Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvðldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 3. júlí 1985 148. tölublað 50. árgangur DJOÐVIUINN Bílainnflutningur Klandur hjá Agli og Fíat Skiptaráðandi veitir Agli Vilhjálmssyni hf. og Davíð Sigurðssyni hf. greiðslustöðvun í tvo mánuði. Söluskattsvanskil. Hluti afeignum seldur ogstarfsfólki fœkkað. Magnús Sigurbjörnsson skiptaráðandi: Gert til að fyrirtækin geti komifjármálum sínum í viðunandi horf. Skiptaráðandinn í Reykjavík hefur veitt stórfyrirtækjunum Agli Vilhjálmssyni hf. og Davíð Sigurðssyni hf. (Fíat) greiðslu- stöðvun í tvo mánuði vegna alvar- ■egra fjárhagsörðugleika. Aðal- eigandi þessara tveggja fyrir- tækja er Sveinbjörn M. Tryggva- son. Mun hafa staðið til að inn- sigia þau vegna söluskattsvan- skila. Magnús Sigurbjörnsson skiptaráðandi sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að greiðslust- öðvunin væri veitt til þess að fyr- irtækið gæti komi fjármálum sín- um í viðunandi horf. I fréttatil- kynningu frá því segir m.a. að hluti af eignum þess verði seldur, starfsfólki fækkað og ítrasta að- halds gætt í rekstri. Meðan á greiðslustöðvun stendur verður óheimilt að ganga að fyrirtækinu með uppboðsað- gerðum eða annarri aðför en því er jafnframt óheimilt að stofna til skuldbindinga. Markús Sigur- björnsson sagði að töluvert væri um að fyrirtækjum væri skv. lögum gefin kostur á slíkri greiðslustöðvun og væru um 10 slík tilfelli það sem af er þessu ári. Þá sagði Markús að ekki væri nákvæmlega ljóst í lögum hvenær mætti beita þessu ákvæði en reynt væri að njörva það niður eftir dómum og teoríu og t.d. þegar eignir væru orðnar aðeins 50- 60% af skuldum væri talið óraunhæft að beita því. Tekið er fram í fyrrgreindri fréttatilkynningu að engin breyting verði í framtíðinni á starfsemi fyrirtækjanna, sem hafa umboð fyrir General Motors og Fíat. Þess skal að lokum getið að Fíat var söluhæsta bifreiðin á landinu í fyrra. -GFr Leiklist Leikrit úr verkum Ástu Sigurðar- dóttur Helga Bachamnnfékk styrk úr menningarsjóði Félags íslenskra leikstjóra og vinnur nú að þvíað gera leikverk úr sögum Ástu Sigurðardóttur r Ifyrrakvöld var úthlutað úr menningarsjóði Félags is- lenskra leikstjóra og fékk Helga Bachmann 30 þúsund krónur til að Ijúka leikgerð úr smásögum Ástu Sigurðardóttur.Flelga sagði í samtali við Þjóðviljann að hún væri komin langleiðina með þetta leikverk sem væri heilskvöldssýn- ing og væri hugmyndin að færa hana upp í kjaliara eins hússins sem konur hafa nýlega fest kaup á við Vesturgötu. Það er kjallar- inn undir trésmiðjunni sem nú er íhúsinunæst Fischersundi. Helga sagði að sögur Ástu væru myndir úr Reykjavík sem tengdust af sj álfu sér enda væri smásagnasafn hennar tileinkað Reykvíkingum. _______ ________ -GFr Vegir: Hálendið að opnast Kjölur og Sprengisandur voru heflaðir í síðustu viku og cru orð- nir færir norður í Skagafjörð og Bárðardal en Eyjafjarðarleiðin hefur ckki opnast enn, sagði Sig- urður Hauksson vegaeftirlits- maður í samtali við Þjóðviljann í gær. Þá sagði hann ennfremur að Kaldidalur væri fær og vegir í Lakagíga, Kverkfjöll, Herðu- breiðarlindir og Oskju. Fjalla- baksleið nyrðri er fær frá Sigöldu í Landmannalaugar og hinum megin frá úr Skaftártungu í Eld- gjá en ekki þar á milli. Athugað verður með Fjallabaksleið syðri í næstu viku. Sigurður sagði að á- standið á vegunum væri svipað og undanfarin sumur á þessum tíma. -GFr Skurðlæknir og vefari Þetta eru þær Tinna Ottarsdóttir, og María Pétursdóttir sem voru aö tygja sig á hestanámskeið á Húsavík þegar við hittum þær. María lék í ensku kvikmyndinni „Gullgrafararnir" og hún lék Julie Christie á unga aldri. Hún sagðist ætla að verða vefari eða