Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 5
Frumvarp um viðskiptabanka „Er bannað að tala við fólk?“ Svavar Gestssonformaður Alþýðubandalagsins: Frjálshyggjutrúarbrögðunum troðið inn í alls kyns lagatexta „Ég tel frumvarpið illa fram lagt af hæstvirtri ríkisstjórn. Því fylgja engar upplýsingar um þró- un bankakerfisins hér á landi á undanförnum árum og ára- tugum. Því fylgja engar upplýs- ingar um starfsmannafjölda í bankakerfinu og hvernig það hef- ur þróast á undanförnum árum. Því fylgja engar upplýsingar um kostnað við að reka banka- kerfið á íslandi í samanburði við bankakerfíð í grannlöndum okk- ar. Og yfír höfuð er ekki að finna í fylgiskjölum þessa frumvarps neinar upplýsingar um kostnað- inn við bankakerfið í heild og um- fang þess“, sagði Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalags- ins við umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar til nýrra laga um viðskiptabanka. í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu kemur fram að í því felist meðal annars þessi nýmæli: 1. Ekki skal tengja banka til- tekinni atvinnugrein eða hagsmunsamtökum eins og áður. 2. Bankar geta aðeins verið ríkisviðskiptabankar eða bankar í eigu hlutafélaga. Lágmarks- hlutafé skal vera 100 milljónir króna. 3. Erlendum bönkum verði heimilað að koma upp umboðs- skrifstofum hér á landi. 4. Stofnun útibúa er ekki lengur háð leyfi ráðherra. 5. Bankastjórar skulu ekki ráðnir til lengri tíma en 6 ára. 6. Vextir og ákvörðun um þjónustugjöld eru gefin frjáls. 7. Bankar fá heimild til að kaupa hlut í „almennings hlutafé- lögum“. 8. Eigið fé bankanna verði „a.m.k. 5% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings og veittum ábyrgðum". Auk þeirra atriða sem að fram- an eru talin eru fjölmörg önnur nýmæli og breytingar í frumvarp- inu. Dregið úr áhrifum bankaráðanna Af ýmsum athyglisverðum Ferðaþjonusta Skilaði tveimur milliörðum „Talið er að ferðaþjónusta hafi skilað rúmlega tveimur miljörð- um króna í þjóðarbúið á sl. ári. Um 1100 miljónir voru gjaldeyrir sem ferðamenn skiptu hérlendis. Um 930 miljónir skiluðu sér um flugfélögin. Þetta nemur um 8% af útflutningsverðmætum þjóðar- búsins og fyrir þessum verð- mætum unnu 5-6% af mannafla þjóðarinnar,” segir meðal annars í greinargerð með þingsályktun- artillögu Kristínar Halldórsdótt- ur (KL), Helga Seljan (AB), Guðrúnar Agnarsdóttur (KL), Karvels Pálmasonar (A), Sig- ríðar Dúnu Kristmundsdóttur (KL) og Kolbrúnar Jónsdóttur (BJ). Tillaga sexmenninganna er um eflingu ferðaþjónustu og hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að láta kanna fyrir mitt þetta ár hversu mikið fjármagn þarf til að kosta þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að mæta 7-8% fjölgun er- lendra ferðamanna á ári sem Ferðamálaráð áætlar að muni verða. Enn fremur að leggja fram í tæka tíð fyrir gerð næstu fjárlaga tillögur um aukin fjárframlög til Ferðamálasjóðs svo að hann geti veitt lán til nauðsynlegra fram- kvæmda í samræmi við ofan- greinda áætlun Ferðamálaráðs.” Flutningsmenn leggja áherslu á að jafnframt því sem brugðist sé með skjótum hætti við skyndi- legri fjölgun ferðamanna þurfi að móta stefnu í uppbyggingu ferða- þjónustu í framtíðinni. í greinargerðinni kemur einnig fram að: „Til er faglega unnin skýrsla, sem gerð var að frumkvæði Ferð- amálaráðs árin 1982-83 um stöðu ferðamála og líklega þróun á þeim vettvangi allt til ársins 1992. Þegar er komið í ljós að árlega fjölgar erlendum ferðamönnum mun meira en gert er ráð fyrir í skýrslunni og brýnt að endur- meta stefnuna í ferðamálum með hliðsjón af þeirri staðreynd. í fyrrgreindri skýrslu er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi að meðaltali um 3,5% hér á landi frá 1984-1992. Fjölgun þeirra á sl. ári nam hins vegar um 10% og allt bendir til að á þessu ári verði hún ekki innan við 7- 8%. Til þess að mæta þessari miklu fjölgun erlendra ferðamanna þarf að leita allra hugsanlegra leiða til að lengja ferðamanna- tímann og auka nýtingu hótela og annarrar þjónustu sem þegar er fyrir hendi. Þá þarf að gera ráð- stafanir til að hægt sé að *era ferðamönnum kleift að fara víðar um landið en til þess skortir til- finnanlega aðstöðu víðast hvar utan höfuðborgarinnar og er brýnt að bæta úr þessu sem fyrst. Uppbygging ferðaþjónustu úti á landi hefur auk þess þann mikil- væga kost að skapa atvinnu í dreifbýlinu og stuðla að jafnvægi 1 byggð landsins sem ekki er van- þörf á einmitt nú.” „Starfsemi viðskiptabanka er fólgin í geymslu og ávöxtun fjár, miðlun á pening- um...