Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 2
HVERNIG ENDAST LAUNIN? Katrín Helgadóttir Farið versnandi „Það gengur alls ekki vel. Þetta hefur farið versnandi enda allar vörur hækkað mikið. Það er erfitt að ná endum saman“, sagði Katr- ín Helgadóttir verslunarmaður. „Mér finnst þessar kauphækk- anir aldrei hafa skilað sér til okk- ar. Ég vil helst ekki verkföll, mér finnast þau leiðinleg, en ég held að það gerist karinski ekkert öðruvísi. Það situr aldrei neitt eftir þegar búið er að semja“, sagði Katrín. -fg. Alda Tómasdóttir Verðum að fá kauptryggingu „Það gengur alls ekki nógu vel og ég myndi segja að þetta væri verra en áður var“, sagði Alda Tómasdóttir verslunarmaður. „Prósentuhækkanir hafa alls ekki komið okkur til góðs. Þeir sem mest hafa fyrir hafa hirt allan ágóðann af þeim. Það verður að ná fram einhverri kauptryggingu sem ekki má vera lakari en láns- kjaravísitalan. Annað gengur ekki. Ég hef annars enga trú á því að nokkuð gerist, það gerist aldei neitt af viti í þessum málum“, sagði Alda. -íg. Eygló Jónsdóttir Knýja á um bætur „Við erum tvö sem vinnum úti og ég þarf því ekki að kvarta, en ég veit að mörgum gengur illa að láta enda ná saman", sagði Eygló Jónsdóttir verslunarmaður. „Ég held að það sé betra að hafa stutta samninga og reyna að knýja einhverjar bætur fram strax. Hins vegar hef ég því miður enga trú á því að það takist en það væri reynandi að gera eitthvað átak í þessum málum. Ég heyri í kringum mig að fólk er farið að tala meira um þessi mál en áður“, sagði Eygló. -Ig FRETTIR Neskaupstaður Hækka kaupið! Síldarvinnslan býður starfsfólki 7% hœkkun ofaná bónus. Greiðir dagvistargjöld niður um helming. Vilja halda starfsfólkinu. Guðjón Smári Agnarsson framkvstj.: Hefur haftgóð áhrif Sfldarvinnslan í Neskaupstað borgar starfsfólki sínu 7% aukaálag á bónusgreiðslur og greiðir niður dagvistargjöld fyrir börn starfsmanna um helming. Með þessu móti hefur fyrirtækinu tekist að halda sínu fólki og tryggja full afköst í frystihúsinu en mannekla vegna lélegra launa hefur komið illa við frystiiðnað- inn í vetur. „Við gripum til þessa ráðs um áramótin að hækka bónusinn og greiða niður dagvistargjöldin og ég er alveg viss um að þetta hefur haft góð áhrif og tryggt okkur vinnuafl", sagði Guðjón Smári Agnarsson framkvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar í samtali við Þjóðviljann í gær. Niðurgreiðslur dagvistargjalda nema um 1500 kr. á mánuði fyrir heilsdagsvistun og bónusaukinn getur skipt þúsundum króna. „Ég tel þetta vera ákveðna við- leitni en það er alveg vitað mál að lág laun í fiskvinnslunni hafa fælt frá og það hefur komið mjög illa við þessa vinnslu að geta ekki boðið uppá betri launakjör. Þaö verður að búa þannig að fisk- iðnaðinum að hann geti greitt fólki viðunandi laun“, sagði Guðjón Smári. -Jg- Ég fyrirbýð að minn póstur fari í gegnum hendurnar á þessum Jóhanni! Keflavík Fær póstinn eftir allt saman Bæjarstjóri vildi ekki una samþykkt bœjarstjórnar. Bœjarráð bókaði gegn samþykktinni. Bœjarstjórn tók málið aftur upp. Jóhann Geirdal: Fagna endanlegri niðurstöðu Bæjarstjórn Keflavíkur ræddi í þrjár klukkustundir á fundi sl. þriðjudagskvöld um bréfa - sendingar bæjarstjóra til bæjar- fulltrúa. Eins og Þjóðviljinn hef- ur áður skýrt frá fékk Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Keflavík samþykkt i bæjarstjórn í síðasta mánuði að allur póstur er stflaður er á bæ- jarstjórn bærist í hendur bæjar- fulltrúa en áður hafði Jóhann mótmælt því að fá ekki þau erindi er ættu að berast bæjarstjórn. Ekki var bæjarstjóri sáttur við afgreiðslu bæjarstjórnar og tók málið fyrir á fundi bæjarráðs, er taldi samþykktina á misskilningi byggða. Bókaði bæjarráð að það sæi ekki ástæðu til að breyta