Þjóðviljinn - 08.06.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Blaðsíða 4
LEJÐARI Rfldsstjómin - vesöldin uppmáluð Þegar núverandi ríkisstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins tók við völd- um, var haft á orði að þingmeirihluti hennar væri svo afgerandi að öll hennar mál rynnu þar í gegn. I vetur hefur hins vegar komið í Ijós, að þessi ríkisstjórn er ekki einu sinni fær um að undirbúa mál sín tæknilega þannig að hægt sé að afgreiða þau með eðlilegum hætti. Nú þegar líður að þinglokum verða þessir þinglegu ann- markar á stjórninni enn meira áberandi en ella eins og Svavar Gestsson bendir á í spjalli við Sunnudagsblað Þjóðviljans. Svo aðeins séu nokkur dæmi nefnd um þenn- an aumingjadóm ríkisstjórnarinnar þá slærfyrst í augu, að lánsfjárlög fyrir árið sem nú er senn hálfnað, eru enn ekki afgreidd af þinginu. 6. júní sl. voru þau að koma úr nefnd eftir fjórar um- ræður en tvær eru eftir. í öllum umræðum hefur þurft að breyta upphæðum. 1) Bankafrumvarp ríkisstjórnarinnar er enn að bögglast í nefnd. í Ijós hefur komið að sér- fræðingaálits hefur ekki verið leitað, inní frumvarpið vantar grundvallaratriði einsog ákvæði og löggjöf um okurbúlurnar, sem eru í samkeppni við banka og sparisjóði um fjár- magn. 2) Frumvarp ríkisstjórnarinnar til nýrra Fram- leiðsluráðslaga landbúnaðarins er einnig strandað. Tálbeitan sem ríkisstjórnin ætlaði bændum hefur nefnilega komið í Ijós; enginn viðkomandi aðilja sem átti að sjá um greiðslur til bænda fyrr en verið hefur, hefur viljað gangast undir slíka kvöð. 3) Stjórnarfrumvarp um óheftan tóbaksinnflutn- ing fyrir heildsala er einnig að daga uppi. í Ijós kom að enginn sérfræðingur, eða trúnaðar- maður í heilbrigðiskerfinu hafði verið inntur álits og jafnvel heilbrigðisráðherra er talinn þessu stjórnarfrumvarpi andvígur. Því frum- varpi verður snúið aftur til föðurhúsanna. 4) Útvarpslagafrumvarpið sem frjálshyggju- gaukarnir gerðu að alfa og omega stjórnar- þátttöku Sjálfstæðisflokksins í vetur, sefur enn værum blundi í nefnd í efri deild. Þar eru kratar að láta stjórnarflokkanna þreifa á sér um málið, en það sefur engu síður. 5) Frumvörpin um Framkvæmdasjóð, Byggða- stofnun og Þróunarfélag eru enn í fyrri deild. Þessi mál hafa verið strönduð vegna ágreinings stjórnarflokkanna. 6) Frumvarp um Happdrætti Öryrkjabandalags íslands er strandað í nefnd, þar sem meiri- hluti ríkisstjórnarsinna situr á því. 7) Og frumvarpið um ríkislögmann situr enn eftir, þar sem stjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um málið. Og þá eru talin þau mál þar sem stjórnarand- staðan hefur haft vit fyrir ríkisstjórninni. Þannig tókst að fella frumvarpið um sölu Sements- verksmiðjunnar á dögunum. Það tókst að fá stjórnina til aö mjaka sér lítið eitt í húsnæðismál- um. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa tekið að sér að umsemja heilu lagabálkana fyrir ríkisstjórnina svosem einsog um Ríkisendur- skoðun þarsem hverri einustu lagagrein er breytt. Frumvarpið um jafnréttismál hefurþann- ig fengið viðeigandi meðferð og er væntanlegt bráðlega. í utanríkismálum tókst að fá sam- þykkta stefnu íslands í afvopnunarmálum, þ.e. þingsályktunartillöguna um kjarnorkuvopna- laust ísland. Frumvarpið um uppstokkun ferða- mála er að fá á sig gæfulegri mynd fyrir tilver- knað stjórnarandstæðinga í nefnd og þannig mætti lengi telja áfram. Af þessu má Ijóst vera að sluxið og sofanda- hátturinn í ríkisstjórninni, jafnvel um hennar hjartans málefni, er með ólíkindum. Málin henn- ar eru slælega undirbúin, stjórnarliðarnir í nefndunum berjast við að reyna fá botn í málatilbúnaðinn,- og þau fá verri afgreiðslu en ella myndi verið hafa. Og hitt er einnig Ijóst að það litla sem horfir til betri vegar eftir hið langa þinghald sem nú hiýtur senn að vera á enda, er til komið vegna þinglegrar vinnu stjórnarand- stöðunnar á alþingi. Hins vegar er ríkisstjórnin gagnvart þinginu svosem hún er um þessar mundir gagnvart allri þjóðinni; vesöldin uppmál- uð. -óg Ó-ÁLÍT „Þú ert ekkert nema bölvaður aumingi. Þú gætir vel flogið með ungakvikindin sjálfur, og grætt stórfé!“ MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Laugardagur 1. júní 1985 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreið8lustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir. Augiýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreið8lustjórl: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðapront hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.