Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hroki á einkaheimilinu Bifreiöanotkun bankastjóra hefurveriötil um- fjöllunar síöustu mánuöi enda ekki nema von. í Ijós kom í vetur, aö bankastjórar reiknuðu sér bílafríðindi sem nema um 450 þúsund krónum á mann á þessu ári. Þjóðin varö öskureið og hneyksluð og Matthí- as A Mathiesen bankamálaráðherra sá sér ekki annað fært en fá ítarlega skýrslu um fríðindi bankastjóranna. í nafni þjóðarinnar og ríkis- stjórnarinnar já meiraaðsegja Framsóknar- flokksins bað hann um að skýrslan yrði tilbúin sem allra fyrst svo ríkisstjórnin gæti tekið með viðhlítandi röggsemi á hneykslinu. Þessi aðferð hefur reynst ágætlega til að þagga niður hneyksli áður - og ráðherrann og ríkisstjórnin andaði léttar-og hneykslið hvarf af síðum dagblaðanna - í bili. Fyrir tilviljun fréttist, að skýrslan hafi verið tilbúin fyrir nokkrum vikum og í fréttum hljóð- varpsins í fyrradag var greint frá því, að ráðherr- ann hefði ekki gefið sér tíma til að opna skýrsl- una hvað þá grípa til ráðstafana í samræmi við þær upplýsingar sem í henni er að finna. Og þegar Þjóðviljinn bankaði uppá hjá ráðherran- um í gær, stóð allt við það sama, - ráðherrann hefur ekki ennþá gefið sér tíma til að opna skýrsluna. Hvers vegna? Á dögunum fréttist af ráðherranum með öðrum pótintátum úr forystu Sjálfstæðisflokksins að leita að gulli á Skeiðar- ársandi. Frá því hneykslið með bílafríðindin æpti fram- an í þjóðina fyrir nokkrum mánuðum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Landsbankinn á metið og nærri því vikulega berast fregnir af fjáraustri og vellystingum yfirmanna bankans. í eitt skiptið var það laxveiðitúr sem kostaði eitthvað á aðra miljón króna. Og í byrjun ágúst greindi Þjóðvilj- inn frá því að upp væri að rísa hátt í 1000 fer- metra tómstundahöll við Álftavatn á vegum þessa sama banka. Kostnaður við bygginguna var áætlaður 11 miljón króna. Nú fyrir helgina greinir Helgarpósturinn frá enn einum velmegunarþætti þessa banka, á sama tíma og ríkisstjórn og peningastofnanir ganga milli bols og höfuðs á einstaklingum og fyrirtækjum með vaxtaokri og ránskjaravísitölu. í Ijós kemur að til viðbótar við hálfrar miljón króna bílafríðindin á ári sem koma sem kaupauki hjá bankastjórum, þá hefur yfir- mannaflotinn í bankanum aðgang að einum fimm bílum sem geymdir eru í bílageymslum Landsbankans við Höfðatún. Meðal bílannaeru rándýrir glæsivagnar. Ekki væri þetta í sjálfu sér mikið stórmál ef viðbrögð yfirbankastjórans og frjálshyggju- frömuðarins Jónasar Haralz við uppljóstrun Helgarpóstsins hefðu ekki verið með þeim en- demum sem raun ber vitni. Bankastjórarnir eru búnir að gleyma því í hvers umboði þeir stjórna viðkomandi stofnun- um. Og Landsbankinn er enn að minnsta kosti eign þjóðarinnar. Jónas Haralz bankastjóri brást þannig við málaleitan blaðamanns Helg- arpóstsins um upplýsingar að líkja bíla- geymslunum við „einkaheimili" og neitaði að gefa upplýsingar nema skriflega að viku liðinni. Þessir menn gera sér enga grein fyrir því að þeir eru eftirlitsmenn með eignum og fjármun- um þjóðarinnar og fólkið á skilyrðislausan rétt á upplýsingum um bankana og athafnasemi þeirra í gegnum fjölmiðlana. Bankastjórar geta í frítíma sínum dundað sér við hvað sem er, til dæmis að setja saman frjálshyggjustefnuskrár fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skrifað vaxtafrelsis- greinar í einkamálgagn Hannesar Hólmsteins. En þeim sem trúað er fyrir hagsmunagæslu og húsvörslu í Landsbankanum ber að sinna skyldustörfum sínum í vinnutímanum, þ.á.m. að veita upplýsingar. Valdhroki bankastjórans á „einkaheimili" þjóðarinnar er hneyksli. Kannske verður nýj- asta uppákoman til þess að Matthías Á. Mathie- sen bankamálaráðherra opni skýrsluna um bankastjórafríðindin, sem safnar ryki á skrif- borði hans. -óg ÞAP HEFUR oRUQSLEQA EWHVER LBflt) \ -STRÁKAHA £6 FtMH 'A MER. --- BK Sm pjÖ'faLL <f Ó-ÁUT owDviuiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innhoimtumonn. Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, augiýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNi Laugardagur 17. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.