Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN En þú, sem undan ævistraumi flýtur sofandi aö feigðar ósi, lastaöu ei laxinn, sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. Erlendis er mun meira gert úr borgaralegu hugrekki (civil cour- age) en hér á landi. Ástæður þessa eru sjálfsagt margar. Sú helsta er væntanlega fámennis- þjóðfélagið, ættarsamfélagið sem þekkir ekki fyrirbærið nema af afspurn. Að hinu leytinu til er kapitalisminn á ísíandi sem þjóðfélagsgerð afskaplega ungur - og hérlendis hafa engar hefðir skapast í þessa veru. Þessa sjást einnig glögg merki í löggjöf og réttarhefðum, þarsem borgara- legt hugrekki nýtur engrar vernd- ar. Við þekkjum dæmi úr fréttum að utan af fólki sem látið hefur fjölmiðlum upplýsingar í té - og afhjúpað þannig spillingu og samtryggingu efst í valdapíramíd- anum, í ríkinu, hernum, risafyr- irtækinu eða annars staðar. Við- komandi geldur fyrir hugrekki ‘'""‘i/°»non ....... 9 '*'•«» f h/.iiV. , flr, sýnum 169 löiuDloð 50 óioonou’ DJOÐVUJINN MANNUF GLÆTAN UM HELGINA Naudun^aruppbod Eg krefst réttar míns Lárus Jónsson missti húseign sína á uppbodi. Seljandinn keypti húsidfyrir minna fé á uppboði heldur en hann hafði selt hana hálfu ööru ári Jyrr. Mtr finnst «11 meðfirfl þessa bornum. eftir afl serfla borinn ut flutli i hustð fnr að ber.i a >nt\um mals mjög gruggug sso ekki úr husi s<m hann keypti i arskik gollum i þvi. gluggar laku og hus- sé meira sagt og það er auðvitað I98.V ið \ar meira og minna oþett Að v4ri afl sja 10 ara baráttu manns sogn revndi l.árus að fa scljand.i til afl koma ser upp husmefli eyfli- l .arus keypti huseignma Arn- hussins til að tvorga endurbætur a lagfla á þennan hátt. Kn éj> er artanga T5 i Mosfellssveit af í.isla husuiu. enþeimgekk ekki unai k.iiipsamumgs a baða boga, liatð en at cinhvviium .isl.eðum kom aðgi ekki til |>ess l arus h.elti að kioi gieiða (iisla (>eg.ii hann hatði Skm gieitt '511 þusund at andvuði kvnr Aðui hatði hann s :na galla a liuseigmnm siðai lekk I .iiii' lil Alþingi valdalítið Það er trúa mxn, að alþingi verði með tímanum æ áhrifa- lausara um framkvæmd laga sem það sjálft setur. Oft hefur verið á það minnst hér í þessu blaði, að það ætti að auka vald alþingis, til. þess m.a. að hafa eftirlit með framkvæmd laga. Ríkisstjórn tekur sér vald til að breyta þjóðfélaginu án þess svo mikið að leita álits þingsins, svosem dæmið um einkabarnaskólann sýnir. Sjálfir eru þingmenn margir hverjir uppteknir við það að taka við kvörtunum og fylgja eftir málum fyrir fólk sem hefur verið hlunnfarið af kerfinu. Að sjálf- sögðu tæki Umboðsmaður al- þingis að sér slík verkefni og - eftirlitsnefndir alþingis gætu starfað af meiri þrótti. Þá fækk- aði áreiðanlega lögum og drægi úr skrifræði fremur en hitt. Það þarf umfram allt að auka áhrif alþingis, hinnar lýðræðislega kjörnu samkomu. Tilfinningaátök Einstaklingurinn er bundinn umhverfi sínu sterkum tilfinning- Hugrekki hins almenna borgara - Dengjum oss í strenginn sitt með því að missa vinnuna, - því er lýst yfir að hann sé „hættu- legur