leikkona þegar hún yrði stór en Tinna ætlar að verða skurðlæknir eða leikkona. Og þar með voru þær roknar. Ljósm. Einar. Akranes Rækja unnin allt árið s Pórður Oskarsson hf. byrjar rœkjuvinnslu. Atvinna fyrir 12-15 manns. Við erum komnir af stað með eina vél í vinnslu og fáum hrá- efni annars vegar frá Sólfara Ak 170, sem við eigum sjálfir, og hins vegar frá Hafnarvíkinni frá Þor- lákshöfn, sagði Óskar Þórðarson á Akrancsi, sonur Þórðar Ósk- arssonar, í viðtali við Þjóðvilj- ann. Fyrirtæki þeirra feðga sagði upp nær öllu starfsfólki sínu í haust vegna fjárhagserfiðleika og seldi af þeim sökum ailar sínar fiskvinnsluvélar og hluta af bygg- ingum.Öll vinnsla hefur því legið niðri hjá þeim í vetur. En um mánaðamótin maí-júní sl. hófst rækjuvinnsla hjá fyrirtækinu og nú starfa 12-15 manns hjá fyrir- tækinu, aðallega konur. Óskar sagðist vonast til að geta haldið uppi vinnslu allan ársins hring og vinna þá frysta rækju þann tíma sem veiðar eru ekki stundaðar. Óskar sagði að lokum, að verð á rækju væri fremur lágt sem stendur og hefði verið síðan verð- fall varð á henni í fyrra vegna of- framboðs. Rækja fer aðallega á einnig í Bretlandi og á megin- markað í Bandaríkjunum, en landi Evrópu. -gg Fiskeldi Fiskeldi í Höllinni Súfyrsta sinnar tegundar á Islandi. Ráðstefna umfiskeldi um sama leyti. r Ihaust, nánar tiltekið dagana 18.-19. september, verður haldin sýn- ing í Laugardalshöll sem ber heitið „íslenska fískeldissýningin 1985“. Fiskeldissýning þcssi er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Sýningin byggist að mestu upp á erlendri framleiðslu, en þó eiga íslenskir framleiðendur nokkra hlutdeild í henni. Þarna verður til sýnis alls kyns búnaður og tæki, ker, fóður, umbúðir og raunar hvaðeina er að fiskeldi lýtur. Það er breska sýnsingarfyrirtækið ITFI sem stendur fyrir sýning- unni, en sama fyrirtæki stóð fyrir Sjávarútvegssýningunni, í fyrra. Patricia Foster, sölustjóri ITFI, sagði Þjóðviljanum, að Norðmenn væru í fararbroddi, bæði hvað varðar fiskeldi og framleiðslu tækja til fiskeldis og væru með góða markaði í Bandaríkjunum. En Foster bætti við, að fslendingar ættu alla möguleika á að ná langt á þessu sviði. Um sama leyti verður haldin þriggja daga ráðstefna um fiskeldi á vegum Veiðimálastofnunar. Þar munu bæði innlendir og erlendir sér- fræðingar um fiskeldi halda erindi um fagið. -gg Verðlag Söluskatts- hækkun Nú25%. Viðbótiní húsnœðismál Fyrsta júlí hækkaði sölu- skattur úr 24% í 25. Það jafngildir um 0,8% hækkun á verðlagi, nema verði matvöru. Söluskattsviðbótin á að færa ríkinu um 250 milljónir króna á þessu ári og á það fé að renna til húsnæðiskerfisins samkvæmt ný- samþykktum lögum. Gervihnatta- sjónvarp Leyfi þarf til móttöku Póstur og sími veita leyfi til móttöku sjónvarpsefnis frá gervihnöttum að uppfylltum ákveðunum skilyrðum. I frétt frá Póst- og símamála- stofnuninni er vakin á því athygli að þeir sem hyggjast taka við efni frá ECS gervihnöttunum verði að fá til þess leyfi frá stofnuninni. Segir í fréttinni að þessir hnettir séu fjarskiptahnettir og í eigu samtaka sem nefnast Eutclsat og þess vegna verði að sækja um leyfí til móttöku efnis sem þeir senda út. Það hefur komið fram hér í blaðinu að fyrirtækið Hljómbær hf. er farið að selja móttökutæki sem nota má til móttöku á efni frá ECS-1 sjónvarpshnettinum. í fréttinni frá Pósti og síma segir að slík móttaka sé háð samþykki eiganda hnattarins, Eutelsat. Einnig segir í fréttinni að um- sækjandi verði að afla sér hei- mildar frá rétthöfum sjónvarps- efnisins til að taka á móti efninu. Hann verður einnig að ábyrgjast að greiða þau gjöld sem Eutelsat setur upp fyrir móttöku. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.