dreifingu bréfa og gagna til bæjaryfirvalda frá því sem verið hafði. Jóhann Geirdal tók þessa bókun fyrir þegar á næsta fundi bæjarstjórnar og benti á að það væri engan veginn í verkahring bæjarráðs að segja til um fram- kvæmdir á samþykktum bæjar- stjórnar. Urðu miklar umræður um málið á fundinum og lögðu fulltrúar meirihlutans um síðir fram nýja tillögu þar sem segir að senda skuli bæjarfulltrúum til fjölföldunar. Var tillagan sam- skipta bæjarráðs af málinu. Ég fundargerðir bæjarráðs næsta þykkt en Jóhann sat hjá. fagnaði þesari niðurstöðu en virka dag eftir fund ráðsins ásamt „Þessi samþykkt er til veru- benti jafnframt á að bæjarstjóri ljósriti þeirra erinda sem þar eru legra bóta og þarna er í raun til- hefur þverskallast við að hlýta tekin fyrir sé þar ekki um sérstök gangi minnar upphaflegu tillögu fyrirmælum bæjarstjórnar að trúnaðarmál að ræða eða ljóst náð. Hins vegar sat ég hjá við hluta“, sagði Jóhann Geirdal. megi vera að efnið sé ekki ætlað afgreiðsluna vegna furðulegra af- -Ig. Landbúnaðarmál Vantraust á Jón! Bœndafundur íHúnaveri ályktar: Vítum harðlega þátttöku fulltrúa og framámanna bœnda ískrípaleiknum. Krefjumstþess að afgreiðsla frumvarpsins um Framleiðsluráðslögin verði stöðvuð. Bœndurfái frumvarpsdrögin til lýðrœðislegrar umfjöllunar! Aðalfundur Búnaðarfélags Ból- staðarhlíðarhrepps, haldinn í Húnaveri 24.4. 1985, lýsir yfir vantrausti á landbúnaðarráð- herra vegna málsmeðferðar við ,Jrynningu“ á framkomnu stjórn- arfrumvarpi til veigamikilla breytinga á lögnm um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, segir í skeleggri ályktun sem samþykkt var með öllum greiddum at- kvæðum á fundinum. „Fundurinn vítir harðlega þátt- töku fulltrúa og frammámanna bænda í þeim skrípaleik og krefst þess, að afgreiðsla málsins verði stöðvuð, þartil bændur hafa feng- ið frumvarpsdrögin í hendur til umfjöllunar á lýðræðislegan hátt. Ályktun þessi skal send til land- búnaðarráðherra, Framleiðslur- áðs landbúnaðarins og Stéttars- ambands bænda, strax!“ -óg Bækur Stjúpforeldrar fræðast Um næstu helgi, föstudags- kvöld og laugardagseftirmiðdag þ. 10. og 11. maí, mun ráðgjafar- og fræðsluþjónustan Tengsl sf. efna til fræðslu- og umræðunám- skeiðs fyrir stjúpforeldra. Leiðbeinendur eru Nanna K. Sig- urðardóttir og Sigrún Júlíusdótt- ir. Fólki gefst hér tækifæri til að fá aðgengilega fræðslu um tilfinnan- leg málefni, finna leiðir við lausn vanda og deila reynslu sinni með öðrum sem eru í svipaðri stöðu. Hér er því ekki um meðferð að ræða heldur fræðslu og stuðning í lokuðum hópi undir leiðsögn sér- hæfðs fagfólks. Nánari upplýsingar fást hjá Tengslum sf. á Vesturgötu 10 kl. 14-18 alla virka daga. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ný saga frá AB „Þrír heimshlutar, 1945-1965“ fyrst af fimmtán bindum Almenna bókafélagið hefur gefið út fyrstu bókina af fimmtán í nýrri ritröð um sögu mannkyns. Verkið er samið á vegum Aschehoug-forlagsins norska af kunnum norrænum sagnfræðingum og kemur út i samprenti samtímis á Norður- löndum. Hin nýja mannkynssaga hefst hálfri fjórðu milljón árum fyrir Krists burð, en AB ríður á vaðið með bindinu „Þrír heimshlutar" sem fjallar um tímabilið 1945- 1965. Bækurnar verða svo þrjár aga mannkyn 'tiöó AB árlega og lýkur útgáfu ritraðar- innar árið 1989. Þýðandi fyrsta bindis er Lýður Björnsson sagnfræðingur og næstu binda Gunnar Stefánsson, Snæbjörn Jóhannsson, Lýður og Helgi Skúli Kjartansson. Sá síð- astnefndi er ritstjóri verksins fyrir hönd AB ásamt Eiríki Hreini Finnbogasyni. Hvert bindi er um 270 síður í stóru broti, ríkulega mynd- skreytt. „Saga mannkyns“ er gef- in út innan Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins. - m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.