öryggi ríkisins“ og þar fram eftir götum. Svipað gerist á vinnustöðum. Fólk sem lætur ekki kúga sig, rís upp og heimtar rétt sinn býr yfir hugrekki - og oft þarf aðdáunar- vert hugrekki til. Það þarf líka hugrekki til að heimta rétt sinn fyrir fyrir dóm- stólum, standa í margra ára mál- astússi gegn meira og minna sam- tryggðu kerfi. Kverúlant, þverhaus og þvergirðingur í einræðisríkjum er gjaldið fyrir hugrekkið ofboðslegra en í þjóðfélagi á borð við okkar. Þar gjalda menn fyrir hugrekkið með vist á geðveikraspítala, einangr- un, fangelsi og jafnvel dauða. Þarafleiðandi er að sjálfsögðu eðlismunur á því hvernig „samfé- lagið“ umber afhjúpunina, - og hugrekkið. En það er ekki þar- með sagt að hinum hugrakka sé tekið fagnandi á Vesturlöndum. Refsingin vofir yfir. Refsing, sem hvergi stendur skráð, en er engu að síður dómur sem um- hverfi manna lætur falla nær þóknast. Hinn hugrakki maður sem rís upp á vinnustað sínum, lætur í ljós skoðun sem er and- stæð viðíiorfi og hagsmunum yfir- mannanna, á ekki sjö dagana sæla. Honum er bolað burt úr vinnunni, hann er rægður og fær orð þverhaussins á sig. Gengur verr að útvega sér aðra vinnu af þeim ástæðum o.s.frv. Þvergirð- ingurinn er ekkert óskabarn í flokki. Á undanförnum mánuðum hefur Þjóðviljinn greint frá borg- aralegu hugrekki fólks, sem stendur í málastappi fyrir dóm- stólum, sem mætt hefur ósvífni og ósanngirni atvinnurekenda og slegist við kerfið. Samstaða, fjölmiðill, réttaröryggi Hinum hugrakka er ekki margt til sóknar og verndar. Hann getur notað fjölmiðlana - svo langt sem þeir ná, hann ætti að geta notið réttaröryggis og samstöðu verka- lýðsfélagsins þegar það á við. En í öllum þessum atriðum eru víða þverbrestir. Þó einn fjölmiðill taki á slíku máli, nær það sjaldn- ast nægilega langt nema fleiri fjölmiðlar komi til. Það er sorg- lega sjaldan að fleiri fjölmiðlar sjái ástæðu til að vekja máls á borgaralegu hugrekki á eftir öðr- um fjölmiðlum og saman. Lakast er náttúrlega að ríkisfjölmiðlarn- ir þora ekki að taka á slíkum mál- um, nema í undantekningartil- fellum. Það segir sig sjálft að þegar ein- staklingur nýtur t.d. samstöðu vinnufélaga sinna, eru meiri líkur á að náist fram réttarbót og leiðrétting mála en ella. Frá slíku tilviki var einmitt greint í Þjóð- viljanum í sl. viku. Oft hjálpa verkalýðsfélög viðkomandi skjólstæðingum sínum í réttar- stríði við atvinnurekendur, en því miður virðist ekki vera hægt að reiða sig á þann stuðning í prins- ippinu. Hvað veldur? í leiðara Þjóðviljans á dögun- um var vakið máls á nauðsyn þess að umræða yrði tekin upp um grundvallaratriði réttarríkisins. Siðgæðisvitund sú, sem á mótun- arhlut að löggöf tekur stöðugt breytingum og það er ekki nema eðlilegt að löggjöf taki breyting- um með viðhorfum almennings. Tilhneigingin er reyndar sú að ríkisvaldið seilist of langt með lögum og reglugerðum gagnvart almenningi - og að.sjálfsákvörð- unarréttur einstaklinga og hópa sé of takmarkaður, - löggjöfin takmarki samstöðu milli einstak- linga og hópa. Gagnvart réttarík- inu