Þjóðviljinn - 08.06.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Fiskverkunarfólk ■ New Order - The Perfect Kiss 12“45rpm Ný tveggja laga plata frá New Order, sem ekki er aö finna á LP plötunni. Frábær dansmúsík, sem örugglega fylgir vin- sældum Blue Monday vel eftir. ■ Bubbi - Kona KONA er Ijúfasta og fallegasta plata sem, Bubbi hefur nokkurn tíma sent frá sér. Sterk lög, fallegar útsetningar, tilfinningaríkir og sterkir textar. Aöstoöarmenn Bubba á þessari plötu eru margirfremstu tónlistarmenn landsins. ■ New Order -Low Life Ný plata frá einni virtustu hljóm- sveit Breta. Plata sem aðdáend- ur New Order hafa beðið eftir með óþreyju í 3 ár. Low-Life fékk strax feikigóðar viðtökur er- lendis. Enda er hér tvímælalaust um að ræða eina vönduðustu plötu ársins. ■ The Smiths - Meat Is Murder Umsagnir gagnrýnenda tala sinu máli um gæði The Smiths. „Fyrsta plata Smiths var góð en þessi er enn bétri...“ Gunnl. Sigfússon - HP „Kjarngóð og markviss" Lára - Þjóðviljinn „Þetta er verulega góð hljóm- sveit, og platan sú besta í langan tíma.“ (EINKUNN: 9 af 10) Árni Daníel - NT Nýjar/athyglisverðar plötur ■ Cotton Club - Úr kvlkmyndinni ■ Dead Or Alive - Youthquake ■ David Knopfler - Behlnd The Lines ■ Dire Stralts - Brothers In Arms ■ Eurythmlcs - Be Yourself Tonight ■ Imperiet - Bla Himmien Blues ■ Killlng Joke - Night Tlme ■ Leonard Cohen - Various. Positions ■ Miles Davis - You're Under Arrest ■ Pat Metheny Group - Flrst Circle ■ Prince - Around The World In A Day ■ Rockabilly Psychosls - Cramps, Gun Club o.fl. ■ Smiths - Meat Is Murder ■ Smiths - Shakespear's Sister 12“45rpm ■ Smlths - Willlam 12“45 ■ Smiths - This Charming Man 12“45rpm ■ Tears For Fears - Songs From The Big Chair ■ Tom Petty - Southern Accents ■ Wlilie And The Poor Boys - UC. Watts. B. Wyman. J. Page) ■ Working Week - Worklng Night ■ Yello - Stella Athugið eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af. Rokkbókum -Duran Duran, Prince, Wham, Rolling Stones. Barmmerki - Duran Duran, Prince, Frankie o.fl. o.fl. Bluestónlist Þjóð- lög. Jazz. Klassík. Sendum i póstkröfu samdægurs Laugavegi17 Sími12040. gramm Ömgga atvinnu! Jón Kjartansson: Lengri uppsagnarfrestur aðalmálið „Okkar höfuðkrafa er um aukið atvinnuöryggi fiskverkun- arfólks, og er samhljóða 1. grein í frumvarpi Guðmundar Joð og fleiri um aukin réttindi fiskverk- unarfólks sem þeir í þinginu eru nú líklega búnir að svæfa“, sagði Jón Kjartansson, formaður verkalýðsfélagsins í Eyjum. „Fiskverkunarfólk býr nú við viku uppsagnarfrest, sem er auðvitað algerlega óviðunandi. Það er grundvallaratriði að þessu sé breyíí. í annan stað leggjum við til að tekið verði upp sérsiakí fiskvinnsluálag, 25 krónur sem leggist ofaná tímakaup alls fisk- verkunarfólks á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Þriðja krafa okkar er um að þátttaka á svo- kölluðum sérnámskeiðum, sem ráðuneytið er að undirbúa og eiga að vera framhald grunnnám- skeiða í fiskvinnslu, gefi rétt til 10-15% kauphækkunar. Og vegna þess að ekki gefst öllum kostur á að sækja námskeiðin, þá leggjum við til að þeim hinum sömu bjóðist sama launahækkun hafi viðkomandi unnið 5 ár eða lengur í fiskvinnslu“. „I fjórða lagi er breyting á regl- um um starfsaldurshækkanir, sem kveða á um að fólk fái þær hafandi unnið hjá sama vinnu- veitenda í 6-7 ár. Við viljum breyta þessu þannig að fólk fái þetta fyrir fiskvinnsíustörf eftir ákveðinn árafjölda í sömu grein, þó það hafi ekki alltaf unnið