Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 5
StraxeftirþingslitinhittistþingflokkurABtilundirbúningssumarstarfsinsogtókValdísþessamyndviðþaðtækifæri.Frá vinstri: Steingrímur J. Sigfússon, Garðar Sigurðsson, Helgi Seljan, Kjartan Ólafsson, sem sat inni á þinginu síðustu vikunafyrirGuðrúnu Helgadóttur, Ragnar Arnalds, Guðrún Helgadóttir, Skúli Alexandersson, Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson. Guðmundur J. Guðmundsson var ekki viðstaddur myndatökuna. Pingmenn AB Fluttu 125 mál inn í þingið Annasömuþingi lokið. 8þingsályktanir ogfrumvörp AB voru samþykkt. Mörgstórmál AB vorufelld, önnur bíða nœstaþings. Þó margt hafi verið skrafað og skrifað um þingstörfin s.l. vetur, þá verður að viðurkennast að mörg ágæt mál hafa fallið í skugg- ann af bjórnum og útvarpinu að ógleymdri málasúpunni sem rík- isstjórnin hellti yfir þing og þjóð síðustu þingvikurnar. Þingmenn Alþýðubandalagsins fluttu t.a.m. 125 mál á nýafloknu þingi: 20 lagafrumvörp, 34 þingsályktun- artillögur og 71 fyrirspurn. Að auki voru þingmenn AB meðflutningsmenn á fjölmörgum málum, sem fulltrúar annarra flokka báru fram. Það er svo dæmigert fyrir störf alþingis að einungis 14 mál af þingsályktununum og frumvörp- unum 54 hlutu afgeiðslu, en fyrir- spurnum var öllum svarað, svo sem skylt er. Hin málin 40 urðu ýmist innlyksa í nefndum eða voru sett útí kuldann síðustu þingdagana. Verða mörg þeirra efalítið flutt aftur á næsta þingi. Réttarbætur fyrir ekkjur, ekkla og heimavinnandi Tvö lagafrumvörp Alþýðu- bandalagsmanna voru samþykkt og tilheyra bæði félagsmálum. Breyting á erfðalögum var flutt af Guðrúnu Helgadóttur og fleirum þannig að eftirlifandi maki ætti alltaf rétt til að sitja á heimili sínu, þó öðrum eignum búsins væri skipt. í endanlegri mynd er breytingin fólgin í því að eftirlif- andi maki hefur nú heimild til að halda heimili sínu utan skipta enda sé ákvæði þar um í gagn- kvæmri erfðaskrá. Þessi heimild bindur þó ekki stjúpbörn,- þau geta eftir sem áður krafist skipta á búinu öllu, þó erfðaskrá kveði á um annað. Breyting á alniannatrygginga- lögum var borin fram af Helga Seljan og fleirum, þannig að heimavinnandi fólk fái fulla sjúkradagpeninga í stað fjórð- ungs. í endanlegri mynd voru sjúkradagpeningar heimavinn- andi hækkaðir í helming og heim- ild veitt til að greiða meira eftir þvf hver kostnaður við heimilis- hjálp er. í þessum málum báðum eru fólgnar miklar réttarbætur fyrir þá sem í hlut eiga, þó löggjafinn hafi reyndar gengið mun skemmra í þá átt en tillögumenn gerðu ráð fyrir. Sex þingsályktanir AB samþykktar Alþingi samþykkti 6 þings- ályktunartillögur sem þingmenn AB báru fram. Geir Gunnarsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um könn- un á möguleikum á skóg- og trjá- rækt á Suðurnesjum, sem m.a. felur í sér að Skógrækt ríkisins verði falið að leita eftir samning- um við sveitarfélög og félagasam- tök þar syðra um sérstakt átak til trjáræktar þar sem aðstæður eru bestar. Þá var samþykkt þingsályktun að tillögu Hjörleifs Guttorms- sonar um eftlrlit með umsvifum erlendra sendiráða hér á landi, og utanríkisráðuneyti falið að ann- ast það. Einnig var samþykkt þingsályktunartillaga frá þeim Hjörleifi og Helga Seljan um áætlun til úrbóta í mengun frá fiskimjölverksmiðjum, en því hafnað sem þeir gerðu tillögu um að strax