standa ekki allir jafnir. í erindi sem Atli Gíslason lög- fræðingur Dagsbrúnar hélt fyrir nokkru, vék hann að þessu atriði. Hann segir þar að einn helsti þröskuldur í samskiptum einstaklinga við ríkisstofnanir sé skortur á leikreglum. Bæði ein- staklingurinn og ríkisstofnan- irnar hangi í lausu lofti varðandi réttindi og skyldur, bæði ein- staklingsins og stofnunarinnar. „Við megum ekki gleyma því að stjórnkerfið hefur smám sam- an orðið mun flóknara,“ segir Atli f erindi sínu. „Lagareglur viðkomandi stofnana og starfs- venjur eru mótaðar af þeim sem lifa og hrærast í stofnuninni, iðu- lega langskólagengnum mönn- um, oftast án þess að tilraun sé gerð til að athuga hvort þeir sem þurfa að ieita til stofnunarinnar skilji starfsaðferðir hennar og reglur.“ Nú er svo komið að fjöldi fólks á í vandræðum með að útfylla eyðublöð, og pappírar frá pen- ingastofnunum og ríkisstofnun- um eru fjölda manna óskiljan- legir. Tryggja réttindin Atli Gíslason nefndi nokkur atriði í máli sínu sem mætti verða til að auka réttindi hins almenna borgara - og þá um leið auka það olnbogarými sem hinn hugrakki þarfnast. Meðal slíkra atriða eru: 1) Áður en kemur til kasta dómstóla, fái menn aðstoð og upplýsingar, þarsem viðkomandi eru kynntar allar mögulegar leiðir í kerfinu. 2) Nýjar víðfeðmar reglur um upplýsingaskyldu stjórnvalda. • 3) Fastmótaðar reglur um hæfi embættismanna, ríkisstofnana til að taka ákvarðanir og úrskurða í málum. Hér á lögfræðingurinn m.a. við að viðkomandi megi ekki vera tengdir málsaðilja, - og dæmi ekki í eigin sök. 4) Sett verði á laggirnar emb- ætti Umboðsmanns alþingis, sem alltof lengi hefur verið beðið eftir. 5) Stjórnkerfið verði opnað með starfsreglum um samráð við hagsmunasamtök vegna laga og reglna sem snerta þau. 6) Víðtækari endurgjaldslaus lögfræðiaðstoð bæði fyrir dóm- stólum og áður en til þeirra kasta kemur. aböndum. Það þarf því oft meiri háttar innri átök til að brjótast úr viðjum og rísa upp gegn söfnuði sínum, vinnustað, flokki, kerfi og öðru því sem einstaklingurinn telur að takmarki frelsi sitt. kúgi. Það er ekki síst þess veg' að auka þarf skilning, rétti og samstöðu með þeim sem rísa upp, leita á móti straumi. Til þess þarf að skerpa ögn lýðræðisvit- undina. Annars er það í samræmi við þjóðlega mótsögn í Islendingseðlinu að hafa horn í síðu hins hugrakka almenna borgara. Þetta er nefnilega sama þjóð og hefur sérstakan þokka á þvergirðingum í skáldsögum. „Við erum sjálfstætt fólk. Eg er ekki upp á neinn kominn. Ég er frjáls maður í mínu eigin landi,“ sagði Bjartur í Sumarhúsum ást- mögur þjóðarinnar. Það var hu- grakkur karl. Og oss sem hófum þessa grein með tilvitnun í Bjarna Thorar- ensen, þykir til hlýða að ljúka henni með því að dengja oss í strenginn með Jónasi Hallgríms- syni: Að vaði liggur leiðin lífs á fljótið en brjóta háa bakka hvekkir hafurmylkingar fylkja. Yfir ættum að klífa ofar þá, ef guð lofar. Drögum ei par að duga og dengjum oss í strenginn! Óskar Guðmundsson Laugardagur 17. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.