“ (Úr 2. gr. frumv. til laga um viðskiptabanka). ákvæðum í frumvarpinu er vert að vekja sérstaka athylgi á; að samvinnufélögum verður ekki heimilað að eiga og reka banka, að erlendum bönkum verður heimilað að setja upp umboðs- skrifstofur hér á landi, að frjálsir vextir skulu lögfestir og síðast en ekki síst að vald bankastjóranna virðist með frumvarpinu munu enn aukast. Gat Svavar Gestsson þess í umræðunum að í frumvarpi bankamálanefndar undir forsæti Þorteins Pálssonar hefði verið gert ráð fyrir því, að bankaráðin myndu móta stefnu í vaxtamál- um. Nú væri þetta breytt í hinum nýja texta. Um þetta sagði Svav- ar meðal annars: „Hvaða orð ætli það sé nú sem hefur laumast þarna inn á milli húss og bæjar, á milli bankamála- nefndarinnar og Alþingis, fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar? Það er orðið almenna, því hefur verið stungið þarna inn. Og af hverju var því stungið inn? Það var vegna þess að Landsbankinn gerði við þetta alvarlega athuga- semd. Taldi að ef þetta stæði eins og bankamálanefndin lagði til þá yrðu bankaráðin að grauta í stefnumótun bankanna í vaxta- málum í einstökum atriðum, bankastjórarnir bentu á að það er nú ekki hlutverk bankaráðanna að vera að því, „og þess vegna teldum við til bóta“, sögðu bankastjórar Landsbankans, „að skjóta inn orðinu almenna á undan orðinu stefnu í næst síð- ustu málsgrein 21. gr. og það var auðvitað gert og með því er búið að draga úr þeim áhrifum sem bankaráðin geta haft á stefnu- mótun í vaxtamálum." „Er bannað að tala við fólk?“ Um vaxtafrelsið sagði Svavar: „22. gr. er partur af frjáls- hyggjukreddunni sem veður um allt um þessar mundir. Þar segir: „Við ákvörðun vaxta og þjón- ustugjalda er viðskiptabanka óheimilt að hafa samráð við aðrar innlánsstofnanir.” Bankastjóri Alþýðubankans spurði í sinni at- hugasemd, „er bannað að tala við fólk?“. Hvað þýðir þetta í raunog veru? Hvernig ætlar ríkisstjórnin að framkvæma þetta? Ég held að það liggi í augum uppi, að bank- arnir munu með einhverjum hætti koma sér saman um helstu þjónustugjöld í grófum dráttum. Hér eru menn að festa á blað ósk- ir Sjálfstæðisflokksins og héjna eru komin frjálshyggjutrúar- brögðin sem verið er að troða inn í lagatexta í því að samvinnufé- lögum er byggt út úr þessu frum- varpi, sem er kapítuli út af fyrir sig.“ Um hið síðastnefnda sagði Svavar ennfremur: „Ég spyr hæstvirtan viðskipta- ráðherra: Hvaða ástæða er til þess að banna banka í eigu sam- vinnufélaga? Hvaða rök eru fyrir því að samvinnufélög megi ekki eiga banka? Það kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir að ríkisstjórn- in, undir forystu Framsóknar- flokksins, skuli beinlínis taka hér fram fullum fetum, að samvinnu- félögum sé bannað að eiga banka." Umboðsskrifstofur erlendra banka Svavar Gestsson lagðist ein- dregið gegn því ákvæði frum- varpsins, sem gerir ráð fyrir heimild til að starfrækja umboðs- skrifstofur fyrir erlenda banka hér á landi. Taldi hann, að með þessu væri opnuð leið fyrir er- lenda banka til fullrar banka- starfsemi hérlendis, og benti á, að svo mikil áhrif, sem slíkri starfsemi fylgga, væru hættuleg fyrir efnahagslífið, ekki síst vegna þess hve bankastarfsemi væri hér stór og þýðingarmikill þáttur. Taldi hann engin augsýni- leg rök vera fyrir slíkri breytingu og lagði áherslu á að viðskiptar- áðherra gerði grein fyrir, eftir hvaða reglum hann teldi að um- boðsskrifstofur ættu að starfa. Engar hömlur á sölu hlutabréfa í 6. grein frumvarpsins er sagt: „Engar hömlur má leggja á við- skipti með hluti í hlutafélags- banka“. Gerði Svavar efni þessarar greinar að umtalsefni og taldi hana orka tvímælis í þessu tilfelli. Sagði hann m.a.: „Alþýðubank- inn var stofnaður af verkalýðs- hreyfingunni. í reglum bankans eru ákvæði sem takmarka heim- ildir til að láta hlut af hendi. Ég tel að það eigi að vera möguleiki til slíkrar takmörkunar þegar um er að ræða stofnaðila banka." Beindi Svavar þeirri ábend- ingu til viðskiptaráðherra að ákvæði þar að lútandi yrði sett inn í frumvarpið. hágé. Spurt um... ........:stofnun útflutnings- ráðs. Gunnar G. Schram spyr við- skiptaráðherra. 1. Hvað líður undirbúningi að stofnun útflutningsráðs til kynningar og markaðsleitar fyrir íslenskrar framleiðslu- vörur erlendis? 2. Hvernig er háttað undirbún- ingi að ári útflutningsins, 1986? 3. Hver er árangur af störfum nefndar um verkefnaútflutn- ing? ..........sölu- skatt af bókum Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir spyrja menntamála- ráðherra. Hverju nar ' ' ntur sölu- skattur á árinu ryö4 af a. bókum íslenskra rithöfunda, b. þýðingum á bókum erlendra rithöfunda? Föstudagur 10. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.