á þessu ári verði veitt verulegu fjármagni í því skyni. Helgi Seljan flutti tillögu um betra skipulag á þjónustu vegna tannréttinga úti um land en Ellert Schram fékk því framgengt að orðin „úti um land“ voru felld niður. Þannig var tillagan sam- þykkt, en ljóst er að við fram- kvæmd hennar hlýtur sérstaklega að vera tekið tillit til landsbyggð- arinnar þar sem þessi þjónusta er nær engin. Þá var samþykkt tillaga frá Steingrími J. Sigfússyni um átak til að bæta merkingar akvega og setja upp aðvaranir við hættu- legar ökuleiðir á hálendinu, þar sem þær vantar eða eru ófull- nægjandi. Loks var samþykkt tillaga frá þeim Helga Seljan og Geir Gunn- arssyni um tölvunámskeið fyrir fatlaða og var félagsmálaráðu- neyti falin framkvæmd og skipu- lagning þeirra. Tvær þingsályktunartillögur AB voru felldar. Vantrauststil- laga á ríkisstjórnina sem flokkur- inn flutti í kjölfar BSRB- verkfallsins s.l. haust var felld en fyrsti flutningsmaður var Svavar Gestsson. Tillaga um að falla frá byggingu bandarískra ratsjár- stöðva fyrir norðan og austan var einnig felld en fyrsti flutnings- maður hennar var Steingrímur J. Sigfússon. Fiskverkunarfólki neitað um sjálfsögð mannréttindi Þremur lagafrumvörpum AB var hafnað og þeim vísað til ríkis- stjórnarinnar. Fyrst skal frægan telja þann atburð er stjórnarliðar höfnuðu frumvarpi Guðmundar J. Guðmundssonar og fleiri um uppsagnarfrest til handa fisk- verkunarfólki. Frumvarpið gerði ráð fyrir að heimild atvinnurek- enda til að senda starfsmenn í launalaust starfshlé vegna hrá- efnisskorts væri þrengd verulega. Þá var hafnað frumvarpi Hjör- leifs Guttormssonar um íög- verndun á starfsheiti kennara, en sem kunnugt er hefur mennta- málaráðherra þráskallast við að leggja fram slíkt frumvarp í allan vetur. Röksemd stjórnar- flokkanna var að kennarar vildu bara þrengja aðgang að kennara- starfinu og því voru þeir and- snúnir. Loks var hafnað frumvarpi Guðrúnar Helgadóttur og fleiri um að skilyrði fyrir leyfi til bygg- ingar opinberra stofnana og at- vinnufyrirtækja væri að gengið yrði frá lóðum svo fljótt sem unnt væri og teikningum skilað af lóð- um jafnt og húsum til bygginga- nefndar. Rekstrarvanda sjávarútvegs vísað til föðurhúsanna Tillögu allra þingmanna AB um kosningu þingnefndar vegna rekstrarvandans í sjávarútvegin- um var einnig hafnað og vísað til ríkisstjórnarinnar. Tillagan gerði m.a. ráð fyrir að nefnd sjö þing- manna gerði fyrir næsta haust smanburð á rekstrarskilyrðum útgerðar og fiskvinnslu hér á landi og í samkeppnislöndunum, svo sem olíuverði, orkuverði, viðhalds- og þjónustukostnaði, fjármagnskostnaði, flutnings- kostnaði útflutningsafurða, launakostnaði f veiðum og vinnslu og ríkisstyrkjum. Bann við kjarnorkuvopnum náði fram Þá eru talin þau 14 mál sem hlutu einhverja formlega af- greiðslu á þinginu en sem dæmi um mál sem ekki var afgeitt sem slíkt, en bar tilætlaðan árangur engu að síður má nefna þings- ályktunartillögu Guðrúnar Helgadóttur og fleiri um bann við geymslu og notkun kjarnorku- vopna á íslensku yfirráðasvæði. í tillögunni var gert ráð fyrir að undirbúin yrði löggjöf um bann við geymslu og notkun á hvers konar kjarnorkuvopnum hér á landi, jafnt á tímum friðar sem ófriðar. Bannið skyldi einnig ná Framhald á bls. 6 Miðvikudagur 3. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.