Hins vegar höfum við haft leyfi til takmarkaðra veiða í ís- lenskri fiskveiðilögsögu. Þær veiðar hafa einnig farið minnkandi á síðari árum. ólg I Styrkir til náms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóöa fram styrki handa íslendingum til náms á Italíu á háskólaárinu 1985-86. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eöa rannsókna .viö háskóla að loknu háskólaprófi eöa náms viö listaháskóla. Styrkfjárhæð- in nemur 450.000 lírum á mánuði. Jafnframt bjóöa ítölsk stjórnvöld fram í löndum sem aðild eiga aö Evrópuráðinu nokkra styrki til framhaldsnáms eða rannsóknastarfa á Ítalíu aö loknu háskólaprófi framangreint skólaár. Ekki er vitaö fyrirfram hvort nokkur þeirra styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknum um framangreinda styrki skal skila til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 11. apríl n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 22. mars 1985. ■P Drekkum mjólk Til að bein líkamans vaxi eðlilega í œsku og haldi styrk sínum á efri árum þurfa þau daglegan skammt af kalki. Mjólkin er ríkasti kalkgjafi sem völ er á. Kalkið f henni er auðnýttara en f öðrum fœðutegundum því í henni er einnig Dvftamfn sem er nauðsynlegt til að kalkið nýtist líkamanum. Líkaminn framleiðir ekki kalk sjálfur en verður að treysta á að daglega berist honum nœgilegt magn til að halda eðlilegri líkamsstarfsemi gangandi. 99% af kalkinu fer til beina og tanna; hjá bömum og unglingum til að byggja upp eðlilegan vöxt, hjá fullorðnu fólki til að viðhalda styrknum og hjá ófrískum konum og brjóstmœðrum til viðhalds eigin líkama auk vaxtar fóstursins og mjólkurframleiðslu í brjóstum. Kalkið gegnir því veigamiklu hlutverki og skortur á því getur haft alvarlegar afleiðingar, Algengasta einkennið er beinþynning, hrörnunar- sjúkdómur sem veldur stökkum og viðkvœmum beinum, bognu baki, hryggskekkju o.fl. Með daglegri mjólkurneyslu má koma f veg fyrir kalkskort og afleiðingar hans, byggja upp sterk bein hjá börnum og unglingum og viðhalda styrknum hjá fullorðnu fólki Afleiðingar beinþynningar A B C HÆÐ ALDUR Hvernig beinþynning ieikur útlítíö A. Eðlileg lögun og eðlileg hœð B. Bogið bak og minni hœð C. Herðakistill og enn minnl hœð MJÓLKURDAGSNEFND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.