hjá sama atvinnurekanda. Að auki viljum við breyta endurráðning- arreglum, sem eru nú þannig að fólk verður að endurráða sig innan eins árs til að halda réttind- um og hefur það bitnað mjög harkalega á konum. Við viljum líka að fólk sem vinnur tímabils- bundið í fiskvinnslu geti safnað sér einhverjum réttindum; veikindarétti, uppsagnarrétti og rétti til starfsaldurshækkana. Þetta fólk getur það ekki nú. Við förum líka fram á aukaorlof fyrir fólk sem hefur unnið í 10 ár hjá sama vinnuveitanda, og við leg- gjum líka áherslu á að nýju fólki verði sérstaklega kynnt örygg- ismál og fleira á vinnustað til þess að draga úr hárri slysatíðni nýliða í fiskvinnslu". Jón sagði að fiskverkunarfóik - biði nú átekta. „Þeim er vonandi ljóst að eitthvað verður að gera til þess að stöðva þann flótta sem nú er úr þessari undirstöðuatvinnu- grein“. -pv Reykjavík Bara að hringja þá koma þeir Nú um helgina lýkur hreinsun- arviku Reykjavíkurborgar og af því tilefni verða bílar frá hreinsunardeildinni á ferð um borgina og taka rusl. Hreinsunarbílar fara um Ár- bæjarhverfi og Selás laugardag- inn 8. júní kl. 10-12, Breiðholts- hverfi og Seljahverfi sama dag kl. 13-16. Á mánudag verða hreinsunarbflarnir í Laugarnes- og Langholtshverfum kl. 10-12, kl. 13-15 í Bústaða- og Fossvogs- hverfunum og í Austur- og Vest- urbæ kl. 15-17. Jafnframt verður annarri sér- þjónustu haldið áfram. Rusla- pokar eru sendir heim án endur- gjalds sé þess óskað og ruslið sótt. Stórir ruslagámar eru og við Meistaravelli, Vatnsmýrarveg neðan Miklatorgs, Kleppsveg og Dalbraut, Súðarvog, hjá Arseli við Rofabæ, Stekkjarbakka, efri enda Breiðholtsbrautar og Grensásveg. Nokkur brögð hafa verið að því að fólk losaði rusl á óbyggð- um svæðum sem hreinsunar- deildin telur óþarfa, það er bara að hringja í síma 18000 þá koma starfsmenn hreinsunardeildar- innar og aka ruslinu á brot. -aró Kvennafylkingin Fundað á sex stöðum Hundrað konur í undirbúningsvinnu. Tveir bœklingar gefnir út Nú um helgina gangast konur í Alþýðubandalaginu fyrir fundahaldi á sex stöðum vítt og breitt um landið. Þjóðviljinn hafði samband við Kristínu A. Ólafsdóttur starfsmann kvenna í Alþýðubandalaginu og spurði hana frekar út í þessi fundahöld. „Þetta er önnur fundahelgin sem konur í Alþýðubandalaginu halda, sem er í beinu framhaldi af kvennastefnu, sem konur í flokknum héldu í Ölfusborgum í mars síðastliðnum. Þar var ákveðið að fara um landið og halda opna fundi. Um það bil 100 konur unnu að undirbúningi fyrir þessa fundi. Við konur í Alþýðu- bandalaginu teljum að við stönd- um í tvöfaldri baráttu, hinni sósí- alísku og kvenfrelsisbaráttunni, með öðrum orðum tvöfalt stríð. Við teljum þetta nauðsynlegt vegna lakari stöðu okkar almennt útí þjóðfélaginu og innan flokks- ins. Við höfum áhuga á að hitta konur, og ekki endilega konur tengdar Alþýðubandalaginu, koma á framfæri í hvaða baráttu við stöndum og langar okkur að heyra hvar þeim finnst skórinn helst kreppa að. Fundirnir eru ekki með hinu stífa hefðbundna formi heldur kappkostum við, að fá sem flestar til að taka þátt í umræð- um. Á hverjum stað eru það bæði heima- og aðkomukonur sem standa í forsvari og reifa málin. Síðast voru haldnir fundir á Ak- ureyri og í Keflavík og var það einróma dómur að þeir væru sér- lega gagnlegir og skemmtilegir. í tilefni fundanna höfum við gefið út tvo bæklinga þar sem gerð er grein fyrir helstu áherslu um málefni okkar“. -sp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.